Morgunblaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1968 17 - MINNING Framíh. aif bls, 12 Fáein kveðjuorð. Mcrk sæmdarkona er til mold- ar gengin. Hún er horfin okkur, frú Halldóra — Meistarafrú, eins og hún var jafnan kölluð í okkar hópi fyrir norðan í M.A., er við dvöldum þar á glöðum æskudög- um við leik og starf, og það var, í stuttu máli sagt, — himn- eskt að lifa. En mannlífið er misveðrótt, og í dag hvílir dimmur skuggi sorg- ar og söknuðar yfir hinum svip- fríða gamla skóla á Brekkunni, er tveir af hans hollustu að- standendum eru, svo til samdæg- urs hrifnir yfir hin miklu landa- mæri lífs og dauða: ekkja Sig- urðar skólameistara, aldin að ár- um og eftirmaður hans, valmenn- ið Þórarinn Björnsson, langt fyr ir aldur fram. Ég veit, að margir góðir menn verða til að minnast Halldóru Ólafsdóttur látinnar og rekja lífs feril hinnar greindu ágætis- konu. Þessi fáu orð mín eiga aðeins að flytja henni hinztu kveðju og einlæga þökk mína, systkina minna og fjölskyldu fyrir trausta og hlýja vináttu fyrr og síðar. — Mín fyrstu kynni af frú Halldóru, er ég kom sem unglingur í Menntaskól ann á Akureyri voru, býst ég við, svipuð og- hins fjölmarga æskufólks úr öllum byggðum fs- lands, sem þangað sóttu menntun og þroska, meðan hennar naut þar við. Mörgum þótti við fyrstu sýn stafa af henni nokkrum gusti, jafnvel kulda, er hún gekk hnar reist um ganga gömlu heimavist- arinnar í umsvifamiklu hús- móðurstarfi á hinu stóra skóla- hermili. Þó var það engan ve,g- inn svo, að Meistarafrú gerði sér títt um vistarbúa eða vildi á nokkurn hátt hnýsast í hagj þeirra. Ekkert hefði verið henni fjær skapi. Hún gaf sitt góða fordæmi af hógværð og háttvísi hinnar menntuðu konu, og unga fólkið, sambýlingar skólameistara fjölskyldunnar, vissi vel, að það átti hauk í horni þar sem hún var. Áhrifin frá persónu hennar, í senn sterkri og mildri, lágu í loftinu og áttu sinn ríka þátt í að skapa þann heilbrigða menn- ingaranda, sem löngum hefir ríkt innan veggja Menntaskólans á Akureyri. Hún rækti þar veg- legt hlutverk, að allra dómi, með reisn og sóma. Af hávöxnum höfðingjameiði — hún hófst upp sem ristigin björk — kvað Sigurður skóla- meistari fyrir minni hennar, og víst var hún falleg og höfð- ingleg ásýndum og í framgöngu allri, húsfreyjan í M.A., þegar hún á hátíðum og tyllidögum skólans skartaði á sínum is- lenzka búningi, sem hún bar með sérstakri prýði, svo unun var á að horfa. — Þannig munum við frú Halldóru, er ríki hennar fyrir norðan stóð með mestum blóma. En við munum hana líka, og sú mynid Ihennar er okkur ekki síður hugþekk, vinnu- klædda í garðinum sínum, þegar vorið var komið í Eyjafjörðinn, og hún hlúði að blómum og gróðri í náinni snertingu við vaknandi jörð. Þarna — mitt í ilmandi krafti vorgróandans, var frú Halldóra ekki síður í ess- inu sínu en við eril og umsvif innanhúss. Mörgum lofsamlegum orðum hefir fyrr og síðar verið farið um Sigurð skólameistara sem mikilhæfan og svipríkan skóla- mann — víst að verðleikum. Ég hygg, að enginn fremur en ein- mitt hann sjálfur hafi metið sem vert var, hvern þátt kona hans, stoð hans og stytta, átti í hinu merkilega uppeldis — og menn- ingarstarfi, sem hann helgaði líf sitt og krafta í þágu. ungrar, sí- vaxandi skólastofnunar. Mennta- skólinn á Akureyri mun lengi búa að því uppbyggingarstarfi. Skapgerð þeirra hjóna mun þó hafa verið ólík um margt, en eitt var þeim áreiðanlega sameigin- legt: hve frábitin þau voru hvers konar linku og flysj.ungshætti, Eða voru það ekki einmitt þessir brestir í fari nemenda, sem skóla meistari byrsti sig hvað oftast yfir á Sal, barði þéttingsfast í pontuna, ærið þungur undir brún? Það var ekki sízt á slíkum stundum, er á móti blés í skólastarfinu og meist- ara svaLl móður, að greind og mannkostir frú Halldóru, drengLund, kjarkur og næm- ur skilningur orkuðu Iheilla- vænlega á skapríkan bónda hennar — lægði öldurnar, bar klæði á vopnin til sátta og j'ákvæðra málalykta. Ég átti því láni að fagna, að leiðir mínar og frú Hall- dióru lágu saman á ný hér syðra í gegnum frændsemi og vináttu við tengdamóður mína og hennar fjölskyldu. Það var mér jafnan tilhlökkunarefni að hitta hana í hópi góðra vina. Hún var til hins síðasta iafn hress i anda, áhugasöm um menn og málefni og blessunarlega laus við allt fjas og fordóma. Nú er þessi tápmikla höfðings- kona, hetja til hinztu stundar, fallin í valin að loknu löngu og merkilegu dagsverki. Við minnumst hennar með virð ingu og hlýrri þökk. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur. FRU Halldóra Ólafsdóttir frá Kálfholti er til moldar borin í dag. Hún lézt í Landsspítalan- um 27. janúar, 75 ára að aldri, eftir áralanga vanheilsu og þunga banalegu. Okkur, sem nám stunduðum við Menntaskólann á Akureyri, meðan Sigurður Guðmundsson skólameistari réð þar ríkjum, er og ver’ður frú Halldóra minnis- stæður persónuleiki. Það urðu örlög mín að kenna við Mennta- skólann á Akureyri um alllangt skeið. Þetta kennslustarf mi'tt nyrðra varð til þess, að ég kynntist þeim hjónum, frú Hall- dóru og Sigurði skólameistara enn betur. Ég get raunar með sanni sagt, að ég og konan mín urðum heimagangar á skóla- meistaraheimilinu. Eiginmaður frú Halldóru, Sig- urður skólameistari, var einhver sérkennilegasti persónuleiki sinn ar tíðar á íslandi. Hann' er — a’ð ég held sá maður, sem ég hefði sízt viljað missa af að eiga að vini. Hann var fjölles- inn og fjölmenntaður, fágætur mannþekkjari, sterk persóna, reiðubúinn að standa eða falla með ákvörðunum sínum, ráðrík- ur maður, sem þó kunni að sjá í gegnum fingur, ef því var að skipta. Jafnframt þessu var hann mildur og hjartahlýr, raunbetri en flestir eða allir, sem ég hefi kynnzt. En því minn ist ég vinar míns Sigurðar skólameistara, a’ð frú Halldóru verður ekki réttilega lýst, nema hans sé að nokkru getið. Hann var önnur aðalpersónan í þeirri íslendingasögu, sem ævi þeirra varð. Mörgum konum — ég hygg flestum konum — hefði reynzt það ofviða að eiga að eigin- manni jafnsterkan og ef því var að skipta jafnósveigjanlegan per sónuleika og Sigurð skólameist- ara. Mér er nær að halda, að margar hefðu hreinlega gefizt upp — orðfð bergmál af honum. En það er einn af ævisigrum frú Halldóru, að hún varð það aldrei. Hún hélt persónuleika sínum óskertum, hafði sínar eig- in skoðanir, tók oft aðra af- stöðu en maður hennar, var fullkomlega sjálfstæð og óháð kona. Þetta kunni maður henn- ar vel að meta. Sjálfstæði frú Halldóru stafaði um fram allt áf andlegum styrkleik hennar og viljaþreki. Hitt er rétt, áð ekki liggi í láginni, að hún stóð sem klettur með manni sínum, þegar á bjátaði, og hefði vafa- laust gengið með honum í eld- inn sem Bergþóra forðum. Lífið sjálft semur að jafnaði beztu skáldverkin. Ég efa, að samleikur tveggja persóna hafi nokkru sinni notið sín betur en líf þeirra frú Halldóru og Sig- urðar skólameistara gerði á leik sviði lífsins. Þessi samleikur var samband tveggja mjög ó- líkra persónuleika, sem brug’ð- ust við misjöfnum örlögum í blíðu og stríðu. Hann var síður en svo stríð þeirra á milli. Hann var sameiginleg og samstæð bar- átta í erfiðu og vandasömu ævi- starfi. En engu síður nutu þau gleði og unaðar góðra samveru- stunda í hópi fjölskyldu og tryggs vinahóps. Heimili þeirra frú Halldóru og Sigurðar skólameistara á Akureyri var eins konar sendi- herraheimili í beztu merkingu þess orðs. Flestir menntamenn, sem til staðarins komu, lögðu leið sína til þeirra. Þar nutu þeir sérstæ’ðrar gestrisni. Gest- irnir nutu ekki aðeins góðs beina, heldur einnig andlegrar hressingar. Raunsæi húsfreyj- unnar og hugmyndaauðgi hús- bóndans gerðu þessar gestkom- ur ógleymanlega atburði — hnyttin tilsvör, andríki og blá- kaldar staðreyndir einkenndu þessar heimsóknir. Á matgerð- arlist húsfreyjunnar er sennilega óþarft að minnast — hana þekkja margir — en hlutur hennar í þessum gestkomum var miklu stærri. Hún kunni að láta gestum sínum líða vel, sá til þess, að allir fóru glaðir frá garði. Slíkar ánægjustundir geta ekki átt sér stað, nema sam- leikur húsfreyju og húsráðanda sé með meiri ágætum en yfir- leitt tfðkast. Ég hefi aldrei ann- ars staðar kynnzt skemmtilegri mannfagnaði. Frú Halldóra var glæsileg kona, höfðingleg í fasi og hát't- um, sem hún átti ætt til. Sumir ókunnugir áttu erfitt með að átta sig á viðmóti hennar. Hún var formfastari en ungir skóla- piltar áttu að venjast. Formfest- an hefir vafalaust bæði verið runnin frá eðli og uppeldi. En innsta eðli hennar var ljúf- mennska og manngæzka. Hún hjálpaði ávallt þeim, sem minni máttar voru, og hugsaði minna um eigin heilsu en æskilegt hefði verið. Frú Halldóra var lausari við hégóma og sýndarmennsku en flestir, sem i ég hefi kynnzt. Hún lét óspart í ljós andú’ð sína á öllu slíku og var þá ekki frem- ur en endranær ómyrk í máli. Hún mat menn og málefni eftir gildi, en ekki borgaralegum hleypidómum. Hún vissi — eins og predikarinn — að allt er hé- gómi og eftirsókn eftir vindi. Aðalvettvangur frú Halldóru var heimilið. Hún lét félagsmál lítt til sín taka, þótt hún vitan- lega fylgdist með þeim og mót- aði sér skoðanir um þau. En barnmargt, gestkvæmt heimili í fjölmennum heimavistarskóla var nægilegt ■— og raunar meira en nægilegt starfssvið fyr- ir hana. Undrið, sem gerðist við Menntaskólann á Akureyri, var í stuttu máli, að heimavistin varð í rauninni hluti af heimili þeirra frú Halldóru og Sigurðar skólameistara. Að minni hyggju er þetta mjög fágætt. Þjóðfélag- ið getur enga kröfu til þess gert, áð húsfreyja fórni sér á þennan hátt í þágu starfs manns síns. Allt um það gerði frú Halldóra þetta, og fyrir það getum við gamlir nemendur við Mennta- skólann á Akureyri aldrei full- þakkað. Heimavistin á Akur- eyri varð af þessum sökum eng- in vélræn stofnun. Hún varð staður, þar sem við nemendurn- ir fundum, að við áttum heima og þótti vænt um að eiga heima. Þáttur frú Halldóru í þessu and- rúmslofti var ómetanlegur. Sigurður skólameistari lét af embætti árið 1948. Settust þau hjón þá að í Reykjavík, en Sig- ui'ði varð ekki langra lífdaga auðið eftir það. Hann andaðist 10. nóv. 1949. Frú Halldóra bar harm sinn vel sem önnur áföll, er hún varð fyrir í lífinu. Hún hélt uppi reisn og rausn á heim- ili sínu við Barmahlíð, þótt hún gengi oft ekki heil til skógar. Frú Halldóra bar höfuðið hátt til hinztu stundar. Við hjónin hittum hana í sjúkrahúsinu rúmri viku áður en hún lézt. Okkur var það sérstakt gleði- efni, að einkadóttir þeirra hjóna, frú Þórunn Tunnard, sat þá við sjúkrabeð mó’ður sinnar. Efa ég ekki, að návist Þórunnar hefir létt frú Halldóru dauðastríðið. Frú Halldóra vissi áreiðanlega, að hverju fór. En hún var and- lega óbuguð. Hún bognaði aldrei. Hún brast. Við fráfall frú Halldóru færi ég börnum hennar og venzla- fólki fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar hlýjar samúðar- kveðjur. Við fráfall hennar er horfin af sjónarsviðinu persóna, sem í kyrrþey vann íslenzkri menntaæsku meira en menn vita. Halldór Halldórsson. Elskulega Halldóra: þá þú ert kvödd í hinsta sinni á þessum vetrardegi vakna margar minn- ingar. Þú stendur svo lifandi fyrir hugskotssjónum mínum þessa daga eins og þú varst, er þig bar að landi norður á Akur- eyri fyrir rösklega 46 árum síð- an. Ung varstu þá og glæsileg, er ég fylgdi ykkur hjónum og þrem ungum börnum ykkar upp á brekkuna, í nýju heimkynnin í blessuðum skólanum okkar. Haustið 1921 verður 'mér, fyrir margra hLuta sakir, ógleymanlegt mikil breyting hafði orðið á hög- um mínum. Pabbi dáinn og við mamma vorum nýlega búnar að flytja burtu frá gamla heimilinu okkar í skólanum þar sem æska mín hafði liðið, sem inndælt vor. Ovissar horfur voru um atvinnu og afkomu alla, svo daprir voru þessir haustdagar. — En eftir komu ykkar til Akur- eyrar fór að rofa til og þar áttir þú stóran hlut að máli. — Sig- urður maður þinn, sem tók við embætti föður míns, bauð mér kennslu við skólann og þáði ég það með þökkum, en þó með hlálfum huga. — En þú hvattir mig, og taldir svo ótal sinnum í mig kjark, er ég fann van- mátt minn og fannst, sem öll sund væri að lolkast. Ekki leið á löngu þar til innileg vin- átta tókst með okkur og aldrei hefur fallið skuggi á hana og hefur hún enzt þar til vegir skildu að öllu nú fyrir nokkrum dögum. — Ég fann fljótt eftir að við fórum að kynnast hvað þú varst djörf, hispurslaus og rík af heil- brigðri skynsemi, að fáa eða enga hef ég þekkt þér líka. Sá auður hefur orðið mörgum að liði og naut ég hans oft bæði fyrr og síðar. — Það kom brátt í ljós, eftir að þú komst norður, að þú varst mikil húsmóðir, sem ekki lét sér einungis annt um eigið heimili heldur allt skóilaheimilið. Hús- móðir, sem hafði Ihjartað á réttum stað. Til þín voru sótt ráð, ef í harð’bakka sló og ætíð varstu reiðubúin að gneiða úr flækjunum, eftir beztu getu og taldir ekki eftir ómök né andvökunætur.— Eftir að ég fór frá Akureyri fækkaði samfundum, en aldrei vissi ég til að þú riðir hjá garði mínum, er þú fórst um Húna- þing, heldur tókstu á þig krók til að heimsækja mig og urðu þá fagnaðarfundir. Ávalt, er ég kom til Akureyrar, og þú varst þar, naut ég gestrisni þinnar, og eitt sinn var kvennfélag sveit- ar minnar á skemmtiferð þar í vonzku veðri, skaustu þá skjóls- húsi yfir konurnar, sem hvergi áttu athvarf í bænum. Var það bæði mér og konunum sem nutu gestrisni þinnar ógleymanlegt. —■ Margar gleðistundir áttum við heima í skóla sem of langt yrði upp að telja, en ég geymi i minningunni. Þú hafðir svo gott lag á að gleðja vini þína og varst fljót að snúa uþp í veizLu- stúf, þegar minnst vonum varði. Þér tókst það hvar sem þú varst, meira að segja í Litlu—Gröf, etfir að þið fluttuð suður gat oft verið glatt á hjalla og gest- um veittur bezti beini. — 1 Barmahlíð 4)9 hélzt þú reisn þinni og risnu meðan kraftar entust. — Seinast heimsóttir þú mig nokkrum dögum áður en þú fórst á sjúkrahúsið, þá orðin mikið veik. Ég gerði mér hreint ekki grein fyrir því, hve alvar- leg veikindi þín voru, því þú æðraðist ekki. En þú hafðir fylgzt með erfiðdeikum, sem steðj uðu að mér, eftir að ég kom í bæinn og vildir sjá með eigin augum hvering ástatt var og gleðja okkur með heimsókn þinni. Skömmu seinna varstu komin á sjúkrahús þar sem þú háðir þitt síðasta stríð. Allt mót- læti og veikindi barst þú sem hetja. — Sennilega er fátt betra en eiga trausta og góða vini, sem aldrei bregðast á hverju sem gengur. — Enn þá meiri gæfa er það þó að bragðast eigi skyldunni við starfið, vandamenn né vini. — Þá gæfu hefur þú hlotið — þann sigur hefur þú unnið. — Hrygg í huga kveð ég þig góða vin- kona með hjartans þökk fyrir vináttu þína og tryggð við mig og mitt fólk. — Þér og þínum bið ég allrar blessunar. H.Á.S. HALLDÓRA Ólafsdóttir skóla- meistarafrú verður til grafar borin í dag. Mun hann verða mörgum alvörudagur og þeim mestur, er þekktu hana bezt. Má ég því ekki með öllu þegja, held ur senda henni nú að leiðarlok- um nokkur kveðjuorð. Vil ég þá í upphafi gera nokkra grein fyr- ir ætt hennar og uppruna. Frú Halldóra var fædd 7. apríl 1892 að Kálfholti í Rangárvalla- Sýslu. Foreldrar hennar voru séra Ólafur Finnsson, sem hél't þann stað frá 1890 til dánardæg- urs. Kona séra Ólafs og móðir frú Halldóru var Þórunn, f. 1863, dáin 1917 Ólafsdótlir frá Mýrar- húsum á Seltjarnarnesi, Guð- mundssonar. Kona Ólafs í Mýrar húsum og móðir Þórunnar var Karitas Runólfsdóttir frá Saur- bæ, systir Guðrúnar konu séra Ma'tth. Jochumssonar. Bróðir þeirra systra var Þórður bóndi í Móum, fa'ðir doktor Björns Þórðarsonar lögmanns. Ólafur í Mýrarhúsum var atorkumaður mikill og sægarpur. Voru for- eldrar hans Guðmundur Pálsson bóndi þar og kona hans Þórunn Ólafsdóttir. Séra Ólafur í Kálfholti fædd- ist 16. nóvember 1856, dáinn 6. nóvember 1920, var sonur Finns bónda á Meðalfelli, Ein- arssonar prests Pálssonar. Var Páll prestur á Þingvöllum, al- bróðir séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá. En móðir séra Ólafs og kona Finns var Kristin, f. 1828, dáin 1914, dóttir séra Stgfáns á Reynivöllum, Stefánssonar amt- manns á Hvítárvöllum Ólafsson- ar. Kona séra Stefáns á Reyni- völlum var Guðrún dóttir séra Þorvalds Böðvarssonar sálma- skálds í Hol'ti. Kona séra Einars Pálssonar var Ragnhildur Magn- úsdóttir lögmanns að Meðalfelli. Magnús lögmaður var bróðir Eggerts Ólafssonar frá Svefn- eyjum. Móðir Ragnhildar var Ragnheiður í Meðalfelli, dóttir Finns biskups Jónssonar í Skál- holti. Þarf hér ekki lengra ætt fram að rekja. Hér er áð vísu stór frændgarður og merkur, svo að lítt er tæmandi. ef halda skal öllu til haga. Þó má geta þess, að séra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað var sonarsonur séra Einars Pálssonar, þess er að ofan var getið. Voru þeir ná- grannaprestarnir, séra Ólafur í Kálfholti og séra Eggert bræðra- synir. í þessu frændliði má og nefna afkomendur séra Stein- dórs í Hruna. Ung að árum fór Halldóra Ól- afsdóttir til Danmerkur, stund- aði þar nám í húsmæðraskóla og lauk þar prófi 1912. Á árunum 1912—1914 var hún kennari á Eyrarbakka og kennari við Mál- leysingjaskólann í Reykjavík 1915—1916. Má glöggt skilja, að henni hefur í því starfi hlotnazt gott vegnesti: glöggur mann- skilningur, sem jafnan er nauð- synlegur til hollra áhrifa á unga menn og ungar konur. 1915 giftist hún Sigur’ði Guð- mundssyni mag. art. í norrænum fræðum, sem þá var kennari við Menntaskólann og Kennaraskól- ann í Reykjavík. Lá leið þeirra skömmu síðar til Akureyrar, þar sem þau gerðu garðinn frægan, hann sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri, af- burðagóður skólamaður og á- hrifamikill vegna mælskugáfu og sérstæðrar ritsnilldar, en hún sem frábær húsfreyja á stóru heimili. Sigurður lét af störfum síðla árs 1947 og fluttust þau hjón árið eftir til Reykjavíkur. Þar lézt Sigurður skyndilega 10. Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.