Morgunblaðið - 04.01.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1968
15
Guðrún Jónsdóttir
frá Látrum — Minning
f DAG er til moldar borin Guð-
rún Jónsdóttir frá Látrum í Að-
alvík, N-ísafjarðarsýslu.
Hún kenndi lasleika síns fyr-
ir rúmum 3 árum, gekk hún
undir erfiðan og mikinn upp-
skurð, og kom þá í ljós, að ekki
var um bata að ræða.
Veikindi sín og dauðastríð bar
hún með þolinmæði og ró, veit
ég þó hún vissi gjörla að hverju
dró.
Guðrún var fædd 1. des. 1900,
dóttir hjónanna Karítasar
Guðnadóttur og Jóns Hjálmars-
sonar, bæði hjónin ættuð úr
Sléttuhreppi.
Ég þekkti Gunnu eins og hún
var oftast kölluð, frá því ég
man eftir mér. Barnæska okk-
ar var mjög tvinnuð saman.
Það var sérstaklega gott fyr-
ir lítið barn að koma inn í litlu
fátæklegu en hreinlegu íbúðina
- MINNING
Framhald af bls. 14
flestu en við áttum annas stað-
ar að venjast. Þar sveif tónlist
snillinganna yfir vötnunum og
þar hefi ég heyrt skemmtilegast
sagðar sögur, og furðar mig á
því enn í dag, hve annars ó-
skemmtilegir menn gátu orðið
skemmtilegir á kvöldvökunum
þar. Mest hissa hljóta þeir þó að
hafa orðið sjá'lfir. Það var and-
rúmsloft heimilisins sem gerði
þetta, — menn felldu grímuna
sem þeir annars báru, og urðu
eðlilegir og óþvingaðir. Þarna
voru samankomnir húmoristar
sem ég hefi þekkt mesta, og þar
komst ég að þeirri skrýtnu nið-
urstöðu sem stendur öhögguð
enn í dag, að það er ekki á ann-
arra færi en húmorista, að segja
dulmagnaða sögu svo, að loft
allt verði lævi blandið og hroll-
unaður hríslist fram í fingur-
góma. Það var íslenzkum littera-
túr slys að Þórbergur sky'ldi ekki
leggja leið sína í Bankastr. 2 Ef
ég ætti að rekja ættir Sigríðir
Björnsdóttur, færi ég ekki í þjóð
skrána þeirra erinda, þó hún gæfi
að vísu þau svör sem hver og
einn mætti miklast af, — heldur
mynd; ég segja: Hún Sigríður
er af ætt Bergþóru sem lét eitt
yfir sig og bónda sinn ganga. —
hún er afkomandi hinnar spart-
versku móður, er sagði syni sín-
um að ganga feti framar í orrust
unni, er honum þótti sverð sit
of stutt, — en formóðir hennar
var Geirríður sú. er byggði skála
um þjóðbraut þvera og veitti öll-
um sem um veg fóru. Hún hefir
nú yfirgefið leikinn, og tjaldið
hefir verið dregið fyrir í síðasta
sinn. Mér er Ijóst að ekki er til
neins að hrópa da capo. því lei'k
urinn er á enda og verður ekki
endursýndur. Það bætti mér aft-
ur á móti miki] tíðindi og góð,
ef savt yrðí einhvern tíma um
aðra konu: Hún er eins og hún
Si«r.'«,,r { Bankastræti var.
Á nvársdag 1968.
Atli Már.
foreldra hennar. Móðir hennar
var barngóð og kunni að ræða
við lítil börn — gerði hún tím-
ann þar svo stuttan en þó
skemmtilegan, að þegar stundin
var komin að kveðja fannst
manni tíminn hafi liðið einum
of fljótt en þó skilið eftir vel-
líðan og gleði. Þannig fannst
mér er ég kom þangað.
Guðrún ólst upp í stórum syst
kinahóp, alls voru þau níu, en
aðeins sex af þeim komust til
fullorðins ára, en með dauða
hennar er aðeins eitt eftir af
þeim á lífi.
Við Guðrún áttum margar
góðar minningar og þá sérstak-
lega frá okkar bernsku, barna-
skólaárum. Hún var greind,
hafði mikinn áhuga á því að
læra — gerðum við okkur stóra
dagdrauma. En það fór sem oft-
ar að örlög og fátækt ráða fram-
tíð manna og svo fór einnig
hér.
17 ára gömul fór hún í vist
til Reykjavíkur. Leyfðu hús-
bændur hennar henni að ganga
í kvöldskóla. Kom þar fram
strax greind hennar og áhugi.
Hún vann sér fljótt álit kenn-
ara sinna, sem undruðust kunn-
áttu hennar og leikni og ekki
var undrunin minni er hún
sagði þeim hvaðan hún væri;
frá einum afskekktasta stað
landsins.
19 ára gömul missti hún sína
ágætu móður — og fór þá heim
til þess að standa yfir moldum
hennar — hennar, sem hún unni
svo heitt. Hún fór samt aftur
suður til að vinna og hjálpaði
föður sínum sem hún gat fjár-
hagslega, þótt kaupið væri lít-
ið. 1923 kom hún alkomin til
föður síns, því faðir hennar
þurfti á hjálp hennar að halda.
1926 giftist hún Finnboga
Friðrikssyni, einnig frá Látrum.
6 börn áttu þau, en eitt af þeim
dó nýfætt. Elzt af börnunum
er Karítas, f. 29. okt. 1926. Hún
er gift Kristjáni Þórðarsyni
múrara, búsett í Keflavík. Kjart-
an og Grétar, tvíburar, f. 28.
maí 1928. Kjartan er lögreglu-
varðstjóri á Keflavíkurflugvelli,
giftur Gauju Magnúsdóttur, bú-
sett í Keflavík. — Grétar lög-
regluþjónn á Keflavíkurflug-
velli, giftur Kristínu Vigfúsdótt
ur, búsett í Hafnarfirði. —
Ragna, f. 12. jan. 1930, búsett í
Reykjavík. — Þóra Guðbjörg,
f. 6. júní 1933, búsett í Banda-
ríkjunum.
Fósturdóttur ólu þau upp, sem
er dótturdóttir þeirra, Sigrún
Halldórsdóttir, f. 24. des. 1949 og
var Guðrún henni sem bezta
móðir getur verið.
Guðrún og Finnbogi fluttu
frá Látrum til Hnífsdals 1943
og voru búsett þar til 1949 er
þau fluttu til Keflavíkur. Guð-
rún og maður hennar lifðu við
mjög fátækelg kjör vestra og
var oft lítið um björg í bú hjá
þeim en hagar hendur og gnægð
af móðurumhyggju og hlýju
voru til staðar og bættu oft
sKortinn.
Áður en þú tókst síðustu and-
vorpin mundir þú eins og alltaf
áður eftir fólki þínu og baðst
fyrir börnum þínum og barna-
börnum. Nú ert þú horfin og
komin yfir á hina ókunnu
strönd. Þar veit ég að tekið hef-
ur verið á móti þér með þess-
um orðum: „Yfir litlu varstu
trú, yfir mikið mun ég setja
þig-“
Eg kveð þig með þakklæti
fyrir góðu árin okkar er við
vorum saman. — Far þú í friði.
— Drottinn þig blessi. Ég votta
manni þínum, börnum og barna
börnum mína dýpstu samúð.
Vinkona.
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 10«100 I
r»/-
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM ggjflPl
kaupsýslumenn í Lissabon voru
viðriðnir. Mál þetta leiddi meðal
annars til þess, að Antunes Var-
ela dómsmálaráðherra varð að
segja af sér að kröfu stjórnar-
innar, sem reyndi að þagga mál-
ið niður. I sama skyni var frétta
riturum nokkurra erlendra
blaða, þeirra á meðal fréttarit-
ara „New York Times“, vísað úr
landi.
ÉG HEF sannfærzt um synd mína við að hlusta á
yður í útvarpinu. Ég er sextán ára gömul og er í
menntaskóla. Ég hef átt stefnumót um nokkurt skeið
við mann einn, sem er ekki kristinn. Ég óttast, að
ég hafi brugðizt kristilegri skyldu minni um að
vera öðrum til fyrirmyndar, með því að vera í of
nánu sambandi við hann. Ég er í vanda stödd. Hvað
á ég að taka til bragðs?
ÞÚ MÁTT þakka fyrir, að þú finnur til sektar út
af þessu máli. Flest ungt fólk virðist svala hvötum
sínum, án þess að samvizkan ónáði það hið minnsta,
og svo flýtur það sofandi að feigðarósi — og áttar sig
ekki, fyrr en allt er komið í óefni.
Hvað þú átt að taka til bragðs? Fyrst og fremst
áttu að láta öllu vera lokið milli ykkar. Hættu-
merkin hafa leiftrað, og þú veizt, að þú lendir í
ógöngum. Segðu piltinum, að þú harmir þetta sam-
band ykkar og að þú viljir binda enda á það, af því
að þú viljir vera sannkristin. Þetta verður honum
mikið áfall. En hann mun að minnsta kosti komast
að raun um, að það er til fólk, sem lætur samvizku
sína hafa afskipti af slíkum málum, og vera má, að
einnig hann sjái að sér.
Bið þú Drottin að leiða þig í ástamálum þínum.
Flest ungt fólk lætur augu og eyru ráða í þessum
efnum. Kristinn maður notar umfram allt bænina.
Einhvers staðar er sá kristni piltur, sem Guð hefur
ætlað þér og vill eiga hlutdeild með þér í markmiði
þínu og trú.
Nýtt ldrviðar-
skáld í Bretlandi
London, 1. janúar. — NTB
CECIL Day-Lewis, eitt helzta
ljóðskáld Bretlands, var á mánu
dagskvöld útnefndur sem nýtt
hirðskáld i landi sínu á eftir
John Masefield. Cecil Day-Lew-
is hefur verið í hópi helztu bók
menntamanna Breta frá því eft-
ir 1930, en þá tilheyrði hann
mjög vinstri sinnuðum stúdenta
hópi við háskólann í Oxford.
Önnur skáld í þessum hópi voru
W. H. Auden, Stephen Spender
og Christopher Isherwood. Hið
nýja lárviðarskáld er fætt 27.
apríl 1904 og er því 63 ára að
aldri.
- ERLENT YFIRLIT
Framhald af bls. 13
inn því að landið verði aftur lýð-
veldi bendir eklkert til þess að
hann sé reiðubúinn að bjóða
Juan Carlos konungstign.
Konungssinnar á Spáni eru
heldur ekki sammála um hvor-
um eigi heldur að bjóða kon-
ungstignina, Juan Carlos, eða
föður hans, Don Juan af Bour-
bon, greifa af Barcelona, sem er
&4 ára gamall. Þrír aðrir prinsar
kioma einnig til greina og gera
kröfu til konungstignar: Xavier
prins af Bourbon-Palma, sem er
Juan Carlos: Tekur hann við
konungdómi?
77 ára gamall, sonur hans, Carlos
Hugo prins, sem er 37 ára gam-
all, og frændi þeirra, Alfonso
B'oui'bon prins, sem er 31 árs
gamall.
Faðir Juan Carlos, Don Juan,
er nú búsettur í Estoril í Portú-
gal. Hann fór úr landi ásamt föð-
ur sínum, Alfonso konungi XIII,
sem lagði niður völd 1934 og lézt
í útlegð í Róm. Don Juan af
B'oufbon er maður frj'álslyndur
og hefur löngum verið ' á önd-
verðum meiði við Franco, og
þess vegna er hershöfðinginn
mótfallinn því að hann taki við
konunigdómi.
Juan Carlos prins, sem er
kvæntur systur Konstantíns
Grikkjakonungs, Soffíu prins-
essu, hefur hlotið menntun sína
á Spáni samkvæmt samkomlagi
sem faðir hans gerði við Franco
hershöfðingja. Margt bendir til
þess. að Franeo háfi ætlað hon-
um konungstignina, og hefur
prinsinn meðal annars komið
fram við opinber tækifæri og
verið margvíslegur sómi sýnd-
ur. Hann hefur lagt stund á
stjórnvísindi og hlotið foringja-
menntun í her, flota og flugber
Spánar. Hann mun hafa sagt í
viðtali við spánskt dagblað, að
hann sé einlægur aðdáandi
Franco, en ekki er vitað hvort
aðdáunin er gagnkvæm.
Ef Franco fellur frá án þess
að útnefna eftirmann verður að
styðjast við stjórnarskrána, sem
er tvíræð. Samkvæmt henni verð
ur annað hvort kjörinn konung-
ur eða skipaður ríkisstjóri, og
ekki er óhugsandi að slíkt stjórn
arform þróist í forsetastjórn.
Taugaspenna í Portúgal
LEIÐTOGI lýðræðissinnaðra
stjórnarandstæðinga í Porútgal,
lögfræðingurinn Mario Soares,
hefur verið handtekinn. Ekkert
hefur til hans spurzt síðan 12.
desem'ber þegar hann sneri aftur
til Lissabon úr ferðalagi til
nokkurra landa, þar sem hann
ræddi meðal annars við starfs-
menn brezka utanríkisráðuneyt-
isins, Tager Erlander, forsætis-
ráðherra Svía, og Pietro Nenni,
varafiorsætisráðherra ftala.
Þótt portúgölsk yfirvöld hafi
enga skýringu gefið á hvarfi
Soares virðast einkum tvær
ástæður búa á bak við handtök-
una:
• Soares hefur verið lögfræð-
ingur Inciao Palma, sem var fé-
lagi í svokédlaðri „pólitísku vík-
ingasveit" stjórnarandstæðinga,
sem réðist inn í bankann Figu-
eira de Frotz í Lissabon í þeim
tilgangi að afla stjórnarandstöð-
unni fjár. Inciao Palma var
seinna handtekinn í París og
portúgalska stjórnin krafðist
þess að hann yrði framseldur á
þeirri fórsendú að Palma hefði
gerzt brotlegur við Ihina al-
mennu hegningalöggjöf með
þátttöku í bankaráni. Hins veg-
ar voru færðar sönnur fyrir því
í réttanhöldum í París, að árásin
á bankann hefði verið af póli-
tískum toga spunnin og því
ekki refsiverð, svo að hann var
látinn laus.
• Mario Soares stóð í sambandi
við erlenda blaðamenn í Lissa-
bon á sama tíma og fréttir kom-
ust á kreik um hneyksli, sem
nokkrir ráðherrar og þekktir
Bardogarí
Kanton
London, 30. des. — (NTB)
MOSKVU-ÚTVARPIÐ hermdi
í dag að alla síðastliðna viku
hefðu geisað bardagar í stór-
borginni Kanton á suðurströnd
Kína milli stuðningsmanna og
andstæðinga Mao Tse tungs.
Sagði Moskvu-útvarpið að
hermenn hefðu tekið virkan
þátt í bardögunum gegn and-
stæðingum Maos og fjöldi manns
hefði verið handtekinn. Þá sagði
og í fréttum útvarpsins að tvö
herfylki hefðu verið send í
miklum flýti til Hunan-fylkis
til „refsiaðgerða".
Sagði Moskvu-útvarpið að
efnahagsöngþveiti það og lífs-
kjaraskerðing sem menningar-
byltingin hefði haft í för með
sér neyddi nú Kínverja til þess
æ oftar að grípa til vopna í
baráttunni fyrir réttindum sín-
um
- BANKASKOLI
Framhald af bls. 5
bæjarútibúi Landsbanka íslands,
Helga Jónsdóttir, Landsbanka
íslands. og Sigrún Gunnarsdótt-
ir, Landsbanka íslands.
Auk aðalnámskeiðs skólans
fór einnig fram tungumála
kennsla á vegum skólans fyrr á
árinu. Kennarar voru allir er-
lendir nema í þýzku. Kennd var
enska, franska og þýzka. Tungu-
málanámskeiðið var fyrir alla
starfsmenn bankanna, og voru
nemendur samtals 74.
Eftir áramótin er fyrirhugað
annað tungumálanámskeið og
einnig kennsla í vélritun. Þá hef-
ur skólanefnd skólans í athugun
að efna til framhaldsnámskeiða
við skólann. Yrðu þá teknir fyrir
vissir þættir bankalögfræði, er-
lend bankaviðskipti, peningamál,
starf Seðlabankans og uugsan-
lega fleira.
Jólagjöf handa prinsie®su?
Á jólaskemmtuin Keele-há-
skóla, sem halda á í þessari
viku, mun Margrét prinsessa
taka í höndina á einum stúd-
entanna, sem verður klæddur
í gervi jólasveins. Flestir-
gestanna á skemmtuninni
munu einnig fá gjafir, en er
síðast spurðinst hafði ekki
verið ákvæðið, hvort viðeig-
andd væri, að prinsessan tæki
við gjöf frá jólasveiniinum,
eins og aðrir.
I danssalnum verður stig-
inn dans í átta klukkustundir
samfleytt. Einn hinna fyrstu,
sem dansa eiga við Margréti
prinsessu er formaður stúd-
entafélagsins, Malcolm Clark.
Hann 'viðurkenndi fýrir
skemmstu, að hann sækti nú
dansnámskeið af kappi.