Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 19TO
Sigrún Kristjáns-
dóttir — Minning
ÞANN 11. þ.m. andaðist Sigrún
Kristjánsdóttir á sjúkrahúsinu
Sól-heiimum eftir stutta legu, en
hún var til heimilis á Elliheim-
ilinu Grund síðastliðinn tvö og
hálft ár. Sigrún var fædd í Vig-
ur í ísafjarðardjúpi 19. nóvem-
ber 1896. Foreldrar hennar voru
hjónin Kristján Þorkelsson segla
saumari og sjómaðuT og Helga
Sigurðardóttir. Þessi hjón voru
af góðu bergi brotin, var Helga
náskyld þjóðskáldinu Matthíasi.
Þau hjón bjuggu allan sinn bú-
skap í Álftafirði. Þau eignuðust
tvær dætur. Sigrúnu og Valgerði,
sem báðar voru annálðar fyrir
fríðleik og atgerfi. Ung giftist
Sigrún Guðmundi Salómonssyni
miklum myndarmanni, en eftir
fárra ára sambúð missti ,hún
hann, er hann tók út af togara.
Guðmundur og Sigrún eignuðust
4 börn. tvo syni og tvær dætur,
en önnur þeirra dó í bernsku.
Fæddist yngri sonurinn skömmu
eftir dauða föðurins. Þetta voru
bung spor, sem hin unga kona
stóð í, en gott fólk varð til þess
að taka drengina i fóstur. en
stúlkuna hafði hún með sér.
Síðari manni sínum Ólafi Ein-
arssyni giftist Sigrún tveimur ár.
um eftir lát Guðmundar. Með
honum fluttist hún til Reykja-
víkur með dóttur sína unga. Þau
áttu lengst heimili í Háholti á
Bráðræðisholti hjá foreldrum
Ólafs, eða þar til faðir hans dó og
móðir hans fór til dóttur sinnar
Önnu Zimsen. Eftir það fóru þau
frá Háholti og áttu ekki heimili
saman upp frá því. Börn þeirra
voru fimm, dóttur misstu þau
nýfædda. en þau sem náðu full-
orðinsldri voru ein stúlka og
þrír synir.
Eftir aðskilnað Ólafs og Sig-
rúnar fluttust börnin þeirra upp
í Hvalfjörð, það elsta 10 ára en
það yngsta 3 ára, þar ólust þau
upp hjá frændfólki og vinum
Ólafs.
Það var Sigrúnu þungt að
skiljast við öll börnin sín. og
stúlkuna frá fyrra hjónabandi,
því að hún var blíð og góð móð-
ir sem börnin þráðu. Sigrún bar
mótlæti sitt með kjarki og lét
t
Móðurbróðir minn,
Kristján Stígsson,
andaðist 16. janúar að heimili
mínu, Laugavegi 105.
Sigurbjörg Kristófersdóttir.
t
Móðir mín og systir,
Jóhanna Jónasdóttir,
frá Efri-Holtum,
andaðist að Landakotsspítala
17. janúar.
Þuríður Jóna Árnadóttir,
Jónas Jónasson.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum þeim, er sýndu okkur
samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför föður okkar,
tengdaföður og afa,
Jósafats Sigurðssonar,
Vesturbrún 16.
Börn og tengdabörn.
lítt uppi þó á móti blési. Hún
hafði sérstaklega góða skapgerð
og var ávalt glöð og léttlynd,
var því sérstaklega gott að vera
í návist hennar. Gat hún vak-
ið græskulausan hlátur þeirra
sem nærri voru og sér í lagi hjá
þeim, sem báru dulinn harm í
brjósti, og fóru þeir léttari í
skapi af fundi hennar. Hún gaf
ætíð sumar og sólskin að gjöf.
Sigrún var miklum hæfileikum
búin. þótt örlögin væru henni
ekki að sama skapi hliðholl. Hún
hafði mikla sjálfsbjargarviðleitni
og lét það hagnýta sitja í fyrir-
rúmi, þó að óskir hennar beind-
ust að öðrum viðfangsefnum
þeim, sem hugur hennar stóð
til. Síðustu tuttugu árin hafði
Sigrún matsölu á hendi að Vest-
urgötu 50B. Öllum. sem voru í
fæði hjá henni, þótti gott að
eiga hana sem matmóður og hana
skorti ekki kostgangara. Alúð
hennar og bros var öllum geð-
þekkt. En svo fór heilsu henn-
ar að hraka fyrir of mikla vinnu
og áhyggjur, svo að hún varð
að hætta starfi og fór þá á Elli-
heimilið. En það varð henni mik
il gleði að geta hjálpað sonum
sínum um húsnæði og fæði með-
an þeir voru að læra. og eldri
sonur hennar frá fyrra hjóna-
bandi var hjá henni á heimili,
þegar hann var í bænum, þar til
hún hætti fyrir fullt og allt.
Börnin hennar söfnuðst kring-
um móður sína og sýndu henni
margvíslegan kærleika. þegar
þau voru fullorðin og bættu
henni upp aðskilnaðinn í bernsku
eftir því sem þau gátu, og tengda
börnin voru samvalin í að sýna
henni skilning og hjálpsemi og
alla lúð. aÞett allt gladdi Sig-
rúnu óumræðilega mikið, þegar
hníga tók að ævikvöldinu og
starfskraftarnir voru þrotnir.
Börn Sigrúnar og Ólafs eru:
Hulda Guðrún búsett í Ameríku.
Ólafur Einar veðurfræðingur,
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við and-
lát og útför
Kristínar Einarsdóttur
frá Hrísey.
Sérstakar þakkir færum
við læknum og hjúkrunarliði
Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri, svo og félögum úr
karlakórnum Geysi.
Einar Þorvaldsson,
Elínbjörg Þorsteinsdóttir,
Egill Júlíusson,
Guðfinna Þorvaldsdóttir,
Albert Þorvaldsson,
Ingveldur Gunnarsdóttir,
Kristinn Þorvaidsson,
Kristín Guðlaugsdóttir,
Friðrik Þorvaldsson,
Þórgunnur Ingimundardóttir
og aðrir ættingjar.
I Kristján Jóhann húsgagnabólstr-
I ari og Kristinn vélstjóri, sem lézt
af slysförum. Börn Guðm. og
Sigrúnar: Hannibal afgreiðshi-
maður. Guðmundur netagerðr-
maður og Sólveig, sem lézt síð-
astliðið ár, var gift og búsett í
Hafnarfirði.
í DAG verður Lára Guðmunds-
dóttir, Hringbraut 87 hér í bæ,
borin til moldar. Hún andaðist
10. þ. m. í Borgarsjúkrahúsinu.
Lára var fædd 31. okt. 1896 að
Hlöðum á Grenivík í Suður-
Þingey j arsýslu.
Foreldrar hennar voru merkis
hjónin Valgerður Jóhannesdótt-
ir og Guðmundur Sæmundsson.
Jóhannes var sonur Jóns Reykja
lín prests að Þönglabakka í
Fjörðum norður Jónssonar
Reykjalíns prests að Glæsibæ
vi'ð Eyjafjörð og síðar að Ríp í
Hegranesi. Móðir Valgerðar var
Guðrún Hallgrímsdóttir bónda í
Hléskógum í Höfðahverfi.
Guðmundur Sæmundsson var
bróðir hins þekkta skipstjóra,
Sæmundar, er vann sína virka
daga í bók Hagalíns.
Árið 1903 fluttist Lára með
foreldrum sínum að Lómatjörn
í Höfðahverfi, og þar bjugu for-
eldrar hennar langa tíð, og alveg
meðan kraftar entust, og þar
ólst Lára upp, elzt 11 systkina.
Við Lómatjörn er hún enn
kennd, af þeim, sem muna hana
í uppvexti sínum.
í Lómatjarnarheimilinu var
ekki veraldlegur auður, sem
mölur og ryð fá grandað. En
samhaldni, ráðdeild og eljusemi
þeirra hjóna kom í veg fyrir
skort, þó börnin væru mörg.
Heimatættir ullardúkar þaðan
voru viðurkennd falleg og góð
efni í spariföt.
Lómatjarnarsysturnar 7 þóttu
smekklega og vel klæddar. í
ætt Valgerðar á Lómatjörn er
mikil sönghneigð. Þann arf
hlaut hún, og öll hennar börn.
„Kauptu þér kerru fyrst, og
keyrðu svo orgelið heim á kerr-
unni“, sagði Bjarni búhöldur á
Grýubakka, nágranni Guðmund
ar, er þeir ráðguðust um orgel-
kaup, handa konum og börnum
Guðmundar, og hvorutveggja
var keypt. í Lómatjarnarheimil-
inu var meiri söngur, meiri
gleði, en almennt gerist á heim-
ilum í sveit.
Heimanfylgja Láru var ekki
auður í krónum talinn. Ekki
tizkuíbúð í höfuðborg. Hennar
erfð var kvenleg fegurð, mikill
kvenþokki, stórhugur og lífs-
gleði í starfi, og ágætar gáfur.
Þetta allt entist henni á aldur-
tilastund.
Lára var við nám í Kvenna-
skóla Blönduóss, og hélt áfram
að læra allt sitt líf. Eftir skóla-
veru sína, hélt hún hingað til
Reykjavíkur, og hér batt hún
heit sitt, ung og glæsileg, við
Runólf Kjartansson, bróður Jóns
ritstjóra, og fleiri systkina.
1 félagi við Þorberg, bróður
Runólfs, stofnsettu þau Parísar-
búðina við Austurstræti, og var
hún rekin af þeim þar til Run-
ólfur dó 1961, þá af Þorbergi
einum, þar til á síðastliðnu
sumri, að Lára keypti hans hlut,
og átti þá verzlunina alla.
Enn, á áttræðisaldri, átti hún
stórhug til starfs. Þeim hjónum
Láru og Runólfi varð fjögurra
mannvænlegra barna auðfð.
Tveir synir þeirra eru búsettir
t
Hjartans þakkir færum við
öllum þeim, sem veittu okkur
hjálp og vottuðu samúð sína
og vináttu, við andlát og út-
för mó'ður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
Þóru Björnsdóttur,
Seli, Miklaholtshreppi.
Guð blessi ykkur öll.
Börn, tengdabörn,
barnabörn
og barnabamaböm.
Þessar fátæklegu línur eiga að
votta þakklæti mitt og bnrna
minna til hinnar framliðnu konu.
fyrir allar liðnu ánægjustund-
irnar. Með innilegri samúð með
öllum aðstandendum. Blessuð
veri minning hennar.
í Ameríku, og sonur og dóttir
hér heima. Börnum sínum
bjuggu þau gott heimili, þar
sem friður ríkti, og hlý gest-
risni bauð gesti velkomna.
Lengst var þeirra heimili á
Hringbraut 87.
Lára, þú eignaðist tvö heim-
ili, er þér urðu kær. Það, sem
þér var búið af þínum góðu
foreldrum, og vitund þín þrosk-
aðist, og það, sem þú bjóst börn-
um þínum og manni. í því
fannst þú hamingju þína.
Þú sagðir alltaf heima, er þú
ræddir um Lómatjörn, börnin
þín segja líka heim, er þau minn
ast síns æskuheimilis, enda þótt
þau hafi nú byggt sín eigin.
Þetta er rótfesta hvers þjóðfé-
lags.
Um leið og mild móðurjörð
tekur við líkama þínum, vil ég
bera fram hlýjar kve'ðjur með
nokkrum söknuði, og þakkir frá
fjölskyldu minni, til þín og allra
þinna, fjær og nær. Við böírn
þín segi ég, góð móðir, er góð
gjöf.
Við héldum, að þú hefðir sigr
að sjúkdóm þinn. Úr hádegi
hringdir þú heim. hress í anda,
eftir fötum þínum. Að aftni
varst þú öll.
Mennirnir þenkja. Guð ræð-
ur. Ef til vill hefur þú líka feng-
ið ný föt.
í Guðs friði á nýrri braut
þinni.
Egill Áskelsson.
F. 31. okt. 1896. D. 10. jan. 1968.
LÁRA frænka er dáin og ein-
hvern veginn finnst mér erfitt
a'ð átta mig á því til fulls. En
er það ekki alltaf svo, þegar
vinir hverfa?
„Blómin fölna á einni hélu-
nótt“, segir í kvæði listaskálds-
ins góða og alltaf eru vinir að
kveðja, einn í dag, annar á
morgun. Blóm fölna í frosti lífs-
ins og við fáum ekkert að gert,
engu umþokað, engu breytt.
En því örar, sem lífið slær í
æðum vina okkar, því glaðari,
sem þeir eru, því áhugasamari
um lífið í kringum sig, því önn-
um kafnari við störf, því fjar-
lægari finnst okkur hin óhagg-
anlega staðreynd — brcrttförin
héðan, sem a'ð vísu bíður okkar
allra.
Þannig var það með Láru.
Hún var full af lífsfjöri og á-
huga á lífinu sjálfu og samtíð-
inni, og mér fannst hún alltaf
ung, og ekki óraði mig fyrir því,
að veikindin um jólin ýrðu þess
valdandi, að við sæjumst ekki
framar.
Lára Guðmundsdóttir var dótt
ir merkishjónanna Valgerðar
Jóhannesdóttur og Guðmundar
Sæmundssonar, sem bjuggu
mestan sinn búskap að Lóma-
tjörn í Höfðahverfi í S.-Þing.
Valgerður og Guðmundur
bjuggu miklu myndarbúi, enda
bæði ágætlega gefin og orðlögð
fyrir dugnað og heimilið þekkt
nyrðra fyrir myndarbrag. Þau
voru 11 systkinin frá Lómatjöm,
annálað myndar- og dugnaðar-
fólk, vel gefin eins og þau áttu
kyn til og glæsileg, og Lára var
þeirra elzt, höfuð þessa stóra
systkinahóps, enda áttu systkin-
in athvarf hjá henni eftir að
hún var orðin húsfreyja í
Reykjavík, og margur frændinn
og frænkan að norðan leitaði oft
til Láru við fyrstu komu sína
til höfuðborgarinnar.
Þegar Lára var telpa í for-
eldrahúsum var móðir mín
heimiliskennari á bænum, en
hún var nýkomin frá námi við
Kvennaskólann á Blönduósi.
Mér er minnisstætt, hve oft
móðir mín minntist þessa vetr-
ar, hve vel börnin hefðu verið
gefin, og hve gaman hefði verið
að kenna þeim. Og þar var
Lára fremst í flokki, enda elzt,
prýðisvel gefin, músíkölsk og
hafði afbragðsfallega söngrödd
Vináttan, sem stofnað var til
þennan vetur með telpunni og
ungu frænkunni, heimiliskenn-
aranum, effltist til æviloka og
það var alla tíð mjög kært með
þeim frænkunum, móður minni
og Láru. Ung að árum fór Lára
síðan til náms í Kvennaskólann
á Blönduósi og nokkru síðar til
Reykjavíkur þar sem hún giftist
Runólfi Kjartanssyni kaup-
manni, en hann er nú látinn
fyrir allmörgum árum. Runólf-
ur og Lára eignuðust fjögur
börn: Kjartan og Sverri, sem
bá'ðir eru búsettir í Kaliforníu,
Valgarð, skólastjóra í Hvera-
gerði, og Svönu, húsfreyju hér
í borg.
Þótt skólaganga Láru yrði
ekki löng, bætti hún sér 'það
upp sjálf með lestri góðra bóka
og aflaði sér þekkingar á marg-
víslegan hátt. Fáar konur hefi
ég þekkt, sem kunnu jafn góð
sk:l á samtímabókmenntum okk
ar og nágrannalandanna og
Láru. Hún var sílesandi og eink
um voru það skáldsögur og ljóð.
Hún var fram úr hófi ljóðelsk
kona og hafði yndi af öllu, sem
fagurt var og vel gert. Ef Lára
hefði verið að alast upp í dag
hefðu gáfur hennar skipa’ð henni
á bekk með afburðanemendum
og hún hefði án efa „gengið
menntaveginn" eins og sagt er.
En í byrjun aldarinnar voru
tækifærin ekki mörg fyrir ungl-
inga í sveit — menn þurftu að
vinna fyrir sér og bókvitið var
ekki í askana látið. Margt ung-
mennið varð að bæla niður þrár
sínar og langanir til náms og
skólagöngu, og þessa sögu
bekkja allir.
Eg held að Lára hafi stundum
fundið til þess, að hún lærði
ekki eins og hugur hennar stó'ð
til á unglingsárunum og kom
það m.a. fram í því, hve mjög
hún hvatti alla, er hún þekkti
og hafði einhver kynni af til
þess að mennta sig eins og kost-
ur væri og nota tímann veL
Margir munu hugsa til hennar
með hlýhug og þakklæti fyrir
hvatningar og beinan stuðning,
er hún veitti til slíks. Lára unni
fagurri tónlist, hún hafði einnig
mikið yndi af leiklist og mál-
aralist, en listsköpun hennar
sjálfrar var heimili hennar og
handíðar. Hún var snillingur í
höndum og veggteppi m.a., sem
hún saumaði eftir gömlu teppi í
Þjóðminjasafninu, mun lengi
bera vott um smekk hennar og
handbragð. En öllu ofar setti
hún sjálf umönnun fyrir vel-
ferð barna sinna og síðar barna-
barna. Hún var einstök móðir,
og mér er minnisstætt, hve natin
og umhyggjusöm hún var, þegar
hún á sumrum var á leið heim
til átthaganna með börnin sín
ung a'ð árum, en þá hafði hún
jafnan viðdvöl hjá foreldrum
mínum á Akureyri. Lára var
einnig náttúruskoðari og náttúru
unnandi, og í litlu sumarbústöð-
unum, sem hún og Runólfur
byggðu sér, fyrst í Hveragerði
Framh. á bls. 10
Lára Guðmunds-
dóttir — Minning