Morgunblaðið - 04.01.1968, Síða 5
MORGUNELAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR lfles
5
íslendingafélagiö í Osló kemur sér
upp félags- og gistiheimili
Rabbað við Bjarne Eidskrem
CM hátíðamar ðvaldist hér
Norðmaðurinn Bjarne Eid-
skrem ásamt íslenzkri konu
sinni. Héldu þau hjón hátíð
með ættfólki frúarinnar.
Bjarne er í stjóm íslend-
ingafélagsins í Osló og af þeim
sökum áttum við stutt rabb
við hann o-g spurðumst fyrir
um framkvæmdir á vegum fé-
lagsins. Hann vann um skeið
hjá Flugfélagi íslands og var
þá eitt ár hér á landi og því
mörgum kunnugur hér.
— Félagið mun telja nálægt
300 manns, segir Bjarne. — í
því em íslendingar og makar
þeirra. Félagslífið hefir verið
með allmiklum blóma og nú-
verandi formaður Skarphéð-
inn Árnason er mjög ötull í
því starfi. Síðasta stórvirki fé-
lagsins er að kaupa skólahús
uppi við Norefjeld, en þar er
eitt þekktasta skíðaland i Nor.
egi og fjölsóttasta, enda að-
eins tveggja stunda akstur
þangað frá Osló. Fyrirhugað
er að þetta verði félagsheim-
ili þeirra, sem í íslendinga-
félaginn eru, en auk þess er
ætlunin að húsið standi fjár-
hagslega undir sér. Fyririhug
að er því að leigja húsið út
við vægu verði og þá fyrst
og fremst Íslendingum, sem
vildu notfæra sér það í skyndi
heimsókn í Noregi, einnig
vseri þeta hús hentugt fyrir
íþróttaflökka á ferðalagi um
Noreg. Hús þetta er tveggja
hæða og með stóru samkomu-
herbergi á neðri hæð, en á
efri hæð eru svefnskálar, bæði .
stórir, þar sem tíu manns geta
gist saman, og minni herbergi
fyrir einstaklinga eða hjón.
Niðri er svo að sjálfsögðu eld
hús og anað er til þjónutu
þarf fyrir þá er þarna dvelj-
ast. Rétt hjá er verzlun og
því handhægt til aðdrátta.
— Nú um þessar mundir er-
um við að ganga frá búsinu,
segir Bjarne ennfremur, —
það er lokið við allar viðgerð-
ir á húsinu sjálfu og að mála
það og snyrta. Hins vegar vant
ar talsvert af tækjum til húss
ins og nánast ö'll húsgögn.
Við höfum verið svo heppnir
að umsjón með verkinu hefir
Smith-Meyer héraðsráðunaut-
ur haft fyrir okkur og ann-
ast það algerlega án endur-
gjalds. Hefir hann því unnið
fyrir okkur einkar óeigin-
gjarnt starf. Ýmsir bafa lagt
hönd að verki við þetta hús
og hefir sjálfboðavinna verið
mikil. Oslóborg gaf félaginu
15.000 norskar krónur til hús-
kaupana og við höfum sótt
um fjárstyrk hingað til lands.
Þá hafa Norðmenn á íslandi
verið mjög hjá'lplegir, bæði
gefið hluti til hússins og pen-
inga. Norsk fyrirtæki hafa
einnig stutt okkur. t.d. gaf eitt
og sama fyrirækið alla máln-
ingu á húsið bæði úti og inni.
Þannig hefir þetta unnist með
góðra manna hjálp, en óneit-
anlega vantar nokkuð enn til
að gera húsið vistlegt og boð-
legt gestum. Mér telst til að
beint fjármagn, sem þegar hef
ir verið lagt í búsið sé um
100 þús. norskar krónur, en þá
er ótalin hin mikla sjálfboða-
vinna og verðmætar gjafir.
Það er raunar margt fleira
en búnaður hússins sjálfs, sem
okkur vantar, því við höfum
í hyggju að gera fleira þarna.
t.d. nýta stórt vatn, sem er
skamrnt frá húsinu. Þar vant
ar okkur bát og fleira, er til
skemmtisiglinga þarf.
Við von'um einnig að þetta
hús geti orðið til eflingar nán
ari samvinnu mil'li félags okk
ar og Normandslaget í Reykja
vík. Þá vonum við einnig að
þetta hús ge'ti orðið til ánægju
fyrir íslenzka námsmenn í
Noregi. Þarna gætu þeir kom
ið saman, en margir þeirra
eru að sjálfsögðu einstæðing-
ar.
Við verðum þó en,n að herða
nokkuð róðurinn og hjálp er
þa'ksamlega þegin. í því sam-
bandi vil ég geta þess að heim
ilisfang formanns félagsins er
Akersgaten 20, Osló I. En auk
þess geta menn sjálfsagt snú-
ið sér ti'l Normandslage't hér
í Reykjavík ef þeir hefðu bug
á að leggja máli þessu lið,
sagði Bjarne að lokum.
Bjarne Eidskrem.
Vinstri sósialistar ■
Danmörku bjóða fram
Bankamonnaskólunum slitið
Kaupmannahöfn, 2. jan. NTB
LJÓST varð í dag, ð hinn nýi
stjórnmálaflokkur i Danmörku,
Vinstri-Sósíalistar mundu bjóða
fram í ölium kjördæmum við
þingkosningarnar, sem fram eiga
að fara fram 23. janúar nk.
f dag hafði forystu flokksins
borizt 21.000 undirskriftir stuðn
Sæmdir
heiðursmerkjum
FORSETI íslands hefir í dag
sæmt eftirfarandi menn heiðurs
mekjum hinnar íslenzku fálka-
orðu:
1. Herra Sigurbjörn Einarsson,
biskup íslands. stjörnu stórridd-
ara, fyrir félags'störf.
2. Bjarna Sæmundsson, lækni,
Hafnarfirði, stórriddarakrossi,
fyrir læknis- og félagsmálastörf.
3. Jónas Guðmundsson, fv.
ráðuneytisstjóra, stórriddara-
krossi, fyrir félagsmálastörf.
4. Björn Fr. Björnsson. sýslu-
mann, Hvolsvelli, riddarakrossi,
fyrir emibættisstörf.
5. Gísla Bergsveinsson. , út-
gerðarmann, Neskaupstað, ridd-
arakrossi, fyrir störf að útvegs-
málum.
6. Helga Kristjánsson. bónda,
Leirhöfn, riddarakrossi, fyrir
búnaðar- og félagsstörf.
7. Séra Jón Guðnason, ridd-
arakrossi, fyrir skóla- og ætt-
fræðisförf.
8. Loga Einarsson, hæstarétt-
ardómara, riddarakrossi, fyrir
emibættisstörf.
9. Stefán G. Björnsson, fram-
kvæmdastjóra, riddarakrossi,
fyrir störf að tryggingamálum
og störí í þágu skíðaiþróttarinn-
ar.
10. Þór Sandlholt, skólastjóra,
riddarakrossi, fyrir störf á sviði
iðnfræðslu.
Reykjavík, 1. janúar. 1968.
Orðuritari.
ingsmanna hans og er talið víst,
að þegar allar flokksdeildirnar
hafa skilað af sér til aðalstöðv-
anna verði undirskriftir komnar
upp í tæplega 26.000. Þá hefur
flokkurinn safnað um 75.000
dönskum krónum í kosningasjóð
sinn. Flokkurinn mun bjóða
fram undir bókstafnum .,Y“.
Skólauppsöign Bankamanna-
skólans fór fram fimmtudaginn
14. desember 1967. Skólastjór-
inn, Gunnar H. Blöndal, flutti
skýrslu Um starfsemi skólans.
Skólinn var stofnaður árið
1959 og er starfræktuir af öll-
um bönkunum í Reykjavík, en
starfsfólk sparisjóða á einnig að-
gang að honum. f reglugerð um
störf og launakjör starfsmanna
bankanna, er sett var í septem-
ber 1963. segir, að nýjum starfs-
mönnum skal skylt að ljúka
námskeiði við skólann. ,
Kennslan fór fram í hinu
nýja húsnæði skólans að Lauga-
vegi 103, og fór kennslan aðal-
lega fram á morgnana milli kl. 9.
og 12. Kennslutíminn er tæpir 3
mánuðir, og hefur kennslustunda
fjöldi verið aukinn um fjórðung.
Nemendur á þessu síðasta nám-
skeiði skólans voru samtals 92.
Aðalkennarar skólans eru allir
bankastarfsmenn. Skrifstofustjór
ar og starfsmannastjórar og
deildarstjórar helztu deilda
bankanna. Aðalnámsgreinar skól
ans eru: Bankaskipulag og
stjórn, réttindi og skyldur banka
starfsmanna, innlán, gjaldkera-
störf, reikningur, gjaldeyris- og
innflutningsreglur, erlend banka
viðskipti lánastarfsemi, trygg-
ingar og frágangur skjala, víxl-
ar, tékkar og ávlsanaviðskipti,
skrift og meðferð og notkun
reiknivéla.
Eftirgreindir fjórir nemendur
fengu verðlaun frá skólanum
fyrir ágætan námsárangur:
Valdimar Valdimarsson, Út-
vegsbanka íslands,
Ólína M. Sveinsdóttir, Austur-
Framhald á bls. 15
millj. kr«
HÚN BROSTI hlýlega, er hún
kom til ðyranna. — Jú, jú,
víst vll ég tala við ykkur, ger
Ið þið svo vel og komíð inn. —
VMS erum stödd i Stórholti 24,
hjá Súsönnu Guðjúnsdóttnr.
Hún fékk stóran vinning i-
Happdrætti SÍBS, heila millj-
ón.
— Hvernig leggst þetta í
yður, Súsanna? Hvaða áhrif
hefur svona ævintyralegur at
burður á mann, á sálarlífið?
—- Það hefur engín áhrif á
mig, að minnsta kosti ekki
ennþá.
Það er eins og ég trúi þessu
ekki. Það á kannske eftir að
koma, ég veit ekki.
N — Hvað á nú að gera við
alla peningana?
— Það verða engin vand-
ræði með það. Það eru aldrei
vandræði með slikt, hjá þeim
sem eiga fjölskyldur. Og ég
veit alveg, hvað ég ætla að
gera við þetta.
— Þér ætlið kannske að fara
út að ferðast? Eitthvert út í
heim?
— Ja, það veit maður aldrei,
ef maður lifír nú til sumars.
— Jú, ætli það hljóti nú
ekki að vera, svoria kát og lif-
leg kona?
— Það getur verið. Ég hef
alltaf verið haust og alltaf
unnið, haft góða heilsu. Og ég
þakka Guði fyrir það. Maður
veit ekki, hvað það er gott að
vera heilbrigður, þvi að þegar
heilsan er farin, þá er - allt
farið, og engan vegirin hægt
að bjarga sér með neitt.
— Ég á nú dóttur úti i Nor-
egi og vildi gjarnan heim-
ssekja hana.
— Mig hefur Iangað til að
fá tækifæri til þess. Mig lang
ar til að taka aðra dóttur
mína með. Við sjáum nú til.
— Það er nú vonandi að
þér njötið þessa alls, sem bezt.
Framhald á bls. 31.
Súsanna Guðjónsdóttir, sem
vann stóra vinninginn hjá SÍBS.
Þessi urklippa er ur Morgunblaðinu
10. des. sl. Fyrirsögnin segir allt sem segja
þarf. Munið að endumýja
timanlega. Dregið 10. janúar
Happdrætti SÍBS 1968