Morgunblaðið - 29.12.1967, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.12.1967, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1967 24 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA legt, svona í sjálfu húsi eigin- manns hennar? Hún er hér inn- an wn — látum oss segja — kæra fjölskyldu. Han.n brosti háðslega. — En frúin er hrædd. Hafið þér nokkra skýringu á því, hr. Wainwriglht? — Ég hef aldrei lggt í það að skilja konuna mína eða útskýra, svaraði Tony önuglega. Auðvitað tóku þeir hann ekki fastan .Þessi fundur — ef fund skyldi kalla— var úti klukfkan tvö og Dwight Elliott gisti þarna það sem eftir var nætur. En úti í forsbofunni, og áðux en Hopp- í forstofunni, og áður en Hopper kvaddi, snéri hann sér að Tony. — Hvert er yðar álit á hvarfi þessa manns, hans Evans? spurði hann, næstum blíðlega. — Hald- ið þér, að hann hafi vitað eitt- hvað? — Vitað um hvað? sagði Tony hryssingslega. — Það er einmitt það, sem mig langar að vita. — Sjáið þér nú til: Ef þér haldið að ég hafi dröslað Evans út úr spítalanum og kálað hon- um. — Það hefur enginn dregið hann neitt, sagði Hopper, og var enn rólegur. — Ég held, að hann hafi farið þaðan af frjálsum vilja með einíhverjum, sem hann þekkti. Og treysti baetti hann 46 við og horfði á reykinn úr vindl inum sínum. — Og hvað svo. Ég bef kannski lamið hann í hausinn og dregið hann síðan burt? Og það hefur verið rækilega gert, því að engum hefur enn tekizt að finna hann! — Það þarf nú ekki endilega að vera, sagði Hopper og gekk á eftir Jim út í bílinn. Morgunblöðin voru með frétt um árásina á Bessie. Hún hafði átt sér stað á krappri beygju, og þegar sprakk á afturhjólinu, hafði hún misst stjorn á bílnum. Það var meira að segja mynd af bílnum, þar sem björgunarmenn voru að stumra yfir honum og Jim hjá þeim. Þetta kom illa við Maud. Þegar hún heyrði, að Dwight Elliott væri þarna á staðnum, sendi hún eftir honum. Þau áttu langt samtal saman og þegar hann kom út frá henni, var hann ekki líkt því eins snyrtilegur og hressilegur og han átti vanda til. Hann stöðvaði mig í forstofunni og bað mig að leita að byssu Tonys í húsinu um daginn. — Það er mikilvægt, ungfrú Abbott, sagði hann. — Ég þarf ekki að taka fram, hve mikil- vægt það er. Bessie var orðin skái*ri um morguninn, en í fjandalegu skapi. Hún hélt því fram, að ein- hver hefði verið að sýna henni banatilræði, að hún vissi vel, hver það væri og lögreglan þyrfti ekki langt að leita. Þetta var yfirleitt hræðilegur dagur. Ég leitaði í öllu húsinu, allt frá geymslunni á þriðju hæð og nið- ur í kjallara, en fann enga byssu. Og seint síðdegis — eins og ég var vön, þegar öll sund virtust lokuð — fór ég að heimsækja Lydiu. Og þar þurfti þá einmitt ungfrú Mattie að vera gest- komandi, í svarta kjólnum, sem hún var oftast í í dansskólanum, og sat þarna nú með tærnar út til hliðanna. — Ég var að segja við hana Lydiu, sagði hún, — að ég veit ekki almennilega, nvort ég á að fara til lögreglunnar eða ekki. Þú skilur, ég held, að ég hafi séð manninn, sem skaut á hana frú Wainwright í gærkvöld. — Sáuð þér hann? spurði ég og greip andann á lofti. — Hún stamaði eitthvað. — Ég sá áreiðanlega einhvern. Ég var á heimleið úr borginni. Ég hafði verið að leita íð einhverri gjöf handa þér, elskan. Hún leit á Lydiu. Ég ók hægt, því að ég er alltaf dálítið rög að aka bíl. Og hérumbil þar sem slysið varð, sá ég mann standa hjá kyrrstæðum bíl. — Hverskonar mann? Hvers- konar bíl? — Æ, það get ég ekki almenni lega sagt um. Það var farið að dimma. Þetta var rétt áður en ég kom að beygjunni. Ég var næstum búin að stanza og spyrja hann, hvort hann þarfnaðist hjálpar. Hugsið ykkur, ef ég hefði gert það! — Ég held ekki, að hann hefði neitt farið að gera yður mein, ungfrú Mattie, sagði ég. — Hver sem þetta hefur verið, var hann að elta hana Bessie en ekki yður. — Ég skil, sagði hún hóglega. — Veslings Tony. Mér hefur alltaf fundizt hún heldur óstöð- ug i rásinni. Ég horfði á eftir henni þegar hún steig upp í bílinn sinn. — Þarna sérðu, sagði ég með beizkju. — Allir halda, að þetta hafi verið hann Tony — jafn- vel lögreglan. — Sannleikurinn kemur venjulega í ljós að lokum, sagði Lydia lágt. Ein'hverjir bátar voru að slæða ána, eftir Evans, þennan dag. Þó ekki lögreglan. Hún hafði hætt öllum tökum fyrir nokkru. En Tony hafði hinsvegar heitið verðlaunum fyrir Evans, dauð- an eða lifandi, með þeim árangri að nokkrir bátar voru farnir að slæða. Ég gat séð til þeirra það- an sem ég sat. Það setti að mér hroll, en Audrey og kunningjar hennar, unglingarnir, virtust hafa gaman af þessu. Þau höfðu komið sér upp einskonar aðal- stöðvum þarna við ána, og ég gat heyrt til þeirra núna, það- an sem ég sat. — Sjáið þið! Þeir eru búnir að finna eitthvað! — Já, það eru þeir. Hver er með kíkinn? Æ, mikið skratti, þetta var þá bara trédrumbur. Lydia sá á mér svipinn. — Þetta eru nú bara unglingar, Pat, sagði hún. — í þeirra aug- um er dauðinn bara eins og hvert annað orð. Hún var farin að lita betur út. * Aramóta- skoteldar Tunglflaugar — eldflaugar, skrautflug- eldar — skipaflugeldar — fallhlífaflugeld- ar — Bengalblys — eldgos — snákar — handblys, margar gerðir — stjörnuljós — stormeldspýtur. Verzlið þar sem úrvalið er. Verzlið þar sem hagkvæmast er. Laugavegi 13. FLIJGELDAR ELDFLAUGA R HAIMDBLYS Rauð — Græn JOKERBLYS REGNBOGABLYS RÓMÖNSK BLYS F ALLHLÍF ARBLY S BENGALBLYS STJÖRNUGOS TUNGLFLAUGAR STJÖRNURAKETTUR SKIPARAKETTUR JÓKER STJÖRNUÞEYTIR BENGAL ELDSPÝTUR rauðar — grænar STJÖRNULJÓS SÓLIR ' vi pil m VAX-ÚTIHANDBLYS, loga % tíma - VAX-GARÐBLYS, loga 2 tíma — HENTUG FYRIR UNGLINGA — VERZLUN 0. ELLINGSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.