Morgunblaðið - 20.01.1968, Side 13

Morgunblaðið - 20.01.1968, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968 13 o Gunnar Rytgaard skrifar um: Þinnkosninaar í Dani nörku DÖNSKU þingkosningarnar snú ast mest um atvinnumálin. Rík- issitjórnin komst í minnihluta á þingi, vegna frumvarps, sem átti að vega upp á móti afleiðingum gengislækkunarinnar, og stjórn- in telur, að þegar af þeim orsök- um sé atvinnuvandamálið aðai- baráttumál kosninganna. Án heil 'brigðrar stefnu í efnahagsmál- um, m-un atvinnuleysið ennþá aukast. Hinir flokkarnir hafa tek ið áskorun ríkisstjórnarinnar, og kosningabaráttan snýst þess vegna um, hvort sósíaldemókrat- ísk ríkisstjórn sé bezt til þess fallin að tryggja verkamönnum -næga atvinnu eða borgaraleg ríkisstjórn sé betri, vegna þess, að hún sé hlynntari nægri at- vinnu. Með öðrum orðum: Kosn- ingarnar snúast um trausit eða vantraust kjósandanna á hinum ýmsu flokkum, Þótt merkilegt megi heita, þá snúast kosningarnar næstum ‘ékkert um utanríkispólitízk vándamál. Það er því furðulegra sem utanríkis- og varnarmál 'geia haft úrslitaþýðingu við stjornarmyndun. Ef reynt verð- Uir að mynda börgaralega stjórn, sem Vinstri radíkalar eiga hlut að, þá mun hinn mikii skoðana- munur Radikala og íhaldsmanna um utanríkis- og varnarmál Sídari hluti verða næstum óyfirsiíganlegur þröskuldur. Auk þess mun næsta ríkisstjórn væntaniega vera við vöid 1969, en það ár verður tek- in ákvörðun um afstöðu Dan- m,erkur til NATO. Á landið að vera áfram í NATO eða segja sig úr bandglaginu? — Vegna þessara orsaka finnsit mörgum yngri mönnum, þar á meðal ung- um stjórnmálamönnum og fram- bjóðendum, að utanrikismálin séu allt of lítið rædd í kosninga- baráttunni. En margt bendir til þess, að sú verði raunin, að stjórnmálamenn irnir í Sósíaldemókrataflokkn- um, Vinstri flokknum og íhalds- flokknum, gangi út frá því sem gefnu, að þessir þrír flokkar, sem með yfirgnæfandi meiri- hluta samþykktu aðiid Danmerk ur að Aílantshafsbandalaginu (NATO) á sinum tíma, muni án teljandi. ósamkomuiags ná sam- stöðu um, að Danmörk haldi áfram að vera í NATO eftir 1969. Það hefur þá errga þýð- ingu, þótt Radikalir og , hinir sósiaiisku flokkar til vinstri við Sósíaldemókrata, haldi uppi áróðri gegn þeirri stefnu. Verulegur ágreiningur hefur skapazt um aðeins eitt utanrík- ismál. Það er afsitaðan til Efna- ’hagsbandalagsins. Talsmaður íhaídsflokksins, Poul Möller, hef ur lagt til, að Danir fylgi ekki fordæmi Breta um að bíða eftir stefnubreytingu hjá frönsku stjórninni, sem enn er andvíg inntökubeiðnum þeirra. Bretar hafa sem kunnugt er lýst þvi yíir, að þeir sætti sig ekki við nema fulla aðild, en Poul Möli- er íagði til, að Danir reyndu að nálgas. bandalagið með eins kon a. aukaaðild. Þessi skoðun hefur þó ekki hlotið fylgi í öðrum flokkum. Radíkalir hafa visað henni ein- dregið á bug. Vinstri flokkurinn, sem annars hefur verið eindregn ast. stuðningsflokkur þess, að Danir gengju í Efnahagsbanda- lagið, hefur sagt, svo notuð séu orð flokksformannsins, Poul Hartling, að það sé fjarstæða fyr ir Dani, að reyna að fá einir tengsl við bandalagið. „Við get- um ekki skotið okkur leið inn í Efnahagsbandalagið,“ sagði hann. Mitt í kosningabaráttunni hafa Sósíaldemókratar komið fram með nýja stefnu í markaðsmál- um. Hún er einfaldlega fólgin í því, að við treystum á norræna samvinnu, og reynum að koma fótum undir norrænt tollabanda- lag í líkingu við það, sem mis- heppnaðist að stofnsetja á árun- um milli 1959 og 1960. Þá var stofnun slíks bandalags ekki tal- in tímabær. Það kann hún hins vegar að vera nú, 'bæði vegna þess, að norrænu löndin innan Fríverzlunarbandalagsins hafa aukið mjög viðskipti sín á milli og einnig hins, að ödl eiga þau það sameiginlegt að upptöku- beiðnum þeirra í Efnahagsbanda lagið hefur verið hafnað. íhaldsflokkurinn vill jafnhliða evrópskri sameiningu, ryðja brautina fyrir auknu frjálsræði alþjóðlegs fjármagns. Poul Möll- er kom einmitt með uppástungu sína með hliðsjón af tilkynningu Johnsons forseta um stöðvun á fjármagnsútflutningi Bandaríkj- anna. Það er því endurreisn atvinnu veganna og afnám atvinnuleysis í svo ríkum mæli sem mögulegt er, sem kosningabaráttan snýst mest um. Til dæmis hefur ríkis- stjórnin hengt hatt sinn mjög á ummæli atvinnurekenda um „heilbrigða varastarfskrafta" á vinnumarkaðinum. „Hver hefur löngun til að vera „heilbrigður varastarfskraftur" eða atvinnu- laus eins og það heitir á góðri dönsku?“ spyrja svo Sósíaldemó- kratar, og það gengur sem rauð- ur þráður gegnum alla kosninga- baráttu þess flokks, að aðeins hann sé vinveittur verkamönn- um og muni tryggja næga at- vinnu. Hinnir flokkarnir kenna rétt- látrar reiði gagnvart þessum áróðri. Þeim finnst fjarstæðu- kenrut að telja, að nokkur ábyrg- ur flokkur sé ekki hlynntur fullri atvinnu. Auk þess benda þeir á, að atvinnuleysis hafi ein- mitt farið verulega að gæta und- ir stjórn Sósíaldemókrata og þess sósíalska meirihluta, sem þeir hafa stuðzt við. Þannig benda þeir á, að í nóvember 1967 voru 26.000 manns atvinnulausir, en aðeins 13.000 í nóvember 1966. Sósíaldemókratar afsaka sig með því ,að þeir hafi lagt fram frumvarp, til að draga úr áhrif- um gengislækkunarinnar einmitt efnahagsmálum og auka þannig til að halda heilbrigðri stefnu í möguleikana á því að afnema atvinnuleysið. En þessi lagafrum vörp hafi verið felld. Þessu svara borgaraflokkarnir svo, að stjórnin hafi í rauninni fellt gengið, til að mæta erfið- leikum, sem stafað hafi af rangri stefnu hennar fyrir fellinguna. Auk þess halda menn því fram, að stjórnin hafi ekki leitt þingið í fullan sannleika, þegar kreppu- lögin voru til meðhöndlunar í desember. Eitt ákvæði lagafrum varpsins var þess - efnis, að ekki skyldi greiða ákveðna dýrtíðar- uppbót fyrir janúar, til að forða aitvinnuvegunum frá þeim kostn- aðarauka og tryggja þar með samkeppnisaðstöðuna við önnur lönd. Þarna var um að ræða þá dýrtíðaruppbót, sem verðhækk- anirnar vegna gengislækkunar- innar hefðu ella haft í för með sér. ‘ Ríkisstjórnin lagði fram bráðabirgðaútreikninga frá efna hagssérfræðingum sínum, sem töldu, að verðlagsvísitalan fyrir janúar, að geng'islækkunaráhrif- um frátöldum, mundi aðeins gefa tilefni til einnar dýrtíðar- uppbótagreiðslu. En einmitt sama dag og kreppulögin voru til þriðju umræðu í þinginu bir.ti „Danmarks Statistik", sú stofnun sem venjulega reiknar út verðlagsvísitölu, vísitöluna fyrir nóvember. Kom þá í ljós, að þegar í nóvember, var verð- lag stigið svo hátt, að þörf mundi verða á tvennum dýntíðarupp- bótargreiðslum í janúar. Svo var þá komið þegar, áður en geng- islækkunarinnar fór að gæta. Þetta er baksvið þeirrar bar- áttu, sem borgaraflokkarnir heyja um .traust kjósendanna. Þeir halda því eindregið fram, að engin sósíal-demókratísk rík- isstjórn — og enn síður sósíölsk ríkisstjórn á breiðum grunni — gati ndtið nægjanlegs trausts til að endurreisa atvinnulífið og skapa framkvæmdavilja meðal atvinnurekenda. Borgaraflokk- arnir lofa ekki gulli og grænum skógum, þeir hafa ekki lækkun skatta á stefnuskrá sinni, en vilja aftur koma á hagSitæðari afskiptareglum fyrir atvinnulífið, en þær reglur voru felldar nið- ur í fyrra, vegna þrýstings frá Sósíalska þjóðarf.lokknum. Með auknum sparnaði vilja borgara- flókkarhir endurvekja það trausit meðal atvinnurekenda, sem rikisstjórn er nauðsynlegt að njóta. Með auknu trausti verð ur betra að byggja upp heilbrigt efnahagslíf. Auk þess eru borg- araflokkarnir andvígir ákveðn- um niðurskurðarliðum ríkis- stjórnarinnar á fjárlagafrumvarp inu. Til að draga úr hækkun- inni á fjáriögum 1908—1969, lét ríkisstjórnin skera niður fjár- festingarframlög um 3% og rekstrarframlög um 1%. Þessu hefur verið mótmælt sterklega meðal annars af forsvarsmönn- um ákveðinna sjúklingasamtaka, fhaldsmenn segjast vera hlynnt- ir niðurskurði á fjárlögum, en alls ekki vilja rýra framlög til félagsmála. fyrrverandi stjórnarmeðlimur hins fjárhagslega ráðs (Det ökonómiske rád) hefur gerzt stuðningsmaður borgaralegu flokkanna í gagnrýni þeirra á efnahagsmálastefnu ríkisstjórn- árinnar. Hann hefur í ræðu sak- að ríkisstjórnina úm að hafa fellt gengið aðeins sér til hægð- arauka, til að leyna óþægilegum verkunum gjaldeyrishallans og slæmu ástandi atvinnuveganna, sem stafað hafi af vaxandi dýr- tíð síðustu ára. Gammelgaard sagði, að 70—80 milljónir króna (danskra) hefðu nægt til að Mývatnssveit, 18. janúar. EINS OG áður hefur komið fram í fréttum hófst tilraunavinnsla í fréttum stóð tilraunavinnsla 7. nóvember til 7. desember eða um mánaðar tíma. Var hér um allumfangsmiklar tilraunir að ræða, sérstaklega er varðar sjálfa þurrkun kísilgúrsins. I upphafi lá ljóst fyrir, að þessar tilraunir myndu taka a. m. k. 4—6 mánuði áður en verksmiðj- an gæti skilað framleiðslu kísil- gúrs af þeim gæðaflokki, sem krafizt er til þess að ná hæsta vcrði. mæta afleiðingum gengisfelling- arinnar, en ekki hefði þurft 500 milljónir, eins og ríkisstjórnin hefur haldið fram. Gengislækk- un ætti þvi ekki að hafa verið nauðsynleg. Krag, forsætisráðherra, hefur andmælt þessum ummælum prófessorsins og komið í því sam bandi með tölur, sem prófessor- inn hefur ekki tekið tilUt til. Hefur Gammelgaard gert vissar játningar í þá átit í nýrri ræðu. En eftir reynslu manna um sann leiksgildi staðhæfinga stjórnar- innar viðvíkjandi dýr.tíðarupp- bótinni fyrir janúar, þá er ekki ólíklegt, að hún kunni einnig að höndla rangt með tölur, í sam- bandi við nauðsynina á gengis- fellingu. Það hefur komið í ljós, að skuldabréf, sem hafa verið að falla í verði undanfarna mánuði, er.u nú orðin stöðugri, og hafa reyndar hækkað nokkuð. Orsök- in er einfaldlega sú, að eigendur skuldabréfa eru tregir að selja og vonast eftir því, að kosning- arnar hafi „eitthvað nýtt“ í för með sér, sem bætir efnahágs- ástandið frá því sem verið hef- ur undir stjórn sósíalista. Með minnkandi framboði og aukinni eftirspurn — einnig í von um að skuldabréfin hækki eftir kosn- ingarnar — hafa skuldabréfin rétt sig við, hvað verð áhrærir. Þjóðbankinn, sem mánuðum sarnan hefur keypt skuldabréf, til að koma í veg fyrir algjört hrun á verðbréfamarkaðinum, hefur frá því um nýár getað selit nokkuð af sínum miklu skuldabréfabirgðum. Sumt bend ir til, að aðeins vonin um að losna við hinn sósíaiska meiri- hluta hafi valdið hækkuninni á skuldabréfunum og lækkun á af- fölium við sölu þeirra, en þau hafa lengi verið 10—11 prósent. Traust er það, sem bæði Sósí- aldemókratar og borgaralegu flokkarnir sækjast eftir. Sósíal- demókraitar s.lá því fram, að verkamenn geti ekki treyst því að borgaraleg ríkisstjórn vilji í raun og veru að allir hafi næga atvinnu. En margt bendir til að hinir borgaralegu flokkar njóti nú meira trausts. Vantrú manna á ríkisstjórn Krags, og einnig á honum persónulega, er vel túlkað í leiðara „Berl.ngske Tid- ende“, dagblað Íhaldsflokkíins, svo að segja annan hvern dag. Krag virðist ávalit reiðubúinn að ganga bak orða sinna, allt frá því, er hann braut kosningaloforð sín með því að mynda ríkisstjórn í samvir.nu við Sósíalska þjóðar- "lokkinn. Eftir þennan fyrsta mánuð til- raunavinnslunnar kom í ljós að gera þyrfti ýmsar minni háttar breylingar, einkum í sambandi við þurrkunina. Var því tilrauna vinnslunni hætt í bili eins og áður segir. Síðan hafa starfs- menn verksmiðjunnar unni’ð að þessum breytingum eftir því sem að veður og aðrar aðstæður hafa leyft. Er nú talið öruggt að þessi verkefni verði leyst fyrri hluta febrúar og þá geti tilraunavinnsla hafizt á ný. — Kristján. Mem HVOR.SK4U SÆTTE MIT KR.VDS 1 Þessi teiknimynd birtist í Politiken: — Afsakið, en hvar á ég að setja krossinn? Prófessor Sören Gammelgaard, Tilraunavinnsla Kísiliðjunnar — hefsi aftur í febrúífirbyrjun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.