Morgunblaðið - 06.02.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 06.02.1968, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 196« Þdrarinn Björnsson skdlameistari - Minning ÞÓRARINN Björnsson er látinn. Sjaldan hefir mér brugðið meira við nokkra fregn, en þeg- ar ég var vakinn með þeim orð- um sunnudagsmorguninn 28. jan úar. Að vísu var mér fullkunn- ugt, að undanfarna daga höfðu líf og dauði háð um hann harða baráttu, en vér menn erum, sem betur fer lengstum svo bjartsýn- ir, að vér trúum á sigur lífs- ins unz yfir lýkur. Við andlát Þórarins Björns- sonar er lokið starfsamri æfi og flekklausum ferli manns, sem gat sér vináttu og virðingu allra, sem honum kynntust sakir mann kosta sinna. Þar er og brotið blað í sögu mikilvægrar mennta- stofnunar, og þar stendur ófullt skarð og opið. Það finna allir, sem til þekkja, nemendur hans og vinir um land allt, en þeir bezt, sem voru starfi hans kunn- ugastir, eins og vér samstarfs- menn hans um tugi ára. Þórarinn Björnsson var fædd- ur að Víkingavatni í Keldu- hverfi 19. desember 1905 og var því aðeins rúmra 62 ára, er hann lézt 28. jan. s.l. Foreldrar hans voru Guðrún Hallgrímsdóttir og Björn Þórarinsson, er bjuggu um langan aldur að Víkinga- vatni. Voru þau gáfuð hjón og hvarvetna vel metin. Þórarinn átti fjölmennan frændgarð aust- ur þar, voru þar bæði búhöldar góðir, en einkum þó margt af- burða gáfumanna og listhneigðra. Hygg ég þeim frændum hafi leg- ið létt á tungu íslenzkt mál, og þeir margir verið gæddir íhygli um vandamál mannlegs lífs. En þar er einnig að finna ágæta tón- og myndlistarmenn. Runnu þannig saman fjölbreyttar gáfur og mannkostir, sem Þórarinn hafði erft í ríkum mæli. Æsku- heimili hans var fjölmennt menn ingarheimili, og margskonar fél- agslíf blómgaðist í sveit hans. Ólst hann þannig upp við fjöl- þætta og rótgróna sveitamenn- ingu, og sáust þess ætíð merki í starfi hans og skoðunum. Trú hans á menningargildi íslenzks sveitalífs var óbilug og ást hans á verðmætum þess sömuleiðis. Ungur að aldri réðst Þórarinn til náms í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Þar var þá háð hörð barátta um að fá skólanum breytt í fullkominn Menntaskóla undir forystu Sigurðar Guðmundsson- ar skólameistara. Varð Þórarinn einn í þeim fámenna hópi náms- manna, er fyrstir námu allt stúdentsnám hér nyrðra, en hlutu þó að þreyta próf utan- skóla í Reykjavíkurskóla. Var það erfið raun og þeim í engu hlíft. En á engan þeirra félaga er hallað, þótt fullyrt sé, að þar hafi afburða námsgáfur Þórar- ins ásamt dugmikilli einbeitni við nám, orðið þeim öllum lögeggjan til dáða og átt drjúgan þátt í, að þeir gerðu góða ferð suður. En námssigur þeirra varð þung- ur á metunum fyrir málstað skól- ans. Lagði Þórarinn þannig þeg- ar í æsku skerf til heilla skcla vorum, sem hann síðan helgaði líf sitt og starf. Námsgáfur þórarins Björns- sonar voru fjölhæfar. Hygg ég hann hafi eigi síður verið gædd- ur stærðfræðigáfu en málvísinda, þótt hin siðari yrðu viðfangs- efni hanis. Lágu til þess ýmis rök, en mestu mun þó hafa ráð- ið, að frá æsku var honum hug- stæðari mildi húmanismans, en hin kalda talnafræði, þótt eigi skorti hann rökhyggju, til að þreyta fang við hana. Mannleg sál og mannleg örlög voru hon- um geðþekkara viðfangsefni en tölur og formúlur, og þar var í rauninni hugur hans allur. Sigurður skólameistari fann brátt hvað í Þórarin var spunn- ið. Hinn gáfaði, geðfelldi sveinn vann hug hans og traust, og milli þeirra skapaðist innilegt vmáttusamband. Hygg ég Þórar- inn hafi litið á þau skólameistara hjón Sigurð og Halldóru sem aðra foreldra sína og unnað þeim sem slíkum. Á byrjunarárum Menntaskól- ans á Akureyri var Sigurði skóla meistara það mikið kappsmál að velja þar til starfa unga efnis- menn, og styðja að námi þeirra. Það mun því hafa verið með hans ráði, að Þórarinn réðst á nýja braut íslenzkra námsmanna, er hann hélt til Parísar og nam þar latínu, frönsku og uppeldis- fræði í Sorbonne háskóla. Höfðu nær engir fslendingar stundað háskólanám í Frakklandi á und- an honum. Má fara nærri um, að mikil viðbrigði hafi það verið sveitapiltinum norðan úr Keldu- hverfi, að koma suður í heims- borgina á Signubökkum. En sá var andlegur styrkur hans, að hann vann sigur í þeirri glímu. Hann naut þeirra gæða, sem menning stórborgarinnar fékk veitt honum, en geymdi þó ó- snortinn kjarna skaphafnar sinn ar og íslendingseðli. Glys og ljómi heimsborgarinnar glæstu, slógu engri obfirtu í augu hon- um, né sljóvguðu sjónir hans fyr- ir unaði íslenzkra sveita. Og þótt hann sæti þar við upp- sprettur hámenningar Evrópu og teygaði af þeim lindum, dró það sízt úr ást hans og virðingu á íslenzkum menningarverðmætum. Mun útivistin hafa kennt honum að meta enn betur þau verð- mæti, og greina þar góðmálminn frá gjallinu. Og í öllu starfi hans og lífsstefnu hafa þessir tveir straumar, erlend menning og íslenzk runnið saman 1 einn farveg. Og aldrei myndu nokkur fyrirheit um lífsþægindi og gilda sjóði hafa freistað Þórarins Björnssonar, til þess að dvelj- ast með erlendum þjóðum og vinna þeim, þótt þar væri frama- brautin greið manni með hans gáfum og lærdómi. Á íslandi var vettvangur hans, og aukinn manndómur íslenzkrar æsku markmið hans. Háskólaprófinu, licence és lettres, lauk hann síðla árs 1932, en í ársbyrjun 1933 réðst hann kennari að Mennta- skólanum á Akureyri, og síðan hefir saga hans og saga skól- ans verið tveir óaðskiljanlegir þættir. Þórarinn Björnsson gat sér þegar í stað mikinn orðstír sem kennari, og náði á því sviði á- gætum árangri. Hann var í senn vinur, félagi og fræðari nemenda, sem þeir báru traust til. unnu og virtu, og hélzt svo alla hans starfstíð, þótt viðhorfin yrðu að nokkru með öðrum hætti, er hann eltist og gerðist forstöðu- maður skólans, sem sífellt stækk aði, svo að jafn náið persónu- samband varð torveldara en áð- ur. Það er ætlun mín, að hann hafi löngum kennt meira með hjarta en höfði, ef svo mætti að orði kveða. Því varð kennsla hans svo lífræn, ekki þurrt fræða stagl, heldur gædd anda og hjartaþeli kennarans. Af þeim sömu sökum varð samband hans við nemendur svo innilegt sem raun ber vitni um. Það er al- kunnugt um þá, sem miklir náms menn hafa verið, að þeir eiga oft erfitt með að átta sig á erfiðleikum tregra nemenda. Aldrei varð þess vart um Þór- arin. Hann skildi viðfangseni hvers og eins, og þótt honum vafalaust hafi þótt skemmtilegra að kenna námshestunum, kunni hann ekki síður að fara með þá, er tregari voru á skeiðinu og koma þeim til nokkurs þroska. En eins og vænta mátti um jafn tilfinningaheitan mann og skap- ríkan, gat honum runnið í skap og gerzt þá allþungorður. En nemendum var það ljóst, að hug- urinn, sem þar var að baki var vermdur hjartahlýju og um- hyggju fyrir því, sem þeim væri bezt og farsælast. Námsgreinar hans voru latína og franska, þótt hann stundum á fyrri árum gripi í að kenna aðrar námsgreinar. Kennaraár Þórarins var hann löngum önnur hönd Sigurðar Guðmundssonar, og létti honum störfin á margvíslegan hátt. Varð hann þá þegar þaulkunnugur verkahring skólameistara, erf- iði starfsins og ábyrgð. Snemma mun Sigurður og hafa kjörið hann sem eftirmann sinn, sem og varð, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1947. Þegar Þórarinn tók við skóla- meistarastarfinu var það því eng- hjarta hans, jafnvel meiri en hjá þeim, er refsinguna hlaut. Alvara sú og 'ibyrgð er starf- inu fylgdi lagðist þungt á hann eins og það ætíð hlýtur að gera um menn sem gæddir eru jafn- næmri siðferðiskennd og eru um leið tilfinningaríkir og viðkvæm- ir. Þótt hann í eðli sínu væri glaður í lund, fannst mér löng- um, einkum á síðari árum, að hann gæti aldrei með öllu gleymt inn viðvaningur er settist í sæt- ið, heldur þaulreyndur kennari, og maður er þekkti starfið í flestum smáatriðum. Ekki var það vandalaust, að taka við af Sigurði Guðmundssyni, eftir langa og mikilhæfa stjórn hans. Hefir Þórarinn vafalaust margt lært af samstarfinu við hann, en þó grunar mig, að í sumu hafi þau kynni verið honum fjöt- ur um fót, jafn óskaplíkir menn og þeir voru, og hver hlaut að stjórna eftir sínu eigin höfði. Skemmst er það að segja, að frá öndverðu hefir skólameistara- starf Þórarins Björnssonar verið hið farsælasta, skólanum og þjóð inni til heilla og honum til sæmd ar. Skólinn hefur stækkað úr tæpum 300 nemendum í 500, heimavistarnemum fjölgað úr 80 í nokkuð á þriðja hundrað. Þess- ar tölur sýna að nokkru hver aukning hefir orðið á starfi skólameistara þau ár, er Þór- arinn fór þar með stjórn. En hitt mun þó hafa skapað meira erfiði, hversu timarnir hafa breyzt og viðhorfin orðið önnur en bau voru fyrir 20 árum. Skól- inn óx ár frá ári, störfin urðu að sama skapi umfangsmeiri, og skólameistarinn sjálfur óx með starfinu. Engan mann hefi ég þekkt ósérhlífnari en Þórarin Björnsson, og um leið fljótari og fúsari að leysa hvers manns vanda eftir því sem hann fram- ast mátti. Hann sparaði hvergi orku sína né tíma, heldur vann því meira sem meira þurfti við. Var það í senn styrkur hans og veikleiki, enda brustu kraftam- ir fyrr en vér hefðum vænzt. Sambúð hans við nemendur hélzt óbreytt, sama vináttan og trúnaðurinn. Enda mundi ég telja að sterkasti þátturinn í skólastjóm Þórarins væri góð- leikinn. Hann unni skólanum af öllum hug, og hann unni nem- endum hans hverjum og einum. Aldrei getur stjórn í svo stórum skóla orðið árestrarlaus með öllu, né hjá því komizt að beita purfti refsingum eftir því sem skóla- agi krefst. En árekstrarnir í meistaratíð Þórarins Björnsson- ar voru furðufáir, og það hygg ég, að þegar hann komst ekki hjá því að beita refsingum, hafi vað ætíð skilið eftir sársauka í starfinu og alvöru þess. Hygg ég það hafi slitið kröftum hans um aldur fram ekki síður en starfið sjálft. Sambúð hans og samstarf við kennara var með sama hætti og við nemendur. Skoðanir gátu að vísu verið skiptar, eins og vænta mátti í fjölmennum hóp ólíkra manna, en aldrei olli slíkt á- rekstrum eða misklíð. Og allir munum við hinir mörgu kennarar sem starfað höfum undir stjórn Þórarins á einu máli um, að hann var góður húsbóndi ekki síður en góður samstarfsmaður. „í hleðsluna draup hans hjarta blóð“, var eitt sinn sagt um fs- lending, er fórnaði ástfólginni stofnun æfi sinni og starfi. Um engan mann hygg ég slíkt yrði sagt með meiri sanni en Þórar- in Björnsson. Gáfur hans voru fjölhæfar, og áhugamál átti hann mörg. Vafalaust hefir hugur hans staðið til að sinna ýmsum við- fangsefnum öðrum en skólastarf inu, einkum ritstörfum. Sakir hæfileika hans vor oft til hans leitað um að takast á hendur ýmis störf með embætti sínu eins og títt er í þjóðfélagi voru. En hann hafnaði því öllu. Hann var gæddur þeim sálarstyrk að leiða alla hina ólíku strauma í einn farveg, þann, sem snerist um heiill skólans og þeirra, sem þar voru innan veggja. Skólanum vann hann allt, sem hann mátti meðan heilsa og kraftar entust. Víðtæk menntun og fjölhæfar gáfur, og einkum þó næmur skiln ingur á mannlegu eðli gerðu Þór arin Björnsson að miklum skóla- manni. Hinsvegar verður ekki sagt að hann hafi rutt þar nýjar brautir. Hann var fremur íhalds samur í öllu því, er laut að fyrir komulagi skóla, Klassisk mennt- un hans og meðfædd skaphöfn gerðu hann varfærinn og efa- gjarnan gagnvart miklum breyt- ingum. Er það raunar fátítt og mikilsverð gáfa á vorum hrað- fara breytingatímum, ekki sízt þegar um frjálslynda menn er að ræða. Engu að síður var hon- um ljóst, að skólar hljóta að taka breytingum með breyttum tímum og fylgdist hann vel með hvað gerðist annars staðar í þeim efn- um Hann var því hlynntur auknu kjörfrelsi námsgreina, og vann af alhug að því, að raunvísind- um yrðu búin betri kjör í skól- unum, enda þótt hann bæri allt- af nokkurn ugg í brjósti um að hin kalda raunhyggja mundi draga úr persónuleika einstak- lingsins og færa þá alla í sama horfið. En ekkert var fjar skapi hans en að ala upp múgsálir eða einstefnumenn. Oft virðist sem þjóðinni gleym ist, hversu mikilvægt starf skól- anna er í þjóðfélaginu, og hve mjög velferð þjóðfélagsins er undir því komin, að vel takizt til um störf þeirra. Kemur þar ekki einungis til, hve miklum fræðasjóð þeir gæða nemendur sína, heldur eigi síður, hvern andlegan þroska þeir veita, og hve þeim tekst að efla siðferðis- kennd og manndóm nemenda, Ef menn gerðu sér þetta fyllilega Ijóst, yrði fyrst unnt að meta réttilega, hvert starf Þórarinn Björnsson hefir af hendi leyst sem kennari og skólameistari. Starf kennarans og skólastjór- ans er oft þreytandi, og það verð ur hvorki mælt né vegið á alin- máli eða metaskálum, heldur við það eitt í hve mörg hjörtu það verður rist. En það á einnig sín- ar ljúfu hliðar, samvistirnar við glaða æsku og öll hlýju hand- tökin hjá gömlum nemendum. Þau laun hlaut Þórarinn Björns son í ríkum mæli og að mak- legleikum. Það vissi ég vel fyrr, en aldrei þó eins og síðustu dagana. Þórarinn Björnsson var list- unnandi og listhneigður. Hann unni fegurð, í hverju sem hún birtist. Satt, fagurt og gott hefðu vel mátt vera einkunnarorð hans En þó hygg ég að einkum hafi orðsins list verið honum hugþekk og tiltækust. Hann hefir ekki ritað sérlega mikið. Var það hvort tveggja, að annasamt embætti gaf honum ekki mikið tóm til rit- starfa, og vandvirkni hans og virðingi fyrir íslenzkui,málii,hreinu og fögru, var honum fjötur um fót í afköstum. Hann gat ekki kastað höndum til nokkurs verks er hann léti frá sér fara. Þýð- ingar hans úr frönsku, hluti af sögunni Jóhann Kristófer og ævintýrið Litli prinsinn, sýna það Ijóslega hver listamaður hann var á íslenzkt mál. Og ekki leynir það handbragð sér á mörg um skólaræðum hans, sem þ® voru löngum samdar í mesta flýti á örðugasta annatíma skólans. Eru ræðurnar margar listaverk, jafnt af efni sem orðfæri. Hljót- um vér því að sakna þess, að honum skyldi ekki gefast meira tóm til að sinna ritstörfum, eða kynna íslenzkum lesendum úrval listaverk. En viðhorf hans til skáldskapar og lista held ég kom Ijóst fram í eftirfarandi orðum úr eftirmála hans að Litla prins- inum: „Ekkert er til fegurra en binda bönd vináttu og skilnings og leggja þar við líf sitt. Saint- Exupéry (höf. bókarinnar) er maður hugsjóna og athafna í senn, þar sem draumur og veru- leiki vefast furðulega og fagur- lega saman, en að baki vakir þráin til hinnar æðstu fegurðar og dýrustu verðmæta, sem hvorki verða tölum talin, höndum tek- in né augum numin.“ Ég gat þess fyrr, að Þórar- inn Björnsson hefði ekki dreift kröftum sínum út fyrir vettvang skólans. Fékkst hann því ekki mik ið við opinber miál, þótt hvorki skorti hann áhuga, né að ekki væri til hans leitað. Þó var hann um langt skeið í skólanefnd og síðar fræðsluráði Akureyrar. Og um allmörg undanfarin ár vann hann í nefnd þeirri, sem gera á tillögur um fyrirkomulag menntaskólanna. Kann ég annars eigi að rekja slík störf. Hverjum þeim félagsskap, er hann tók tók þátt f, var hann góður liðs- maður, og einkum vann hann Tónlistarfélagi Akureyrar vel og lengi. Þórarinn Björnsson kvæntist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.