Morgunblaðið - 14.01.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1968, Blaðsíða 10
10 MORGIJNBLAÐIÐ, SUNJXTUDAGUR 14. JANUAR 1968 „Hvergi hræddur hjörs í þrá..." Lm bókmenntasögu og i. NÝLBGA er út kornin bók, sem iheitir Nútímaljóð. Útgefandinn er Ríkisútgáfa námábóka, og hefur hún látið hinn góð'kunna 'teiknimeistara Balthasar teikna myndir af höfimdum Ijóðanna og auk þess skreyta bókina með teikningum. Fylgir ein myndskreytt blaðsíða Ijóðum hvers skálds, og auk þess er myndskreytt blaðsíðan á móti aðaltitilsíðu bókarinnar — og loks kápan. Myndir þessar eru vel gerðar og að þeirn skraut, en ekki virðist mér þær í mjög nánum tengslum við Ijóðin. iÞær munu fyrst og fremst eiga að vera til sfcrauts — og það eru þær. Erlendur Jónsson hefur val- ið skáldin, sem ljóð eiga í bók- inni, en þau eru þessi: Þorsteinn Vaid'imarsson, Ein- ar Bragi, Jón óskar, Hannes Sigfússon, Sigurður A. Magnús- son, Matthías Johannessen, Vil borg Dagbjartsdóttir, Hannes Piétursson, Þorsteinn frá Hamri, iBöðvar Guðmundsson og Jó- hann Hjálmarsson. ARir þessir höfundar eru undir fimmtugu. Elztur þeirra er Þorsteinn Valdimarsson, fæddur árið Síðari hluti 1918, en yngstir Böðvar Guð- mundsson og Jóhann Hjáim- arsson, báðir fæddir 1989. Þrjú af hinum tólf skáldum eru Austlendingar, en þaðan hefur komið tiltölulega fátt skálda fram að þessu, einn Norðlend- ingur, þrír af Vesturlandi — og fimm Sunnlendingar, þar af fjórir fæddir í Reykjavík, en hún hefur lagt lítt til íslenzkra bókmennta fram á seinustu áratugi .... Erlendur Jónsson hefur efcki aðeins valið skáldin, sem þarna eiga ljóð, heldur hefur hann iífca einn ráðið vali ljóðanna, nema hvað Jón Óskar befur valið úr sínum ljóðum og Hannes Pétursson verið með í ráðum um val þeirra ljóða, sem eftir hann eru foirt í bókinnL Erlendur birtir frarnan við ljóð hvers skálds greinarkorn, sem hann hefur skrifað. Þar er skýrt frá fæðingarstað sfcáld- anna og aldri þeirra, námsferli, störfum og hvaða bækur þau hafa látið frá sér fara, en lítt vikið að einfcennum þeirra, enda er það ærið vandgert og þá ekki sízt í stuttu miáii. Fremst í bókinni er efnis- skrá, og er hún sjáifsögð, en sá galli á henni að mínum dómi, að hún greinir ekki frá, úr hvaða bókum skáldanna ljóðin eru tekin. Þá tekux við ritgerð eftir Erlend, sem hann fcallar Nútímaljóðlist. Hún er aHlöng, nærfellt átta blaðisíður. Sitthvað er vel og skynsam- lega sagt í þessari ritgerð, en hún fjallar frekar um ljóð al- mennt, heldur en um hin yfir- leitt órímuðu og oft ærið tor- ræðu Ijóð tízkuskálda nútím- ans bér á landi og erlendis, þó að litillega sé að þeim vikið. Og sumt í þessari ritgerð er ærið hæpið, svo sem þá er höf- undur hennar vill skýra fyrir lesendum rétt listamanna til að forrna efnivið sinn eftir vild sinni og listrænni þörf. ‘Dæmið, sem hann tekur — um eikina og skápinn — er ger- samlega út í hött. Þá þykir mér hann eyða fullmiklu rúrni í foæpna tilvitnun í orð Arnolds Bennetts, og kaflinn um bók- Böðvar Einar Bragi Matthías Sigfús menntagildi og skemmtigildi gerir lesandinn litlu nær, því að það „bráðabirgðasjónar- mið“, sem höfundurinn afhend- ir lesandanum reyn'ist eiga við ærið léttvæg rök að styðjast þegar menn, sem fróðir eru í bókmenntum, eldri og yngri, leggja á það mælikvarða reynslu sinnar. >á þykir mér sitthvað athugavert við lokakaflann, ljóðalestur. Höfundur gerir þar að mínum dómi langt of lítið úr þeirri skemmrtun, sem ijóðetekur maður hefur af þeim ljóðum, sem hann á annað borð fær metið. Ég hygg að margur maðurinn hafi einmitt létt sfcap sitt við að leita í ljóðheima. Sjálfúr hef ég þá reynslu allt frá bernsku, að lesa ljóð mér til hugléttis og beinlínis til yndisaufca. En hins vegar hef ég af skyldu lesið mér til sárra leiðinda mörg Barðstrendingafélagið Grímudansleikur í Tjarnarbúð, laugardaginn 20. janúar kl. 20.30, Aðgöngumiðar afhentir í Tjarnar- búð, fimmtudaginn 18. janúar, kl. 5—7 og við inn- ganginn. Kvennanefnd Barðstrendingafélagsins. Lóubúð Útsalan hefst á morgun. Takið eftir1 Aðeins 3 daga mánud., þriðjud. og miðvikudag. LÓUBÚÐ, Starmýri 2, sími 30455. nútímaljóð Iljóð, og þá ekki sízt sum hin nýtízkulegu og torræðu, en einnig skáldsögur, sem eru þrautleiðinlegar, en eiga að heita sérstafclega merkilegar og spaklegar. Sannarlega hefur mér oft verið þannig innan- forjósts, að ég hef getað tekið mér í munn ljóð Sigurðar A. Magnússonar, sem Erlendur foefur valið í þessa bók: „Fáið mér dýnamit til að sprengja í lofit upp öll þessi orð sem eru að drepa okkur með lygi og leiðindum. Gröfum úr rústunum orð einfaldleikans um liljur vallarins fugla himinsins og um brauðin og fiskana". En þessi ritgerð vekur til lendux er þarna frumherjL svo sem þá er hann tók sig til og samdi kennslubók í síðari tíma bókmenntum þjóðar sinn- ar, og mér virðist, að vonum, ýmsir vankantar séu ekki að- eins á ritgerðinni um ljóðlist- ina, heldur líka á sjálfu ljóða- safninu. Erlendur kemst að þeirri nið- urstöðu í ritgerðinnL „að ljóð- forrnið sæki nú aftur til jafn- vægis: að leifar hefðarinnar og afrakstur formbyltingarinnar renni í einn og sama farveg“. Þessa von hef ég með mér al- ið, og þess vegna hef ég gefið allnáinn gaum að skáldum síð- ustu áratuga, sem hafa freistað að fara bil beggja um formun 'ljóða sinn — og eins þeim, sem 'hafa ort foæði rírnað og órímað, en að ýmsu eru börn síns tíma um viðhorf og sömuleiðs um túlkun tilfinninga sinna og sjónarmiða. Þar má nefna til Snorra Hjartarson, Þorgeir Hann.es P. Hannes S. Jóhann Jón Óskar Sigurður Vilborg Þorst. frá Hamri Þorsteinn V. rækilegrar umhu'gsunar um þau efni, sem þar er um fjall- að, en þeim er þannig farið að um jafnvel sum atriðin sýnist mönnum sitt hverjum. 2. Ég er einn í þeim hópi manna, sem æski þess, að ís- lenzk ljóðsfcáld láti ekki fram- vegis lönd og leið hina fornu íslenzku ljóðhefð, — eins og ég vildi mega óska þess, að ís- lenzk skáld kynntu sér ræki- lega erlenda strauma og stefn- ur í bókmenntum, en ættu hins vegar þann þjó'ðlega metnað og þá ábyrgðartiQfinningu gagn- vart íslenzfcri þjóðmenningu, að þau teldu ekki sjálfsagt að herma eftir hvers konar öfgar og óra, sem tízkuþrælkaðar og lífsleiðar meinakindur kynnu upp á að finna á hverjum tíma, til dæmis teldu þau sig ekki skyld til að afneita já- kvæðu eðli sínu, af því að jáfcvæð viðhorf þættu ekki öðrum hæfa, en þeim, sem náð hefðu aldri þroskaðs manns „fyrir stríð“! Hin órímuðu, hálfrímuðu eða að einhverju leyti á annan veg formuðu ljóð en áðux tíðkaðist, eru orðin í bókmenntum okk- ar staðreynd, sem ekki verður fram hjá gengið. Þess vegna er það bófcmenntaleg og aknennt menningarleg nauðsyn, að þau séu kynnt og túlkuð í skólum landsins. Og þess vegna er það framtak Erlends Jónssonar að taka saman þessa bók og Ríkis- útgáfunnar að gefa hana út þakkarvert — og að því leyti góðs virti, að það bendir til þess sama og bókmenntasagan: að aukinn áhugi ríki nú á al- mennu menningargildi ís- lenzkra bókmennta. En Er- Sveinbjarnarson, Þorstein Valdimtarsson, Einar Bragia, Jón Óskar og Matthías Jo- hannessen. En Erlendur hefur ekki valið neirtt í þessa bók eft- ir tvo þá fyrstnefndu, og finnst mér firra hjá h'onum að binda sig í vali sínu við það, að skáld- ið hafi ekki náð fimmtugs- aldri. Engin ljóð Snorra Hjart- arsonar hafa borið jafnglöggt svipmót hinnar nýtízkulegu ijóðagerðar og þau, sem birt- ust í bók hans frá í fyrra, og Þorgeir gaf efcki út ljóðabók fyrr en árið 1957. Ljóðin í þeirri bók voru og öll ný af nálinni. Þá hefði mér virzt við hæfi, að Jón úr Vör, sem fyrst- ur orrti heilan Ijóðaflokk órímaðan, hefði ekki verið sett- ur hjá, og ennfremur sakna ég Stefáns Harðar Grímssonar, því að hann var einna fyrstur til þesis íslenzkra skáida, að yrkja órímuð ljóð með órök- rænum en þó skáldlegum og eftirminnilegum líkingum. Ekki minnist ég þess, að nokk- ur þessara fjögurra skálda hafi verið valin í neinar aðrar bæk- ur, sem skólum eru ætlaðar, og því fremur hefði eitthvað af þeim mátt fá rúm í þessari. Þá kem ég að vali ljóðanna. Þar er einkum þrennrt, sem taka þarf tilliti til: 1. Hvort ljóðin í þessari bók eru sem heild sæmilega skýr spegiimyn'd af þeirri ljóðagerð sem þau eiga að sýna. 2. Hvort valið á ljóðum hvers einstaks höfundar gefur sæmi- lega ljósa hugmiynd um skáld- skap hans. 3. Hvort ljóðin eru valin þannig, að einhver von sé til þess, að þó nokkur hluti í ungl- ingaskólum landisins fái skynjað kjarna þeirra og þorri kennara gert sér þannig grein fyrir samrverkan efnis og fram- setningar, að þeir séu færir um að leiðbeina nemendum sínum. Um fyrsta artriðið hefur að (miínum dómi yfirleitt tekizt eins vel til og búizt verður við, þar sem einungis einn maður er að verki, en þar eð ég gat ekki gefið mér tóm til að fara yfir öll ljóð, sem komið hafa frá hendi þeirra tólf skálda, sem þarna eru saman komin, treysti ég mér efcki til að dæma rökvíslega um val ljóðanna eftir hvert fyrir sig. Þó hygg ég, að ég hefði valið nokkuð á annan veg úr ljóðum Þorsteins Valdimarssonar og áreiðanlega Sigfúsar Daðasonar. Hannes Pétursson hefur sjálfur valið sinn hluta í þessari bók, en mitt val hefði þar orðið að verulegu leyti annað. Mér virðist Erlendi hafia tekizt vel að velja ljóð Jóhanns Hjálmarssonar — og ennfrem- ur tel ég hann haifa komdzt klakfclaust frá þeim vanda að velja úr veigamikium ljóða- flokkum þeirra Hannesar Sig- fússonar og Matthíasar Jo- hannessen. Þá er það þriðja atriðið, sem ef til vill er erfiðast, þar sem velja skal úr allsérlegri og torræðri tegund ljóða, er á hér tiltölulega mjög sturtta sögu að ibaki og háð hefur verið all- harðvítugum fordómum margra hinna eldri ljóðaunn- enda. En mér virðist Erlendur hafa stillt vali sínu í skynsam- legt hóf, nema þar sem eru ljóð Sigfúsar Daðasonar. Það, sem eftir hann er í bókinni, mun verða mörgum kennaranum torrætt, hvað þá nemendunum, enda hygg ég, að skilgreining Sigfúsar, reynist vandnotaður lykill til að ljúka upp þeirri fjárhirzlu, sem ljóðin kunni að geyma. Ýmsir mundu óska þess, að skýringar fylgdu svona ljóða- safni. En enginn hægðarleikur mundi að semija slíkar skýring- ar. Þarna þarf ekki fyrst og fremst að skýra torskilin eða sjaldgæf orð, en hins vegar torræðar setningar, misjafn- lega rökrænar — eða kannski frekar órökrænar líkingar og myndir — og jafnvel ljóða- heildir. Ég hygg, að sumar skýringarnar yrðu lengri en ljóðin sjálf, og trúlega mundu engir tveir ljóðvitringar skýra sumit á einn veg báðir. Það gæti farið eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í vísukorni, sem birt er i þessari bók: „Það tendrar loga í leyndinni; allt lendir í fumi 'hj'á greindinnL og tvennt verður eind og eind verður neind — ein endileysa í reyndinni". En þessi bók mun verða les- in og rædd í skólum og utan skóla og þar með einstök ljóð og gildi þeirra. Þau munu verða borin saman við eldri ljóð okkar, og rnenn munu skiptast í flokka og hópa um afstöðuna. Og víst mun þá bet- ur farið en heima setið, — og Erlendur Jónsson mun taka öllu, sem að honum verður vikið, með rósemi og skynsam- legri yfirvegun. Það er misviðrasamrt í öllu okkar þjóðlífi, og þar gengur á ýmsu. Svo er og í bókmennrt- unum. Þar er varla ennþá kom- ið samfellt vorveður, en sú er trúa mín, að það sé í vændum, og með því fagur og kjarn- mikill gróður. Svo enda ég þá þessi orð mín á fallegum ljóðlínum úr þessari bók. Þær eru eftir Jóhann Hjálmarsson, og hann kallar þær Vor: Sólrauðir fuglar svífa yfir blátærri lind. Og lítið barn kernur gangandi eftir veginum með vorið í höndunum. Mýrum í Reykholtsdal 1.-5. janúar 1968 Guðm. Gíslason Hagalín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.