Morgunblaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1968
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MSKLA
an og skoða mig frá hrifli til
ilja.
En hann minntist sjaldan á
Bessie. Samt gerði hann það eitt
kvöldið. Hann sat við arininn I
fomlegu setustofunni hennar
ungfrú Mattie, en ég hringaði
mig á arinábreiðunni.
— Varstu afskaplega ástfang-
inn af henni, Tony? spurði ég. —
Þegar þú giftist henni?
— Já, aiuðvitað var ég bálskot-
inn. Það stóð í þrjá mánuði. Við
skulum gleyma því, eiskan. Það
er búið og gert.
En ég hitti hann ekki oft. Hann
var afskaplega önnum kafinn.
Þegar hann kom heim, var hann
með tösku fulla af skjölum, og
oft var Dwight Elliott með hon-
um, eða þá einhver yfirmaður úr
verksmiðjunni. Mér skildist, að
skyldmenni hans, með sama ætt-
arnafni, væru stöðugt að gera
honum vandræði. Eitt kvöldið
sofnaði hann meira að segja í
stólnum við arininn. Þá sá ég,
að hann var alveg að verða upp-
gefinn. Menn, sem sofna svona,
eru svo hræðiiega ósjálfbjarga og
ég held, að konur með einhverja
móðurtilfinningu í sér komist
við, þegar svo stendur á. Að
minnsta kosti fór mér svo, þetta
kvöld og þegar ungfrú Mattie
heyrði ekkert til okkar, grunsam
lega lengi, kom hún inn ag vakti
hann.
En þessi tima, sem ég var eins
og ég átti að mér, varð ekki lang
ur. Eitt kvöldið hafði ég borðað
kvöldverð hjá Lydiu og stóð þar
lengi við. Dauði Maud var enn
ráðgáta. Julian sat í klefa sínum
og beið réttarhalds, leitinni að
Evans, lifandi eða dauðum, var
haldið áfram, samkvæmt þeirri
kenningu sækjandans, að hann
mundi hafa séð Don myrtan —
og gæti því hjálpað málstað sækj
andans, lifandi eða dauður. Við
töluðum saman fram undir mið-
nætti, en þá fylgdi Bill Sterling
mér heim, og ég var að fara úr
kvöldkjólnum þegar síminn
hringdi. Það var Bessie og virt-
ist eitthvað annarleg í málrómn-
um.
— Ég er búin að fá hræðslu-
kast, sagði hún. — Spurðu mig
ekki hvers vegna. — Ég er bara
dauðhrædd. Það er allt og sumt.
— Hefur nokkuð komið fyrir?
— Ekki enn. Væri þér sama þó
að þú kæmir hingað? Ég veit, að
þetta er heimskulegt, en ég er
'hér alein. Tony er í borginni í
nótt og O’Brian sagðist hafa séð
einhvern hér úti fyrir.
Ég sagðist skyldu koma. Það
var kalt þessa nótt, og mér gekk
dálítið seint að koma bílnum í
gang. Það var komið langt fram
yfir miðnætti þegar ég komst af
stað, með skammbyssu Tonys í
sætinu hjá mér, og gæsahúð yfir
allan kroppinn. Þegar ég sneri
inn á brautina að húsinu, tók ég
skammbyssuna í höndina, en
komst klakklaust að húsinu. O’
Brian hleypti mér inn, glottandi.
— Það er öllu óhætt, ungfrú,
sagði hann. — Þetta getur hafa
verið einhver af fólkinu að læð-
ast út. En ég sagði frú Wain-
wright frá því, og hún ætlaði al-
veg vitlaus að verða.
Ég fann hana í hnipri við deyj-
andi eldinn í bókastofunni. Hún
hafði glas við hliðina á sér, en
svo mikinn handaskjálfta hafði
hún, að hún gat varla lyft því. —
Ég er sjálfsagt bölvaður bjáni,
sagði hún, en ég var rétt í þann
veginn að fá æðiskast.
Hún vildi ekki vera eins og svo
gengum við öll þrjú varlega um
allt húsið, og slepptum ekki kjöll
urunum. En við fundum allar
dyr lokaðar og læstar, og loks gat
ég talið hana á að fara í rúimið.
Ég heyrði þegar hún skaut slag-
brandinum fyrir, og svo fór ég
undir vernd O’Brians til herberg
is m'íns og háttaði.
Ég var þreytt en gat samit ekki
sofnað. Eitt var það að vera kom
in aftuir í þetta kunna umhverfi,
þar sem mér hafði einu sinni lið-
ið svo vel og einnig svo illa. Ég
lá þarna og hugsaði um síðustu
sex mánuðina: talið í Lydiu
þetta kvöld, morðið á Don, hand-
tö'ku Julians, og þetta einkenni-
lega stefnumót þeirra Maud og
Lydiu kvöldið, sem Maud var
myrt: Lydda sagði eitthvað óljóst:
— Hún ætlaði eitthvað að fara
tala um Audrey. Hvers vegna
Audrey? Hvað kom Audrey öll-
um þessum dularfullu viðburð-
um við?
Það var þá, sem mér fannst ég
heyra í lyftunni. Lyftugangur-
inn var skammt frá herberginu
73
mínu, og mér fannst lyftan vera
í gangi. Það heyrðist nú aldrei
mikið í henni og þegar allt var
í fuUum gangi á daginn, var hún
alveg hljóðlaus. En ég var ótróleg,
svo að ég fór fram í ganginn. O’
Brian sat á tröppunum, eins og
Bessie hafði heimtað, með leif-
arnar af kvöldmatnum sínum við
hlið sér, og skammibyssuna í
hendinni.
— Mér fannst ég heyra í lyft-
unni, sagði ég.
Hann glotti: — Ert þú nú líka
farin að sleppa þér? — J’á, það er
hálfdraugalegt í nótt, finnst þér
ekki? Það er heppilegt, að ég
NÝ VERÐLÆKKUN
á eldhúsinnréttingum
P’j'rir aðeins kr. 68.500 getið þér fengið staðlaða eldhúsinnréttingu
með öllum tækjum. Innréttingarnar henta fyrir allar 2ja—4ra her-
bergja nýjar íbúðir og flestar eldri.
Innifalið 1 þessu verði er:
★ Eldhúsinnrétting öll klædd vönduðu plasti. Vinnupláss tæpir 4
metrar. Hillulengd í skápum um 11 metrar, eldhúsvaskur
ísskápur nægjanlega stór fyrir 5 manna fjölskyldu í kaupstað.
★ Uppþvottavél (Sink a matic).Þvær upp fyrir 5 manns og enn-
fremur má þvo í vélinni minniháttar tauþvotta. Nýtt einkaleyfi.
★ Eldavélarsamstæða. 3 hellur til eldunar. Tveir ofnar, grillofn og
bökunar/steikarofn. Pottageymsla. Timer og nýtízku stjórnbúnaður.
★ Lofthreinsari (gufugleypir), sem bæði má nota við loftkanal og
eins án loftúttaks. Ný gerð af loftblásara heldur eldhúsinu reyk-
lausu og lofthreinu. Vinnuljós yfir eldahellur.
Allt þetta fáið þér fyrir aðeins kr. 68.500. Sölusk. innif. í verðinu.
Innréttingarnar passa í flest hús, ný og gömul, en ef stöðluð innrétt-
ing hentar ekki í eldhúsið hjá yður, þá gerum við yður tilboð í þess-
um verðflokki. Höfum einnig staðlaða fataskápa. Getum afgreitt af
lager. Það kostar ekki peninga að fá tilboð. Hagkvæmir greiðslu-
skilmálar.
ODDUR hf. Kirkjuhvoli Reykjavík
Sími 21718. Kvöldsími 42137.
shuli ekki vera með neinar taug-
ar.
Ég lét segjast og fór aftur í
rúmið. En mér varð ekki syefn-
sam-t. Ég var varla lögzt út af
þegar ég heyrði enn hljóð oig nú
var það beint uppi yfir mér. Mér
stóð ek'ki á sama um þetta. Her-
bergi þjónustufólksins voru flest
uppi í austuráimunni, en uppi
yfir mínu herbergi, vissi ég, að
var ekkd annað en geyimsla þar
sem geymd voru ferðakofort og
þessháttar, og ýmislegur ferða-
út'búnaður. Og sjálft hljóðið var
lika einkennilegt. Það var rétt
og verið væri að draga ferða-
kofort varlega eftir góifinu. Ég
hlustaði nokkra stund. Hljóðið
heyrðisit, þagnaði og heyrðist aft-
ur, en loks var ekki um að vill-
ast, svö að ég kallaði á O’Brian.
Hann var hvergi sýnilegur. En
þegar ég æpti í annað sinn, kom
hann samt fram í ganginum
niðri og honum var sýnilega
skemmt.
— Ertu nú búin að fá þetta
aftur? sagði hann.
— Láttu ekki eins og vitleys-
ingur, sagði ég óihemjuiLega. —
Það er einhver í geymsl'unnd
uppi, og ég heyri það greinilega.
Honum var enn skemmt. —
Kannski eitthvað af mannskapn-
urn sé að taka samian föggur sín
ar til að fara? sagði hann. — Og
ég er ekki viss um, að ég lái þeim
það.
En þá heyrði ég annað hljóð.
Það var lyftan á niðurleið. Ég
æpti til O’Brian og hljóp niður á
neðri hæðina, en lyftan stanzaði
ekki þar. Hún hélt áfram niður í
kjallara. Ljósið í henni logaði
ekki, og mér fannsit þessi þögla
ferð hennar óhugnanleg. O’Bri-
an, sem var rétt á hælum mdnum,
var agndofa af undrun.
— Hver skrattinn! Hún er í
gangi! sagði hann.
Ég var nú komin yfir alla
hræðislu þegar hér var komið.
Ég opnaði dyrnar niður í vín-
kjallarann og þaut niður stig-
ann. En ég kom aðeins of seint.
Þarna var enginn sála.
En einihver hafði verið þar,
engu að síður, Hurðin út úr kjall
aranum, sem hafði verið lokuð,
læst og mieð keðju, stóð nú upp
á gátt O’Brian þaut ú;t og þegar
hann heyrði í bíl, sam lagði af
stað niður brautina, þá skaut
hann í áttina að honum. En bíll-
inn slapp burt, og sást ekki ann-
að af honum en rauða afturljós-
ið. Hann kom aftur, kindarlegur
á svipinn. — Helvízkur náunginn,
hann hefur þá verið hér inni all-
an tímann, sagði hann.
Hann taldi, og líklega með
réttu, að keðjan hefði verið tek-
in af kjallaradyrunum, annað
hvont viljandi eða óviljandi, og
að komumaður hefði verið inni í
húsinu, þegar við vorum að leita.
Ef til vill ’hefði hann falið sig í
lyftunni.
Þegar ég loksins fór upp, eftir
að hafa læst vandlega kjallara-
dyrunum, fann ég Bessie í for-
stofunni. Hún var náföl og studdi
sig við handriðið. Það var rétt, að
hún mátti mæla.
— Hvaða skot voru þetta?
sagði hún.
Hún var nú ekki í þannig
ástandi, að það væri vert að
segja henni satt frá. Ég sagði, að
O’Brian hefði þótzt sj'á einhvern
innbrotsþjóf á ferli, og lét það
goitt heita. Hún fór svo aftur í
rúmið og læsti að sér að venju,
en ég held ekki hún hafi trúað
miér. Hún leit fast á mig áður en
hún læsti að sér.
í geymslunni var ekkert að sjá
eða finna, þar var allt fullt af
Stór skóútsala
20—50% afsláttur
Kvenskór, verð frá 198.—, margar gerðir.
Kvenkuldaskór, verð frá 250.—, margar góðar
gerðir.
Kveninniskór, verð frá kr. 150.—
Karlmannaskór. verð frá kr. 250.—
Karlmanna kuldaskór, lítil númer.
Drengjaskór, verð frá kr. 198.—
Barnaskór, verð frá kr. 198.—
Kvenbomsur, verð frá kr. 50.—
Drengjabomsur, verð frá kr. 150.—
Einnig mikið úrval af sýnishornum og stökum
pörum.
Skópússningarvélar (vandaðar), góðar fyrir heim-
ilin, verð áður kr. 2.340.—, nú kr. 1.475.—
SKÖVERZLVN
VetuJis /Indficssfrtcvi
Laugavegi 17 — Framnesvegi 2 —
Laugavegi 96 (við hliðina á Stjörnubíó).