Morgunblaðið - 04.02.1968, Page 14

Morgunblaðið - 04.02.1968, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 196« Þjóðleikhúsiðs r ISLANDSKLU KKAN Höfundur: Halldór Laxness Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Leikmynd: Gunnar Bjarnason Vísast hafa margir fleiri en ég beðið þess með kvíðabland- inni eftirvæntingu að sjá „fs- landsklukku" Halldórs Laxness í nýrri uppfærslu Þjóðleikhúss- ins á miðvikudaginn var, með nýjum leikstjóra og aðalleikur- um. Verkið hafði mótazt svo skýrt í meðföruim þeirra sem stóðu að fyrstu uppfærslunni vor- ið 1960 og öðrum uppfærsilum síð- an, að margar persónur þess standa okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum framá þennan dag. Leikstjórinn, Lárus Pálsson, átti ekki minnstan þátt í því „undri“ að ,,fslandsklukkan“ varð vinsælasta og mest sótta leikhúsverk fslendinga til þessa. Að vísu er ekki áhorfsmál, að efni og efnismeðferð sjálfrar skáldsögunnar áttu ólítinn þátt í vinsældum leikgerðarinnar, því skáldverkið er í sinni upp- runalegu mynd 'éitthvert snjall- asta og hugtækasta verk í seinni tíma bókmenntum okkar. Það er sígilt í öllum skilningi og á brýnt erindi við hverja kynslóð, ekki sízt hvöt þess uim trúnað við land, þjóð og tungu. Hins er ekki að dyljast að leikgerð „íslandsklukkunnar“ er í mörgu tilliti gölluð smíð, enda óvinnandi verk að semja not- hæft leikrit uppúr svo viða- miklu og margbrotnu skáldverki. Hér er ekki um að ræða leik- rit í neinum venjulegum skiln- ingi, heldur einungis „mynda- sögu“ úr skáldverkinu. Brugð- ið er upp nokkrum meira og miinna sjálfstæðum svipmyndum úr skáldsögunni, sem hafa að vísu söguþráð frumverksins að uppistöðu, en búa ekki í heild yfir neinni þeirri spennu eða dramatístou stígandi, sem geri ,,ís- landsklukkuna“ að raunverulfegu leikhúsverki. Hitt er jafnsatt að samtölin eru víða forkunnlega vel samin, gneista af andagift og skáldlegu flugi, en góð sam- töl eru enganveginn einhlít til að skapa stórbrotin leikhúsverk. f hinni nýju uppfærslu Þjóð- leikhússins má segja að áréttuð sé óleikræn náttúra leikgerðar- innar með því að höfundurinn kemur sjálfur fram sem sögu- maður og les af segulbandi stutta kafla úr skáldsögunni til að tengja saman hin sundurleitu at- riði. Þetta kann að örva skiln- ing þeirra sem hafa ekki lesið skáldsöguna, aukþess sem það brúar bilin milli hinna mörgu atriða, og það er vissulega vís- bending um að sjálf leikgérðin sé ekki talin fullnægjandi. Það leiðir af sjálfu sér að leik- gerðin þrengir mjög að persón- unum einsog við þekkjum þær úr skáldsögunni; þær hafa færri fleti og minna svigrúm. Þó má segja að Jón Hreggviðsson og Arnas Arnæus komi noktourn veginn óskaddaðir úr þeirri raun, en það verður afturámóti ekki sagt um Snæfríði. f þriðja þætti leiksins verður frávikið frá stoáldsögunni henni nánast að ald- urtila. Hin eigingjarna og heift- rækna Snæfríður Björnsdóttir úr þriðja bindi skáldsögunnar er látin víkja fyrir hinu blíða, fórn- fúsa og ástfangna ljósa mani í fimmta atriði þriðja þáttar, og verður konan því ákaiflega þoku- kennd og nánast óskiljanleg í leikslok. í annan stað verður hlutverk séra Sigurðar dóm- kirkjuprests miklu rislægra og atkvæðaminna en æskilegt hefði verið. Þráttfyrir slíka hnökra hefur leikgerð „íslandskluktouinnar" orðið feikilega vinsæl, og býður mér í grun að þar eigi túlkun Róbert Arnfinnsson (Jón Hreggviðsson) og Gunnar Eyjólfsson (Jón Marteinsson). Bessi Bjarnason (von Úffelen) og Rúrik Haraldsson (Amas Arn æus). fyrri leikenda ekki lítinn hlut að máli, eintoanlega þeirra Brynj- ólfs Jóhannessonar og Lárusar Pálssonar. Af hinni nýju uppfærslu er það skemmst að segja, að hún var betri en ég hafði þorað að vona. Að vísu fer hún mjög í sama far og fyrri uppfærslur; það er ekki fitjað upp á neinum teljandi nýmælum, ekki reynt að steypa hana í nýju móti, sem þó hefði getað orðið forvitnilegt og blásið fersku lífi í leikinn. Sýn- ingin var trú ,,hefðinni“ sem skapazt hefur, og innan þess ramma var hún snyrtileg, heild- aráferð góð, textameðferð yfir- leitt örugg og frammistaða leik- enda í höfuðhlutverkum mdsfellu- lítil. Leikstjórinn, Baldvin Hall- dórsson, hefur sýnilega vandað til allra vinnubragða, skapað slétta og fellda sýningu. Hins- vegar fannst mér hún víða í dauf- ara lagi: það skorti dálítið á snerpu og tilþrif — eða með öðrum orðum: það vantaði í hana þá lífshættu sem einatt er sam- fara stórri list. Túlkun Róberts Arnfinnssonar á Jóni Hreggviðssyni var traust og heilsteypt. Jón hans var mun hófstilltari og umsvifaminni en hinn fjörmikli Jón Brynjólfs Jó- hannessonar, en hann var engu að síður fastmótuð og trúverðug persóna og átti marga fjörspretti. Einn af hápunktum sýningarinn- ar var lýsing hans á hinu ljósa mani í eldiviðarskýlinu í Kaup- mannahöfn. Leikur Róberts fékk Sigríður Þorvaldsdóttir (Snæfríður) og Erlingur Gíslason (Magn- ús í Bræðratungu). skýrara mót eftir því sem leið á sýninguna, en var veikastur í tveim fyrstu atriðunum. Snæfríður var leikin af ungri og lítt reyndri leikkonu, Sigríði Þorvaddsdóttur, og verð ég að segja að hún kom mér skemmti- lega á óvart með öruggum og hófsömum leik. Að vísu var hún mistæk, en nokkur atriði voru gullfalleg, og hún skilaði hinu vandasama og vanþakkláta hlut- verki með sóma. Framsögn Sig- ríðar var með köflum ívið til- lærð eða „sundurhöggvin“, en hún réð líka yfir óvæntum blæ- brigðum í raddbeitingu. Varla var von til þess að hún skilaði hinni erfiðu setningu í öðru at- riði fyrsta þáttar („Vinur, hví dregurðu mig inn í þetta skelfi- lega hús?“) með fullnægjandi hætti, því hún er eitt vandræða- legasta orðsvar leiksins. Rúrik Haraldsson lék Arnam Arnæum af reisn, festu og þó alþýðlegum innileik, gerði þetta margslungna glæsimenni trú- verðugt í sálarstríði sínu og ástríðufullum ásetningi, en samt var eirnsog vant- aði herzluimuninn í leilks- lok þar seim hann stendur uppi bugaður af óláni sínu. Hitt fór hvergi milli mála að hann var sá sem valdið hafði, bæði heima á íslandi og í kóngsins Kaupinhafn. Jón Júlíusson fór með sér- kennilegt hlutverk Jóns Grind- víkings og skóp furðanlega heil- steypta persónu (að vísu eftir forskrift Lárusar Pálssonar sem hafði sína forskrift úr skáld- sögunni) og léði henni ósvikin einstaklingseinkenni. Leikur hans var hugkvæmur og dró jafnt fram það skoplega og sorglega í fari þessa sérlynda fræðaþular. Eg held Jón Júlíusson hafi ekki í annan tíma skilað hlutverki bet'ur. Valur Gíslason lék Eydalín lögmann sem fyrr og túlkaði af nærfærni og öryggi þennan harð- dræga valdsmann, jafnt í vel- mekt hans og niðurlægingu. Gunnar Eyjólfsson lék skúrk- inn Jón Marteinsson, sem Har- aldur Björnsson gerði eftirminni- leg skil um árið, og tók hlutverk- ið alnýjum tökum. f stað háv- aðans og fyrirgangsins hjá Har- aldi kom lágmælt og stimamjúk undirferli hjá Gunnari, og hygg ég að þannig túlkað sé hlutverk- ið nær ætlun höfundar. Hinvegar náði Gunnar ekki fullum tökum á hinu magnaða atriði þar sem Jón sýnir nafna sínum Hregg- viðssyni dýrð höfuðstaðarins og útmálar bílífið sem fslendingar kosta með blóði sínu, svita og tánum. Gísli Alfreðsson lék vanþakk- látt hlutverk séra Sigurðar dóm- kirkjuprests í Skálholti og léði því ísmeygilegan fjálgleik sem var vel við hæfi, þó kaonski hefðli mátt vera meiri mein- lætablær yfir biskupsefninu. Þetta er eitt bezta hlutverk Gísla til þessa. Erlingur Gíslason lék hinn lán- lausa drykkjurút, Magnús í Bræðratungu, og var að mér fannst ekki fyllilega í essinu sínu, þó ýmislegt væri vel um drykkjulæti hans og örvæntingu. Það vantaði einlhverin innri þunga í túlkunina, sannfæringar- kraft sem gerði örlög Magnúsar hugstæð. Guðbjörg Þorbjarnardóttir- lék flagðið, konu Arnæusar, ýkjulaust og manneskjulega, einsog vera bar, og brá einungis fyrir sig dönskum hreimi í eigin- nöfnum og dönskum orðum, og fór vel á því. Ævar Kvaran lék Etasráðið af hæflle’gri kímni en Bessi Bjarna- son var háifutangátta í gervi von Úffelens. Af öðrum smáhlutverk- um er sérstök ástæða til að nefna Jón Þeófílusson, sem Lárus Ing- ólfsson lék einsog áður með stoop- legum hætti, og síðast en ekki sízt Jón Jónsson varðmann úir Kjósinni, sem Valdimar Helga- son túlkaði einsog fyrr af hnit- miðaðri nákvæmni sem hæfði í mark. Túlkun Valdimars á þessu litla hlutverki leiddi áþreifan- lega í ljós þann reginmisskiln- ing að fela ungum og óhörnuðuim leikurum hlutverk brotamanna 1 lok annars og þriðja þáttar. Hvað sem annars má segja um þetta áhugasama unga fólk, er það þess enganveginn umkomið að túlka hina langhrjáðu vesal- inga með fullgildum hætti. Má segja að mörg smáhlutverkin hafi verið einn helzti ljóðurinn á sýningunni, en jafnframt er skylt að geta þess að Anna Guð- mundsdóttir, Auður Guðmunds- dóttir, Anna Herskind og Þóra Friðriksdóttir fóru laglega með lítiil kvenhliutverk. Búningar Láruisar Ingólfssoin- ar voru að því er ég fékk bezt séð smekklega unnir, ekki sízt klæðnaður Snæfríðar, en mér fannst Jón Hreggviðsson helzti stórbóndalega til fara í seinni þáttunum. Leikmyndir Gunnars Bjarna- sonar kunni ég vel að meta. Hann hefur hreinsað leiksviðið af öllum „óþarfa", notar einung- is nauðsynlegustu leikmuni og bregður upp skuggamyndum á tjaldi frá Þingvöllum og Kaup- mannahöfn, sem vekja hugblæ staðanna, en mættu vera vand- aðri. Mér fannst þessi óbrotna umgerð leiksins lyfta textanum, gera hann nátoomnari leikhús- gestum. Að lokinni sýningu var leik- endum, leikstjóra og höfundi vel fagnað og innilega. Þó þessi sýn- ing jafnist kannski ekki á við fyrri uppfærslur um tilþrif og ytri glæsibrag, er hún á margan hátt forvitnileg og tvímælalaust þess virði að verja till hennar einni kvöldstund. Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.