Morgunblaðið - 14.01.1968, Blaðsíða 27
X
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 19&8
27
Mikil hálka á vegam Kana fyrir bíl
FÆRÐ er yfirleitt sæmilega ffóð
um ailt land, þó er mikil hálka
víðasthvar. Um Suður- og suð-
vesturland eru allir Uegir færir.
Vegir á Snæfellsnesi voru rudd-
ir á föstudag og voru enn fær-
ir í gær.
Vegurinn yfir Bröttubrekku
var og ruddur á föstudag, og
fært í Gilsfjörð, en talið var
líklegt að hann yrði aftur ófær
í gærkvöldi. Holtavörðuheiði
var fær á föstudag, en í gær
Dönsku rann-
sóknarlögreglu-
mennirnir farnir
DÖNSKU rannsóknarlögregiu
mennirnir, sem hiér hafa dval-
izt að undanförnu og aðs+oðað
við rannsókn faktúrumálsins
svonefnda, fóru utan til Dan-
merkur í gærmorgun. Yfirsaka-
dó.mari hefur enn ekkert viljað
láta uppi um árangur af starfi
þeirra hér.
var byrjað að skafa þar. Fært
var frá Reykjavík til Akureyr-
ar í gær og frá Akureyri var
fært stórum bílum til Húsavík-
ur og Dalvíkur.
Leiðiin til Siglufjarðar var
rudd á fimmtudag og á föstu-
dagskvöld var enn ágætlega
fært þangað.
- ULLARVORUR
Framihald af bls. 2.
aðinum, mundu þær fá sýnis-
horn og verðtilboð, til að bera
samian við annað, og þá fyrst
væri hægt að gera samninga run
innkaup. Margt þyrfti að athuga.
Loks má geta þess, að kon-
urnar heimsóttu Sana, til að at-
huga um möguleika á að fá ís-
lenzkan bjór, þar eð opnia á
Norðurlandakynninguna með
miklum hátíðahöldum og á þá
að bjóða gestum upp á hressingu,
sem framleidd væri á Norður-
löndum. Voru þær talsvert undr-
andi á að heyra, að ísJendingar
mættu ekki sjálfir gæða sér á
bjór.
NoTðurlandajþóðirnar hafa
otft áður verið vel kynntar á
vönusýningu stóru verzlunar-
húsanna í Bandaríkjunum, en
Islandi þá jafnan verið sleppt,
enda hin löndin með lið verzl-
unarfulltrúa þar í landi og sér
skritfstofur til að vinna að vöru-
kynningu. — Þegar við fóruim
að undirbúa þessa sýningu,
sagði frk. Christotffersen, þá
komumst við að raun um að
ísland hafði aldrei verið tekið
með. Fulltrúar hinna landanna
töldu alveg sjálísagt að ísland
ætti að vera með eins og á
he imssýni ngunni í Montreal, og
við ákváðum ða verða þama
brautryðjendiu' á þessu sviði.
Inger Christoffersen er dönsk
og búsett í Kaupmannahöfn.
Startf nennar er að fylgjast vel
með f ramlei ðsl uvö rum á Norð-
urlöndum, vera í sambandi við
framíleiðendur þar og undirbúa
jarðveginn áður en innkaupstjór-
arnir koma, dvelja 2—3 daga og
gera stórinnkaup fyrir vöruhús
sín. Hún tekur þannig við og
leiðbeinir 150—200 bandarískum
innkaupastjórum á ári. Kvaðst
hún vonast til að þessi ferð til
íslands, þó stutt væri, gerð það
gagn, að hún héldi sambandi við
þá framleiðendur sem hún hefur
hitt. Þeir sendu henni sýnLshorn
af nýjuim framieiðsluvörum og
upplýsingar, srvo að hún geti
sýnt og mælt með þeim, þegar
innkaupastjórar vöruihúsanna
koma til Kaupmannahafnar. Og
einnig kvðst hú vonast til að
koma aftur. Þetssi fynsta ferð
hetfði eiginlega verið allt of
stutt þar sem markaðurinn væri
svo lítið þekktur.
Þær Inger Chriistotffersen og
Ethel Baron fóru til Hafnar í
gærmorgun. Sú síðarneínda er
að hefj-a ferð um Norðurlönd,
einkum til að velja húsgögn og
áhöld til heimflisnoba. En May
D&F ætlar að útbúa fjögurra
herbergja Norðurlandalhús á
neðstu hæð verzlunarinnar
vegna vörukynningarinnar í
október og búa það húsgögnum
og öðrum munum.
Skattavísi-
tala 129 stig
SAMKVÆMT upplýsingum
menntamálaráðuneytisns er
skattvisitala í ár sú sama og í
fyrra, eða 120 stig.
KONA meiddist á fótum, þegar .
hún varð fyrir bíl á Miklubraut
laust fyrir klukkan níu í gær-
morgun. Konan var flutt á Siysa
varðstofuna, en meiðsli hennar
reyndust ekki alvarleg. ,
Konan var á leið yfir Miklu-
braut, skammt frá Stigalhlíð. en
þar er viðkomustaður strætis-
vagna. Lenti konan fyrir fólks-
bíl, sem ók austur Miklubraut.
Mikil hálka var, þegair óhappið
átti sér stað, og engin ganghraut
var þar sem konan fór yfir.
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA
SÍMI 1Q*1QO
GRIKKLANDSKYNNING
í TILEFNI aí byltingu berfor-
ingjanna í Grikklandi hefur
Stúdentafélag Háskóla fslandis
ákveðið að ga-nga fyrir Grikk-
landskynningu. Kynningin verð-
ur haldin í Tjarnarbúð mánu-
daginn 15. jan. n.k. og hefst
kl. 20.30.
Dagskráin hefst með því, að
Jökull Jakobsison, rithöfundur,
flytur frásögn frá Grikklandi,
en hann dvaldi þar á s.l ári sem
kunnugt er. Þá mun Sig. Guð-
mundisson, skrítfstofustjóri og
Þorsteinn Thorarensen rithöf-
undur, ræða um þróun og ástand
stjórnmála landsins í ljósi síð-
Sjálfstæðisfélag
Garða- og Bessa-
staðahrepps
NÆSTA spilakvöld félagsins
verður mánudaginn 15. janúar
næstkomandi. Það er jafnframt
fimmta og síðasta kvöld í spila-
keppni sem hófst síðastliðið
haust. Spilakvöldið hefst á Garða
holti kl. 8,30 og er fólk beðið
að mæta vel og stundvíslega.
- LITVINOV
Framhald af bls. 1
við að hún verði látin laus
snemma í næstu viku, þar sem
hún hefur setið í fangelsi síð-
an hún var handtekin fyrir ári
og hefur því þegar afplánað
dóminn.
Litvinov hefur sagt að ekki
þyrfti að koma á óvart þótt
hann yrði handtekinn, en auk
þess sem hann hefur dreift yf-
irlýsingum til erlendra frétta-
ritara í Moskvu hefur hann
komið á framfæri við þá mót-
mælum gegn hömlum stjórnar-
innar á tj áningarfrelsi í Sovét-
ríkjunum.
Þótt ritstjórar stærstu blað-
anna í Moskvu neituðu því í
dag að þeir mundu birta frá-
sagnir af réttarhöldunum birti
lítið blað í Moskvu, Vechernaya
Moskva (Moskvu-kvöldblaðið)
smáklausu um þau.
Fréttinni var holað niður á
baksíðu og var þar aðeins getið
helztu staðreynda, sagt frá
nöfnum sakborninga, ákærun-
um á hendur þeim og dómun-
um er þeir hlutu.
Stjórnarmálgagnið Izvestia
sagði fréttaritara AP, að það
mundi ef til vill birta frétt um
réttarhöldin á mánudaginn.
Danir mótmæla
f NTB-frétt frá Kaupmanna-
höfn segir, að allmargir dansk-
ir rithöfundar, sem talið hafa
sig vinveitta Sovétríkjunum,
hafi í dag sent aendiráði Sovét-
ríkjanna í Kaupmannahöfn mót
mæli vegna rithöfundaréttar-
haldanna í Moskvu. f orðsend-
ingunni er þess krafizt að sovézk
yfirvöld ógildi dómana.
ustu atburða. Sigurður A. Magn-
ússon, ritstjóri. les eigin þýð-
ingar úr verkuim griskra ljóð-
skálida og kynnir tónlist eftir
Theodorakis. Að lokum verður
lesin ályktun stjórnar stúdenta-
félagsins um Grikklandsmálið.
Samdæguns gangast stúdenta-
samtök víðsvegar í Evrópu fyriir
samkomum, seim vera helgaðar
Grikklandi og grísku þjóðinni.
Slíkar samkomur og fjöldatfundir
verða m.a. haldnir í London,
París, Prag, Oslo, Stokkhóbni,
Edinborg, Amsterdiam, Briissel,
Róem, Milano, Munchen, Frank-
furt, Helsingtfons og Berlín.
Kynningin verður sem fyrr
segir haldin n.k. mánudagskvöld
og er almenningi heimill að-
gangur.
( Frá fundarnefnd).
Garðar á Álftanesi. Kirkjan tii vinstri.
- GARÐAR
Framh. af bls. 28
ónýtt að kalla má. Eldurinn
kom upp í fataskáp á miðjum
ganginum, en síminn er á
veggnum þar hjá og reyndist
ekki unnt að nota hann til að
kveðja slökkviliðið á staðinn.
Varð að senda á nsta bæ, Grund,
til að kalla á slökkviliðið.
Ekki hefur samt miklu mátt
muna til að verr færi, því efra
loft hússins er allt klætt tré-
texi, en eldinn tókst að slökkva
áður en hann næði þangað.
Litlar skemdir urðu í kjallara
hússins, en vatn rann þangað
niður.
Ekkert rafmagn var á húsinu,
þegar eldurinn kom upp. Hús-
bóndinn var sofnaður og pilt-
arnir tveir, en mæðgurnar
vöktu yfir litlu telpunni og biðu
eftir rafmagninu.
Guðmundur varð fyrst elds-
ins var, en hann svaf í herbergi
innan við fataskápinn. Vissi hitt
fólkið ekki fyrr en hann kom
og bað það að hjálpa sér, því
eldur væri í fataskápnum.
Reyndu þau að slökkva eldinn,
en hann magnaðist fljótt og fyllt
ist húsið von bráðar af reyk.
Fólkið reyndi þá að komast
út og slapp það fáklætt úr eld-
inum. Guðmundur brenndist
illa, sem fyrr segir, og var hann
fluttur í Slysavarðstofuna, en
þaðan í Landakotsspítala. Helga
kona hans brenndist á baki og
fótbrotnaði, þegar hún datt á
hálkunni fyrir utan húsið. Aðr-
ir íbúar hússins sluppu ómeidd
ir og í gær dvaldist fólkið að
Grund, sem er næsti bær við
Garða.
Símalínur slitna
vegna ísingar
- BRUNINN
Framh. af bls. 28
biðum þess, að rafmagninu
yrði hleypt á aftur. en það
var tekið aí í gærkvöldi.
Allt í einu kemur Guð-
mundur inn til okkar, segir
að eldur sé kominn ui>p í fata
skápnum á ganginum og bið-
uir okkur að hjálpa sér að
reyna að slökkva. Axel spratt
þegar fram úr og hljóp sS
símanum, en hann er á veggn
um rétt við skápinn. Ekki
tókst honum a ðkomast að
símanum vegna elds og brátt
fylltist öll hæðin af reyk.
Við reynduim að slökkva,
en eldurinn magnaðist svo
fljótt, að við sáum okkur
þann kost vænstan að reyna
að komast út. Það tókst okk-
ur, en þegar út kom vildi svo
slysalega til, að ég datt á
hálkunni og fótbrotnaði.
Ég brenndist dálitið á baki.
en börnin sluppu öll heil á
húfi. Guðmundur brenndist
illa og var strax fluttur _ í
sjúkrahús í Reykjavík. Ég
frétti atf honum í morgun og
þá leið honum ekki vel, en
við vonum allt það bezta.
Ég held að ekki hatfi nátt
tæpara standa með að við
kæmumst út, því eldurinn var
mikll og svo reykurinn. Ég
hafð auðvitað álhyggjur vegna
barnanna, sérstaklega þeirrar
litlu, en þau sluppu öll vel,
sem betur fór. Guðmundur
hefur sjálfsagt brennzt svona,
þegar haun var að reyna að
slökkva í skápnum. en ég
geri mér ekki vel grein fyr-
ir því, hvernig eða hvenær
hann komst út.
Okkur líður öllum vel
hérna að Grund og vonandi
nær Guðmundur sér fljótt“.
Að loknu samtalinu við frú
Helgu héldum við að íbúðar
húsinu að Görðum. Öll eíri
hæðin má heita ónýt eftir
brunann, svo og allir innan-
stokksmunir þeirra hjóna. 1
kjallaranum hefur tjónið orð
ið lítið, en þó hetfur vatn
runnið þar niður. Efra loft
hússins má heita óskemmt.
Ólatfsvik. 13. janúar.
MIKIL Lsing hefur slitið niður
fjöldann allan af símalínum hér
í sveitinni, og hafa viðgerðar-
menn ekki undan að tengja þær
aftur. Framan í Búlandshöfða
slitnaði niður af einum tíu
staurum og mjög víða er slitið
á leiðinni frá Ólafsvík inn að
höfðanum.
Viðgerðarmenn hatfa verið að
hamast við það síðustu tvo daga
að reyna að gera við, en línurn
ar slitna niður jafn hratt og þeir
genta tengt þær. Notendalínan
við Fróðánhrepp hetfur verið bil
uð í þrjá daga og Grundarfjörð-
ur kominn úr sambandi við u>m-
heiminn. Við höfum að víisu sam.
band við hann gegnum radíó-
fjölsíma í Lóranstöðinni sem
tengd er við Stykkidhólm, en
sambandið er mjög slæmi. ís-
ingin hefur aðallega verið á lág
lendl og virðist ekkert vera að
draga úr henni. — Fréttairitari.
MÍIVIIR
KEIMNSLA HEFST
í ÞESSARI VIKIJ
SKOLI FVRIR FIJLLORÐNA
SKÓLI FVRIR LNGLINGA
SKÓLI FYRIR BÖRN
MALASKÓLINN MÍIVIIR
Brautarholti 4. Sími 10004. Opið kl. 1—11 e.h.
Hafnarstræti 15. Sími 21655. Opið kl. 1—7 e.h.