Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1968 Unnið að 85% lánveitingu til skipasmíða innanlands Mjög hert á reglum um skipasmíðar yha í UMRÆÐUM í efri deild Alþingis í gær um frv. tveggja Framsóknarmanna um að Fiskveiðasjóður láni 85% af kostnaðarverði skipa, seni smíðuð eru innanlands, upplýsti Eggert G. Þorsteins- son, sjávarútvegsmálaráð- herra, að ríkisstjórnin hefði þegar á fundi sínum hinn 4. janúar sl. ákveðið að vinna að því að 85% af kostnaðar- verði skipa sem smíðuð eru innanlands yrði lánað en hins vegar sagði sjávarút- vegsmálaráðherra að enn væri í könnun hvort þau 10% sem þetta þýddi í auknum lánum, skyldu veitt úr Fisk- veiðasjóði eða t. d. úr Iðn- lánasjóði- Jóhann Hafstein iðnaðar- málaráðherra flutti ítarlega ræðu um skipasmíðamar við þessa umræðu og henti á að vandinn væri fyrst og fremst sá að afla hins aukna fjár- magns en Fiskveiðasjóður hefði komizt í mikla erfið- leika vegna vanskila skuldu- nauta hans. Iðnaðarmálaráðherra tók til meðfer'ðar þá gagnrýni, sem fram hefði komið á ríkisstjórn- ina að of mikið vaeri smíðað af fiskiskipum erlendis en inn- lendar skipasmíðastöðvar verk- efnalausar. Sagði ráðherrann, að áður en aðstaða skapaðist til innlendra skipasmfða hefði ríkis- stjórnin stuðlað að byggingu fiskiskipa erlendis, en eftir að skipasmiðastöðvarnar risu upp hefði mjög verið hert á regl- um um eigið framlag þeirra sem vildu láta smíða skip sín er- lendis en hins vegar hefðu ver- ið gerðar ráðstafanir til þess að jafnframt því sem innlenda skipasmíðin nyti 75% lána í stáð 67% ef skipið væri byggt erlendis væri tekið linar á eig- in framlögum þeirra, sem vildu láta smíða skip innanlands. Iðnaðarmálaráðherra benti á að auk þeirra 75% sem Fiskveiða sjóður hefði lánað til skipa- smíða innanlands hefðu við- skiptabankarnir veitt mikla fyr- irgreiðslu gagnvart skipasmíð- unum þótt það væri ekki þeirra verkefni. Þá benti ráðherrann á að líkur væri á að aðstoð við útgerðina mundi verða í því formi að greiddar yrðu afborg- anir og vextir af stofnlánum Fiskveiðasjóðs, sem mundi að sjálfsögðu verða honum til efl- ingar og upplýsti að Fiskveiða- sjóður hefði í fyrradag sam- þykkt lánveitingu til 130 tonna skips, sem smíða á hjá Stálvík. Hann kvað sér einnig kunnugt um að fleiri verkefni væru í uppsiglingu hjá þeirri skipa- smíðastöð. Nauðsynlegt væri að skapa fljótlega ný verkefni fyr- ir skipasmíðastöðina á Akranesi og einnig væri höfuðnauðsyn að skipasmíðar hæfust hjá skipa- smíðastöðinni á ísafirði. Ráð- herrann kvaðst hafa rætt það við Fiskveiðasjóð og þá banka, sem hlut ættu að máli, hvort unnt væri að skapa frumreglu um sérstaka fyrirgreiðslu við fyrsta skip, sem smíðað væri hjá skipasmíðastöð. Bjarni Guðbjörnsson (F) mælti fyrir frv. Framsóknarmannanna sem hann flytur ásamt Ólafi Jóhannessyni. Umræður hafnar um sparnaöar- ÞESSI mynd var tekin á Öskjuhlið síðastliðinn sunnu- dag, en þá var hið fegursta veður hér í Reykjavík. Sam- tímis voru þá á lofti sólin og tunglið sem sést hér yfir Esj- unni. Þetta er jólatunglið sem kviknaði 31. desennber og var fullt tungl þennan fagra sunnudag. Næsta tungl sem kviknar er Þorratungl 29. januar n.k. Stórbyggingarnar á myndinni eru Sjómanna- skólinn og Kennarasikólinn. Þess skai getið, að myndin var tekin með öflugri að- dráttarlinsu, enda má segja, að Esjan sé komin uppí Rauð- arárhotið sem stórbyggingarn ar standa á. (Ljósm. Mbl. Krístinn! Ben.) áform brezku stjórnarinnar Verkamannaflokkurinn aldrei fylgis- minni síðan 7966 — Mikil óánœgja á meðal samveldislandanna London, 17. jan- NTB-AP. Jenkins, fjármálaráðherra Bretlands, boðaði í dag í neðri deild brezka þingsins frekari skattabyrðar í því skyni að draga úr einka- neyzlu pg forða því þannig, að það færi í súginn, sem áunnizt hefði með gengis- lækkuninni. Hóf hann þann- ig tveggja daga umræður um sparnaðaráætlun ríkisstjórn- arinnar, þar sem gert er ráð fyrir að leggja niður herbæki stöðvar utan Evrópu og draga úr útgjöldum ríkisins um 1000 millj. sterlingspund á þremur árum. Jenkins kom hins vegar ekki fram með neinar nákvæmari upplýsingar um, hvernig dregið skuli úr einkaneyzlunni. Aftur á móti skýrði hann frá því, að hann myndi leggja fram fjár- lagafrumvarpið þegar hinn 19. marz, mörgum vikum fyrr en venjulega. Gert er ráð fyrir því, að þau hækki um 3.75% á næsta fjárhagsári, en muni síðan ekki hækka um nema 1% á ári frá 1969—1971. Pálmi Jónsson, alþingismaður. Árshátíð sjálf- Jenkins sagði ennfremur, að Bretland væri ekki og hefði lengi ekki verið stórveldi. — Það sæmir ekki, ef við ætlum áfram að þykjast vera stórveldi, þegar við ráðum ekki yfir efna- hagslegum grundvelli til þess ?ð vera það. Héðan í frá verðum við að byggja utanríkisstefnu okbar á efnahagslegum styrk og ekki láta grafa undan okkur vegna efnahagslegs veikleika. Annað hvort samþykki eða kosningar Síðdegis í dag bar Wilson, for- sætisráðherra, fram áskorun á fundi þingmanna Verkamcinna- flokksins í Neðri deild þiingisins um að styðja ríkisstjórnina af einhug. Sagði Wilson, að ekki væri um annað að gera fyrir þingmenn en að styðja tillögur stjórnarinnar, elJegar yrði að rjúfa þing og láta fara fram al- mennar þingkosningar. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að margir hafi látið í ljós mikla óánægju yfir því, að stjóxnin ætli að fella niður ókeypis lækn- isaðstoð, en samt hafi náðst sam- eining um að styðja sparnaðar- áætiunina. Framhald á bls. 23. Nýtt sjónvarpsleikrit eftir Jökul: „R0MM HANDA RÓSALIND" JÖKULL Jakobsson, rithöfund- ur, hefur skrifað leikrit, sem sér- staklega er gert fyrir sjónvarp og verður það fyrsta íslenzka leikritið, sem tekið er til æfing- ar til frumflutnings í sjónvarp- inu og sérstaklega gert fyrir það. Leikrit þetta nefnist „Romm handa Rósal:nd“. Gísli Halldórs- 9on er leikstjóri og ex hann að æfa leikinn, sem sennilega verð- ur tekinn upp viku af febrúar. Leikurinn tekur um 40 míru Leikurinn gerizt á skósaníða- vinnustofu. AðalLeikendur eru trveir, skósmiðurinn sem Þor- steinn Ö. Stephensen ieikur, og ung stúlka, en það hiutverk er í höndum Önnu Kristínar Arn- grím/sdóttur, sem enn er nem- andi í Leikliistarskóla Leikfé- lagis Reykjavíkur. Nína Sveins- dót'tir leikur konu skósmiðsins. Að auki kemur við sögu v:ð- s'kiptavinur. Mbl. náði snöggvaist tali af höfundinum, Jökli Jakobssyni, sem vildi lítið um máiið segja, enda æfingar rétt hafnaT. Hann hefði byrjað að vinna að hug- myndini að þessu leikriti fyrir tveimur árum. Það væri sitt fyrsta sjóvarpsleikrit. Jökull hefur áður samið nokkur útva'rpslei'krit sem kunn- u;gt er hafa þau veriið leiikin víða um heim, frá Islandi til ísrael og leikriit Jökuls, sem á svið hafa verið sett, notið mik- illa vinsælda. f Iðnó er nú í æfingu nýtt leikrit eft'T Jökul Jakobsson. Sumarið ’37. Útvarpsleikritin eru nú í gangi í Finnlandi, Belgíu, Hollandi, Júgóslavíu, Þýzkalandi og víðar. Nokkrir síldarbát- ar í Norðursjó — síldarverð gott á Þýzkalandsmarkaði Sokamól í Færeyjum Kaupmannahöfn, 17. jan. NTB LÖGREGLUSTJÓRI Færeyja hefur birt skýrslur ársins 1967 um glæpamál í Færeyjum og í fyrsta skipti í hundrað ár er morð með á tölfræðiskýrslum þessum. Ung norsk stúlka var skotin til bana í fyrravor, og var banamaðurinn unnusti stúlk unnar. Samkvæmt skýrslum voru 289 kærur bornar fram í Færeyjum, en 268 árið á undan. Kærumar skiptast þannig, að 84 þjófnaðarkærur voru lagðar fram, 60 bílastuldir, 6 kynaf- brot, 36 nauðganir og 79 skemmd arverk af ýmsu tagi. stæðismanna í Skagafirði Sauðárkróki, lí. janúar. ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðismanna í Skagafirði verður haldin í Bif- röst, Sauðárkróki, laugardaginn 20. janúar nk. klukkan 8,30 síð- degis. Ávarp: Pálmi Jónsson al- þingismaður, Akri. Spurninga- keppni milli Húnvetninga og Skagfirðinga, stjórnandi Kári Jónsson. Söngur og fleiri skemmtiatriði. Kaffiveitingar. Dansleikur, hin vinsæla hljóm- sveit Flamingo leikur. Þátttaka áskast tilkynnt fyrir fimmtudags kvöld, til formanna félaganna, árshátíðamefndarinnar, eða í verzlunina Ás, SauðárkrókL SÍI.DVEIÐIBÁTARNIR em nú flestir við Færeyjar, eða nær 40 talsins. En nokkrir eru við veið- ar í Norðursjó og ætla að leggja npp afla í Þýzkalandi. Slæmt veður hefur verið á miðum bát- anna og lítil veiði á miðunum við Færeyjar. Þrír bátar héldu fyrir rúmri viku til veiða í Norðursjó, Gísli Árni, Þorsteinn og Fylkir og fleiri bátar munu einnig hafa farið þangað. Þar fékk Harpa 100 lestir í gær. Mbl. hafði samband við út- gerðarmann Gísla Árna, Einar Árnason, sem sagði að skipið hefði verið í höfn í Suður-Nor- egi 1 gærmorgun að taka vistir. Hefðu skipin þrjú fyrst farið til Færeyja, en síðan til Noregs. Tilgangurinn með því að senda síldarskipin í Norðursjó, væri að láta þau landa aflanum, ef einhver yrði, á Þýzkalands- markaði, vegna þess að þar fæst miklu meira verð fyrir hann. Bú- izt er við að fáist 6—-7 kr. fyrir kg. af síld. Bræðslusíldarverðið hér sé aftur á móti 1.25 kr. pr. kg., en nokkuð meira í aðra vinnslu. Seltirningar AÐALFUNDUR SjáMstæðisfé- lagis Seltiirninga veTður haldinn í kvöld 18. janúar kl. 20,30 1 MýraTthúsaskó’la (nýja). Fund- arefni: venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.