Morgunblaðið - 04.02.1968, Side 16

Morgunblaðið - 04.02.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 196« wmtiirfftfrlfr Útgefandi: Framkvæmdast j ór i: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: flausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. TRÚ ¥jví er oft haldið fram, að * trúaráhugi sé lítill á ís- landi og því til sönnunar er á það bent að kirkjusókn ís- lendinga sé dræm og að önn ur merki um trúarlegt af skiptaleysi bendi til hins sama. — Aðrir hafa jafn an haldið því fram, að trú manna hér væri sterk en skapgerð landsmanna slík, að þeir flíkuðu ekki trú sinni og með þessari röksemd hef- ur því verið haldið fram að dræm kirkjusókn væri engin vísbending um trúaráhuga ís lendinga. Enn aðrir hafa talið að eldra fólk kynni að vera trúað en því væri á annan veg háttað með ungt fólk, það hefði lítinn áhuga á trúmál- um og ef svo væri skammað- ist það sín fyrir að sýna trúaráhuga sinn í raun. Fyrir rúmri viku bjargaði varðskipið Albert fimm skip- verjum af vélbátnum Ver frá Bíldudal, sem fórst úti fyrir Vestfjörðum en skipverjar komust í gúmbát. í viðtali við Mbl. laugardaginn 27. janúar skýrði skipstjórinn, Snæ- björn Árnason, frá því sem fyrir þá hafði komið og sagði m.a.: „Þegar við vorum búnir að þessu, stakk einhver upp á því, að við syngjum og annar upp á því að við færum með Faðirvorið, og við gerðum hvort tveggja“. Fimm hraustir íslenzkir sjómenn eru staddir í sjávar- háska og eitt það fyrsta, sem þeir gera, þegar þeir eru komnir í gúmbátinn, er að fara með Faðirvorið. Þarf frekari vitna við um trú ís- lendinga, þegar menn þurfa raunverulega á styrk hennar að halda? Sjómennirnir 5 fóru með Faðirvorið í gúm- bátnum og skipstjóri þeirra skammast sín ekki fyrir að segja frá því í blaðaviðtali. Trú og trúrækni hafa með ýmsum hætti átt erfitt upp- dráttar á tímum velmegunar og velgengni og þeir eru margir, sem jafnan eru reiðu- búnir að rífa niður það sem byggt hefur verið upp. En fordæmi fimm íslenzkra sjó- manna í sjávarháska ætti annars vegar að sýna okkur að enn hefur trúin sterk tök á fólkinu í þessu landi og hins vegar, að það þarf eng- inn að skammast sín fyrir sína trú. ATBURÐIRNIR í VIETNAM Sókn kommúnista í Suður- Víetnam síðustu daga hef- ur vakið menn til umhugsun- ar um, hvort mat helztu hern aðarsérfræðinga Bandaríkj- anna á hernaðarstöðunni í Víetnam hafi verið rangt. Bandaríkjamenn hafa sjálfir talið að hernaðarlegt frum- kvæði í Suður-Víetnam væri í þeirra höndum og að loft- árásir þeirra á Norður-Víet- nam hefðu dregið mjög úr getu Norður-Víetnama til þess að senda herlið og birgð- ir suður á bóginn. Nú hljóta Bandaríkjamenn að endurmeta stöðuna í Viet- nam í ljósi nýrra atburða- Hafi það verið eini tilgangur- inn með sókn kommúnista að sýna, að þeir búi enn yfir miklum hernaðarstyrk og geti enn tekið frumkvæðið í sínar hendur, hefur þeim tvímælalaust tekizt það. Þrátt fyrir mikið mannfall í þeirra liði eiga hersveitir Bandaríkjamanna og Suður- Víetnam enn fullt í fangi með að snúa vörn upp í sókn. Vafalaust hyggjast komm- únistar veikja baráttuvilja Bandaríkjamanna með hin- um miklu sóknaraðgerðum síðustu daga og þá sérstak- lega heima fyrir. En það er ekki einhlítt og öruggt að áhrifin verði þau, sem komm- únistar ætlast til. Ekkert er líklegra en slík reiðialda gangi yfir Bandaríkin vegna þeirrar auðmýkingar sem þetta mikla veldi hefur orðið fyrir síðustu daga í Víetnam, að kröfurnar verði enn há- værari um að beita hernaðar- mætti Bandaríkjanna af öll- um þunga gegn kommúnist- um í Suður- og Norður- Viet- nam. Það sem mestu máli skiptir í Víetnam nú sem fyrr er að koma á vopnahléi en til þess að það megi takast þarf að finna sameiginlegan grund- völl, sem hinir stríðandi aðil- ar geti mætzt á. Eftir atburði síðustu daga er ólíklegra en nokkru sinni fyrr að Banda- ríkjamenn fallist á að hætta loftárásum á Norður-Víet- nam vegna þess að þeir telja að vopnahléið á dögunum hafi verið notað til þess að koma vopnum og hersveit- um suður á bóginn. Margt bendir því til þess að sóknar- aðgerðir kommúnista verði ekki til þess að veikja bar- áttuvilja andstæðinganna eða bæta samningsaðstöðu komm únista heldur þvert á móti minnka líkurnar fyrir vopna- hléi og samningaviðræðum í náinni framtíð — og er það illa farið. \vsj UTAN UR HEIMI Byltinaarsamsærið á ftalíu sumarið 1964 RAMBAÐI ítalía á barmi byltingrar 14. Jlúlí 1964 og gæti siíkt enduftekiS sig? Þeir sem þessu hafa þráfald- lega haldið fram hafa á und- anförnum vikum fengið í hendur uggvænlegar sannan- ir máli sínu til stuðnings, og allt bendir til þess að fleiri slík gögn komi fram í dags- ljósið á næstu vikum. Traust margra ítala á lýð- ræðinu hefur orðið fyrir al- varlegu áfalli. 1 stormasöm- urn umræðum í þjóðþinginu, meiðyrðiamáli, þar sem ráð- herrar og herforingjar eru leid’dir sem vitni og í rann- sókn sem fyrirskipuð hefur verið vegna ásakana um, að sjóðir leyniþjónustunnar hafi verið notaðir í því skyni að múta stjórnmálamönnum, hefur líka margt guggut kom ið í ljós og grafið undan trú manna á lýðræðinu. Jafn- framt hafa ítölsk blöð, mál- gögn hægrisinna engu síður en vinstrisinna, sífellt birt æsi ingákenndar greinar, sem þau segja> að byggðar séu á leyni- skjölum. Valdarán herforingjanna í Grikklandi hefur valdið því, að margir Italir spyrja: Get- ur þetta iíka gerzt hér? En þótt undarlegt megi virðast, hefur hinn almenni borgari yfirleitt dregið skrif blaðanna í efa og ef til vill fundizt þau of æsingakennd. Hann virð- rst taka með jafnaðargeði staðhæfingum um, að lýð- ræðið sé í hættu statt, og yppt ir aðeins öxlum. Hann segir, að Ítalía sé á engan hátt sam bærilegt við Grikfcland og hlær, góðlátlega að hershöfð- ingjanum, sem al;lt málið snýst um, Giovanni De Lor- enzo. Við hliðina á hinum valdafíknu ofurstum í Aþenu virðist De Lorenzo raunar heldur meinleysislegur — feit laginn, örlítið spjátrungsleg- ur og með einglyrni. Þessi maður var um tólf ára skeið yfirmaður öryggismála hersins og ríkisins og virðist kæra sig kollóttan um allan þann úlfaþyt, sem mál hans hefur vakið. Á velmðktardög- um sínum tókst honuim að sannfæra forsætisráðherra og flokka þá, sem stóðu að ríkis- stjórnum þeirra, um að treysta mætti honum í hvi- vetna. Hann var í hópi þeirra, sem með völdin fóru, og hafði litla ástæðu til að bola burtu þeim mönnum, sem fóru með völdin með honum. Að sjálfsögðu er hugsan- legt, að slífcur maður stundi laumuspil og baktjaldamakk til þess að treysta völd sín. Og hér er um að ræða kjarna ásakanna á hendur De Lor- enzo. Þetta hefur haft í fö. með sér hinar alvarlegusfu afleiðingar fyrir hann og ríkis stjórn þá, sem var við völd þegar hneykslið komst upp. Eftir því sem lengra dreg- ur á réttarhöldin í máli hans og fleiri ásakanir og gagn- ásakanir koma fram virðist æ betur koma í ljós að De Lor- enzo sómir sér miklu betur í hlutverki undirföruls bak- tjaldamakkara en hins kald- rifjaða valdaræningja. í starfi sínu sem yfirmaður SIFAR, gagnnjósnaþjónustunnar, s«nr> hafði aðsetur í íburðarmikilli höll, Palazzo Baracehini, kom de Lorenzo sér upp yfirgrips- miklu safni með u/pplýsing- um um einkalíf stjórnmála- manna, preláta og annarra á- hrifamikilla manna. Þegar nobkur skjöl úr þessu safni, meðal annars eitt með upp- lýsingum um Saragat forseta, hurfu er de Lorenzo tók við öðru og virðulegra embætti, hófust vandræðin. í febrúar 1966 var de Lor- enzo skipaður forséti ítalska herráðsins og valdaferill hans, hófst fyrir alvöru er hann var skipaður yfirmaður her- lögreglunnar eftir heimsstyr- jöldina, náði bámarki. Skipun hans í embætti herráðsforseta kom á óvart og vakti gremju ýmissa gamalla herforingja. Einn af samverkamönnum de Lorenzos tók sér fyrir henduir að rannsaka upp á eig in spýtur feril hans í SIFAR og ljóstraði upp um skjölin, Saragat. sem voru horfin. Sérstök nefnd var skipuð til að rann- saka málið og vék De Lor- enzo frá störfum vegna „al- varlegra embættisafglapa“. Hið æsingakennda vikurit „L’Espresso“ greip tækifærið og gerði lagnvarandi árásir á hinn fallna herforingja, sem það kallaði höfuðpaur kald- rifjaðs samsæris um að steypa forseta og ríkisstjórn af stóli og leggja niður ítalska lýðveldið. Það sem gerðist 14. júlí 1964 að sögn „L’Eespresso, var þetta: De Lorenzo her- ráðsforseti hélt leynilegan fund með 3 hershöfðingjum og sex ofurstum og afhenti þeim liista yfir vinstrisinnaða þingmenn og fleiri menn, sem skyldi handtaka, þegar ákveð ið merki vær: gefið. Blaðið gefur í skyn, að þáverandi forseti Ítalíu, Antonio Segni, hafi verið viðr:.ðinn samsær- ið. Að því er blaðað heldur fram, átti að handtaka póM- tíska andstæð:nga og senda þá í útlegð til Sardiníu. En að lokum hafi stjórnarkreppan, sem þá stóð yfir og olli mjög ótryggu ástandi í ítölskum stjórnmálum því að enginn möguleiki virtist vera á sam- komulagi um myndun nýrr- ar stjórnar þótt viðræður stæðu yfir vikum saman, ver Segni. ið leyst, byltingaráformin lögð á hilluna og Segni sagt af sér, skömmu eftir að hann fékk hjartaáfall. „L’Espresso" lagði De Lor- enzo í einelti vikum og mán- uðum saman unz hershöfð- inginn lýsti því yfir, að blað ið hefði eyðilagt mannorð sitt g stefndi því fyrir meiðyrði. En hann tapaði málinu. Að lokum skarst ríkissaksóknar- inn í leikinn og lýsti því yf- ir, að tímaritið hefði í raun og veru sannað, að það hefði á réttu að standa. De Lorenzo og „L’Espresso" skipta um hlutverk, og nú hefur mál verið höfðað á hendur De Lorenzo. En hershöfðingiinn gafst ekki upp við meiðyrðamáMð. Hann hefur sífellt leitt fram ný vitni, meðal annars hátt- setta foringja úr hernum.og stjórnmálamenn. Tóku þeir allir þátt í leynimakkinu? Er De Lorenzo að reyna að sanna, að hann sé leiksoppuT voldugri manna, sem talið hafi honum trú um að hann gæti reitt sig á stuðning þeiirra? Skæðar tungur segja, að þetta sé skýringin á því hvers vegna hershöfðingmn skaut mál'i sínu til dómstól- anna, og þeir sem þetta segja hafa gefið honum viðurnefn- ið „óskiljanlegi hershöfðing- inn.“ Einfaldari er sú skýring, að De Lorenzo geti ekki viður- kennt að hann hafi beðið ó- sigur. Hann leggur sífellt meir að veði, og stöðugt eykst skaðinn, sem málaferl- in valda. Framburður vitna stangast á og ásakanirnar ganga á víxl. Leyndarmálum SIFAR er ljóstrað upp í rétt- arsalnum, skýrslur merktar trúnaðarmál eru sendar biöð- unum. Hvar nefndin á fætur annarri er skipuð til þess að rannsaka hinar ýmsu hli'ðar málsins, og þingmenn flækja málið ennþá meir í ofsa- fengnum umræðum. Nú hefur stjórnin loksins sýnt festu og falið yfirmönn- um landhers, flugihers og flota að rannsaka málið í heild og skila skýrslu eins fl'jótt og auðið er. Kröfum um, að þingnefnd taki málið til meðferðar hefur verið vísað á bug á þeirri forsendu, að það verði of tímafrekt og geti stofnað öryggi ríkisins í hættu. Það sem stjórnmála- mönnum er efst í huga, en ekki er minnst á í þessu sam Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.