Morgunblaðið - 20.01.1968, Side 5

Morgunblaðið - 20.01.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968 5 v. 5 ■ . • ' 'A-" Margir stórir kranar féllu niður í óveðrinu. Þessi tarundi ofan í þurrkvína við taöfnina i Greenock. Fjórar manneskjur fórust, ier skorsteinn hrundi niður í gegnum þakið á taúsi einu. GfFXJRLEGUR veðurofsi var í Norður Evrópu aðfaranótt miánudagsins sl. og varð veð- urhæðin einna mest í Glasg- ow í Skotlandi, þar sem þök og bílar fuku og nokkrir fór- ust af völdum veðursins. í Glasgow búa nokkrir ís- lendingar og þar hafa m.a. Flugfélagsmenn bækistöð sína. Mbl. átti símtal við einn þeirra, Pétur Ingason, vél- virkja. — Óveðrið kom hér rétt fyrir miðnætti og stóð fram undir morgun, sagði hann. Þetta var reglulegt íslenzfct rok. Ofsinn í því var svo ægi legur, þeir sögðu að vindhrað Tveir af mjölmörgum bílum, sem skemmdust er þakplötur og annað drasl fauk á þá Veðurofsinn var ægilegur — segir Pétur Ingason, vélvirki Flugfélagsins í Glasgow inn hefði komizt upp í 110 mílur á kist. Tré fuku, víða urðu skemmdir á bílum og 11 manns fórust, mest við að lenda undir rústum. — Hvar voruð við? Gátuð þið sofið? — Nei, fæstir gátu sofið. Ég var heima með konu og tveimur börnum. Við búum í Brediland, sem er um 7 míl ur frá Glasgow. — Voruð þið nokkuð búin að búa ykkur undir þetta ó- veður? Voru gefnar út nokkr ar aðvaranir eins og í Dan- mörku, þar sem einn veður- fræðingur bjargaði frá stór- tjóni. — Nei, það var engin aðvör un. Hér var einmitt talað um það á eftir, að enginn hefði fengið neina aðvörun. Veður í breyttist víst svo skyndilega. — Sáuð þið nokkuð af þess um iskemmdum sem urðu? — Nei, ekki meðan það gerðist. Tjónið varð víst rnest í gömlu hverfunum, þar sem eru lélegri hús. í nýrri hverfunum varð miklu minna tjón. Þegar við komum hér út um morguninn sáum við eyðilegginguna. Þar voru upp / rifin tré, sem sums staðar ) höfðu tekizt á loft og lágu utan í húsunum. Og þetta eru engin ismá tré. Og þakplöt- ur lágu um allt, þar sem víða hafði fokið járn af húsaþök- um og bílskúrum. — Annars var veðrið milt um nóttina og hægviðri strax morguninn eftir. Ekkert frost fylgdi þessu óveðri. Um nótt ina var hlýtt, um 8 stiga hiti, en nökkur rigning fylgdi rok inu. — Úti á flugvellinum varð Mtið tjón. Að vísu fauk allt lauslegt, sem fokið gat. Ekfci urðu aðrar sikemmdir á flug- vélum en af smédóti sem fauk utan í þær. Engin flug- vél var á vellinum frá Flug- félagi íslands, hún kom ekki fyrr en diaginn eftir og þó var allt með eðlilegum hætti. — Hefurðu frétt að nofcfcur Íslendingur hafi orðið fyrir tjóni? — Nei, ég held að enginn hafi orðið fyrir neinu. Að minnsta kosti höfum við ekki frétt um það llm skattfrádrátt að námi loknu Fjölmenn drshntíð Sjdlfstæðis- félngnnnn í V-Barðnstrandnrsýslu UM skattafrádrátt aS námi loknu vegna námskostnaSar, segir frá upplýsingaskrifstofu stúdentaráðs. í lögum nr. 90/1965 um tekju- skatt og eignarskatt segir í 13. gr. E lið, að námskostnað, sem stofnað er til eftir tuttugu ára aldur megi draga frá tekjum næstu 5 árin, eftir að námi er lokið, enda sé fullnægjandi grein gerð fyrir kostnaðinn. í regluigerð nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignarskatt segir í B lið 35. gr., að nemanda beri árlega að gera grein fyrix náms- kostnaði sínum eftir 20 ára aldur, ef hann vill njóta náms- frádráttar fyrstu 5 árin að námi loknu. Einnig skal skattþegn, er njóta vill frádriáttarins, leggja fram með fyrsta framtali sínu að námi loknu sundurliðað heildaryfirli't yfir námekostnað auk annarra nauðsynlegra upp- lýsinga. Ríkisskattstjóri hefur látið gera sérstök eyðublöð, þar sem námskostnaður er skráður og síðan ber að senda með skatt- framtali. Eyðublöð þessi fást í Háskóla íslands 2. hæð, suður- álnrni. Þar má einnig fá yfirlit yfir námiskostnað í ýmsum deildum Háskóla íslands og upp ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélag- anna í Vestur-Barðastrandar- sýslu var haldin í Skjaldborg á Patreksfirði sl. laugardag. For- maður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- lýsingar um dvalarkostnað á Görðunum, sem stúdentaráð hefur láti'ð taka saman. Stúdentaráð rekur nú eins og sl. ár sérstaka upplýsingaskrif- stofu, þar sem aðstoð verður veitt til þess að fylla út náms- kostnaðareyðublöðin gegn hóf- legu gjaldi. Skrifstofan tekur til starfa mánudaginn 22. janúar í kjallara Nýja Garðs og verður opin daglega frá kl 2 — 5 e.h. fraim á föstudaginn 26. janúar. Ragnar Þór Magnússon, stuid. oecon., veitir skrifstofunni for- stöðu*. (Frá Stúdentaráði félaganna í Vestur-Barðastrand- arsýslu, Ásmundur B. Olsen odd viti setti samkomuna og stjórn- aði henni. Ræður fluttu Matthías Bjarnason, alþm. og Ásberg Sig- urðsson, sýslumaður. Þá var sameiginleg kaffidrykkja og hóp söngur við undirleik Magna Steingrímssonar. Að lokum var dansað. Samkoman var mjög fjölsótt og hin ánægjulegasta. Sjálfstæðiskonur á Patreksfirði stóðu fyrir öllum veitingum, sem voru hinar myndarlegustu. Nauðungaruppböð Að kröfu tollstjórans í Reykjavík og innheimtu- manns ríkissjóðs í Gullbringu- og Kjósarsýslu verð ur haldið við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar í dag, laugardaginn 20. janúar. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: G-1829, G-3423, G-4322, R-6344, R-16481, R-16548 og R-19756. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.