Morgunblaðið - 29.12.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 19CT 27 Frá fundi skipaskoðunarstjóra með skipstjorum í gær. (Ljósm. Mbl. Ol. K. M.) Stöðugleiki og hleðsla fiskiskipa — fundarefni á umræðufundi skipa- skoðunarstjóra og skipstjóra á fiskiskipum Xfátáðarguðsþjónusta í Skálholtskirkju Skálholti, 28. desember. HÉR hefur verið indælis jóla- veður, lítils háttar frost og snjó- föl. Á jóladag var hátíðarguðs- þj'ónusta í Skál'holtskirkju. Sóknarpresturinn, séra Guð- mund'ur Óli Ólafsson predikaði, Árni Sigurjónsson lék á orgelið og SkáDholtskórinn söng. Til marks um það, hve rnikill fjöldi sótti guðsþjónustuna er, að hvert sæti var skipað, en kirkj- an tekur um 300 manns í sæti. Fyrir framan kirkjuna stend- ur ljósum prýtt jólatré, sem hjónin Áslaug óláfsdóttir og Stefán Árnason Syðri-Reykjuim gáfu- Þá var kirkjan flóðlýst og gaf það þessu stílhreina og fagra musteri mikinn jólasvip. Á þriðja dag jóla gekkst kven- félagið fyrir barnaskemmtun í Aratungu og var iþar mikill fjöldi samankominn — sennilega á þriðja hundrað börn og ungl- ingar. — Þessi samkoma fór mjög vel fram og var kvenfélag- inu til mikils sóma. — Björn. Egyptar fúsir að sleppa 15 innilokuðum skipum F U N D U R skipaskoðunarstjóra með starfandi síidveiðiskipstjór- um hófst í hátíðasal Sjómanna- skólans klukkan 9 í gærmorgun. Sjávarútvegsmálaráðherra, Egg- ert Þorsteinsson setti fundinn, en siðan flutti Hjálmar R. Bárðar- son skipaskoðunarstjóri erindi um stöðugleika og hleðslu fiski- skipa og Ólafur H. Jónsson, starfs maður skipaskoðunar ríkisins flutti erindi um útreikninga á hleðslumerkjum flutningaskipa samkvæmt alþjóðasamþykkt. Á eftir urðu svo almennar umræð- ur. Fundarstjóri var Jónas Sig- urðsson, skólastjióri Sjómanna- skólans og varafundarstjóri Þor- steinn Gíslason skipstjóri og kennari við Sjómannaskólann. Fundinn sátu 63 skipstjórar. Að loknum fundi hafði sjávarútvegs málaráðherra boð inni í ráðherra bústaðnum fyrir fundarmenn. Mbl. hafði í gærkvöldi sam- band við Hjálmar R. Bárðar- son skipaskoðunarstjóra og spurði hann um árangurinn af fundi þessum. Hjálmar kvaðst mjög ánægð- ur með fundinn, en þetta er í fyrsta sinn sem skipaskoðunar- stjóri býður skipstjórum til slíks fundar. Sagði Hjálmar, að mikilsvert hefði verið að fá — Gin og klaufaveiki Framhald aif bls. 28 Sovétlýðveldum, sem lægju að Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Pól- landi. Sýkilsafbrigðið sem ylli henni gæti orðið mun skæðari evrópskum búpeningi en sá sem ylli faraldrinum í Bretlandi. Dr. G.M. Boldrini, hinn ítalski fulltrúi Matvæladeildarinnar að Eftirlitsnefndinni með gin- og klaufaveiki, sagði að faraldurinn í Rússlandi ógnaði allri Austur- Evrópu og löndum sem að henni lægju. Dr. Boldrini var þá ný- kominn frá Rúmeníu, og hann kvaðst sannfærður um að varúð- arráðstafanir þær sem gerðar höfðu verið nægðu til að hindra frekari útbreiðslu veikinnar. Nokkrar Evrópuþjóðir hafa lagt fram rúmlega fjórar milljónir dollara til þess að koma upp nokkurskonar varnarlínu milli hinna sýktu héraða og nágranna- 'landanna. Varnalína þessi er byggð upp á þann hátt, að öll dýr sex til 18 mílna svæði við landamærin eru bólusett. Dr. K.V.L. Kesteven, stjórn- andi „dýradeildar" Matvæla- stofnunarinnar sagði í viðtali, að talið væri að sýkillinn sem herj aði á rússneskan búpening hefði borizt frá íran, fyrir um ári síð- an, þótit raunhæfar sannanir fyrir því væru ekki fyrir hendi. Matvælastofnunin hefur aðstoð- áð Rússa við að finna upp bólu éfni gégn sji'ikdóminum, og dr. Késteven segir, að faraldurinn þarna fram sjónarmið þessara reyndu manna og að fundurinn hefði aukið mjög gagnkvæman skilning allra á fundarefninu. Með reynslu þessa fundar til hliðsjónar, sagði Hjálmar, að vel gæti svo farið, að hann boðaði aftur til slíks fundar með skip- stjórum fiskiskipa. í erindi sínu ræddi skipaskoð- unarstjóri um alþjóðasiglinga- málastofnuna IMCO og sagði frá starfi hennar. Hann gat þess, að nú í haust hefði stofnunin sent frá sér ályktun um það, hversu mikill stöðugleiki væri hæfileg- ur fyrir fiskiskip. Þá ræddi hann m.a. um áhrif mismunandi hleðslu á stöðugleika skipa og benti á ýmsa möguleika í sam- bandi við hleðslu þeirra. Ólafur H. Jónsson útskýrði í erindi sínu útreikninga í sam- bandi við hleðslumerki flutninga skipa samkvæmt alþjóðasam- þykkt. Sú samþykkt nær ekki til fiskiskipa, en þar eru þó mörg atriði, sem um er að ræða. Að erindunum loknum báru menn fram fyrirspurnir og er þeim hafði verið svarað var fundi frestað um klukkan 12.30. Fundurinn hófst aftur klukk- an 13.30 og fór skipaskoðunar- í Rússlandi þurfi ekki að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrir önnur lönd, þar sem Evrópa sé nú betur undir það búin en nokkru sinni, að fást við slík vandamál. Hættan á frekari útbreiðslu sé að vísu fyrir hendi, en hún sé ekki mik il meðan nágránnalönid gæti þess að bólusetja og viðhafa aðrar varúðarráðstafanir. Morgunblaðið sneri sér til Páls A. Pálssonar, yfirdýra- læknis, og spurði hvort þetta mál kæmi til m<eð að snerta ís- lendiinga að einhverju leyti, þar sem við kaupum nokkuð af land búnaðarafurðum frá Rússlandi. „Ég held ekki að þetta komi til með að hafa áhritf hér á landi. Samkvæmt þeim fréttum sem ég hef fengið virðist veikin vera daðbundin í suðurhluta Rúss- lands, og enn sem komið er er ekki ástæða til að grípa til neinna varrúðarráðstafana. Það sem máli skiptir er, að þarna er á ferðinni afbrigði sýkils, sem verið hefur óþekktur í Evrópu, nema kannski aðeins í Tyrk- landi. Vegna þessa er hann hættulegur búfjárstofni í Vest- ur-Evrópu. En eftir því litla sem maður veit um þessi mál í Rúss landj virðast þeir hafa nokkuð góða stjórn í svona tilfellum svo að við ættum ekki að þurfa óttast. Hins vegar fy'lgjumst við mjög náið með öllu sem gerist í sambandi við þetta, og getum gripið tafarlaust til varúðarráð- stafana ef tilefni gefst til.“ stjóri þá lauslega yfir erindi sitt frá því um morguninn og sýndi skýringarmyndir. Síðan ræddi hann ýmsar almennar spurning- ar varðandi hleðslu og stöðug- leika fiskiskipa. ■Þá var haldið niður í matsal Sjómannaskólans og skiptust fundargestir þar í umræðuhópa og ræddu þeir ýmis atriði, sem fram komu á fund.inum. Að uim- ræðum loknum var aftur haidið upp í hátíðarsalinn og gerðu for- svarsmenn umræðulhópanna þar grein fyrir áliti hvers hóps um sig. Spunnust þá nokkrar frekari umræður um ýmis mál varðandi hleðslu og stöðugleika fiski- skipa. Fundinum lauk svo klukkan 17.30 og bauð sjávarútvegsmála- ráðherra þá fundargestum til hófs í ráðherrabústaðnum. - LAOS Framhald af bls. 1 bód'íu fyrr í mánuðinum með sönnunum um starfsemi her- sveita kommúnista í Kamibódiu hefur verið send mörgum öðrum ríkisstjórnum. Þjóðlhöfðinginn í Kambódiu, Silhanouk fursti, sagði í dag að hersveitir Kambódíumanna mundu ekki reyna að hefta för bandarískra hermanna ef þeir færu inn í landið til þess að veita norður-vietnömiskum her- mönnum eftirför. Hann bætti því við, að þetta ætti aðeins við ef um væri að ræða skæruliða sem sæktu ólöglega inn í Kam- bód'íu og dveldust á svæðum sem erfitt væri að hafa eftirlit með. Hljómplata Framhald af bls. 14. ar Danmerkur við fsrael. Einn af kunnustu starfs- mönnum „Berlingske Tid- ende“, Mogens Kofod-Hansen, sem var í Israel meðan á styrjöldinni stóð, hælir mjög þessari plötu Vangkilde og segir hana gefa glögga og sanna mynd af „stemning- unni“ í Jerúsalem þessa daga. Að vísu geti slík plata aldrei orðið annað en mynd, en Vang klide hafi tekizt að draga þar fram aðalatriðin. Sérstaklega gefi hún góða hugmynd um hugrakka afstöðu ísraels- manna, sem stóðu andspænis þeim möguleika að verða þurrkaðir út, og svo hve mjög þeim létti, er úrslit stríðsins voru kunn. Kofod-Hansen hælir Vang- kilde ennfremur fyrir að reyna ekki að leyna því. að hann var sjálfur hræddur, — rödd hans sé stundum titr- andi og skjálfandi á plötunni, í byrjun bardaganna. „Það er enginn hetjuskapur að hræð- ast ekki“, segir Kofod-Han- sen —“ Allar hugsandi mann- eskjur eru hræddar við stríð. Hugrekkið lýsir sér í því að hafast að, vinna verk sitt. þrátt fyrir hræðsluna". Kaíró, 28. desember. NTB. MAHMOUD Raid, utanríkisráð- herra Egypta, sagði í dag, að tækninefnd hefði tekið til athug- unar möguleika á því að heimila 15 skipum, sem lokuðust inni í Súezskurði í styrjöld Araba og ísraelsmanna í júní að sigla á brott. Raid sagði þetta í viðtali við blaðamenn að loknum fundi með sérlegum sendimanni Sam- einuðu þjóðanna, Gunnari Jarr- ing. Sýrlendingar tilkynntu í kvöld, að þeir mundu ekki taka á móti Jarring, sem hefur ákveðið að lengja dvöl sína í Kaíró og dvelj- ast þar til laugardags. Jarring heldur að minnsta kosti enn einn fund með Raid, en ekki er vitað hvort hann hittir Nasser forseta að máli. Kaíró-blaðið Ala Ahram, sem er hálfopinbert, hermdi í dag. að stjórnin mundi innan tíðar til- kynna Jarring að hún hefði á- kveðið að sleppa skipunum sem eru innilokuð í Súezskurði Blað- ið hélt því fram, að ýmis tækni- leg vandkvæði væru á því að sleppa skipunum. en þau væru ekki óleysanleg. Egyptar segja, að tryggja verði öryggi tækni- fræðinga og benda á að ekki verði hægt að opna skurðinn aft ur fyrir alþjóðlegum siglingum - INFLÚENZA Framhald af bls. 1 ins sökum þess, að fjölmargar hjúkrunarkvennanna voru með Asíu-inflúenzu. í Lundúnum segja læknar, að stanflsálagið sé fimm sinnum meira en eðlilegt sé. Heilbrigðisyfirvöldin hafa lagt áherzlu á, að sjúkdómstí.lfelli séu enn ekki það tið, að tala megi um inflúenzufarsótlt. Eru flastir þeirra, sem lagðir hafa verið á sjúkrahús fólk á efri árum. Þá segja heilbrigðisyfir- völd, að mótstaða fólks gegn sjukdómum sé mikil vegna fyrri farsótta af sama tagi, og flest sjúkdómstilfeliin séu svo væg, að þau megi iækna með aspir- íni og fáeinum dögum í rúm- inu. — Brezkir togarar Framhald af bls. 28 Mbl. í gær, að hann vissi til þess að Bretar hefðu verið að þreifa fyrir sér á Afríkumiðum. Þeir hafa að undanförnu veitt lýsing djúpt út af írlandi, en magnið er takmarkað. Ekki bjóst Loftur við, að veið- ar Breta á Afríkumiðum myndu létta neitt ásókn þeirra á íslands- mið, þar sem til lýsingsveiðanna þyrfti að nota stóra togara, eins og þá, sem nú stunda veiðar við Grænland og Nýfundnaland. Samkvæmt upplýsigum Jóns Jónssonar fiskifræðings er lýs- ingurinn þorskfiskategund, sem verður venjulega um 1 m. að lengd. Hann er líkur ufsa í út- liti og sæmilegur til átu — ekki ósvipaður karfa á bragðið. Jón sagði, að Þjóðverjar hefðu fýrir nokkru fundið góð lýsings- mið við Argentínustrendur og veiddu nú mikið á þeim slóðum. fyrr en ísraelsmenn dragi til baka herlið sitt frá austurbakk- anum og Sinaiskaga. Utanríkisráðherra Júgóslavíu, Marko Nikezic dváldist einnig í Kaíró í dag. Hann sagði fyrir brottför sína þaðan, að Egyptar reyndu eftir beztu getu að leysa vandamálin, sem væru samfara þeirri ákvörðun að sleppa skip- unum á Súezskurði. Áþreifanleg- ar heimildir í Jerúsalem herma, að ísraelsmenn hafi í aðalatrið- um fallizt á að skipunum verði sigl't burtu úr skurðinum, en Jarr ing ræddi við ísraelska ráða- menn í Jerúsalem áður en hann fór til Kaíró. — Ardsarmaðurinn Framhald af bls. 28 vang og fór ég í honum í Slysavarðstofuna og var þar gert að sárinu á höfðd mér. — Skurðurinn var 8 cm langur og var opinn að beini. Var hann saumiaður saman rrneð 8 stórum saumsporum. — Ég hef það sæmilegt nú, en er þó slæm aftan í hnakk- anum. Ég er mjög fegin að búið er að finna árásarmiann- inn, því að þá hugsar maður ekki eins mikið um þetta. Árásarmaðurinn er okkur al- gjörlega ókunnur, við vitum engin deili á þessum pilti. Árásarmaðurinn er nú fund inn og reyndist hann vera 16 ára piltur úr Kópavogii — en hann varð 16 ára í gær. Við yfirheyrslu játaði hann að hafa brotizt inn í húsið og bar- ið konuna tvisvar í höfuðið með spýtu, en flúið síðan. Hanr. segist hafa verið í pen- ingaleit, þegar hann framdi ódæðið- Pilturinn kveðst hafa farið í Austurbæjarbíó um kvöldið, en gengið niður í miðbæ að lokinni sýningu. Eftir nokk- urt rölt um miðbæinn hélt hann heim á leið, en þegar hann kom í Blönduhlíð, nennti hann ekki að ganga lengra. Ætlaði hann þá að taka leigubíl, en átti enga peninga, og ákvað hann þá að brjótast inn og útvega sér þá. Var hann búinn að atlhuga tvö hús, sem honum þóttu ekki árennileg, þegar hann kom að húsinu, sem hann að lokum brauzt inn í. Gegn um rifu í gluggatjöld- um sá hann hvar kona svaf í rúmi sínu með ungbarns- vöggu hjá. Fór hann þá á stofugluggann, sem var kræktur aftur, og tókst hon- um að opna hann. Greip hann spýtu með sér, ef vera kynni að hann rækist á einhvern á ferli þar inni, og skreið inn um gluggann. Þegar hann kom inn í svefnherbergið sýndist hon- um konan bæra á sér og barði hann hana þá tvö högg í höf- uðið með spýtunni, en fannst sem konan risi upp við seinna höggið, og flýði þá út úr hús- inu. Spýtunni henti hann frá sér í ganginum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.