Morgunblaðið - 04.02.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.02.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1968 17 Þórarinn Björns- son látinn Eftir meira en fjörutíu ár er myndin af Þórarni Björnssyni hin sama og festist í huga þegar við fyrstu kynni. í einn stað kemur hvort til hans er hugsað sem skólapilts fyrir norðan og hér í Reykjavík, stúdents í París, kennara og síðan skóla- meistara á Akureyri, ætíð var hann hið sama yfirlætislausa ljúfmenni. Á námsárum sínum var Þórarinn á me'ðal beztu námsmanna, gáfaður, skýr í hugsun og samvizkusamur svo af bar. Sigurður Guðmundsson, skólameistari, fékk strax á hon- um miklar mætur og var Þór- arinn í hópi þeirra norðan- manna, sem luku námi undir stúdentspróf við Akureyrar- skóla, en þurftu að ganga undir sjálft prófið hér fyrir sunnán. Að loknu háskólanámi í París réðist Þórarinn til kennslu við Menntaskólann á Akureyri und- ar handarjaðri Sigurðar velunn- ara síns og varð þegar vinsæll á meðal nemenda. Þórarinn var ágætur lærdómsmaður, málhag- Vetrarmynd frá Reykjavikurhöfn. — Ljósm.: Ól. K. M. langa, sem keppast eftir að komast á sem bezt farrými, vafalaust í því skyni að njóta til fulls ánægjulegs ferðalags og gæða lífsins. Út af fyrir sig mætti afsaka blaðið með því, að þarna væri einungis um óheppi- lega samlíkingu að ræða, ef þetta kæmi ekki óhugnanl. vel heim við hegðun forystumanna Framsóknar, þegar í harðbakka slær. Árið 1958 var raunar mesta aflaár, sem yfir Island hafði gengið þangað til. Engu að siður sköpuðust miklir efna- hagsörðugleikar þegar á árið leið. En í stað þess að bregðast við þeim erfiðleikum af mann- dómi, hlupu Framsóknar- broddarnir af skútunni þegar að syrti. Aumari uppgjöf hefur aldrei þekkzt í íslenzkum stjórn málum. Þeir vildu sannarlega fá að njóta gæðanna af því að vera á fyrsta farrými. Hinu gleymdu þeir, áð vandi fylgir vegsemd hverri, þ.á.m. að valda- maður verður að fullnægja þeim skyldum, sem völdin leggja honum á herðar og hlaupast ekki umsvifalaust frá ábyrgð, ef á móti blæs. Glötuð samúð REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. feb. ur og smekkvís á bókmenntir, eins og prýðilegar þýðingar hans bera vitni um. Þegar liðið var á seinni hluta 5. tugs ald- arinnar, var Sigurður Guð- mundsson farinn að lýjast í skólameistarastarfi og hugði gott til hvíldar en vildi ekki hverfa frá skólanum fyrr en tryggt væri, að Þórarinn Björns- son yrði eftirmaður sinn. — jafnskjótt og hann taldi svo vera, sagði Sigurður af sér og Þórarinn tók við. Sumir höfðu óttazt, að óvenju viðkvæm lund Þórarins tor- veldaði honum áð sýna nægan skörungsskap í skólameistara- stöðu. Raunin varð sú, að hann leysti hið vandasama starf af hendi með ágætum. Hans með- fæddu manngæði og augljós umhyggja fyrir heill nemend- anna hjálpuðu honum yfir allar torfærur. Afburða tryggð hans og góðvild mun lifa í hugum þeirra, sem við hann höfðu veru leg samskipti. Að fáum íslend- ingum er meiri eftirsjá en Þór- arni Björnssyni. Kvenskörunour o Ekki verður þáð sagt um frú Ben Gurion, að hún hafi verið ljúf í framkomu eða sett ljós sitt undir mæliker, en jafnvel við örskömm kynni sannfærð- ust menn um að hún var mikill persónuleiki. Þegar þau hjón komu hingað til lands, fengu þau mikið dálæti á Ólafi Thors og buðu honum að koma í opin bera heimsókn til ísrael. Úr þeirri heimsókn gat því miður ekki orðið og endurnýjaði eftirmaður Ben Gurions heim- bo'ðið til eftirmanns Ólafs, sem þáði boðið. Meðal þess minnis- stæðasta úr þeirri ferð er mót- taka Ben Gurions og frúar hans í glæsilegu hóteli, þar sem sá út yfir Miðjarðarhafið. Heim- kynni þeirra hjóna var að vísu í kibutz, sameignarbúi, ein- hvers staðar inni í landi, en þarna dvöldu þau sér til hress- ingar og heilsubótar. Frúin hafði allt á hornum sér við þjóna og fylgdarlið, og sáu gest- irnir það fremur en skildu, því að allt fór fram á hebrezku heimamanna í milli. Gestina spubði hún í þaula um ástæðu þess, að Ólafur Thors hefði látið af embætti og fannst auð- sjáanlega köttur vera kominn í ból bjarnar. Nokkuð blíðkaðist hún þó, þegar hún var fullviss- uð um, að Ólafur hefði af heilsu- farsástæðum verið ófáanlegur til að gegna stöðu sinni lengur. Lét hún það gott heita, en að- komumönnum duldist ekki, a'ð þótt hún væri þarna að tala um ísland átti hún ekki síður við ísrael, því að einmitt um þessar mundir sótti Ben Gurion það fast að taka við forsætisráð- herraembættinu á ný, sem hann hafði þó nokkru áður sagt af sér af eigin hvötum. Þótt frú Ben Gurion þætti ekki ætíð blíð á manninn við aðra, kom öllum saman um, að hún hefði verfð manni sínum ómetanleg stoð. Hann er mikill afreksmaður, höfuðstofnandi ísraelsríkis, og þurfti marga hildi að há jafnt við andstæðinga sem sína eigin fylgismenn. 1 þeirri viðureign bar hann lengst af sigur af hólmi, en þótti þó ekki ýkja veraldarlegur í aðra röndina. Þess vegna hefur kona hans vafalaust hert sig upp til að veita honum það skjól, sem hún vissi, að hann mátti ekki án vera. Arnarclráp í ritdómi, sem dr. Þórður Þorbjarnarson skrifaði í Vísi um hina fögru og fró'ðlegu bók Birgis Kjarans „Haförninn", þakkar dr. Þórður dr. Finni Guðmundssyni fyrir það að bera blak af langafa sínum, Pétri Eggerz, föður Sigurðar forsæt- isráðherra og þeirra systkina. ,Sök“ Péturs var sú, að hann var lífið og sálin í félagsskap, er nefndist „Æðarræktarfélagið á Breiðafirði og við Stranda- flóa“, sem stofnað var 1884 og veitti ver'ðlaun, fyrst 20 krónur en síðar 12 krónur, fyrir að drepa örn. Talið er að þessar og þvílíkar aðgerðir hafi valdið mestu um fækkun arnar um og fyrir aldamótin síðustu, en Dr. Finnur segir: „Það skal tekið fram, að það er óréttmætt að áfellast þá menn, sem að þessum aðgertS- um stóðu, því að þetta var í fullu samræmi við ríkjandi skoðanir fræðimanna á þeim tíma.“ Hérlendis breyttu menn þó snemma um skoðun á þessu, því að á íslandi hefur örn verið al- friðaður allt frá árinu 1913 og var sú ákvörðun engum manni einum meira að þakka en Peter Nielsen, verzlunarstjóra á Eyr- arbakka. Þetta er rifjað upp vegna þess, a'ð Nordisk Kontakt janúarhefti segir það fyrst nú hinn 1. jan. '68 sem viðunandi friðunarlög taki gildi í Svíþjóð, þar sem í Noregi sé enn í lögum að greidd eru verðlaun fyrir arnardráp, og er sagt frá því, að á árinu 1966 hafi verið greidd verðlaun fyrir 189 drepna erni. Þá er sagt, að allur arnarstofn- inn í Sviþjóð, bæði konungs- ernir og hafernir, sé nú innan við 200 fuglar, þ.e.a.s. sennilega færri en drepnir voru á einu ári í Noregi! Kveður við kalli Alkunnur er danski málshátt- urinn: „Som man ráber i skoven far man svar“, sem Magnús Torfason sýslumaður þýddi á snjallan hátt: „Kveður við kalli“. Þess verður furðu oft vart, að menn gæta þessara sanninda ekki svo sem skyldi, og móðg- ast því eða þykir illa að sér vegið, ef þeim er svar- að í sama dúr og þeir hafa sjálfir talað. — Júlíus Bom- holt, fyrrverandi menningar- málaráðherra í Danmörku og þióðþingsforseti, víkur að svip- úðu efni í kveðjuorðum sínum til Norðurlandaráðs, er hann skrifar í umgetið hefti af Nor- disk Kontakt. Hann segir: „1 upphafi vorum við varúð- arfullir. Maður þurfti ekki að láta undan landa sínum — en hvernig mundi t. d. Svíi eða Is- lendingur bregðast við? Mundi árás á þá verða tekin sem árás á þjóðir þeirra? Lítil rösk, norsk frú eyddi allri varasemi. Nú orðið er eng- inn, sem tekur illa upp rök- færslu, sem er andstæð hans eigin rökum. Þvert á móti. Það er mikilsvirYSi að allar skoðanir, bæði með og á móti, geta komið fram.“ Menn þurfa ekki að vera af ólíku þjóðerni til þess, að þeir bregðist misjafnlega við sér and- stæðri rökfærslu. Úr sölum Al- þingis íslendinga má minnast þess, að Áki Jakobsson, sem gat verið manna harðskeyttastur í ádeilum á aðra, virtist furðu lostinn, ef hann hlaut harða gagnrýni eftir að hann sjálfur var or’ðinn ráðherra. Auðvitað ber stranglega að gera upp á milli persónulegra árása og narts annarsvegar og rökræðna hinsvegar. Áreitni í garð annarra er sjaldan til fram dráttar, og er þó einkennilegt hversu þeir, sem áreitni tíðka, þola hana illa, ef þeir verða sjálfir fyrir henni. Þ«S, sem máli skiptir, er, að rökræður geta því aðeins leitt til góðs, að menn þoli rök bæði með og á móti. Gagnrýni er naúðsyn, en það er einnig nauðsynlegt að þola svör við gagnrýni. En stundum virðist svo sem gagn- rýnandinn telji það móðgun við sig, ef sá, sem gagnrýndur er, hefur einhver rök fyrir sinni af- stöðu. Aðalatriði er, eins og Julius Bomholt segirí að allar skoðanir og öll rök með og móti fái að koma fram. Á hezta farrými Framsóknarmenn halda áfram a'ð láta eins og ekkert óvenju- legt og ófyrirsjáanlegt hafi skeð í íslenzku þjóðlífi á árinu 1967, þegar útflutningstekjur lands- manna minnkuðu frá því, sem var á árinu áður um 2000 millj. kr. eða sem næst einum þriðj- ung. Það hefur engin áhrif á þá, þó að fiskimálastjóri skýri t. d. frá því, að hann hafi at- hugað, að á 60 ára tímabili hafi jafn mikil rýrnun á aflabrögð- um ára í milli einungis orðið einu sinni áður, þ. e. á milli ár- anna 1944 og ’45. Óþarft ætti þó að vera að minna á, hversu aðstæður voru þá gersamlega ólíkar og lagaðar til þess a'ð eyða áhrifum aflarýrnunarinnar á þjóðarafkomuna vegna hinnar miklu eftirspurnar, sem þá var eftir ísl. afurðum og hins háa verðlags og setuliðsvinnunnar. — Nú bætist gífurlegt verð- fall og sölutregða ofan á aflarýrnunina og er því ekki furða, þó að erfiðleika gseti víða. En Tíminn heldur áfram a'ð láta eins og ekkert sé. Skiln- ingur hans og raunar a.m.k. sumra Framsóknarbroddanna á viðfangsefnum stjórnmálanna lýsir sér einstaklega vel í for- ustugrein, sem birt var hinn 30. janúar, þar sem m.a. segir: „Ríkisstjórnin pantaði sér hik- laust far á bezta farrými inn í stjórnarráðið aftur, þótt hún ætti ekkert fyrir fargjaldinu. Það var hennar pólitíska siðgæði. „Öll kosningaloforðin voru inn- stæðulausar ávísanir." Vildu vegsemd en ekki vanda Þarna er því gleymt, að í kosningunum var barist um gerólíkar stjórnarstefnur, að svo miklu leyti, sem upp úr Fram- sóknarmönnum fékkst, hvað fyrir þeim vekti í raun og veru. Eftirtektarverðast er samt, hversu blaðið lýsir þarna óskammfeilið skilningi sínum á hlutverki stjórnmálaforingja. Tíminn líkir þeim vi'ð ferða- Því miður hafa oddvitar eig- enda hraðfrystihúsanna haldið þannig á málum, að þeir hafa glatað eða e.t.v. réttara sagt fyrirbyggt nauðsynlega samúð með málsta'ð sínum. 1 verðlags- ráði sjávarútvegsins benti Bjarni Magnússon, fulltrúi SÍS, þó á þá höfuðstaðreynd málsins, sem mestu máli skiptir, að gengisbreytingin gerir ekki bet- ur en að vega upp á móti því verðfalli, sem hefur orðið síðan 1966. Þess vegna er, þegar virt eru öll áföll, sem þessi atvinnu- rekstur að öðru leyti hefur orðið fyrir, ekki óeðlilegt, að hann þurfi frekari aðstoðaf við en gengislækkunin ein veitti. Það sannar engan veginn, að hyggi- legt hefði verið að hafa gengis- lækkunina meiri, heldur einung- is, að svo langt sem hún náði, þá var hún óhjákvæmileg. Fyrir hraðfrystihúsaeigendur ríður á að sannfæra menn um þetta með rökum. Vinnslustöðvun, hvað þá valdbeiting, er þeirra málstað sízt til framdráttar. Sannleikurinn er og sá, sem þessir menn áttu að vita af fyrri reynslu og hafa nú vonandi enn sannfært sig um, að þeir unnu ekki hætishót vfð vinnslustöðv- unina hvað þá hið fráleita um- búðabann. Hvorttveggja og þó einkum hið síðarnefnda var þvert á móti mjög lagað til þess að vekja í garð þeirra tor- tryggni og beina andúð. Eítii veriandiim Þjóðviljinn notaði þegar í stað þessar ráðstafanir til ögrunar við verkalýðinn og hamraði á því, a'ð úr því að atvinnurek- endur færu svona að, þá væri verkalýðnum ekki vandara um. Með þessu hafa hraðfrystimenn- irnir þess vegna hafið uppvakn- ingu á draug, sem þeir því mið- ur munu eiga erfitt með að ráða við, ef þeir kunna ekki betur fótum sínum forráð en hingað til. Og harla athyglisvert er, að hinir einu, sem hafa gerzt beinir málsvarar valdbeitingarinnar, eru Framsóknarmenn, sem létu Tímann hinn 27. janúar birta forystugrein til að vekja tor- tryggni í garð frystihúsa bæjar- útgerðanna fyrir a'ð hafa ekki tekið þátt í stöðvuninni. 1 grein Tímans segir m.a.: „Þau halda rekstri sínum áfram, líkt og allt sé í góðu lagi. Af hverju stafar þetta? Hefur rekstur bæjarútgerðanna gefizt svona miklu betur en einka- reksturinn og félagsreksturinn, að þær geti haldi’ð rekstri á- fram, þe^ar hinir aðilarnir treysta sér ekki til þess“. Staðreyndin er auðvitað sú, að forystumenn bæjarútgerðanna vissu. að tiltektir hinna voru til þess lagaðar a'ð spilla mál- stað hraðfrystihúseigenda en ekki bæta, og vildu þessvegna ekki taka þátt í þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.