Morgunblaðið - 14.01.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.01.1968, Blaðsíða 5
MOKGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JAN-OAR 196« 5 Konungsf j ölsky ldan í fréttunum Konungsfjölskyldtan hefur mikið verið í fréttunum und- anfarna d>aga. Charles prins kom fyrst fram erlendis sem fulltrúi hennar við minning- arathöfn um fyrrverandi for- sætisráðherra Ástralíu sem fórst svo sviplega nú fyrir Anna María prinsessa skömmu. Drottningin flutti þegnu-m sínum jólaóskir í sjónvarpi og var því nú sjón- varpað í litum í fyrsta sinn. Philip, drottningarmaður, gekkst undir uppskurð til að fjarlægja meinsemid á únlið. Fjölskyldan heimisótti hann þangað og þá var þes>si mynd tekin af Önnu prinsessu, sem vakti athygli fyrir m>j!ög ný- stárlegt úr, sem hún bar, og er nýjasta tízka meðal ungl- inga í Bretlandi. Anna er 17 ára og tekur bílpróf innan skamms. Stóri bróðir ’hyggst á hinn bóginn festa kaup á fyrsta bílnum sínum, sem er sportbíll af gerðinni M.G. C-G.T. 1967 — Ár brezku konunnar Nú, þegar árið 1967 er lið- ið, er ekki út vegi að líta til baka og þá verður manni ljóst, að það hefur verið s>ann kallað ár konunnar hér í Bretlandi. Karlí>eningurinn hefur borið skarðan h'lut frá borði. J>ingið, þar sem karlar eru allsráðandi, lækkaði geng ið og barðist árangurslítið við hvert óleyst vandamiálið af öðru. Verkföll komu í veg fyriir, að allar tilraunir til að rétta við fjár'haginn yrðu að nokkru gagni. Járnbrautirn- ar urðu að lúta í lægra haldi fyrir nokkrum sentimetrum af snjó. Bítlarnir sungu e.t.v. siitt síðasta vers mieð fárán- legri sjónvarpskvikmynd, og knatt’spyrnan, þjóðaríþróttin og yndi brezkra karlmanna, var vanhelguð með alils kon- ar skrílslátum, auðvitað af karlmannanna hálfu. Fyrir konurnar hefur þetta aftur á móti verið mjög hagstætt ár. Auðvitað hlutu þær mikla Barbara Castle gagnrýni, en þeim tókst þó að ná því marki, s’em þær settu sér, og það er meira en hægt er að segja um 'hið svo- kallaða st-erka kyn. >að var kona, sem vann- stærsta og áhrifaríkasta afrekið á sviði þjóðlífsins árið 1>9'67. Frú Barbara Castle tókst með hörku og dugnaði að lögleiða ákvæði um, að áfengi og akst ur ættu ekki saman og að leyfilegt væri að stöðva öku- menn og láta þá 'bl'ása í hinn margumtalaða og óvinsæla belg, sem vofir nú yfir Ibrezk- um ökumönnum. Belgurinn var áður óþekktur nema ef slys eða ólhöpp ’höfðu orðið af akstri góðglaðra öku- manna. En tölur >sanna, að þessi nýju lög eiga fullan rétt á sér, því slysum og óhöppum befur fækkað ótrúlega síðan lög þessi gengu í gildi. Það var líka kona, sem skaut bæði Harold Wilson og Ed- ward Heath ref fyrir ra>ss og vann sæti á þingi fyrir skoz'ka þjóðernissinna. Frú Winifred Ewing hélt innreið sína í Frú Ewing brezka þingið í 'Si'gurgöngu undir sekkja'pípuleik stoltra Skota og gaf forustumönnum aðalflokkanna beggja ástæðu til að 'hugsa, hvort stjórnin yrði nokkurn tíman söm og jöfn. Ung og lagleg stúlka, Geraldine Jones, vann s>æti Geraldine Jones forseta skólafélags stúdenta í Oxford, st’öðu s,em karlmenn hafa haldið í 144 ár. í heimi dægurlaganna, sem karlmenn hafa ráðið árum saman, vann Sandie Shaw fynsta sæti í söngkeppni Evrópulandanna fyrir Bretland. S'kærasta stjarnan á tízkuhimninum var Twiggy, sem sannaði, að þó barm'inn skorti, er hægt að ná langt í tízkuheiminum. Að loikum er ekki úr vegi Twiggy að minnast á konuna, sem öll um óþekkt 'komst á fors'íður allra brezku dagblaðanna i nóvember sl. Utanlandsverzl- un Breta hafði vikum saman verið í algjöru öngþveiti vegna verkfalla ‘haánarverka- manna um allt land. Þá birt- ist frú Cooper skyndilega á sjónarsviðinu, óþekkt eigin- kona hafnarverkamanns og gerði það, sem óteljandi fjölda fó.lks hafði langað til að gera. Hún gaf forustu- Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir árekstur. Volkswagen árg. 1959, Mercury Comet árg. 1961. Trabant station árg. 1964. Moskwitch árg. 1957. Bifreiðarnar eru til sýnis í bifreiðageymsluF.Í.B. Hvaleyrarholti Hafnarfirði sími 12581. Tilboðin miðast við núverandi ástand bifreiðanna. Tlboðin sendist Tjónadeild Hagtrygginga h.f. fyrir 20. jan. 1968. Frú Cooper manni hafnarverkamannanna, Jack Dash, vel útil’átinn löðr- ung. Verkfallið leystist stuttu seinna. Ekkert er hægt að sanna um orsakir þess, en margir mundu án efa velja frú Rosetta Cooper „Konu ársins 1967“. Sean Connery vinsælastur Frétta'blað fcvikmyndaiðnað arins, „Motion Picture Her- ald“, útnefndi fyrix skemmstu Sean Connery vinsælasta leikara ánsins, og er það fjórða árið í röð, sem ’hann hlýtur þann titil. Jul’ie Christie var í sama blaði kjörin vinsælasta leik- kona ársins, en eins og kunn- ugt er, hefur hún orðið fræg fyrir leik sinn í kvikmynd- unum „Doctor Zhivago“ og „Far from the Madding Crowd“, að myndinni „Darl- ing“ ógleymdri. „The Sound of Music“ er vinsælasta kvik- myndin þriðja árið í röð. Hvað gerist 1968? Um áramótin freistast menn oft tiil að geta sér til, hvað hið nýja ár kunni að bera í skauti sér. Til gamans er ekki úr vegi að nefna nokk uð af því, sem Maurice Wood ruiff, sem sagður er hafa mdkla hæfilelka til að sjá fram í framtíðina, segir um árið 1968. Skyggnigáfa hans segir honum, að styrjöldinni í Vietnam muni ljúka, og Jöhn son iforseti verði ekki endtur- kjörinn forseti Bandarlkj- ann-a ,en í hans stað komi nýr forseti, sem að öllum ltkind- um beri upþhafsstafinn „R“. Harold Wil'soh á í alvarlegri andstöðu við flokksbræður sína eftir næstkomfandi jún-ír mánuð. Edward Heatth mun auka mjög á vinsældlr sínar. Einn af brezku konungsfjöl- skyldunni mun opin'bera trú- lofun sína og giftingardagur- inn verður ákveðinn. Fidel Fnamhald á bls. 18. TEPPA- OG DREGLABÚTAR ÓDÝRT - ÓDÝRT Seljum i nokkra daga feppa- og dregla- afganga mjög ódýrt. Notið þetta sérstaka tœkifœri. GEYSIR HF. Teppa- og dregladeildin Vesturgötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.