Morgunblaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 4 Mesta leiftursókn Viet Cong í Vietnam — Barizf frá IVfekong til Hue — Herlög gengin í gildi í Suður Vietnam — Viet Cong i sókn — I\l-Vie(namar hafa safnað 50.OOO manna herliði sunnan hlutlausa belfisins Saigon, Washington, 31. jan. — (AP-NTB) SKÆRULIÐAR Viet Cong og herflokkar N-Vietnamstjórn- ar hafa umkringt konungsborgina Hue. að sögn talsmanns Bandaríkjahers í Saigon í dag. Barizt hefur verið á götum Hue í dag, og samkvæmt síðustu fregnum hafa skærulið- arnir töglin og hagldirnar í þeim bardögum. Fréttastofa N-Vietnam segir hersveitir Viet Cong hafa náð Hue á sitt vald. og einnig héraðsborginni Quang Tri skammt sunnan hlutlausa beltisins. Fréttastofan sagði, að Viet Cong hefði gert miklar árásir á borgina Zam Ky suður af Danang, og væri borgin nú í þeirri höndum. Þá hafa skæruliðarnir og hermenn N-Vietnam gert stórfelldar fallbyssuárásir á hafnarborgina Qui Nohn, 275 km norðaustur af Saigon og sprengt í loft upp skotfærageymslur Bandaríkjamanna. I annarri meiriháttar hafnarborg í S-Vietnam, Nha Trang, 322 km norðaustur af Saigon, gerðu Viet Cong skæruliðar geysiharðar árársir á 3 bækistöðvar Bandaríkjamanna, að sögn fyrrnefndrar fréttastofu. Talsmenn Bandaríkjahers hafa ekki borið neina þessara fregna til baka. Ilerflokkar Bandarikjamanna voru fluttir í þyrlum til sendir áðsins, er Viet Cong gerðu árás á það, og lentu þyriurnar á þaki sendiráðsins. Mynd þessi var tekin af fyrstu þyrlun- um, sem komu á bardagasvæð ið. — (AP-mynd). • Hér er um að ræða mestu leiftursókn, sem Þjóðfrelsisfylk- ingin, sem nefnir sig svo, og her- menn Hanoi-stjórnarinnar hafa gert í allri sögu Vietnam-styrj- aldarinnar. • Nguyen Van Thieu, forseti S-Vietnam, hefur lýst því yfir, að herlög séu gengin í gildi í S-Vietnam. Hefur forsetinn bann að fundarhöld, utan húss og inn- an. og skemmtanir. Óstaðfestar fregnir herma, að komið hafi til tals með banda- rískum ráðamönnum í Saigon, að flytja íbúana í burtu úr nokkr- um hverfum borgarinnar til að hægara verði um vik að ráða niðurlögum skæruliðanna, sem þar leynast. Bandaríkjamönnum „refsað" Fréttastofa N-Vietnam, sem áður var vitnað til, sagði í dag. að skænuliðum Viet Cong hefði verið fyrirskipað, að refsa óvægi lega bandarískum hermönnu.m og „svikurum" í valdastólum í Saigon. Sagði fréttastofan, að miðstjórn Þjóðfrelsishreyfingar- innar hefði gefið út þessa til- skipun. í framhaldi af þessu gerðu sjátlfsmorðssveitir Viet Conig leift urárás á bandaríska sendiráðið í Saigon með véibyssum, skrið- dreka’byssum og handsprenigjum, réðust gegn forsetahöllinm, frömdu mikil skemimdiarverk á útvarpsstöðinni og sprengdu í loft upp nokkrar lögreglustöðvar í þonpum skammt norður af Sai- gon. Þeir gerðu einnig stórfelld- ar sprengjiuvörpuárásir á Tan Son Nhut fluig'völlinn norður af Saigon, er hann mun hinn fjöl- farnasti í heimi um þessar mund- ir. Borgarar, sem bjuggu í nánd við flugvöninn hafa skýrt frá því. að skæruliðarnir hafi skipað þeim að verða á brott vegna þess, að þeir ætluðu að gereyði- leggja flugvöllinn. Miklar skemmdir urðu á honum og herma óstaðfestar fregnir, að honum hafi verið lokað fyrir um ferð i bili. Alls gerðu Viet Cong skæru.liðar heiftarlegar sprengju árásir frá jörðu á níu stórflug- velli Bandaríkjamanna víðsveg- a um S-Vietnam í gær og í dag. Niu stærri bongir í landinu og allmargar smærri hafa iegið und ir stöðugium árásum skærulið- anna og N-Vietnam-hermanna í tvo sólarhTÍnga. í kvöld kcm til nýrra átaka milli 20 skæruliða og ihermanna S-Vietnam í hálfbyiggðu hóteli í grennd við forsetahöUina í Sai- gon. Sjónarvottar skýra frá því, að skæruliðarnir hafi komið ak- andi í bifreiðum með ’hátalara og kallað í þá: „Opnið hliðin. Þetta er Þjóðfralsishreyfingin“. Árás- inni á forsetahöUina var hrundið viðstöðulítið. Sá atburður, sem einna mesta athygli hefur vakið, er árás sjálfsmorðssveitanna á banda- ríska sendiráðið í Saigon aðfara- nótt miðvikudags. Nítján skæru- liðum tókst að komast alla leið að bygginigunni cg inn í kjallara hennar og neðstu hæðir. Skutu þeir fyrst af skriðdrekabyssum á dyr sendiráðsins og veggi og ollu mikilum skemmdum á bygg- iragunni, sem er átta hæðir. Sjó- liðar og lögregla úr bandaríska hernum 'komu á staðinn í þyrlum og lentu á þaki byiggingarinnar og börðust að sögn þeirra sj’álfra á göngum þriggja neðstu ‘hæð- anna unz þeir höfðu yfirbugað skæruliðanna. Yfirmaður herafla B'andaríkjanna í S-Vietnam, « Framh. á bls. 27 Baunsgaard í forsæti 3. flokka stjórnar — Samkomulag um stjórnarmyndun Særð kona með börn sín leitar skjóls undir húsvegg í Saigon, er skæruliðar Viet Cong fara með eyðileggingu og morðum um götur borgarinnar. (AP- mynd). Kaupmannahöfn, 31. jan úar. NTB. BORGARAFLOKKARNIR í Danmörku, Vinstriflokkur- inn, Róttæki Vinstri flokkur- inn og íhaldsflokkurinn, hafa náð samkomulagi um myndun samsteypustjórnar, sagði Hilmar Baunsgaard úr Róttæka flokknum í kvöld. Friðrik konungur hefur fal- ið honum að kanna mögu- leika á stjórnarmyndun. Baunsgaard skýrði frá siam komulaginu að loknum síð- ustu fundum sánum með helztu leiðtogum hinna þriggja flokka. Kl. 11 á morgun gengur Baunsgaard á fund konungs og skýrir honum frá árangri viðræðnanna. Síðan munu fulltrúar hinna þriggja flokka ganga frá ráðherralistanum og á föstudaginn er talið lík- legt að Baunsgaard ljúki end anlegla við stjórnarmyndun- ina. Eftirfarandi fréttaskeyti barst Mbl. í gærkvöldi frá fréttaritara blaðsins í Kaup- mannaliöfn, Gunnar Ryt- gaard: Fullvíst þykir nú, að þrjú ráðherrasæti í hinni nýju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.