Morgunblaðið - 04.01.1968, Page 22

Morgunblaðið - 04.01.1968, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 196« Aðeins tveir leikir pólska liðsins hér Liðið mætir Fram á laugardag og FH á stmnudag í KVÖLD eru væntanlegir hing- að til lands leikmenn pólska liðsins Spójnia, sem hingað kemur í boði Hauka. Haukar Hingað konia Pólveriarnir á miðvikudag að norðan og halda utan á fimmtudaginn. í næstu keppni, sem háð var í Garmisch PartenkÍTchen vann Wirk'ola með miklum yfirburð- um og hefur tekið forystu í sam- anlöðum úrslitum með ujþ.b. 10 stig umfram A-iÞjóðverjann — og síðan koma aðrir stökk- kappar Norðmanna í röð. Wirkola stökk 92.5 m í síðustu keppni og bætti lengdarmetið í þessari frægu Olymp'íubraut. Um 20 þús. manns sáu keppn- ina um nýárið, og sýnir það nokkuð vinsældir stökksins á þessum slóðum. UMFK vann stórn sigrn Milli jóla og nýárs fór fram hin árlega handknattleikskeppni milli UMFK og Knattspyrnufé- lags Keflavíkur. Úrslit í einstök- um leikjum urðu þessi: Framhald á bls. 17 hafa reynt að fá þrjú leikkvöld til heimsóknarinnar hér, en það hefur ekki tekizt og verða leik- kvöldin hér tvö, á laugardag og sunnudag og hefjast báða dag- ana kl. 4 síðdegis. Eins og við höfum áður skýrt frá er þetta pólska lið nú í for- ystu í pólsku deildakeppninni, að hálfnuðu keppnistímabili. Liðið hefur á að skipa mjög reyndum mönnum og hafa meðal annars 9 leikmenn félag.sins, sem hingað koma leikið með p>ólska landsliðinu einhverntíma, en fjórÍT leikmanna liðsins hafa leikið í landislðinu á þessu keppnistímabili, m. a markvörð- urinn og bezta skytta liðsins — og lands’iðsins. Það eru íslandsmeistarar Fram, sem fyrstir reyna sig gegn þessu ágæta póLska liði. Verður sá leikur á laugardaginn kl. 4. Á sunnudag mæta Pólverjarnir evo liði FH. Á mánudaginn verður haldið ti'l Akureyrar flugleiðiis og keppa Haukar við Pólverjana nyrðra á mánu'dagskvöldið en á þriðju- dagskvöld keppa Pólverjarnir við lið íþrótta'bandalags Akureyrar. Danir töpuðu síðari leiknum hka 10 gegn 12 DANIR töpuðu einnig síðari Iandsleik sínum við Svía í hand knattleik. Leikurinn fór fram í Forum í Kaupmannahöfn 30. des. og lyktaði með sigri Svía 12 mörk gegn 10. Sænska liðið átti mjög góðan Foldi tennur FURÐULEGASTA knattspyrnu- sagan er (auðvitað) frá S-Am- eríku, nánar tiltekið í Campas, Perú. Pedro noikkrum Cajara var vísað af leikvelli fyrir að fela á sér tennur dómarans, sem missti þær út úr sér í hita leiksins. Það þurfti ekkert minna en lög- regluna til að leita á aumingja Pedro og að lokum fundust tenn urnar, en Pedro var vísað úr leiknum, eins og fyrr segir. dag, einkum þó og sér í lagi markvörður liðsins, sem varði hvað eftir annað meistaralega vel. Danska liðið lék nú miklu betur en í fyrri leiknum, sem Danir töpuðu með 13 mörkum gegn 20. En það var varnar- veggur Svíanna sem skapaði sænskan sigur. Carsten Lund var eini mað- urinn sem Svíarnir réðu ekki fyllilega við. Hann skoraði 6 af 10 mörkum Dana. Þrjú önnur voru skoruð úr vítakasti og að- eins einn leikmaður annar danskur „komst á blað“ í leikn- um. Þessir leikir tveir eru all- mikið áfall fyrir danskan hand- knattleik, sem nýverið hafði unnið þan sæta sigur að bera sigurorð af tékknesku heims- meisturunum. Þetta eru meistarar Sovét- ríkjanna í knattspyrnu, lið Dynamo Kiev. Liðið vakti mikla athygli í haust, þá er það sigraði Glasgow Celtic, Evrópubikarhafa meistaraliða frá í fyrra, og sló þá þannig úr keppninni. En örlög Rúss- anna urðu síðan að falla úr í næstu umferð fyrir meistara liði Póllands. En þetta virð- ast hinir snaggaralegustu knattspyrnumenn. Japanskur þjállari JÚDÓDEILD Glímufélagsins Ármanns tók til starfa í haust i nýjum og vistlegum húsakynn um að Ármúla 14. Aðsókn hef- ur verið mjög mikil að æfingum hjá deildinni, enda aðstæður allar hinar beztu. Ný námskeið hefjast í judó að nýju mánudaginn 8. janúar, og verða það bæði námskeið fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Allar upp- lýsingar um æfingatíma og þ.h. eru veittar hjá judódeildinni, Rongers, Celtic skildu jöin sími 83295, kl. 5—9 síðdegis. Það skal tekið fram, að nám- skeið verða bæði fyrir karla, konur og unglinga. Eins og kunnugt er, kom hinn heimfrægi judósnillingur Kiyoshi Kobayashi hingað til lands í byrjun desember í boði júdódeildar Ármanns, og varð það félaginu mikil lyftistöng. Þessi ágæti gestur er væntan- legur aftur til deildarinnar um mánaðamótin febrúar-marz, og mun þá leiðbeina hér. Eftir þá heimsókn mun Kabayashi út- vega júdódeild Ármanns hátt gráðaðan, japanskan þjálfara, sem dvelja mun hér í þrjá mán uði sem þjálfari. (Fréttatilkyning). Wirkola ■ sérflokki i stökki HIN mikla og árlega sk'íðastökk- keppni í fjórum af stærstu stökk bratum Mið-Evrópu er nú hálfn- uð. A-Þ-jóðverjinn Dieter Neuen- d'orf sigraði í þeirri fyrstu en Norðmaðurinn Björn Wirkola varð 3. NOK'KRIR leikir í skozku deild- arkeppninni fóru fram á mið- vikudag. M.a. mættust þá erki- fjendurnir Glasgow Celtic og Glasgow Rangers. Jafntefli varð 2:2. Af öðrum úrslitum má nefna: ARGENTÍNSKA knattspyrnu- félagið Bocca Juniors frá Buenos Aires hefur boðizt til að greiða portugalska félaginu Benfica uppthæð, sem s'varar til 41.1 milljóna króna, en Booca Juni- ors vill í staðinn frá Eusébio og Simoes framberjanna frægu úr heimsmeistarakeppninni 1966. Samt furðar engan, sem til þekkir, að Benfica hafnaði þessu boði. Portugalska félagið þarf á öllu sínu að halda þessa dagana. Benfica er í 8 liða úrslitum í Evr ópubikaranum, þó þeir hafi rétt „skriðið" í gegnum tvær fyrstu umferðirnnar og verið afar heppnir í keppninni til þessa. Eusebio Hearts — Dunfermlina 1-2 Kilmarraock — Stirling 5-2 Motherwall — Morton 2-1 Rait'h Rovers — Hibernian 2-2 Aberdeen — St. Johnstone Patrick Thistle — Clyde 2-0 frestað. Bjóða 41,1 millj. kr. í Eusebio og Simoes Danska sjónvarpið greiðir 6,1 milljón krónur fyrir knattspyrnu ÞAÐ erkunnara en frá þurfi að segja, að sjónvarpsstöðvar um víða veröld greiða himin- háar fjárhæðir, þá er þær fá leyfi til birtingar fréttamynda frá kappleikjum og íþrótta- viðburðum. Þessari hlið mála eru ís- lenzk íþróttayfirvöld enn ókunnug og menn gera sér varla grein fyrir þeim fjár- hæðum sem sjónvarpsstöðvar greiða. Danska sjónvarpið hefur nýlega í aðalatriðum gengið frá samningum við Danska knattspyrnusambandið. Fyrri samningur sem gilt hefur í tvö ár, rennur út 1. apríl og einhvern tíma á næstunni verður nýr samningur undir- ritaður. Engar breytingar verða á samningnum nema greiðslan sem knattspyrnu'sambandið fær hækkar um 100 þús. kr. danskar. Danska sjónvarpið greiðir þá knattspymusambandinu 800 þús. d. kr fyrir sjón- varpsréttinn eða nálega 6.1 milljón ísl. kr. Þetta fé fær sambandið til umráða auk mjög góðe árshagnaðar í ár auk annara styrkja. Mun knattspyrnuisambandið því ríf lega geta styrkt einstök fé- lög, sem nota peningana aftur til k-ennsilu unglingaiiða o. s .frv. Danska sjónvarpið hefur — fyrir áðurnefnda upphæð — rétt tii að senda út fyrri hálf- leik af landisleikjum heima etftirá en miá senda samtímás og lei'kur fer frarn mynd af landlsleikjuim erlendis í heild. Þegar hafa Danir samið um 4 landsleiki næsta sumar og síðan verða minnst þrír leikir í undankeppni HM úrsli't bik- arkeppninnar (eftirá) en leik- ir danskra liða í Evróputoilk- arkeppni eru ekki með — um þá verður að semja sérstak- lega við félögin sem að þeim standa hverju sinni. Hvidövre afþakkaði 40 þús. d. kr. til- boð sjónvarpsins fyrir að sjónvarpa leik liðsins og Real Madrid á liðnu sumri, og gert er ráð fyrir að næsta sumar verði greiðslur fyrir slíka leika talsvert hærri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.