Morgunblaðið - 18.01.1968, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1986
jPitt höfuðatriði í þeim hlið-
^ arráðstöfunum gagnvart
útgerðinni, sem boðaðar hafa
verið í sambandi við ákvörð-
un fiskverðs, er að grundvöll
ur verður lagður að endur-
nýjun þorskveiðiflotans með
eflingu Fiskveiðasjóðs en
fiskverðsákvörðunin var
byggð á þeirri forsendu, að
hið opinbera tæki að sér
greiðslu vaxta og afborgana
af stofnlánum bátanna.
Þorskveiðiflotinn, eða a. m.
k. minni bátar í honum, hafa
dregizt aftur úr á undan-
förnum árum, þar hefur
ekki orðið eðlileg aukn-
irig fyrst og fremst vegna
þess að öll athygli og
nær allt fjármagn hefur
beinzt að síldveiðiflotanum,
þar sem uppgripin hafa ver-
ið mest. Þessi stöðnun þorsk-
veiðiflotans hefur m- a. haft
þau áhrif að frystihús víðs
vegar um land hafa átt í erf-
iðleikum með hráefnisöflun
ög jafnframt hefur verið erf-
itt að fá mannafla á þorsk-
veiðiflotann, enda hafa tekj-
ur sjómanna ekki verið jafn
miklar við þorskveiðar sem
síldveiðar.
Þessi þróun hefur að vissu
leyti stuðlað að enn meiri
éinhæfni í atvinnulífinu. —•
Margir munu velta því fyrir
sér, hvort hugsanlegt sé að
tæknibylting á borð við þá,
| sem orðið hefur í síldveiðun-
| um, geti orðið á þorskveið-
unum. Litlar líkur eru á að
I svo geti orðið í sama mæli
og á síldveiðunum, en þó má
bénda á að veiðarfæri úr
nýjum gerviefnum hafa rutt
sér til rúms á þorskveiðun-
um nú þegar og er veiði-
hæfni þessara veiðarfæra
meiri og endingin betri. Jafn
framt hafa ný vinnubrögð
við línuveiðar orðið til þess
að hægt hefur verið að
fækka mönnum á línubátum
um einn.
Ekki liggja fyrir neinar
upplýsingar um það, hver
endurnýjunarþörfin á þorsk-
veiðiflotanum er. Fram til
þessa hafa þeir bátar, sem
þorskveiðar stunda yfirleitt
verið 50—100 tonn að stærð,
en á síðustu vertíðum hafa
stærri bátarnir, sem stunda
j, síldveiðar á sumrin gert
nokkuð að því að fara á
þorskveiðar og er aðstaða
þeirra að því leyti betri að
þeir geta stundað veiðar í
verri veðrum en minni bát-
amir. Líklegt er, að þau
skip sem byggð verða til
þess að endurnýja þorskveiði
flotann verði milli 100—200
tonn að stærð og ber að sjálf-
sögðu að leggja höfuðáherzlu
á að þau verði smíðuð hjá
innlendum skipasmíðastöðv-
um.
Með eflingu þorskveiði-
flotans verður grundvöllur
lagður að aukinni hráefnis-
öflun fyrir fiskvinnslustöðv-
arnar og er þá að sjálfsögðu
nauðsynlegt að endurskipu-
lagningu frystiiðnaðarins
verði hraðað og áherzla lögð
á vinnuhagræðingu í þeim
frystihúsum, sem hafa ekki
þegar komið á verulegum
breytingum hjá sér í þeim
efnum.
Þorskveiðarnar og fisk-
vinnslan er megingrundvöll-
urinn undir atvinnulífinu í
langflestum byggðum lands-
ins. Með eflingu þessara at-
vinnugreina, tækninýjungum
og endurskipulagningu í
rekstri er skipulega að því
unnið að treysta atvinnu-
ástandið í landinu. Aukin
fjölbreytni í atvinnulífi
landsmanna með nýtingu
allra auðlinda landsins er
brýnt verkefni og höfuðnauð
syn, en sjávarútvegurinn
mun samt sem áður um
langa framtíð verða undir-
staða atvinnulífs landsmanna
og velmegunar þjóðarinnar.
Þess vegna verður að leggja
höfuðáherzlu á að þessi mikil
væga atvinnugrein búi við
starfhæfan rekstrargrund-
völl.
GEGN
ATVINNULEYSI
Alþingi kom saman til fund-
ar á ný í fyrradag og
eitt fyrsta mál, sem þar kom
til umræðu var atvinnuleysi
það sem skotið hefur upp
kollinum að undanförnu og
gleggst kemur fram í því að
nær 200 manns hafa nú skráð
sig atvinnulausa í Reykjavík.
í umræðunum á Alþingi
sagði Bjarni Benediktsson,
forsætisráðherra, m. a.:
„Ég hef talið og tel enn að
á móti atvinnuleysi verði að
berjast með öllum tiltækum
ráðum“.
Forsætisráðherra benti á,
að samdrátturinn í sjávarút-
veginum og örðugleikar
útflutningsatvinnuveganna
ættu mestan þátt í atvinnu-
leysinu og væri ráðið gegn
því að gera ráðstafanir til
þess að örva þessar atvinnu-
greinar, en að lausn þess
máls hefði verið unnið að
undanförnu og væri unnið.
Jafnframt benti ráðherrann
á, að sú umhleypingatíð, sem
verið hefði í Reykjavík a. m-
k. að undanförnu hefði óhjá-
kvæmilega orðið til þess að
ýmis útistörf hefðu fallið
niður.
I lok ræðu sinnar sagði
Bjarni Benediktsson:
„Ég get fullvissað þing-
heim um það, að ríkisstjórn-
in mun fylgjast með þessum
málum. Ég hef þegar átt við-
ræður um það, við þann, sem
kunnugastur er ástandinu
hér í Reykjavík. Við munum
fylgjast með málinu og ef
efni standa til, bera fram um
það sérstakar tillögur en ann
ars blandast þetta auðvitað
mjög inn í þær ráðstafanir,
sem gerðar verða til örvunar
útflutningsframleiðslunni“.
minnst en
Engrar varnir.
Fulltrúi Nárú-búa, Hamm-
er de Roburt yfirhöíðingi,
sem er forseti núverandi rík-
isráðs, lét þess getið hjá Sam
einuðu þjóðunum, að ekki
væri ætlunin að leggja neina
sérstaika áherzlu á varnir.
Vilji stórþjóðirnar vinna
Nárú tjón, er harla fátt sem
eyjarskeggjar geta gert til að
koma í veg fyrir það, sagði
hann.
Nárú er meðal auðugiustu
ríkja heims . Þjóðartekjur
nema rúmum 1800 dolhirum
á hvert mannsbarn árlega.
Þannig er ríkið áttunda auð-
ugasta land veraldaT, auð-
ugra en löndvn sem fóru þar
með gæzluvernd og auðiugra
en NorðurLönd, að Svíþjóð
einni frátalinni. Velmegun-
inni er tiltölulega jafnt skipt
meðal eyjarskeggja, og þar
fyrirfinnst ekki eymd. Skóla-
ganga er lögboðin og ókeypis
fyrir alla.
Orsök v'elmegunarinnar er
fosfat. Fundizt hefur mikið
magn af efnismiklu fosfati á
eynni, en það er eftrrsótt til
áburðar. Vinnsluna annast
fyrirtæki sem er í eigu þeirra
þrjggja landa sem höfðu á
hendi gæzluverndina og nefn
ist „British Phosphate Comm
ission“.
Helzt í 25 ár.
Nú hafa verið gerðir samn
ingar um að fosfat-fyrirtæk-
ið skuli verða eign Nárú-búa
sjálfra. Re’lknað er með að
fosfat-lögin sem eftir eru
endist í 25 ár með sama
vinnislumagni og nú, 2 mlLlj-
ónum tonna árlega. Haldist
hlutfallið milli verðlags á
fosfati og framleiðslukostnað
ar óbreytt, og spari Nárú-bú-
ar framvegils jafnmikið af
tekjunum og þeir gera nú, er
gert ráð fyrir að sparnaður-
inn muni nema 400 milljón-
um dollara daginn sem
vinnslan hættiir.
Efnahagslega séð virðist
framtíðin því ekki vera sér-
lega kvíðvænleg fyrir Nárú-
búa. En vitanliega er verið að
vellauðugt
leita að nýjum tekjustofnu.m.
Meðal annars hefutr verið um
það rætt, að taka upp sigl-
íngar. Hins vegar hefur ekki
enn verið rætt um skilyrði
til landbúnaðar á eynni.
Vilja fjá jarðvegsmLssinn
bættan.
Við fosfat-vinnsluna hafa
stór flæmi af yfirborðd Nárú-
eyjar verið grafinn upp. Tal-
að hefur verið um fjóra
fimmtu hluta af yfirborði
eyjarinnar. Nárú-búar hafa
krafizt þess að Ástralía,
Nýja-Sjáland og Bretland
kosti bætur á jarðvegstjón-
ingu, en samkomulag hefur
ekki náðzt um það.
Nárú-búar hafa langa
reynslu af heimastjórn, og
þróunin í átt til fulLs sjálrf-
stæðis gengur eftir áætlun. í
janúarbyrjun var haldin
stjórnarskrárráðstefna, sem
samdi stjórnarsbrána sem
gilda skal eftir 31. janúar.
Sækir ekki um upptöku í
Sameinuðu þjóðirnar.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
í tvo áratugi fylgzt með þró-
un Nárú í átt till sjálfstæðis.
Samt mun hið nýja ríki ekki
sækja um upptöku í samtök-
in. Hammer de Roburt yfir-
höfðingi hefur látið þesis get-
ið, að hið nýja ríki verði að
teljast of lítið til þes-s. Nárú
tekur með öðrum orðuan
sömu stefnu og annað fyrr-
verandi gæzluverndarsvæði
Sameinuðu þjóðanna, Vestur-
Samóa (131.000 íbúar, 2842
ferkílóimetrar). Það ríki á
samt aðild að sérstofnun Sam
einuðu þjóðanna, Alþjóðaheil
brigðismálastofniuninm, og
þi'ggur einnig hjálp úr Þró-
unarsjóði S.Þ.
í síðustu ársskýrsilu sinni
fjatlaði U Thant framkvæmda
stjóri Sameinuðu þjóðanna
um aðild dvergTÍkja að sam
tökunum og henti þá m.a. á
Nárú. Eins og stendur eru
Maldiveyjar (97.00 í'búar, 298
ferkílómetrar) minnsta ríki
Sameinuðu þjóðanna.
(Frá Sameinuðu þjóðunuim).
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
ílausasölu:
Áskriftargjald kr. 120.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Kr. 7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
EFLING
ÞORSKVEIÐIFLOTANS
V9J
UTAN IJR HEIMI
Næsta sjálfstæða ríki heims er
allra ríkja
Á ÁRUNUM 1920—30 fækk-
affi Nárú-búum ört vegna in-
flúenzufaraldurs. Japanir
fluttu þá burt þúsundum
saman í seinni heimsstyrjöld,
en þeir sem lifðu hörmung-
arnar sneru heim aftur.
Reynt hefur verið að fá þá til
að sameinast öðru ríki eða
flytja til annarrar eyjar, þar
sem þeirra eigin eyland sé
sundurgrafið af fosfatvinnslu.
En ekkert fær hnikað Nárú-
búum, sem eru 3000 talsins
og búa á kóraleynni Nárú í
Kyrrahafi, en hún er 21 fer-
kílómetri að stærð. Þeir
halda hópinn og ætla að vera
um kyrrt þar sem forfeður
þeirra hafa hafzt við öldum
saman. Þann 31. janúar hlýt-
ur Nárú sjálfstæði og verður
þá langminnsta ríki heims,
en samt meðal þeirra ríkustu.
Nárú ligguir fyrir vestan
Gilibert-eyjar rétt við mið-
baug. Eyjan komst fyrst í
samband við umheiminn ár-
ið 1798. Hundrað árum síðar
varð hún þýzkt yfirráða-
svæði; í fyrri heimstyrjöLd
hernámu Ástralíumenn eyna,
og var hún þá fyrst gerð að
umboðsevæði, en árið 1947
varð hún gæzluverndarsvæði
sameinuðu þjóðanna. Ástra-
lía hefur haít á hendi stjórn
eyj'arinnar einnig fyrir hönd
Nýja-Sjó'lands og Bretlands.
Samkvæmt síðustu upplýsing
um búa á Nárú samtals 6048
manns. Þar arf eTu 2921 hrein
ræktaður Nárú-búi, 1532 íbú
ar annarra eyja Kyrráhafs,
1167 Kínverjar og 428 Evrópu
menn.
Nárú-búar hafa krafizt
þess, að Löndin sem annazt
hafa gæzluivemdina sam-
þykktu að þeir hlytu sjálf-
stæði 21. janúar 1968, en það
er afmælilsdagur heimkomu
þeirra sem fl'uttir voru burt
frá eynni í seinni heimsstyrj-
öLd. Sameinuðu þjóðÍTnar
hafa fellt úr gildi gæzluivemd
ina frá þeim degi að telja.
J'afnframt herfur Alilsherjar-
þingi'ð hvatt öll aðiíLdarríki
sín til aó virða sjálfstæði
Nárú.
Fréttir úr Kjósinni
Valdastöðum. 9. jan. 1968.
ÞEGAR tveir menn eða fleiri
hittast á förnum vegi, verður
umræðuefnið, fyrst og fremst,
um veðrið. Vil ég í þessum fáu
línum, minnast lítillega á helstu.
viðburði hér í sveitinni á s.l.
ári. Veturinn var í meira lagi
gjaffeldur, og það svo, að flestir
gáfu upp hey sín, og höfðu sum-
ir tæplega nóg. Aðrir. bændur
voru betur stæðir og gátu þá
hlaupið undir bagga. Voru því
fláir, sem áttu nokkrar heyfirn-
ingar þegar fénaður fór arf hiúsi.
Þó mun fénaður hafa gengið
sæmilega fram. Vorið var held-
ur kalt, og spatt seint. Slóttur
byrjaði því með seinna móti, en
heyskaparveðrátta var svo hag-
stseð, að aðra eins man ég ekki
í þau rúm 70 ár. sem ég hefi
verið við heyskap. Stóð sá góð-
viðriskarfli í 5 vikur. Voru þá
sumir langt komnir með heyskap.
ÍHeyfengur var altað því í meðal-
lagi. Hausi,veðrátta var fremur
góð framan af, og var fénaður
tekin, heldur seinna á gjöif, en
árið áður. Fjárförgun var heldur
meiri en árið áður. Vænleiki fjár
ins heldur meiri. Slátrun stór-
gripa va dálítið minni. Nú munu
flestir bændur gefa meira útlent
fóður en áður, til þes.s að spara
heygjöf, enda til þess hvatt. Nokk
uð bar á vanheimtum á sauðfé,
Ihjá nokkrum bændum hér í
haust, og er ekki vitað um á-
stæðurnar. Oftast hafa bændur
heimt fé sitt með fullri tölu. Er
mér tjáð, að vanti yfir heilan
tug, á tveim bæjum, annars-
staðar nokkru færra.
Jarðabætur hafa verið með
meira móti s.l. ár, sérstaklega
j þurrkun lands. Tvö ílbúðarhiúis
\ voru í smíðum á s.l. ári í Kárs-
nesi og Hjarðarholti og annað,
tekið í notkun. Einnig voru byggð
fénaðarih'ús og hlöður. Töluverðar
umbætur voru^ gerðar á barna-
skólanum, að Ásgarði.
St. G.