Morgunblaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1, FEBRUAR 1968 FRÚ HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR - MINNING Fædd 7. apríl 1892. Dáin 27. janúar 1968. „Bognar aldrei — brotnar í bylnum stóra seinast." (St. G. St.) FRÚ Halldóra Ólafsdóttir var fædd í Kálfholti í Rangárvalla- sýslu hinn 7. apríl 1892, dóttir Ólafs Finnssonar sóknarprests þar og konu hans, frú Þórunn- ar Ólafsdóttur. Að henni stóðu margar hinar merkustu ættir landsins, þótt ekki verði raktar hér. Frú Halldóra stundaði nám í húsmæðraskóla í Gentofte í Danmörku og lauk þaðan prófi. Um skeið fékkst hún við kennslu og var einnig kirkju- organleikari. Hinn 28. apríl árið 1915 gift- ist hún Sigurði Guðmundssyni magister, sem þá var kennari vfð Kennaraskóla íslands og Menntaskólann í Reykjavík. Ár- ið 1921 fluftust þau hjón til Ak- ureyrar, er Sigurður var skip- aður skólameistari Gagnfræða- skólans, síðar Menntaskólans á Akureyri, og þar dvöldust þau, unz Sigurður lét af skólastjórn fyrir aldurs sakir um áramót 1947—48. Þá fluttust þau aftur til Reykjavíkur, og þar lézt Sig- urður hinn 10. nóvember 1949. Eftir það bjó frú Halldóra ekkja á heimili sínu í Barmahlíð 49, unz hún andaðist í Landsspítal- anum hinn 27. þ. m. eftir all- langa legu. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Einn drengur lézt á ungbarnsaldri, en hin systkinin eru öll á lífi. Þau eru, talin í aldursröð, Ólafur, yfir- læknir á Akureyri, kvæntur Önnu Bjömsdóttur, frú Þórunn, gift Anthony Tunnard, mál- færslumanni í Boston í Eng- landi, Örlygur, listmálari í Reykjavík, kvæntur Unni Ei- ríksdóttur, Guðmundur Ingvi, hæstaréttarlögmaður í Reykja- vík, kvæntur Kristínu Þorbjarn- ardóttur, og Steingrimur, rit- höfundur í Reykjavík. Ég man glöggt þá stund, þeg- ar unglingsaugu mín litu fyrsta sinn skólameistarahjónin á Ak- ureyri fyrir hartnær fjörutíu ár- um. Sú mynd af frú Halldóru, sem greypti sig í hugskot mitt á skólaárum, átti fyrir sér áð skýrast og dýpka við mikil og náin kynni síðar á ævi, og vita- skuld tók hún sjálf breytingum með aldri og lífsreynslu eins og við öll. Þó að ég viti að vísu ógjörla, hverju ég kann að hafa aukið inn í þessa mynd smám saman, finnast mér megindrætt- ir hennar samir frá upphafi, eft- ir að ég hef nú staðið við bana- beð hennar og séð ásjónu henn- ar merkta dauðanum. Frú Halldóra var á bezta skeiði, þegar ég var í mennta- skóla. Hún virtist þá ímynd hreysti og orku, hvannbein og glæsileg á velli, falleg, en ekki smáfrfð, svipurinn festulegur, hreinn og svalur með nokkru þóttabragði, fasið allt skörulegt, virðulegt og niótað. Hún dró ó- sjálfrátt að sér athygli, hvort heldur í sæti eða á fæti, minnti á drottningu í gamalli og góðri merkingu þess orðs. Þessi ein- kenni gátu hvorki áratuga sjúk- dómar né elli sorfið af henni. Við skólasveinar bárum fyrir henni ótakmarkaða virðingu, og ef það er rétt, að ótti sé „virð- ingar faðir og móðir,“ höfum við óttazt hana. En sá ótti var þá að minnsta kosti annars eðlis en hræðsla, því að hún var undra- Ijúf við okkur, óframfærna skólasveina. Ég furðaði mig á því, að hún hafði augljósa á- nægju af að rabba við okkur, þegar við áttum erindi við skólameistarann, og hún talaði við okkur eins og jafningja, gerði áð gamni sinu og var ekki frábitin því að stríða okk- ur á kankvíslegan hátt. Svalinn og þóttabragðið stafaði ekki af stærilæti og þaðan af síður af hroka. Það var hennar skel, sem þiðnaði við persónuleg skipti og persónuleg kynni. Frú Halldóra var heilsteypt- ur persónuleiki, sterk eins og hin „háa, gilda grön“, kjarkur- inn óbilugur, hvort sem henni bar að höndum blítt eða strítt — og vissulega fór hún ekki var hluta af andstreymi á langri ævi — hún var hetja, skaprík og stundum gustmikil, en ætíð öguð. Hún var hreinlynd og hreinskilin, gerði sér ekki tæpi- tungu, hagaði ekki ætíð orðum sínum að geðþótta tepurmenna, og stöku sinnum kann hún að hafa þótt óþægilega berorð. En undir þessum sterka barmi sló heitt og mikið hjarta. Það tjáði sig fremur í verkum og viðmóti en í viðkvæmum orðum, því að tilfinningasemi var e'ðli hennar fjarri, þótt ekki skorti á tilfinn- ingahita. Það var hugsjón henn- ar og sannfæring, sem varð henni því hugstæðari sem lengra leið á ævina, að göfugast hlut- verk og góðum mönnum sam- boðnast væri að græða mann- leg mein, og þá hugsjón rækti hún í verki af fórnfúsri ósér- hlífni, bæði við skyldan og ó- skyldan. Mér er fullkunnugt um, að hjá henni leitaði athvarfs mörg meinum slegin sál, sem hún veitti huggun með því að blása í hana styrk og kjarki af hetjulund sinni og örlátri sam- úð. Og tryggð hennar átti sér engin takmörk. Ef hún kann að hafa þótt þykkjuþung ein- hverjum þeim, sem hún taldi hafa gert á hluta sinn að ósekju, var hún þeim mun fullkomnari vinur vina sinna og ótrauður málsvari þeirra. Hún rækti vin- áttu manna bezt, lét á sannast, að „til góðs vinar liggja gagn- vegir“, fannst hún aldrei geta launað vinum sínum, og gest- risni hennar var með eindæm- um. Frú Halldóra var mannblend- in og naut samvista við fólk, hafði yndi af samræðum, leiddi tal að spaklegum efnum, rýndi í hin „dýpri rök“ tilverunnar og hafði á þeim sínar skoðanir. Þær áttu ekki ætfð samleið með skoðunum þeirra, sem þófct- ust ef til vill vita betur af lær- dómi. Hún gat vefengt úrskurð svokallaðra vísinda, ef hann féll ekki að skoðunum hennar, hafði til dæmis meiri trú á þeim heilsubótarlyfjum, sem hún bruggaði sér sjálf af eðlisvísan, en á lyfjum okkar læknanna, þótt hún léti að orðum vina sinna í læknastétt og notaði þau. Hún trúði á líf eftir þetta líf, en öðlaðist þá trú eftir eigin leiðum og hafði það eitt úr klerklegum kenningum, sem henni þótti trúlegast og sam- rýmzt gat skynsemi hennar. Undrið í náttúrunni, kviknun nýs lífs, var henni ótæmandi hrifningaruppspretta, og þetta undur náði langt út fyrir mann- inn. Hún var mikill náttúru- unnandi, og sérstaklega unni hún gróðri jarðar. Um það gæti garðurinn við gömlu skólameist- araíbúðina á Akureyri borið vitni, ef hann mætti mæla. Mold hans er mörkuð ótöldum sporum hennar, blóm hans og tré nærfærinni snertingu handa hennar. Frú Halldóra ástundaði ekki mér vitanlega félagsstörf né lét opinber mál til sín taka. En á- hrif hennar láta sig samt ekki án vitnisburðar, þótt þau séu ef til vill hvergi skráð eða skjal- fest. Vettvangur hennar Var heimilið, húsmó'ðursætið, og ég get ekki hugsað mér neinn þann húsfreyjusess í þessu landi, sem hún hefði ekki hafið upp, ef hún hefði setzt í hann. Hún stýrði skólameistaraheimilinu á Akur- eyri í röskan aldarfjórðung, og það var ekki heimili í venju- legum skilningi, því að kalla mátti, að öll heimavist skólans væri hluti þess. Sú saga verður að vísu ekki rakin náið hér, en gestrisni skólameis'tarahiónanna var landskunn og langt fram yf- ir það, sem ég get hugsað mér, að hafi þekkzt á nokkru heimili í landinu á þeim tíma. Þanga'ð voru boðnir kennarar skólans, sægur ungra og gamalla nem- enda auk ófárra aðstandenda þeirra og vina og kunningja skólameistarahjónanna. Vita- skuld hvíldi þunginn af mót- töku gesta á húsfreyjunni, og þar kunni hún vissulega til verka. Hún var þess ekki aðeins umkomin að veita gestum ljúf- fengan mat og drykk af frá- bærri rausn og myndarskap. Hún átti líka sinn ríka þátt í því frjálslega og ógleymanlega andrúmslofti, sem lék um salar- kynni þeirra hjóna, og hún var mótleikari bónda síns, þegar hann lét gamminn geysa um hin fjölbreytilegustu efni og orð kviknaði af orði, hugmynd af hugmynd. Úr þeim samkvæm- um fór enginn gestur andlega soltinn. Og í hinu merka skóla- starfi Sigurðar átti hún meiri þá'tt en ókunnuga mun hafa grunað. Hún stóð við hlið manni sínum í hverjum þeim vanda, sem að höndum bar. jók honiurn kjark, þegar til átaka dró, en bar líka ósjaldan klæði á vopn, ef hún gat fundið brotlegum nemanda málsbætur. Ég mæli þetta af nokkrum kunnleika, því að ég var skólaumsjónar- ma'ður einn vetur og oft stadd- ur á vettvangi, þegar til umræðu voru breyskleikasyndir skóla- þegna. Og Sigurður bar líka sjálfur fagurlega vitni um þátt konu sinnar í lífsslferfi sínu og lífi í kvæði, sem hann kvað til hennar fimmtugrar. Það kvæði er ekkert marklaust eiginmanns- skjall, ekki heldur lokaerindi þess, sem eitt sér felur í sér þá lýsingu á konu hans, sem engin eftirmæli geta bætt um: „Ef Flosi mig stálglóðum strýkur og stórelda að húsunum ber og lífinu í brennunni lýkur í logana með mér hún fer“. Verkefni frú Halldóru á hinu mikla heimili var ofurmann- legt, enda braut það varnar- mátt þessa sterka líkama. Hún kvaddi skólann brostin á heilsu og náði aldrei fyrri hreysti, þótt hún lifði tvo áratugi eftir það. Og skömmu eftir að suður kom, einmitt um það leyti sem þau hjón höf'ðu lokið við að búa sér vistlegt heimili, varð hún fyrir mesta áfalli ævi sinnar: Sigurður lézt skyndilega. Eftir það bjó hún ein. En þó er það von mín, að henni hafi ekki fundizt hún með öllu ein. Hún var umkringd ættingjum og vin- um, og hún hélt uppteknum hætti um risnu, meðan hún mátti sig hræra. Fjöldi manns sótti hana heim, boðinn og ó- boðinn, og allir voru henni aufúsugest'ir, ekki sízt þeir sem þurftu á uppörvun hennar og hjálp að halda. Hún heimsótti tíðum vini og kunningja, og hún var líka öllum aufúsugestur. Það var á þessum árum, sem ég kynntist frú Halldóru nánast. Og ætíð þáði ég meira af henni en ég gat gefið. Þegar við hjónin vottum frú Halldóru Ólafsdóttur látinni þakkir fyrir órofa vináttu henn- ar, trygg’ð og velgjörðir, verða öll orð svo undur fátækleg. En látin mun hún lifa í hugum okkar ævilangt og verða okkur eftir sem áður ógleymanlegur förunautur og vinur. Börn frú Halldóru, barnabörn og tengdabörn hafa mikils misst. Þeim sendum við heils- hugar samúðarkveðjur. Benedikt Tómasson. í DAG er mikil kona, frú Hall- dóra Ólafsdóttir, til moldar bor- in. Henni fylgja fleiri þakkar- kveðjur en títt er um íslend- inga. Enda þótt hún nú um fulla tvo tugi ára hafi búið í kyrr- þey, og í mörg spor hafi fennt á þeim árum, hefir sambandið milli hennar og hinna fjölmörgu vina og fóstra haldizt órofið, vinarylurinn hinn sami, þakk- lætið og virðingin ófölnuð. Slík- ur var persónumáttur frú Hall- dóru. Ég nefndi fógtra hennar, því að þann rúman aldarfjórðung, sem frú Halldóra var húsfreyja í Menntaskólanum á Akureyri, var hún ekki einungis hús- freyja, heldur einnig fóstran og hjálparhellan svo ótalmörgum nemendum, þegar á reyndi. Hún var hinn góði andi stofnunar- innar, sem allir vissu af, þótt hún starfa’ði löngum í kyrrþey. En vitanlega voru kynni ein- stakra nemenda af henni mis- jafnlega mikil eins og vænta mátti. Þegar Sigurður Guðmunds- son var skipaður skólameistari á Akureyri 1921, var frú Hall- dóra tæplega þrítug. Hún tók þá þegar við forystu og stjórn hins stóra heimilis, með þeirri reisn og höfðingsbrag, sem einkenndi hana til hinztu stundar, hvort heldur var að sinna heimilis- störfum, eða í samskiptum við hinn stóra nemendahóp, eða taka á móti gestum, en gestrisni og höfðingsskap þeirra hjóna var löngum við brugðið, og skipti þar ekki máli, hvort háan eða lágan bar að gartii. Þau munu fá heimilin hér á landi, ef nokk- urt er, sem héldu uppi jafn- mikilli risnu og sítólameistara- heimilið á Akureyri, og af jafn- mikilli alúð og prýði. Veit það gerzt hver sem reyndi, hvílíkur hlutur húsfreyjunnar er í þeim efnum. Skólastjórn Sigurðar Guð- mundssonar hefir löngum verið við brugðið að maklegleikum. Ekki lék það heldur á tveim tugum, a'ð hlutur frú Halldóru var mikill og góður, bæði beint og óbeint. Næmur skilningur hennar á hverskyns vandamál- um, skapfesta, órofa trygg’ð og rík góðvild, var slíkur stuðning- ur að baki þeim, sem í eldinum stóð, að aldrei verður til fulls skilið né skynjað, af öðrum en þeim einum, sem reynir. Enda lét Sigurður það oft í ljós. Frú Halldóra var höfðings- kona bæði í sjón og raun. Hún var gædd þeirri skaphöfn, er skóp henni það fas, að hvar sem hún kom var hún mesta fyrir- konan, og það hefði hún verið hvar í stétt, sem hún hefði S'tað- ið Fríðleiki og andleg aðails- mennska skipuðu henni það sæti. Við fyrstu kynni gat ókunn- ungum virzt frú Halldóra stolt og kuldaleg. Þessu olli hispurs- laust tal, hiklausir dómar og að hún hélt fast á sínu máli, hver sem í hlut á'tti. Fátt var og fjær skapi hennar en að flíka tilfinn- ingum sínum eða mæta viðmæl- endum með uppgerðar smeðju- tón. En kuldinn var einungis á ytra bofði. Hann hvarf fljótt við nánari kynni, og það fundu þeir bezt, sem hún annaðist sjúka, eða leituðu hennar með vanda- mál sín. Þar mættust samtímis mjúkar læknishendur, djúpur skilningur, góðvild og samúð, er lögðus't á eitt með að draga sviða úr sárum. Og ekki mundi hún síður en nafna hennar, kona Víga-Glúms, hafa bundið sár fjandmannanna, ef lífvænir voru, og það hefði mátt efla sátt og frið. Slík voru öll störf hennar. Frú Halldóra var fædd og al- in upp í sveit. Grunar mig, a‘ð ekki hefði það verið fjarri skapi hennar að stjórna rausnarbúi í sveit. Mjög unni hún gróðri og fegurð landsins. Garðurinn við Menntaskólann á Akureyri var óskabarn hennar og yndisreitur. Þar átti hún sjálf flest hand- tökin við að græða og prýða. Hún hreinsaði illgresið, sáði og gróðursetti, hlú'ði að veikbyggð- um plöntun, og naut fegurðar þeirra og samvistanna við þær. f garðyrkjustðrfum frú Hall- dóru endurspeglast ævi hennar og starf. Hvarvetna leitaðist hún við að nema brott það, sem var til óþurftar eða óprýði. Hún studdi við hvern frjóanga, sem vænlegur var til vaxtar, og hún hlúði að veikbyggðum og sjúk- um, hvar sem hún mátti því við koma. Þannig lifir minning frú Hall- dóru í hugum okkar, sem þekktu hana. Annarsvegar hin rismikla höfðingskona, hinsvegar fóstran hlýja og skilningsgó'ða. Menntaskólinn á Akureyri á frú Halldóru mikla skuld að gjalda. Fátækleg kveðjuorð mín ná þar skammt. Skólinn og við öll, sem dvöldumst samtímis henni þar innan veggja, send- um henni hljóða þökk, og biðj- um henni blessunar, er hún hverfur í langferðina miklu inn á lendur ódauðleikans. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Frafmh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.