Morgunblaðið - 04.02.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1%8
19
DANAKOMUR HAFBI MILOAB BOMINN
Framhald af bls. 12.
stor 5 Rd. 3 s. samt Arrest-
f orvarernes do stor 9 % rd.
og endelig maatte det höj-
gurstigst tillades mig at ind-
stille til D. Hvhds om ikke
mine Politebte Byens 12 Vogt-
ere og Slukkem(ænd) kunde
tillægges nogen Erstatning for
Derés Umage med Delinqu
Transport til Rettestedet til-
sammen med 10 rd.
Sama bréf í íslenzkri þýðingu.
1805
4. okt.
Að aftöku sakamannsins
Bjarna Bjarnasonar frá íslandi
hafi nú í morgun kl. 7% veri'ð
fullnægt, samkvæmt hæstarétt-
ardóminum frá 2. nóv. 1803,
á þann hátt, að hægri hönd
hans var fyrst höggvin af hon-
um lifandi með exi og höf-
uðið á eftir á sama hátt, vil
ég hér með í undirgefni til-
kynna. Jafnframt vil ég í þessu
tilefni hjáleggja áður send skjöl
yðar Hávelborinheita frá 2. þ.
m. ásamt reikningi mínum um
útlagðan kostnað við ferðina til
aftökustaðarins og frá honum,
að upphæð 5 rd og 3 sk. ásamt
fangelsisvörzlu 9% rd. og loks
vil ég með undirgefni leyfa
mér að fara fram á við yðar
Hávelborinheit, hvort ekki
mætti veita lögregluliði mínu,
12 vökturum og brunaliðs-
mönnum bæjarins nokkra
greiðslu fyrir umstang þeirra
við flutning á sakamanninum
til aftökustaðarins, samtals 10
rd.
Þótt allir dómstólar hér og
erlendis væru á einu máli um
það, að kurla bæri sakborn-
ingana sem smæzt líkamlega,
var þó ekki alveg loku fyrir
það skotið, að eitthvað mætti
tjasla við sáluhjálp þeirra.
Konungur úrskurðaði því 17.
maí 1805, að íslenzkur prestur
skyldi fylgja þeim til aftök-
unnar, þar sem þau skildu að-
eins íslenzka tungu. Það kom
í hlut Geirs biskups að skikka
þann prest, og 21. ágúst skipar
hann til þessarar farar séra
Hjört Jónsson, er síðar varð
prestur og prófastur á Gils-
bakka. Steinunn varð þessarar
sálubótar aldrei aðnjótandi,
því hún lézt 12 dögum áður
en látið var í haf. En hvers
vegna varð séra Hjörtur fyrir
valinu? Hann var aðeins 29
ára að aldri, vígður fimm árum
áður og hafði lítið stundað
prestsskap, en verið frá 1802
settur konrektor við latínuskól-
ann á Hólavelli, sem stóð í
brekkunni ofan við þann stað,
þar sem hús Krabbameinsfél-
agsins stendur nú við Suður-
götu. í>etta mátti heita hor-
fallin menntastofnun, sem vet-
urinn áður hafði legið niðri,
og Geir biskup hafði komið í
veg fyrir það, að skólasveinar
yrðu reknir til sjóróðra. Eéra
Hjörtur mátti því heita á
lausum kili og átti heiman-
gengt. f þessu 300 manna þorpi,
sem Reykjavík var á þessum
tímum, þekktu allir alla, og
ekki hefir hjá því farið, að
vináttubönd hafi á þessum ár-
um tengzt milli hins góða bisk-
ups og hins unga og gáfaða
prests.
Að sjálfsögðu hefir séra
Hjörtur haft sína útþrá eins
og ungir menn á öllum tímum,
en kostnaður við siglingar var
svo hár, að ekki komust í þær
lystisemdir að öllum jafnaði
aðrir en konunglegir embættis-
menn, kaupmenn, synir efnaðra
manna til háskólanáms, svo og
tugthúslimir, sem sigldu á Brim
arhólm.
Séra Hjörtur tók þessari út-
nefningu, enda voru kjörin
glæsileg. 200 ríkisdali skyldi
hann hljóta sem aðalþóknun og
fríar ferðir báðar leiðir, að
sjálfsögðu, auk þess einn ríkis-
dal á dag meðan ferðin stæði,
er síðar var hækkað í tvo dali,
en alls tók ferðin rúma 10 mán-
uði. Geir biskup bjó hann út
með meðmælabréfi til biskups-
ins í Kristjánssandi og öðru
til Balle Sjálandsbiskups, ef
þeim auðnaðist ekki að taka
land í Noregi á útsiglingunni.
Líklegt má telja, að séra
Hjörtur hafi kynnzt Bjarna
eitthvað í biðsal dauðans í
hegningarhúsinu í Reykjavík,
en nánari kynni hafa þó tekizt
milli skriftaföður og skrifta-
barns í hinum þröngu vistar-
verum í skútu Bjarna riddara,
á hinni 16 daga siglingu frá
Hafnarfirði til Noregs. Það er
alkunnugt, að séra Hjörtur tók
þetta hlutverk svo nærri sér,
að hann var lengi miður sín
á eftir. Og ekki er örgrannt
um, nema Bjarni hafi öðru
hvoru þurft að mylgra svolít-
illi hughreystingu í sálusorgara
sinn. En þótt Hjörtur væri ó-
vanur mannaslátrun, þrást
hann hvergi þegar á hólminn
kom, og skjalalegar heimildir
eru til um það, að Bjarni hafi
fengið hann til að halda fast
í vinstri hönd sína, meðan sú
hægri fauk og höfuðið á eftir,
á höggstokknum á Gálgabergs-
tar.ga.
Telja má líklegt, að séra
Hjörtur hafi gist þessa daga
undir þaki biskupsins í Krist-
jánssandi, enda hafði hann með
mælabréf til hans, svo sem
áður segir, því ólíklegt er, að
mannsæmandi gistihús hafi á
þessum tíma verið til í þessu
litla þorpi. Hitt er ekki að efa,
að minningarnar frá Kristjáns-
sandi hefir hann viljað losna
við sem fyrst, bæði í vöku og
svefni, og tekið sér fari með
fyrsta skipi, sem þaðan sigldi
til Kaupmannahafnar, þessarar
glöðu borgar við sundið, sem
jafnan hefir tekið opnum örm-
um öllum þeim, sem hafa átt
sér einhver auraráð. Hjörtur
var líka svo lánsamur, að öll-
um siglingum til íslands var
lokið á þessu hausti, svo vetrar
setu gat hann haft í borg-
inni upp á kóngsins kost, í
félagsskap íslenzkra stúdenta,
notið þar Ijúffengra rétta, og
þótt reglumaður væri, haldið
við bragðinu á góðu dönsku
kornbrennivíni.
f öndverðum maí vorið
eftir á séra Hjörtur kost á
fari til íslands, en hvað liggur
honum á? Hver dagur sem líð-
ur færir honum nýjar tekjur,
svo hann lónaði að sjálfsögðu
áfram í glaumi borgarinnar, á
kostnað síns allra náðugasta
herra og arfakóngs. Sá átti
líka fyrir því, auk þess sem
hann var sterkefnaður. Þeir
skarfar höfðu um langan aldur
neytt íslenzka bændur og
vinnumenn þeirra til að róa á
sínum útvegi, víðsvegar um
Suðurnes, nú var hann réttur
til að róa sjálfur undir hinum
íslenzka presti. —
Það er fyrst 2. júlí 1806, að
séra Hjörtur sækir um far til
íslands, með fálkaskipi kon-
ungs, og kemur í mánaðarlok-
in á höfnina í Reykjavík úr
sinni nafnfrægu reisu. Hann
sækir um 90 ríkisdala auka-
þóknun, en Trampe greifi og
amtm., sem fylgzt hafði með
allri siglingu, er viðskotaillur,
bregður honum um slór í
Kaupmannahöfn og leggst á
móti kröfunni. Stjórninni, þeg-
ar til hennar kasta kom varð
um og ó. Að lokum gerir hún
helmingaskipti og greiðir séra
Hirti 45 ríkisdali.
Geir biskup hafði áskil-
ið Hirti rétt til þess, að em-
bætti hans við Hólavallaskóla
skyldi haldið opnu, en prest-
urinn hafði fengið smjörþefinp
af þessari ólánsstofnun og kaus
ekki að elta hana til Bessa-
staða. Stjórnarvöldin buðu hin-
um siglda presti þá Gilsbakka
í Borgarfirði. Það var annað
mál. Þar gat hann haft gnægð
vinnuhjúa, mikið bú, enda
lausa beit og laxveiði. í ein-
hverju fegursta héraði lands-
ins. Þessu boði tók hann og
sat þar sem héraðshöfðingi til
æviloka 1843.
Prestarnir í Borgarfirði hafa
tæplega lent í vandræ'ðum
við að berja saman líkræðu
yfir séra Hirti, því samtíma
heimildir tileinka honum þessa
mannkosti: Merkisprestur, há-
lærður og elskaði allan fróð-
leik, góðhjartaður, athvarf
nauðstaddra, tryggasti vinur,
húsfaðir bezti, vinsæll af sókn-
arbörnum, gáfaður, álitlegur
sýnum, afbragðs kennari. Auk
þessa er tekið fram, að hann
hafi verið maður bráðfjörugur.
— Þetta er allareiðu nokkuð
fyrir einn mann, en þó hvorki
annað né meira en honum bar,
þar sem fyrir honum átti að
liggja að verða langafi vina
vorra Reykvíkinga, Sigurðar
Grímssonar borgarfógeta og
•séra Gríms sóknarprests í
Reykjavík, auk margra annarra
Eg geri ekki ráð fyrir því,
að fleiri heimildir um Sjöund-
ármálin komi í leitirnar, sem
nokkru breyti í verulegum at-
riðum, hvorki hérlendis, í
Kaupmannahöfn né í Noregi.
Þeirra saga er öll. — Bjarni og
Steinunn greiddu sína stóru
skuld svo dýru verði, að hinir
traustu afkomendur þeirra
þurfa þar engu við að bæta.
í byrjun 19. aldar var ofur-
lítið farið að rofa fyrir mann-
úðarstefnu í fullnæging-
um dóma, svo sakamönnum
auðnaðist oftast að verða tekn-
ir af á hreinlegan hátt. Á
þessum árum var Friðrik, síðar
hinn VI, raunverulega kon-
ungur í Danmörku, og kom það
ekki til af góðu. — Og enda
þótt hin takmarkaða náðun
Bjarna hafi verið runnin und-
an rifjum hinna háu herra í
Kanselíinu, ættum við fslend-
ingar að sjálfsögðu að vera
þakklátir Friðriki konungi VI
fyrir þessa mildun vorum
breizka landa til handa, og
sameinast í þeirri bæn, að hann
megi jafnan í sinni Hróars-
keldu sofa í eilífri ró.
Kjartan Sveinsson.
Mig vantar
góða 2ja til 3ja herbergja íbúð.
Þrennt reglusam-t í heimi'li.
Magni R. Magnússon,
Heimasími 21698, vinnusími 21170.
Til sölu er
íbúð á jarðhæð við Vesturbrún, 140 fermetrar að stærð,
4 herbergi og eldlhús.
Tilboðum sé skilað til Axels Kri-stjánssonar, lögfræð-
ings, Útvegsbanka íslands, sem gefur nánari upplýs-
ing-ar.
Landrover -- staðgreiðsla
Höfum kaupanda að Landrover diesel árg ’65, ‘66
og ’67. Staðgreiðsla á góðum bíl.
Sýningarsalurinn Sveinn Egilsson.
Meira en fjórði íá hver miði vinnurHl *
Endurnýjun lýkur á hádeg á morgun, mánudag • i
Vöruhappdrætti SÍBS