Morgunblaðið - 04.02.1968, Síða 22

Morgunblaðið - 04.02.1968, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1968 — Jeane Dixon Framhald af bls. 10 hann verði áfram í kjöri. Hann mun vinna landinu gagn eftir að hann hættir störfum varaforseta. Eins og ég benti á árið 1965 mun Romney ríkisstjóri ekki hljóta útnefningu flokks síns. Rockefeller ríkisstjóri, hefur áhuga á henni. Richard Nixson mun standa sig mjög vel. Percy öldungadeildarþingmaður heldur traustum höndnim um annað sæt ið. Pólitísk framtíð Regans kem- ur í Ijós smám saman, og örlaga- nornirnar eru honum hliðhollar. Á þessu stigi er ég treg til að vera nákvæmari um útnefn- ingu Repúblikana og sömuleiðis um það ,hver sigrar í forsetakosn ingunum. Árið 1966 spáði ég sigri Regans í Kaliforníu og ég varð þrumu lostin, þegár ég komst að því, að margt fólk tók spádóminn eins og æðri vísbend- ingu og sneri baki við Brown ríkisstjóra af þeirri ástæðu. Síðar mun ég hugleiða, hvort ráðlegt sé að birta nafn manns- ins, sem vinnur kosnigarnar í nóvember. Af þeim fjórum mönnum, t Eiginkona mín, systir okk- ar og mágkona, Sigrún Andersen, lézt að heimili sínu, Skrav- erup, Danmörku 2. febrúar, Christian Andersen, Jenny Guðbrandsdóttir, Hermann Guðbrandsson, Oddný Þórarinsdóttir. t Eiginkona mín, móðir og dóttir, Sólveig Hjaltadóttir, sem andaðist í Landspítlan- um þann 28. fyrra mánaðar, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 5. febrúar kl. 1.30. Skúli Helgason, Elísabet Skúladóttir, H.jalti Einarsson. t Tengdafaðir okkar og afi, Ágúst Jósefsson, fyrrv. heilbrigðisfulltrúi, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni þriðjudaginn 6. febrúar kl. 2 e. h. Arinbjörn Þorkelsson, Sigurður Stefánsson og barnaböm. t Minningarathöfn um móður mína og tengdamóður, Jónínu Arnesen, fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Geir Amesen, Ása Jónsdóttir. t Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför bróður míns, Finnboga Rúts Kolbeinssonar frá Unaðsdal. Fyrir mína hönr og annarra vandamanna, Elísabet Kolbeinsdóttir. sem sækjast eftir forsetaembætt- inu er aðeins einn þeirxa, sem gæti stjórnað landinu, svo að vel væri. Hinir þrír mundu valda miklum skaða, án þesis þó að ætla sér það. En ég hef sterkt hugboð um, að fylgi repúblikana aukizt og þeir vinni þingsæti og verð- ur þá meira jafnvægi í þinginu en nú er. Fjórða pólitíska aflið mun verða bandarísku þjóðinni þungt í s'kauti. Það mun spretta upp af kynþáttamálinu og verður stjórnað af Sovétmönnum. Ég sá dimmt ský yfir síðasta fundinum í Chicago, þegar hin nýja vinstri hreyfing kom þar saman. Þetta fjórða afl, sem skipulags snillingar frá Moskvu munu stjórna, mun valda sundur- þykkju á fundi Demókrata í Chi- cago. Ég hef séð þrjá háttsetta útsendara Sovétríkjanna aka um í skrautvagni sem þrír hestar draga. Ég sé stafinn S í sam- bandi við nafn foringjans og ég er viss um að það er Suslov. Hinir áttu stafina A og P. Morðið á Kennedy: James Garri- son, saksóknari í New Orleans, er á réttri leið í rannsókn sinni á morðinu á Kennedy. Lee Har- vey Oswald var ekki einn. Tvær byssur voru notaðar við morðið. En ýmis öfl, bæði innan Banda- ríkjanna og utan, beita öllum kröftum til að niðurlægja Garri- son. Hann verður þvingaður til að hætta rannsókninni og kannski kemst sannileikur- inn í máliinu ekki upp, að minnsta kosti ekki meðan við lifum. Ein'hvern veginn og ein- hvern tíma mun það samt eem áður komast upp að Clay Shaw (sem er fyrir rétti í New Orle- arus í sambandi við morðið) hafði sambanda við háttsetta menn í Washington. Og einhvern tíma og einhvern veginn mun það og komast upp, að Kennedy forseta var kunnugt um samsæri til að myrða Castro, skömmu áður en hann var sjálf- ur ráðinn af dögum. Löndin fyrir botni Miðjarðar- hafs: Það verða miklar styrjald- ir í framtíðinni. Styrjöldin sem við heyjum nú í Vietnam, er smá vægileg í samanburði við það, sem ég sé, að er í uppsiglingu í öðrum löndum heims. Og mest- ir verða atburðirnir í Austur- löndum nær. Nú eru herflokkax sem búa sig undir þessa styrjöld að flytja sig frá Sovétríkjunum til ýmissa fylgiríkja þeiirra í Evrópu og jafnvel til bandamannalanda Bandaríkjann<a. Miklir herflutn- ingar eru og til Vietnam. Sov- ézkir flugmenn stjórna flugvél- um Araba. Sovétríkin: Smám saman mun komimúnisminn eins og við þekkj um hann núna eyðast. Einn góð- an veðurdag munu Banidaríkja- mena gera bandalag við Sovét- menn gegn Kínverjum. Frelsi einstaklingsins mun aukast í Sov étríkjunum, og færast nær Bandaríkjamönnum, enda munu þeir taka ýmislegt úr bandarísku lýðræði sér til fyrirmyndar. Það er öruggt mál að kommúnism- inn mun að minnsta kosti ekki verða yfirsterkari. Leiðtogarnir í Kreml munu horfaist í augu við miklar breytingar í innsta hringn um á þessu ári. Dean Rusk: Mjög bráðlega og löngu fyrÍT kosningarnar 1968 mun Dean Rusk láta af embætti. Hann gerir það að eigin ósk tii að taka að sér annað starf. Ann- ar ráðherra, Fowler, mun láta í ljós að hann hefur einhverja breytingu í huiga. Jackie Kennedy: Frú Jacque- line Kennedy er ekki að hugsa til giftingar. Hún giftir sig ekki fyrr en tíminn hefur grætt sárin um morðið á eiginmanni hennar og andlát ungbarnsins, Patrick Bouvier Kennedy. Undir lok árs ins, og ekki fyrr, mun 'hún vænt anlega hugsa til giftingar. Krabbamein: Margir og miklir áfangar nást í baráttunni gegn krabbameini, en sem stendur sé ég ekki að við munum sigrast á þessuim hræðilega sjúkdómi í eitt skipti fyrir öll. Hjartagræðsla: Nauðsynlegt er að rannsaka hjartagræðslu meira, og sé, að nokkrir erlendir aðilar muni gera eitthvað þvert ofan í það sem búizt var við í þessu efni. Fimm ár munu líða unz slfkur uppskurður er örugg- ur. Efniáhagur: Efnahagsmál Bandaríkjanna verða stöðug allt árið. Einhver vandamál steðja að á kauphallarmarkaðinum og hafa í för með sér sveiflur, sem kunna að verða hættulegar. Enska pund ið verður fellt aftur og doHarinn er í hættu árið 1968 og verður ef til vill felldur. Margar atrenn- ur verða gerðar að dollaranum og er þar um að ræða samsæri De Gaulle og Sovétríkjanna. Suður-Ameríka: Kúba verður áberandi. Kúba er mjög hættu- leg. Hún heldur rýtingi á lofti og miðar að Suður-Ameríku og Bandaríkjunum. Vegna eyðingar afla frá ítaliu og Kúbu verður víða ókyrrð í Suður-Ameríku. Þonsti þeirra í framfarir gerir þá að auðveldri bráð svikulla vina. ég sé brosandi andlit, en að baki þeirra sjakala. Fidel Castro hverfur skyndi- lega af sjónarsviðinu einhvern tímia í framtíðinni og það verður ekki vegna eðlilegs dauðdaga. Framtíð hans sést að ákveðnu marki ,en hverfur þá snögglega í hyldjúpt myrkur. Afríka: Þetta er heimsálfa mikilla blóðsúthellinga, sem sprottin eru af miklu hættuspili Sovétmanna og Kínverja. Tízkan: Miniskirt-in halda vin- sældum meðal kornungra stúlkna, en þær sem eldri eru munu síkka pils sín, kannski alit að þumlungi niður fyrir hné. Piltar halda áfram að líkjast stúlkum, og stúlkur piltum. Þrátt fyrir það glata stúlkur ekki kven legum þokka sínum, né piltar karlmennskuLegu yfirbragði — nema síður sé. Náttúruhamfarir: Vegna þess að ég vil ekki valda óþarfa skelf ingu vil ég aðeins segja að ég sé — án þess að tiLgreina stað- ina — mikla hvirfilbylji í febrú- ar og ég finn jarðskjálfta á miðju sumri, verða þeir sumir þar sem sízt var hialdið. — Um Jeane Dixon Framhald af bls. 10 hún stofnaði til hjálp'ar nauð- stöddum börnum, hvar sem er í heiminum. Margir lesendur þekkja að nokkru feril Jeane Dixon. Með- al margra spádóma hennar, sem reynzt hafa réttir eru þegar hún sagði fyrir um dauða Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta, morðið á Ma'hatma Gandhi, ósig- ur Churchills árið 1945, endur- kosning Trumans 194í8, skipting Indlands, valdataka kommúnista í Kína, fyrsti Spútnik Rússanna, valdataka Krúsjeffs og fail hans, úrslit í sex forsetakosningum í Bandaríkjunum frá 1944 til 1964, sigur Ronalds Regan í Kali- fomíu, flqgslysið er Dag Hamm- arskjöld fórst, sjálfsmorð Mari- lyn Monroe og svo mætti lengi telja. Margir þessara spádóma eru skjalfestir í bókinni „A gift of Prophecy: The phenomenal - SPÁDÖMAR Framhald af bls. 10 Tvíburarnir 21. maí—20. júní. Gott tækifæri til heillaríkra viðskipta. Settu skoðanir þínar fram á einarðan og rólegan hátt. Farðu að öllu með gát í peningamálum þótt útlitið sé gott. Krabbinn 21. júní—22. júlí. Reyndu að standa við allar skuldbind- ingar þínar, og kipptu í lag því sem þú hefur ef til vill vanrækt yfir helgina. Þú munt eiga góð samskipti við fólk í dag. Brostu. Ljónið 23. júlí—22.ágúst. Taktu daginn snemma og notaðu vel orku þína. Leitaðu nýrra frétta og þú skalt bregða skjótt við, ef tækifærið býðst. Jómfrúin 23. ágúst—22. sept. Ágætur dagur fyrir verzlunarferðalög. Skipztu á hugmyndum við samstarfs- menn sína. Sýndu fólki sem veit hefur á verk þín, eða það sem þú ert að vinna að. Vogin 24. sept.—22. okt. Dagurinn er sérstaklega ákjósanlegur til hvers konar verzlunarviðskipta, en gleymdu ekki að fá þér góðan hádegis- verð í ró og næði. Þú færð góða hug- mynd. Sporðdrekinn 23. okt.—21. nóv. Þú verður að hafa sérstaklega góða stjórn á skapi þínu og sýna mikla kænsku og stillingu í samskiptum við ákveðna aðila. Þú getur forðast leiðindi og angur með því að sýna samstarfsvilja. Vinur þinn mun gera sér sérstakt kostaboð. Bogmaðurinn 22. nóv.—21. des. Leggðu alla krafta þína í starfið í dag. Viðskipti munu blómstra. Þegar þú kemur heim, skalt efna til fagnaðar, sem allir hafa gleði af. Steingeitin 22. des.—19. jan. Fundir og hvers konar mannamót hag- stæð í dag. Það getur verið að þú kynn- ist nýju fólki í dag, sem mun ráða þér heilt nú og síðar. Vatnsberinn 20. jan.—19. febr. I dag er gott að nota tímann til að skrifa bréf og koma með tillögur. Athug- aðu hvort tryggingar eru í gildi og hækk- aðu þær ef þörf er. Vertu heima við eða á vinnustað frekar en fara í heim- sókn. Fiskarnir 10. febrúar—20. marz. Þú skalt hlusta frekar en tala í dag. Gefðu gaum að því sem við þig er sagt og hvað þér er boðið og settu fram skoð- anir þínar á hógværan hátt. Sýndu öðr- um traust. Jeane Dixon“, sem gefin var út 1965 og er höfundur hennar Rut'h Montgomery. Sú bók hefur síðan birzt á fjölmörgum tungu- málum og mun hafa selzt í meira en þremur milljónum eintaka. Margir hafa tekið djúpt í ár- inni, þegar þeir hafa lofað Jeane Dixon fyrir yfirnáttúrlega gáfu hennar og nákvæmni í spádóm- um. Blaðið „The Christian Her- ald“ segir að spádómar Dixon séu merkastir allra spádóma ef frá eru taldir spádómar Biblíunn ar. Jeane Dixon segir, að sýnim- ar séu sjaldgæfastar. Stundum séu henni gefmar þrjár sýnir á einu ári, önnur ár alls engar. Hún segir, að sýnin sé heilög og guðdómleg og birtist henni, þegar guði sé það þóknanlegt. Jeane Dixon notar yfirleitt kriist- alkúlu til að spó, en segiist í rauninni ekki þurfa hana, en hún geti stundum hjálpað sér. Wall Street Journal segir 17. nóvember 1965, að Jeane Dixon hafi nokkrum sinum birt spá- dóma, sem sannað sé að hafi verið rangir. En sé á heildina litið séu spádómar hennar svo réttir og nákvæmir, að yfimátt- úrlegt megi telja. Jeane Dixon hefur skýrt ástæðu fyrir því að sumir spádómar hennar eru ekki réttir. Hún hafi séð hin réttu tákn, en hafi lesið rangt úr þeim. Sumir spádómamir séu tíma- bundnir og standist ekki alltaf, þar sem viðkomandi menn geti skipt skyndilega um skoðun. Jeane Dixon er fædd í Med- ford í Wiscounsin, en ólst upp í Santa Rosa og Los Angeles í Kaliforníu. Fljótt fór að bera á yfirnáttúrulegum hæfileikum hjá henni og fyrstu kristalskúl- una fékk hún að gjöf þegar hún var aðeins átta ára gömuL Rúmlega tvítug giftist hún James L. Dixon, og hafa þau hjónin verið búsett í Washing- ton, þar sem James Dixon rekur fasteignasölu, í meira en tuttugu ár. Hún varð fljótlega mjög þekkt í Washington fyrir spá- dómsgáfu sína, ekki sízt meðal ýmissa embættism.anna, stjórn- málamanna og erlendra sendiráðs starfsmanna, sem mikinn áhuga höfðu á spádómum hennar. Jeane Dixon er grönn, bláeygð og jarphærð. Hún er kaþólskrar trúar og sækir guðsþjónustur á hverjum degi. Hún hvorki reykir né drekkur ,neytir hollrar fæðu, einkum ávaxta og grænmetis. Þekktur geðlæknir, dr. Regis Riesenman sem hefur að áhuga- máli að rannsaka starfseipi miðla er ákafur aðdáandi Jeane Dixon. Hann hefur sagt um hana: „Hún er einn af tveimur eða þremur stórkostlegustu miðlum og sjá- endum okkar tíma, vegna þess, að hún hefur aldrei gert gáfu sína að verzlunarvöru og hún of- metnast ekki. Ég tel frú Dixon vera heilaga manneskju. Við rannsóknir mínar á þekktum miðlum hefur ýmislegt komið í Ijós, en aldrei nokkurn tíma hef ég reynt frú Dixon að svikum og óheiðarleika". Innilegar þakkir fyrir margvíslega vináttu og hlýj- ar kveðjur, á 60 ára brúð- kaupsafmæli okkkr 23. janú- ar sl. Gúð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Steinn Þórðarson, Kirkjulæk. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.