Morgunblaðið - 06.02.1968, Page 3

Morgunblaðið - 06.02.1968, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 Snjóskriðan féll úr hlíðinni upp af syðstu húsunum í Siglu"irði. — (Ljósm. Ólafur Ragnar ,son). Snjóskriða féll á íbúóarliús i Siglufirði: BARNID VAKNAÐI - SÁ OG HEYRDI SNJÓSKRIÐUNA KOMA - segir móðirin í samtali við Morgunblaðið Siglufirði, 5. febrúar. AÐFARANÓTT og morgunn sunnudagsins 4. febrúar geis- aði hér aftakaveður af norðri með mikilli bleytuhrið. Snjó- skriða féll á íbúðarhús núm- er 76 við Suðurgötu og olli stórskemmdum. Engin slys urðu á fólki. í þessu ofviðri fuku þakplötur af húsinu núm er 58 við Suðurgötu, gluggar brotnuðu í nokkrum húsum og gúmíreim á stóru síldar- færibandi hjá S.R. slitnaði. Tvær minni snjóskriður eyði lögðu skúra, þar sem geymt var hey. Það var um klukkan 6,20 á sunnudagsmorgun, að hjónin Jónína Víglundsdóttir og Þór- ir Björnsson rafvirki vökn- uðu við það, að elzta dóttir þeirra, Guinnhildur 7 ára. stökk uipp í rúmið til þeirra, og sekúndubroti síðar fyllt- ist svefniherbergið ógnar þrýstingi og (hávaða. Það tók hjónin nokkur augnaiblik að átta sig á því, hvað væri að gerast og vissu þa-u það raunar ekki fyrr, en Þórir kveikti ljós og sá að komið var md'kið magn af snjó inn í 'svefwherbergið. Snjóflóð! hrópaði hann til konu sinnar og dóttur og þaut áleiðis til herbergis sona sinna tveggja, Hermanns 5 ára og Birgis 6 ára, en leiðin var allt annað en greið þessa tvo til þrjá metra, sem eru frá svefnherbergisdyrum þeirra hjóna að herbergi bræðanna. Gangurinn, sem fara þarf eftir, var fullur af snjó og það sem verra var, glerbrot voru í snjónum. Að vísu hafði snjór farið inn til drengjann-a en ekki skaðað þá. Þeir höfðu vaknað við hávaðann og voru hræddir, sem von var . Þórir kom drengjunum inn í svefnherbergið til konu sinn ar og fór að huga að verkfæri eða einhverju, sem hægt væri að moka með snjónum út úr svefnherberginu svo unnt yrði að loka dyrunum. Því af gegnumtrekk, sem myndaðist af völdum brotinna glugga var stóbhríð inni í húsinu ek'ki síður en úti. Tókst Þóri að ná í stóran pottihlemm og með honum gat hann mokað þar til svefnherbergisdyrun- um varð lokað. Þá fyrst var farið að huga að skjól'betri fötum, en fjölskyldan öll hafði fram að þessu verið í náttfötunum einurh klœða. Fætur þeirra hjóna- og hend- ur voru blóðrisa eftir gler- brot, þó ekki alvarlega, nema hvað Þórir fékk óþægilegan skurð á ann-an hælinn, Síminn var týndur einhvers staðar í snjónum, svo ekki varð náð í hiálp gegnum hann. Nábúi Þóris, Reynir Sig- urðsson, trésmiður, vaknaði við einhvern óvenjulegan há- vaða og leit út. Sá hann þá þakplötur og timburrusl úr þakí íbúðarhúss Þóris. Reynir brá fljótt við, hringdi fyrst yfir, en þegar enginn anzaði klaeddi hann sig og fór út. Hann gerði sér strax grein fyrir því sem gerzt hafði, en á mieðan var Þórir að reyna að komast út úr Jbúð sinni til að ná í hjálp, en það var ekki auð- velt í fljótu bragði, því alls staðar var snjór fyrir, bæði hurðum og gluggum, úti og inni. , Reynir byrjaði strax að moka snjónum frá eldhúss- glugganum, sem Þórir svo opnaði. Þeir ræddust við um ástandið, en síðan fór Reynir inn til sín og hringdi í allar áttir eftir aðstoð, sem kom svo fljótt að furðu sætti. Á meðan fóru hjónin með börnin yfir í heimili Reynis. Ég frétti ekki af þessu snjó fl'óði fyrr en búið var að moka snjónum út og koma hirðanlegum húsmunum, sem voru fáir, í geymslu. En að- koman var ljót — húsgögn fyrir tugi þúsunda mölbrotin, gólfteppi í stoiu og holi renn blaut, sundurtætt og skorin. Hurðir brotnar af hjörum — skilrúmsveggir brotnir og farnir, spónlagðar plötur á veggjum ónýtar vegna bleytu. Að auki var svo hálft þakið farið af húsinu. Svona mætti lengi telja og er ekki að efa, að tjón það sem þarna hefur orðið skipt- ir hundruðum þúsunda króna. Hús þetta er nýtt og hafði fjölskylda Þóris aðeins búið í því í þrjá mánuði. Húsið var ekki tryggt fyrir snjóflóð um, en Þórir hafði heimiliis- tryg.gt og mun því fá einhverj ar sárabætur fyrir skemmdu húsgögnin. Ég náði tali af eiginkonu Þóriis, sem þá var heima hjá mágkonu sinni, og sagði hún mér m.a., að dóttir þeirra, Gunnhildur, hefði vaknað rétt áður en. ósköpin dundu yfir og var á leið af salemi, þegar hún sá og heyrði skriðuna komia. Hljóp hún í ofboði undan snjónum. Sagði Jónína að þau hefðu að sjálfsögðu öll orðið mjög hrædd, en raunar hefði þó allt það versta verið atfstaðið áð- ur en þau voru almennilega vöknuð, því snjóskriðan var ekki nema nokkrar sekúndur að ryðjast in-n, en atftur á móti -hvein mikið í vintíinum og hríð n smaug um allt húsið. Tekið skal fram að yngsta bárn þei-rra hjóna svaf inn í herberginu hjá þeim. Jónína vildi þakka tilhög- un á innréttingu hússins, að ekki náði meiri snjór inn í srvefnherbergin og ekki hvað sizt að húsið er að hálfu nið- urgrafið þeim megin, sem að fiallshlíðinni snýr. Þau hjóni-n vilja flytja öl-l- um þeim, sem lögðu hönd að verki við björgun og bráða- birgðaviðgerð innilegt þakk- læti. — Steingrímur. - IÞROTTIR Fram'hald af bls. 30 Dómarar voru Gunnar Gunnars- son og Marinó Sveinsson. Áhorf- endur voru margir. Þrír leikir voru háðir I I. deild körfuknattleiksmótsins um helg- ina. Á föstudagskvöld fóru fram tveir leikir í Laugardalshöllinni. Sigraði þar KFR Þór frá Akur- eyri með 53 stigum gegn 47: Leikurinn var mjög spennandi, og segja má að KFR hafi unnið leikinn á varnarspilinu, léku svæðisvörn, en fórnuðu Ólafi Thorlacíus á Einar Bollason, sem aðeins skoraði 4 stig. Þórir skoraði 25 stig fyrir KFR en Guðni 16 fyrir Þór. Hinn leikurinn í Höllinni var milli KR og Ármanns og sigraði KR með yfirburðum 70 stigum gegn 46. Guttormur og Kolbeinn skor- uðu 16 og 12 stig fyrir KR. en Birgir Birgis 10 stig fyrir Ár- STAKSniMAII S j dlístæðis Tokkurinr og tryggingarnar Á nær f jögurra áratuga starfs- ferli hefur Sjálfstæðisflokkur- inn jafnan talið eflingu almanna trygginga eitt höfuð baráttumál sitt enda hefur flokkurinn haft forustu um stórfelldar umbæt- ur á tryggingakerfinu m.a. í tíð núverandi ríkisstjórnar. Síðasta dæmið um þessa viðleitni Sjálf- stæðisflokksins er samþykkt sú, sem gerð var í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir nokkrum dög- um, að frumkvæði Sjálfstæðis- manna, varðandi greiðslu á sjúkrakostnaði erlendis, þegar læknishjálp er ekki að fá hér á landi og eru hinar dýru hjarta- aðgerðir á börnum í Bandaríkj- unum gleggsta vitnið um nauð- syn umbóta á tryggingakerfinu að þessu leyti. Tryggingakerfið á fslandi er nú tvímælalaust eitt hið fullkomnasta í veröldinni, þótt telja megi, að sumar Norð- urlandaþjóðirnar og þá sérstak- lega Svíar séu lengra komnar en við — en sumir telja raunar, að Svíar séu komnir of langt. Markmið trygginganna Um leið og tryggingakerfið eflist stöðugt verður að hafa í huga breytta þjóðfélagshætti og markmið trygginganna og vinna að þvi að tryggingakerfi okkar þróist í samræmi við það. Tryggingunum er fyrst og fremst ætlað að sjá til þess, að enginn líði skort í þjóðfélaginu, vegna sjúkleika, erfiðra aðstæðna eða annarra örðugleika. Þess vegna ber að leggja alla áherzlu á að efla tryggingarnar á þann veg, að þær komi þeim að mestu gagni, sem á þeim þurfa að halda. Hinir, sem eru betur efn- um búnir þurfa ekki á trygging- unum að halda, til jafns við aðra, þótt þær aðstæður geti skap- azt að hvaða þjóðfélgsþegn sem !er þurfi á aðstoð þeirra að halda. Til skamms tíma hefur öll heilbrigðisþjónusta í Bret- landi verið ókeypis en nú hafa jafnaðarmenn í Bretlandi greini- lega markað þá stefnu að gera nokkurn greinarmun á. Þeir sem efni hafa á skulu greiða að visu óverulegar upphæðir fyrir heilbrigðisþjónustu en hinir, sean við aðrar aðstæður búa njóta sömu kjara og áður. Þetta hlýtur að vera hin heilbrigða stefna í tryggingamálum og sé henni ekki fylgt hlýtur trygginga kerfið fyrr eða síðar að lenda í ógöngum. , Aðstoð til hinna lakar settu Hérlendis eru t.d. i gildi regl- ur um fjölskyldubætur og hljóta menn fjölskyldubætur í sam- ræmi við barnafjölda hver svo sem efnahagur þeirra er. Það væri í fullu samræmi við eðli- legt og heilbrigt markmið trygg- inganna að afnema fjölskyldu- bætur til hálaunamanna en auka þær í þess stað til láglauna- manna. Slík stefna er og vafa- laust í samræmi við siðferðis- vitund almennings. Slík stefna er efling trygginganna í raun til þeirra sem á þeim þurfa að halda, — hún er ekki skerðing. Það er eitt af markmiðum Sjálf- stæðismanna að byggja upp þjóð félag á íslandi þar sem enginn líður skort. f samræmi við það ber að efla tryggingakerfið þannig, að það veiti fullnægj- andi aðstoð þeim, sem lak- ar eru settir, en minni aðstoð hinum, sem góðum efnum eru búnir. Sú stefna í tryggingamál- um er eðlileg og heilbrigð og í fullu samræmi við markmið trygginga í nútíma þjóðfélagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.