Morgunblaðið - 04.02.1968, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.02.1968, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1968 31 — Viet Cong Frami'hal'd af bls. 1 Xuan Loc, 61 km fyrir norðaust- an Saigon. Önnur stórsókn? Alvarlegustu bardagarnir geisa í Hue, en þar náðu bandarískir landgönguliðar fangelsi borgar- innar á sitt vald í rmorgun og kom þá í ljós að hermenn Viet Cong höfðu sleppt 2—3 þúsund föngum. Að minnsta kosti 400 hermenn Viet Cong hafast enn við í gamla kastalahverfinu, en talsmenn bandaríska herliðsins spá því að öll andspyrna í borg- inni verði bæld niður eftir tvö eða þrjá daga. Mestar áhyggjur r-.afa Banda- ríkjamenn af ástandinu við vopnlausa beltið og telja það mjög alvarlegt, enda hafa komm únistar aldre; í sögu Vietnams- stíðsins safnað samar eins fjöi- mennu liði á einum stað og á þessum slóðum. Alis eru um 50.000 menn úr her Norður-Viet nam á þessum slóðum, en að sögn John Chassons hershöfð- ingja talsmanns bandarísku her- stjórnarinnar í Saigon, er ekki vitað hvað samband er á milli þessr. liðssafnaðar og bardag- ann í baejum Suður-Vietnam í þessari viku. Chasson sagði, að bandarískir landgönguliðar hefðu fellt 111 hermenn kommúnista í hörðum bardógum nálægt Cam Lo, sem hann kallaði aðalmiðstöð virkja bandamanna meðfram vopnlausa beltinu. Chasson sagði, að hinir hörðu bardagar sem geisað hefðu við Cam Lo í gær og í dag bentu til þess að þeir væru undanfari nýrrar stórsóknar af hálfu kommúnista. Harðar stór skotaárásir hafa einnig verið gerðar á virkið Khe Sanh og flugstöðina Da Nang. Chasson gaf hins vegar í skyn að hermenn bandamanna hefðu yfirhöndina í bardögunum í bæjunum og sagði að til mið- nættis á föstudag hefðu 12.704 hermenn Viet Cong og Norður- Vietnama, 318 Bandaríkjamenn og 661 Suður-Vietnami fallið, en 1.639 Bandaríkjamenn og 1.792 Suður-Vietnamar hafa særzt. Samkvæmt þessu er mannfall kommúnista 13 sinnum meira en mannfall bandamanna. í Saigon voguðu óbréyttir borgarar sér út á götur borgar- innar í fyrsta skipti síðan bar- dagarnir hófust og reyndu að afla sér matvæla, sem eru á skornum skammti þar sem mat vælaflutningar úr sveitunum í nágrenninu hafa lagzt niður. Ástandið er smám saman að fær ast í eðlilegt horf þótt enn sé barizt á stöku stað, aðallega í úthverfunum og kínverska hverfinu Cholon, sem er höfuð- vígi Viet Cong. Þar var sprengj- um kastað að Oirkuveri og 16 ára gömul stúlka var tekin til fanga eftir að hún hafði haldið uppi harðri skothríð á bandaríska herjeppa. Þyrlur hafareynzt mjög örugg ar í götubardögunum, en marg- ir óbreyttir borgarar hafa orð- ið fyrh skotum úr þeim. Flug- miðum var dreift úr flugvélum yfir Saigon í dag og var þar skorað á íbúana að hjálpa yfir- völdunum og sagt að Viet Cong hefði beðið ægilegan ósigur í Sai gon og öðrum borgum. Sex af- tökustöðum hefur verið komið upp til viðvörunar þeim sem hyggjast ræna úr verzlunum, en Westmoreland hershöfðingi, yf- irmaður bandaríska herliðsins, hefur fyrirskipað að farið verði með hermenn Viet Cong sem stríðsfanga. Hafin er dreifing mat væla til borgara úr vörubifreið- um a helztu markaðstorgum og nokkrar verzlanir hafa verið opnaðar en verð á matvælum hefur hækkað miki'ð. Rafmagns- laust var í nokkrum hverfum Saigon í dag, en næg olía er til þótt dreifing hennar hafi ver ið erfiðleikum háð. 300.000 heimilislausir. Áætlað er, að 300.000 Suður- Vietnamar hafi misst heimili sín vegna bardaganna síðustu daga. Bandaríkjamenn segja, að skipun hafi verið gefin um að allt -skuli gert sem mögulegt sé til að hjálpa flóttamönnum á þeim svæðum, sem harðast haf: orðið - RIKISSJOÐUR Framhalld af hls. 32 Matsnefndin hóf störf 10. fetor. sl. og birti mat. sitt 11. júlí í sumar. Var úrskurður nefndar- innar á þá leið, að ríkissióður skyldi greiða 9,75 mílli. króna fy.rir eignirnr í Viðey. Kaupandinn ákvað að neyta heimildarsamnings um yfirmat og 15. ágiúst sl. dómkvaddi sýslu maður Gullbriingu- og Kiósar- sýslu þrjá menn til að fram- kvæma yfirmatið. í matsgerð þeirra segir: „Yfirmatsmenn hafa áisamt nefndum lögmönnum aðilia, selj- anda og Ágústi Böðvarssyni landmælingamanni farið á vett- vang og atlhugað staðlhætti, land- kosti og ástand Viðeyjarstofu, eftir því sem föng voru á. Þeir hafa einnig rætt málið við for- mann undirmatsnefndar, sem skýrðu frá helztu sjóna-rmiðum nefndarinnar við undirmatið. Viðey er öll taiin um 162 ha að stærð, en salan tekur til 11,8 ha. Landgæðum er lýst í málsskjölum og undirmatsgerð. Brunaíbótamat Viðteyjarstofu og Viðeyjarkirkju er nú kr. 2.343.000,00. Síðasta virðing til brunatryggingar fór fram 15. febrúar 1947. Voru eignirnar þá metnar á kr. 397.000,00, en síðan hefur brunatoótamatið hækkað Miklir þungaflutningar aö Búrfelli Erfitt að taka cf bílum vegna veðurs UNDANFARNA daga hafa stað- ið yfir miklir þungaflutningar austur í Búrfell. Hafa þeir geng- ið ágætlega, en erfitt reynzt að taka þesfia þungu hluti af bílun- um fyrir austan vegna veðurs. Þar hefur verið 20 stiga frost og rok. Með Vatnajökli komu 600—700 úti, til dæmis á ósasvæðinu ná- lægt iandamærum Kambódíu, hlutum miðhálendisins þar sem þúsundir ættflokkafólks hafa misst heimili sín og í úthverfun- um Saigon. Bandaríkjamenn játa að erfitt verði að útvega þessu fólki hús- næði þegar sókninni linni. Einn ig óttast þeiir að áskoranir til Viet-Cong-manna um að gefast upp hafi ekki lengur sömu éhritf og áður. Talsmaður herstjórnarinnar í Saigon sagði í dag, að sókn kommúnista gegn bæjum Suður- Vietnam hefði farið út um þúf- ur, þar sem þeim hefði ekki tekizt að fá íbúana til að gera uppreisn og ekkert benti til þess að landsmenn styddu Viet Cong. Hins vegar sagði hann, að Viet- Cong gæti hafið nýja sóknarlotu gegn Saigon og öðrum bæjum Suður-Vietnam þrátt fyrlr ósig- urinn sem skæruliðar hefðu beð ið síðustu daga. í síðari fréttum segir, að 20 vegatálmunum hafi verið komið upp umhverfis Saigon til þess að koma í veg fyrir flótta Viet- Cong úr borg'nni, en erfiðlega gengur að finna skæruliða í borginni sjálfri því að þeir hafa blandazt íbúunum. Sprengjuflug vélar hófu í dag nýjar árásir á stöðvar Viet Cong 'í vesturjaðri Cholon-hverfisins. Þrátt fyrir slæmt flugveður voru í gær gerðar loftárásir á skotmörk nálægt Hanoi, en að- alloftárásirnar voru gerðar á stöðvar NorðuT-Vietnama syðst í landinu og sunnan við vopn- lausa beltið, einkum við Khe Sanh. tonn af hlutuim í túrbínuir og fleiru í stöðvarhúsið við Búr- fell. Þessi varningur kemur frá Japan, en skipið tók hann í Londion. Margir af þessum kössum, sem skipað var upp, voru mjög þung- ir, allt að 37 tonn. Voru þeir fluttir auistur að Búrfelli á tengi vögnum með stórum bílurn, Voru 10 stórir bílar frá Almenn.a bygg ingarfélaginu og Gunnari Guð- mundssyni h.f. í þessum flutn- ingum á fimmtuidag og föstudaig, gekk ferðin ágætlega hjá þeirn austur, en erfitt var fyrir starfs menn við Búrfell að athafna sig við að tafca af bílunum vegna kulda og roks. Skjaldarglíma Ármanns 60 ára 56. gliman í dag kl. 4 Keflavík AÐALFUNDUR Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kefla- vík, verður haldinn þriðjudag- in 6. þ. m. og hefst kl. 8 e. h. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna 56. Skjaldarglíma Ármanns veröur háö í dag, sunnudag, kl. 16 aö Hálogalandi. Þátttakendur verða allmargir. 10 glímumenn BRIDGE Reykjavíkurmeista.ramót í bridge (sveitakeppni) hófst S.l. sunnudag í Domus Medica, Egils götu 3. Keppt er í 3. flokkum, Meistaraflokkur 8 sveitir, I flokk ur 8 sveitir, II flokkur 6 sveitir. Úrsli í I umferð var þessi: M.fl. sveit. Símonar Símonarsonar vann Ingi bjarts Halldórssonar 8—-0. Benedikts Jóihannssonar vann Bernharð Guðmundss. 8—0. Hjalta Elíassonar vann Zóphan- íasar Benediktss. 7—1. Hilmar Guðmundsson vann Dag bjart Grímsson 6—2. I flokkur. Halldór Magnússon vann Matt- híasar Kjell 8—0. Harðar Blöndal vann Gunnar Sigurjónsson 7—1. Jóns Stefánssonar vann Andrés- ar Sigurðssonar 6—2. Magnús Eymundssonar — Páls Jónssonar 5—2. III. flokkur. Ara Þórðarsonar vann Gísla Finnssonar 8—0. Ragnars Óskarssonar vann Ár- manns Lárussonar 8—0. Sigtryggs Sigurðssonar vann Halldór Ármannssonar 6—2 Næsta umferð verður spiluð í Domus Medica sunnudaginn 4. fehrúar og hefst kl. 2:00 e.h. eru skráöir til leiks, þeirra á rneðal margir af beztu glímu- mönnum borgarinnair, eins og Sigtryggur Sigurðsson, KR, skjaldhafi þriggja síðustu ára, Hjálmar Sigurðsson, Gunnar Ingvarsson og Hannes Þorkels- son, sem allir eru úr Umf. Vík- verja. f ár eru 60 ár liðin frá því fyrsta S'kjaldarglíman var háð, en það var 1. febrúar 1908. Þátt- takendur voru þá 12, og varð Hal’lgrímur Benediktsson s'kjald- aehafi. Sk j alda r glím a Árm a n ns er elzta iþróttamót, sem fram fer í Reýkjavík og efnt er til ár- lega. í þessi 60 ár hefur glíman einungis fallið niður árin 1916, 1917. 1918 og 1919, vegna hieims- styrjaldarinnar fyrri. Ekki er að efa, að keppnin verður hin skemmtilegaista í dag að Hálogalandi, og eru glímu- unnendur hvattir til að fjöl- menna og horfa á vaska glímu- menn etja kappi saman. sjálfkrafa samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. Samkvæmt fasteignamati 1967 er landverð Viðeyjar kr. 285.000,00, en hús- verð kr. 135.000.00. Eftir upp- lýsingum sveitarstjóra Seltjarn- arnesihrepps hefur skipulagsupp dráttur af Viðey enn ekki verið gerður. Samkvæmt f-umdrætti að svæðisskipulagi höfuðtoor.gar- svæðisins, ;em samvinnunefnd um skipulagsmál Reykjavíkur og náerennis hefur fallizt á, er gert ráð fyrir, að Viðey verði útivistarsvæði". Lögmaður kaupanda hefur haídið því fram, að taka verði tillit til þess við ákvörðun mats- f’árbæða", og þá til lækkunar, að Viðevjarstofa og svæðið þar í kring sé keypt til þess að varð- veita menningarlegt gildi þess- arar faisteignar. Ekki verður fall ist á þet'ta sjónarmið. Samkvæmt sam.ningi aðilja skal um kaupin og matsgerðir fara eftir áfcvæð- um laga nr. 61/1917 um fram- kjvæmd eignarn.áms en í 10. gr. laganna segir, að matsverð eign- ar skuli miðast við það gang- I verð, sem hún mundi hafa í kaup i um og sölum. Fullar skaðabæt- j ur skulu og greiddar er svo á stendur, að mannvirki eru tek- ! in á fornleifaekrá og eigandi verður fyrir tjóni af þeim sök- um, sbr. 2. gr, laga nr. 8/1947 og 6. gr. laga nr. 40/1907. Samkvæmt 1. tl. kaupsamnings aðilja ber ekki að taka tilliit til j þeirra heyskapahlunninda, sem þar eru greind. Ákvæðið urn heitt vatn í 5. tl. getur lítiil sem engin álhrif haft á matsfjár- hæðna, þar sem algerlega er ó- víst urn, hvort hett vatn finn- ist í Viðey. Smkvæmt 3. tL er seljanda hemilt að nota heima- vörina til umferðar. Gera má ráð fyrir, að kaupandi láti gera þar bryggju, sem auðveldi mjög samgöngur við eyjuna. Sam- kvæmt 4. tl. er öll veiði í sjó fram af hinu selda land undan- skilin í sölunni. Við ákvörðun matstfjárhæðar verður að hafa í huga ákvæði skipulagslaga nr. 19/1964 um hömlur á nýtingu lands tii bygg ingaframkvæmda og sérstaklega ákvæði 30. gr. um skyldu land- eiganda til að láta af hendi end- urgj aldslaoist til almennings- þarfa % af heildarflatarmáli lands, ef því væri breytt í bygg ingarlóðir, og heimdld sveitar- stjórnar til að krefja landeig- anda um allt að 44 áætlaðs kostn aðar við gerð gatna og bolmæsa. Alveg sérstaklega ber að líta til þess, að allar horfur eru á, að land það, sem mat þetta tekur ti'l, hefði orðið e gendum þess um langan tíma mjög arðlítið. Að athuguðum öllum aðstæðum og sjónarmiðum, sem áhritf eiga að hafa á matið, þykir hið selda, landsvæði í Viðey ásamt Viðeyj- arstofu og öðru samkvæmt kaup samningi aðilja, hætfilega metið á kr. 5.100.000.oo. Ekki eru efni t:l að taka til greina vaxtakröfu seljanda, en matsfjárhæðin er miðuð við greiðslu út í hönd. í kaupsamning aðilja er kveð- ið svo á, að allur kostnaðux „í sambandi við matsgerðirnar, þ.á. m. þóknun matsmanna og um- boðsmanna aðilja", skuli greið- ast af kaupanda, eftir ákvörðun matsnefnda. Þóknun lögmanna fyrir störf þeirra fyrir yfirmats- nefnd þykir hæfilega ákveðin kr. 80.000.00 til hrvors þeirra. Reykjavík, 3 febrúar 1968. sgn E'nar Arnalds, Aðalsteinn Guðjoihnsen, Kristján Karlsson. — Barnard Framhald af bls. 1 úr þeim, ef þeir yrðu fyrir alvarlegu slysi og væri ekki hugað líf. Einn spyrjandinn bar fram þá spurningu, hvers vegna fyrsta aðgerðin hefði einmitt verið framkvæmd i S.-Afríku. Hann spurði, hvort skurð- læknar þar væru öðrum snjallari og djarfari, hefðu betri aðstöðu og fullkomnari tæki en annars staðar þekktist Eða hvort hin ómannúðlega aðskilnaðarstefna gerði það að verkum, að mannslíf væru minna virt þar en annars stað ar. Barnard svaraði, að skúrð læknar í Suður-Afríku væru margir mjög góðir, en hinu at riðinu kvaðst hann ekki telja ástæðu til að svara. Aðrir spyrjendur gagnrýndu og þessa fyrirspurn. Þegar Barnard var spurður um hvað hann segði um gagn rýni þá, sem fram hefði kom- ið sagði hann, að þeir hefðu engu að leyna og að Þeir hefðu gert það sem þeir töldu rétt. Ef fólk fýsti að gagn- rýna þá, væru þeir reiðubún- ir til svara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.