Morgunblaðið - 29.12.1967, Blaðsíða 26
26
•**» ■ « » ri ■ if'íí.... y !-■■ ■ . ir.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 19CT
KR stöövaði
skyttur Víkings
— og vann óvænt 23-15
KR-ingar, nýliðarnir í 1. deild-
inni, komu sannarlega á óvart
í fyrrakvöid er þeir sigruðu Vík
ing með nokkrum yfirburðum,
23 mörk gegn 15. Fyrirfram var
að vísu búizt við jöfnum leik og
KR-ingar gaetu gert Víking skrá
veifu — en yfirburðasigri bjóst
enginn við. En það var fyrst og
fremst baráttuviljinn og ákveðni
leikmanna að gefast ekki upp,
sem færði KR þennan sigur og
dýrmæt stig.
Framan af fór leikurinn eftir
spáimannsbókinni og var jafn.
KR hafði yfir í hálfleik 9-8.
En er baráttan hófst í síðari
hálfleik hófu KR-ingar stórsókn
sína snemma. >eir höfðu séð, að
þeim hafði tekizt að stöðva stór-
skyttur Víkings, þá Einar Magn-
ússon og Jón Hjaltalín, og nú
varð bara að skora. Og það
Karl Jóhannsson er driffjöður
KR-liðsins.
tókst. Á örfáum mínútutm skor-
aði ungur nýliði hjá KR, Geir
Friðgeirsson þrjú mörk og KR
hafði náð 4 marka forskoti. Þetta
virtist riða keppnisskapi Vík-
inga að fullu og eftirleikurinn
var hægur fyrir KR-inga.
Leynivopnið.
Leynivopnið að þessuim sigri
KR-inga var öðru fremur leik-
ur Halldórs Björnssonar. Hann
er skapmikill og ákafur leikmað
ur og gengur eins lanigt í „pöss-
un“ sinni á ákveðnuim leikmönn
um og frekast má — og stundum
jafnivel lengra. En hann hefur
sýnt að hionum tekst að „drepa
niður“ sér miklu sterkari menn
með sinni ákveðni. Og nú gekk
hann móti þeím Einari og Jóni
til skiptis er þeir komust í færi
og hvað etftir annað stöðvaði
hann hin hættulegu skot þeirra.
Er hann þó 15—20 cm. lægri en
Einar.
Framfarir.
KR-liðið er sannarlega á fram
farabraut og með slíkri ókveðni
sem liðið hefur sýnt í leikjum
sínum nú, verða þeir fljótir að
forða sér úr fallhættunni. Fer
saman ágætur ’eikur ungra
manna og þeirra eldri, Karls og
Sigurðar og er langt síðan KR
hetfur átt svo samstillt lið. Og
harkan og keppisviljinn er ávallt
só sami.
Þetta skap skorti Víkingana
og buguðust þeir beztu gegn
veikari rnönnum. Með slíku er
aldrei hægt að vinna leik örugg
lega.
Staðan
STAÐAN hjá 1. deild að
loknum 2 umferðum (af 10)
í mótinu er þessi:
Fram 2 2 0 0 44:34 4
FH 2 1 1 0 50:43 3
Valur 2 1 0 1 37:33 2
Víkingur 2 0 1 1 36:44 0
KR 2 1 0 1 37:35 2
Haukar 2 0 0 2 37:54 0
Gyifi Hjálmarsson hefur hér fundið góða smugu. Valsmennirnir eru varnarlausir.
Ljóism,. Sv. Þ.)
Islandsmótið á hrak-
hólum í Höllinni?
Enn ekki hægt að skipa á
ENN er ekki lokið við niðurröð-
un í ísáandsmótið í handknatt-
leik, þótt nú siéu 1. deildarliðin
búin að leika tvo leiki hvert
féiag. Stafar seinagangurinn, að
því er blaðafulltrúi HKRR hefur
sagt, af því að ekki hafa fengizt
loforð fyrir ákveðnum eða nógu
mörgum leikdögtum í íþróita-
höUinni- Vonandi rætist úr þestsiu
og leikskráin komi út — að
venju.
Næstu leikkvöld mótsins
verða þessi:
Sunnudaginn 14. jan. kl. 2:
2. deild karla ÍR-Þróttur
1. deild — Haukar-Valur.
1. deild — Fram-Vík.
Mánudaginn 15. jan. kl- 20.15:
Mfl. kvenna Víkingur-Fram
Mlbl. fl. kvenna KR-Ármiann
2. fl. ka. ÍR-Valur
2. fl. ka. B KR-ÍBK
Sunnudaginn 21. jan- kl. 19.15:
2. deild karla Ármann-ÍBK
1. d*eflld — FH-KR
1. deild — 'Haukar-Víkingur
Lengra mun enn ekki hiægt að
ákVeða mótið — og því ekki
hægt að gefa út skrá.
Ákveðið 'hefur verið að leikir
í 2. deild verði leiknir heima og
'heiman eins og var í fyrra, það
er að öll þátttökuiiðin hér syðra
fari tál leiks við Akureyringa á
Akureyri og Akureyringar komi
suður til hins leiksins. Vest-
mannaeyingar eru nýliðar í 2.
deild og eiga ekki hús og leika
báða sína leiki við viðkomandi
félög á þeirra heimavelli.
— ■ i ■ . ■ » — ■ - < - ■— - -- j-i — — - ' " "" ■— 11 ~
íslendingar í heimsliðið?
Rætl um möguleika á leik milli
Tékka og úrvalsliðs heims
RÁÐAGERÐIR eru uppi um
það að efna til kappleiks í
handknattleik milli heims-
meistaraliðs Tékka og úr-
valsliðs Evrópulanda, sem
jafnframt yrði einkonax
„heimslið“. Ef atf verður, fer
leikurinn fram í tilefni af af-
mælishátíð tékkneska hand-
knattleikssambandsins 1968.
Tékkar settu fram þessa
hugmynd og hefur hún hvar
vetna hlotið góða dóma. Að-
alvandinn er, hvernig á að
velja „heimsliðið".
Menn eru á eitt sáttir um
að styðjasi við það „heims-
lið“ er valið var af öllum
fréttamönnum og fleirum að
lokinni síðustu HM keppni en
það var þannig.
Eri'k Holst, Danmörk, Gru-
ia, Rúmeníu, Bruna Tékkó-
slóvakíu, Paul Tiedemann,
A-Þýzkaland, Mares, Tékkó-
slóvakíu, Solomko Sovét og
Duda Tékkóslóvakíu.
Þetta lið getur að sjálf-
sögðu ekki leiikið, þvi Tékk-
arnir leika í sínu landsliði.
Og um lauisu sætin ■— og
kannski fleiri — stendur bar-
áttan. Rúmenar hafa sýnt
miklar framfarir m.a. með
stónsigri yfir V-Þjóðverjum
nýlega og þá er að finna í
landsliðum margra annarra
þjóða liðsmenn sem hæfir
væru.
Og eftir uimmæli Tékka í
Höfn, þá er ekki óliklegt að
einhverjum detti íslenzkur
eða íslenzkir leikmenn í hug
þegar valið verður. Þar sagði
Arnost markv. og fyrirliði að
betri eins’taklingar væru í ísl.
liðinu en hinu danska.
Leikur sem þessi mun,
hvernig sem úr rætiist, standa
á sama grunni og hinir stærri
knattspyrnuleikir t.d. er
enska landsliðið lék á móti
„heimsliði."
Unglingamót TBR
LAUGARDAGINN 16. des.
gekkst TBR fyrir opnu einliða-
leiksmóti í badminton í þremur
aldursflokkum unglinga. Þátt-
takendur voru 30 frá TBR, Val,
KR og Akranesi.
Sigurvegarar urðu þessir:
Sveinar (yngri en 14 ára):
Helgi Benediktsson, Val, sigr-
aði í úrslitum Þórhall Björnsson,
einnig úr Val, með 11:1 og 11:2.
Drengir (14—16 ára):
Sigurvegari varð Sigurður
Haraldsson, TBR. Sigraði hann í
úrslitum Jón Gíslason, Val, með
11:7 og 11:4.
Unglingar (16—18 ára):
Þar sigraði Haraldur Korne-
líusson, TBR, Svein Kjartansson,
einnig úr TBR, í úrslitum með
15:4 og 15:7.
Mótið fór fram í íþróttahúsi
Vals og tókst mjög vel.
Að plata hússtjórnina
ÞAÐ veríur nýlunda við £s-
landsmótið í handknattleik frá í
fyrra að 2. deildar leikjunum er
komi-ð fyrir á undan leikjum á
leikkvöld'um 1. deildar. Lengir
þetta leikkvöldin en á þennan
hátt komast forráðamenn móts-
ins hjá 5000 kr. lágmarksleig-
unni í íþróttalhöllinni, því lág-
marksieigan er jafnihá hvort
sem fram fara þrír leikir eða
tveir.
Á hinn bóginn verða heldur
engar „aukatekjur“ af leikjum í
2. deild, því áhorfendiuir greiða
sama gjald og fyrir venjulegt 1-
deildar kvöld.
Það verða því engin hús-
næðisútgjöld hjá 2. deiid í Rvík.
og engar tekjur. Tap verður
ferðakiostnaður liðanna, sem
verður óvenjumikill þar sem
Vestmannaeyingar og Akureyr-
ingar eru með.