Morgunblaðið - 04.02.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1968
7
Söguleg ferð til Reykjavíkur
ÞAÐ var á laugardaginn þ. 5.
janiier 1918, sem við Þorgils
Guðmundsson, bróðir minn,
lögðum af stað frá Valdastöðum
í Kjós, suður til Reykjavíkur.
Lögðum við á stað að heiman
kl. 3 e.h. og var ætlunin að
gista í Lykkju næstu nótt, og
halda þaðan sjóleiðis til Reykja
víkur með vélbát, sem fór dag-
lega á milli Kjalarness og
Reykjavíkur.
Vorum við með einn hest, sem
eitthvert dót var á. Þá bjuggu
í Lykkju systkinin Magnús
Magnússon og Málhildur systir
hans, og búa þau þar enn. Var
þetta ekki í fyrsta skipið, sem
tekið var á móti okkur í Lykkju
af mikilli vinsemd. Vel má vera,
að foreldrar þeirra hafi þá búið
i Lykkju. Ég man það ekki með
vissu.
Þegar við lögðum á stað að
heiman, var einstaklega gott
veður. Hægur norðaustan kaldi,
og mjög vægt frost. Vorum við
ekki undir það búnir, að mæta
miklum kulda, eins og síðar
kom í Ijós, í þessari ferð, hvað
klæðnað okkar snerti. Eftir svo
sem einn klukkutíma, er við vor
um seztir inn 1 Lykkju, því að
þar höfðum við beiðzt gisting-
ar, brast á hið versta veður af
norðri, með heljar frosti. Eins
og áður segir, var ætlunin, að
fara sjóleiðis með bát daginn
eftir. En áætlunin breyttist nú
heldur, því að við urðum veð-
urtepptir í Lykkju þar til á
mánudag. Var þá komið skap-
legt veður, en yfir 20 stiga frost.
Var þá ekki um annað að gera
en að fara landleiðina, því að
báturinn var frosinn inni og
stóð svo næstu vikurnar. Dag-
inn, sem við vorum veðurtept-
ir í Lykkju, var sveitungi okk-
ar, Dagbjartur Gíslason, stadd-
ur í Reykjavík og fór hann
þann dag inn að Bæ í Kjós laus
gangandi, þegar veðrið stóð sem
hæst. Voru þá flestar ár óbrú-
aðar á þessari leið. Og frostið
þá yfir 20 stig. Þótti þetta vel
gert að sleppa ókalinn Eins
og fyrr segir, urðum við að
fara landleiðina, og til marks
um það, hvað veðurharkan hafði
verið mikil þessa fyrstu daga,
sem veðrið hafði staðið, var
það, að þegar við gengum aust-
ur mýrarnar á Kjarnarnesinu,
sáum við töluvert af dauðum
rjúpum á þeirri leið, sem fall-
ið höfðu í þessum fyrsta veð-
urofsa. Og getur maður hugs-
að sér, hvert afhroð rjúpan hef
ir orðið fyrir, á meðan slikt
kuldakast stóð yfir.
Þegar við höfðum lokið er-
indum okkar í Reykjavík, lögð
um við af stað heim aftur. Var
þá frostið eitthvað yfir 20 stig.
Slóst þá í för með okkur, Ein
ar Ólafsson frá Flekkudal, sem
síðar er þekktur undir nafninu
Einar í Lækj arhvammi. Og var
hann með 1 hest í taumi. Og
allir vorum við gangandi. Þeir
Þorgils og Einar voru á bezta
skeiði ævinnar, en ég þeirra
lang elztur, en þó ekki farinn
að fella mikið af. Við héldum
nú sem leið lá innfyrir Kolla-
fjörð og fram fyrir Esju. Þeg-
ar við vorum komnir á móts við
Saurbæ á Kjalarnesi, var farið
að rökkva. Fór þá veður held-
ur harðnandi. Lagði ég þá til,
að við færum heim að Saurbæ
of fengum þar gistingu. En fé-
---— -V— —
lagar mínir vildu halda ferð-
inni áfram. En það fór samt
þann veg, að þeir féllust á mína
tillögu. Enda kom það í ljós
daginn eftir, að það var bet-
ur farið. Daginn eftir var veð-
-urreyndin hin sama, frostið sízt
minna. Einhverjar umbúðir
fengum við í Saurbæ til þess
að verjast frostinu, en það
dugði ekki til, því að þegar við
vorum komnir upp í svokallað
Tíðaskarð, sem er aðeins nokk-
ur hundruð metra frá bænum,
var okkur farið að kala í and-
liti. Sáum við það hver á öðr-
um, að við vorum orðnir allir
hvttir í framan, en fundum það
ekki þegar við gistum í Saur-
bæ. Bjuggu þar sæmdarhjónin
Vilhelmína Eyjólfsdóttir og Eyj
ólfur Runólfsson. Áttum við þar
ágæta nótt. Eyjólfur var lands-
þekktur fyrir aðstoð sína við
vanheila. Þó sérstaklega þekkt-
ur fyrir að hjálpa konum í
barnsnauð. Margar gest bar þar
að garði, og var þar öllu'm vel
tekið er þangað leituðu, hvort
heldur var á nótt eða degi. Eft-
ir að við urðum þess varir, að
okkur var farið að kala, fórum
við að reyna að nudda okkur
í framan, en þá vildi koma
fleiður, svo að ekki dugði það
til. Við héldum því áfram ferð-
inni inn í dal (Miðdal). Fórum
heim að Tindastöðum, sem er
ynsti bær á Kjalarnesi. Fengum
við þar umbúðir. Þar var þá
mun lygnara en utar á Kjalar-
nesinu. Þá bjuggu á Tindstöðum
hjónin Oddný Árnadóttir, ljós-
móðir frá Móum og Gísli Guð-
mundsson frá Esjubergi. Er
Gísli dáinn fyrir nokkrum ár-
um. En Oddný dvelst hjá Sig-
riði dóttur sinni og manni henn
ar, Snorra Gunnlaugssyni. Búa
þau nú á Esjubergi. Þegar kom
innfyrir Eyrarfjall skildust leið
ir okkar og hélt þá hver heim
til sín.
Til marks um kuldann þessa
fyrstu daga í janúar var það
á 3. degi gengið á ís, frá Fossá
og upp í Þyrilsnes. Hélzt þetta
frost alllengi eins og kunnugt er
og flestir eldri menn muna.
Valdastöðum, 20. janúar 1968.
Steini Guðmundsson.
f dag, 4. febrúar, er 75 ára Guð-
rún Sigurðardóttir frá Lambastöð
um á Seltjarnarnesi, nú til heim-
ilis að Strandgötu 35, Hafnarfirði.
FRÉTTIR
Kvenfélagskonur Garðahreppi
Munið aðalfundinn, þriðjudag-
inn 6. febrúar kl. 8.30.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Hafnarfir’ði heldur aðalfund
sinn, þriðjudaginn 6. febrúar kl.
8.30 í Alþýðuhúsinu.
Kvennadeild Borgfirðingafél.
heldur fund, þriðjudaginn 6.
febrúar í Hagaskóla kl. 8.30. —
Séra Frank M. Halldórsson mæt-
ir á fundinum.
Æskulýðsstarf Neskirkju
Fundur stúlkna og pilta, 13—
17 ára, verður í Félagsheimilinu
mánudaginn 5. febrúar. Opið
hús frá kl. 7.30. Frank M. Hall-
dórsson.
Heimatrúboðið
Almenn samkoma sunnudag-
inn 4. febrúar kl. 8.30. Allir vel-
komnir.
Vottar Jehóva í Reykjavík,
Hafnarfirði og Keflavík
í Reykjavík verður fluttur
fyrirlesturinn: „Sálmarnir —
fagur leiðarvísir fyrir líferni
okkar“. Hann hefst kl. 5 í Fé-
lagsheimili Vals við Flugvallar-
braut.
í Góðtemplarahúsinu í Hafn-
arfirði kl. 3 verður flutt erindi
og sýndar myndir varðandi efn-
ið: „Hversu lítilfjörlegur er mað
urinn í samanburði við Guð“.
Fyrirlesturinn: „Líf okkar er
háð afstöðu okkar til æðstu yfir-
ráða Guðs“, verður fluttur kl. 8
1 Keflavík.
Allir eru velkomnir á sam-
komurnar.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Fundur nk. þriðjudagskvöld kl.
8.30 í Kirkjubæ. Félagsmál, ræða,
frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, kaffi
veitingar.
Kvenfélag Ásprestakalls
heldur aðalfund sinn mánudag-
inn 4. febrúar kl. 8.30 i Safnaðar-
heimilinu, Sólheimum 13. Mynda-
sýning frá Þorskastríðinu. Eiríkur
Kristófersson, skipherra, segir frá.
Kaffidrykkja.
Kvenfélagið Keðjan
Aðalfundur mánudaginn 5. febrú
ar kl. 8.30. — Stjórnin.
Boðun Fagnaðarerindisins
Almenn samkoma að Hörgshlíð
12, Reykjavík, sunnudagskvöldið
kl. 8 síðdegis.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur aðalfund mánudaginn 5.
febrúar kl. 8.30, kirkjukjallaran-
I um. Fjölmennið.
KFUM og K, Hafnarfirði.
Almenn samkoma sunnudags-
! kvöld kl. 8.30. Jóhannes Sigurðs-
son, prentari, talar. Unglingadeild-
in. Fundur mánudagskvöld. Húsið
opnað kl. 7.
Kvenfélag Keflavíkur heldur
sr.íðaanámskeið. Kennt verður
Pfaff snírakerfið. Námskeiðið hefst
um 10. febrúar. Uppl. í símum
1414, 1606 og 1608.
Keflvíkingar. Munið hlutaveltu
kvenfélagsins sunnudaginn 4. febr.
j kl. 3 síðdegis í Tjarnarlundi.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur.
I Afmælisfagnaður verður í Þjóðleik
| húskjallaranum 7. febr. kl. 7,30. —
j Sameiginlegt borðhald. — Góð
j skemmtiatriði. Aðgöngumiðar af-
’ hentir að Hallveigarstöðum föstu-
daginn 2. og mánudaginn 5. febr.
kl. 2—5. — Nánari upplýsingar í
' símum 14740, 12683, 21837. Takið
með ykkur gesti.
Sunnukonur, Hafnarfirði. Munið
fur 'inn í Góðtemplarahúsinu
þriðjudaginn 6. febrúar kl. 8,30.
Venejuleg fundarstörf, kaffi og
bingó. Fjölmennið. — Stjórnin.
Árnesingamótið 1968 verður að
Hótel Borg laugardaginn 10. febr.
og hefst með borðhaldi kl. 19,30.
Minni Árnesþings flytur Helgi
Sæmundsson. — Árnesingakórinn
syngur. — Heiðursgestur mótsins:
Einar Pálsson bankastjóri á Sel-
fossi. Miðar afhentir í suðurdyrum
Hótel Borgar sunnudaginn 4. febr.
milli kl. 3 og 5.
Barnaskemmtun í Austurbœjarbíói
Þau syngja og leika ýmsa hluti við hæfi barna og unglinga.
Alli Rúts, gamanleikarinn víðfrægi, skemmtir börnunum og
Baldur og Konni koma fram. Baldur og Konnj voru hér áður
vinsælir skemmtikraftar, en hafa lengi ekki komið fram. Tæpast
er að efa, að fjölmenni verði á þessari barnaskemmtun, því sann
ast sagna, er ekki um auðugan garð að gresja í höfuðborginni af
skemmtunum við hæfi harna og unglinga
í dag kl. 1,30 eftir hádegi. verður haldin barnaskemmtun í Aust
urbæjarbíói á vegum Péturs Péturssonar.
Fjölbreytt skemmtiefni verður á þessari skemmtun. Meðal
annars kemur þama fram drengjahljómsveitin Stjörnur úr Mos-
' fellssveit, en myndir hér að ofan er einmitt af þessari hljómsveit.
i Þá koma fram Kátir krakkar, sem hafa vakið mikla athygli.
Vil kaupa bíl, Skoda ,árg. ’55—’58. Uppl. í sírna 52308 í dag. Vön vélritunarstúlka óskar eftir vinnu 2—3 daga í viku. Til- boð merkt: „Vön 2988“ sendist Mbl.
Pop-vél óskast til kaups. Uppl. í síma 35558. í óskilum er rauðskjóttur hestur, ómarkaður. Uppl. gefur Guðmundur Sigurðs- son, Möðruvöllum, Kjós. — Sími um Eyrarkot.
\ öitsSmII með krana
óskast til kaups. Árgangur 63—66. Tilboð sendist afgr.
Mbl. rnerkt: „Krani 2987“.
Viljum ráða nú þegar
ungan og reyndan sölumann til að selja snyrtivörur
o.fl.
immvst . ,
cMmeriólza.
Kirkjuhvoli.
H
F
Vetrarhefti tímaritsins 6Z° komið út
Kaupið það, ræðið það og gerizt
áskritfendur.
THE READER’S QUARTERLY ON ICELANDIC LIFE.
Ráðskona óskast
í veiðimannahús
Ráðskona óskast í nýtízku veiðimannahús á tímabilinu
1. júlí — 20. september. Gott kaup. Góðfúslega send-
ið nöfn yðar í lokuðu umslagi á afgr. Mbl. merkt:
„Veiðimenn 5350“.
ÆTTARTALA
ÍTt er komið Niðjalal Sveins Jónssonar bónda á Hesti
í Önundarfirði, tekið saman af Eyjólfi Jónssyni.
Bók þessi er 164 siður með nafnaskrá.
Kostar innþundin kr. 344,00 með söluskatti.
Fæst í bókaverzlunum eða beint frá aðalútsölunni,
sem er:
Bókaverzlun Jóns Eyjólfssonar
Flateyri, Önundaríirði.
Úfsala
Alltaf eitthvað nýtt
Gerið góð kaup
G.S. búðin, Traðarkotssundi 3,
á móti Þjóðleikhúsinu.
Árshátíð
Félags Snæfellinga og Hnappdælinga á Suðurnesjum
heldux árshátíð sína í Félagsheimilinu Stapa föstu-
daginn 9. febrúar. Hefst kl. 19.
Góð skemmtiatriði, ðans.
Miðar verða seldir hjá Matthíasi Guðmundssyni
Hringibraut 65, Keflavík og Þorgils Þorgilssyni, klæð-
skerameistara, Lækjargötu 6a, Reykjavík dagana 5., 6.
og 7. febrúr. — Mætum öll í Stapa 9. febrúar.
Heimilt er að taka með sér giesti.
NEFNDIN.