Morgunblaðið - 06.02.1968, Page 18

Morgunblaðið - 06.02.1968, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 : - ÞÖRARINN Framhald af bls. 15 Rödd hans er nú þögnuð. í dag verður hann borinn til þeirr ar moldar, er hann unni af son- arlegri tryggð. En mundi honum ekki enn gefa sýn heim til Vík- ingavatns, þar sem hnarreist lambær rásar um haga og lítil alda brotnar í sefi. Gísli Jónsson (Orð óbundins máls innan gæsar- lappa eru tekin úr ritgerð um Björn á Vikingavatni eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson, og nokkurt efni er að öðru leyti þangað sótt). I SÚ harmafregn barst mér sunnudaginn 28. janúar, að einn nánasti vinur minn, gamall samstarfsmaður og húsbóndi, Þórarinn Bjömsson, skólameist- ari á Akureyri, hefði látizt þá um nóttina. Þær spurnir, sem ég hafði haft af heilsu hans, gáfu að vísu ekki tilefni til bjartsýni. Og því sárari var fregnin sem hún sigldi rétt í kjölfar fráfalls frú Halldóru Ólafsdóttur. Okkur, sem lifðum og störfu'ðum við Menntaskól- ann á Akureyri samtímis þeim og unnum þeirri stofnun, fannst, að nú væri svipt á burt svip- mestu persónuleikum, sem enn stóðu uppi af þeirri sveit, sem ljómi stóð af við þá stofnun. Við Þórarinn vorum ekki skólabræður. Hann lauk námi við Menntaskólann á Akureyri sama ár og ég skráðist þar nem- andi. Hann fór um vorið, ég kom um haustið. Og í annað sinn fórumst við Þórarinn á mis. Ég lauk stúdentsprófi vor- ið 1932, en hann gerðist kenn- ari við Menntaskólann á Ak- ureyri í janúar 1933. Þórarinn var því ekki kennari minn. Ég stríddi vini mínum Þórarni stundum, áð ég þyrfti ekki að líta upp til hans sem nemandi til kennara. En kynni mín af honum urðu brátt þau, að ég hlaut að líta upp til hans, — gat engu happi hrósað. Það mun hafa verið skömmu fyrir jól 1932, að drepið var að dyrum hjá mér, þar sem ég bjó á Akureyri, og inn gekk maður lágur vexti, skarpleitur með sérkennilegt höfuðlag, skýra og rhötaða andlitsdrætti, sem aldrei gleymast, kvikur í hreyfingum og frjálsmannlegur. Þetta var Þórarinn Björnsson. Hann var þá nýkominn frá París og átrti við mig eitthvert erindi, sem ég hefi nú gleymt. Við urðum þá þegar mestu mátar. Þennan vetur kynntist ég Þórarni áð ráði, af því að við borðuðum í sama mötuneyti — mötuneyti Sesselju Eldjárn — einstæðri stofnun, þar sem ríkjum réð gíaðværð og hlýja og ærslafull- ir unglingar og alvörugefnir menn nutu samvista í bróðemi — áttu raunverulegt heimili, þótt þeir væru fjarri ástvinum og skyldmennum. í þessu umhverfi tókst vin- átta með okkur Þórarni, og hún átti fyrir sér að eflast og dafna, þótt leiðir skildu að mestu síð- ar. II Þórarinn Björnsson var fædd- ur á Víkingavatni í Kelduhverfi 19. des. 1905. Foreldrar hans voru þau hjónin Bjöm Þórar- insson, bóndi þar, og Guðrún Hallgrímsdóttir frá Austurgörð- um í Kelduhverfi. Þórarinn stundáði fyrst nám við Gagn- fræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi vor ið 1924. Þá var horfið að því ráði við þá stofnun að veita þeim gagnfræðingum, er vildu, kost á framhaldsnámi til stúd- entsprófs. Þetta var einn þátt- ur í baráttunni fyrir mennta- skóla nörðanlands. Það valt á miklu, að skólinn gæti sannað, að hann væri fær um að búa menn undir stúdentspróf. Einn af þeim, sem stund lög'ðu á þetta nám, var Þórarinn Björns son. Eftir þriggja ára undir- búning við Akureyrarskóla lauk hann og nokkrir aðrir norðan- menn stúdentsprófi við Reykja- víkurskóla. Með þesssu sönnuðu þeir hæfi Akureyrarskóla tll þess að gegna því hlutverki, sem hann sóttist eftir. Má því í rauninni með sanni segja, að Þórarinn hafi verið í hópi fyrstu Akureyrarstúdenta og með mjög góðum námsárangri stuðlað verulega að framgangi menntaskólamálsins. Lífssaga Þórarins Björnssonar var í nánum tengslum við Menntaskólann á Akureyri, frá því hann kom þangáð 1922 allt til dauðadags. Dvölin í París var aðeins undirbúningur und- ir ævistarfið, sem varð kennsla við hinn norðlenzka mennta- skóla og stjórn hans. Það mun hafa verið að ráði Sigurðar skólameistara, að Þórarinn hélt til háskólanáms beint í því skyni, að hann gerðist kennari við skólann. Á menntaskólaár- um sínum, fyrri hluta vetrar 1925—1926, kenndi Þórarinn, jafnframt náminu, við Akur- eyrarskóla, og í ársbyrjun 1933 ré'ðst hann kennari við stofn- unina og gegndi því starfi til ársins 1948, en var þá skipað- ur skólameistari, er Sigurður Guðmundsson lét af embætti. Aðalkennslugreinir Þórarins voru franska og latína, en fyr- ir kom, að hann kenndi einnig aðrar greinir, m.a. íslenzku, enda mjög vel að sér í henni. Þótt Menntaskólinn á Akur- eyri væri aðalstarfsvettvangur Þórarins Björnssonar, tók hann þó einnig þátt í öðrum félags- málum. Hann átti sæti í skóla- nefnd Barnaskólans á Akureyri, síðar Fræðsluráði staðarins, var um hrið í stjórn Félags mennta- skólakennara og virkur kraftur í Tónlistarfélagi Akureyrar. Hann starfaði og í bókmenntaráði Al- menna bókafélagsins. Þá sat hann einnig í stjóm Sparisjóðs Akurevrar um margra ára skeið. Og síðast, en ekki sizt, vann hann í Menntaskólanefndinni, sem hefir það hlutverk að skipuleggja framtíð stúdents- menntunar í landinu. Árið 1946 kvæntist Þórarinn Margrétu píanóleikara Eiríks- dóttur, góðri konu og merkri, og varð þeim tveggja bama auðið. Em bau Guðrún Hlín, stúdent, og Björn menntaskólanemi. Haustið 1966 veiktist Þórar- inn af kransæðastíflu og gat ekki gegnt skólameistarastörf- um veturinn 1966—67. Ég hitti hann í síðasta sinn, er hann dvaldist hér i Reykjavík sér til hressingar síðast liðinn vetur, og virtist mér honum þá brugð- ið. Hann tók aftur við embætti sínu í haust, sem leið, en veik- indi hans tóku sig upp, og reyndist ekki unnt að bjarga honum, þótt læknir hans og fiölskylda legðu sig fram sem kostur var. III í því felst ekki mikið, þótt sagt sé, að Þórarinn Björnsson skólameistari hafi verið gáfað- ur maður, nema það sé nánara skilgreint. Hann hafði til að bera mikið næmi, fágætt minni, örugga rökhugsun og óvenjulegt hugmyndaflug. Allir þessir eðl- isþættir sameinaðir í einni per- sónu er sjaldgæft fyrirbæri. En þó nægja þeir engan veginn til þess að skapa yfirburðamann eins og Þórarinn var. Til við- bótar þarf viljaþrek og metnað. Þessum kostum var Þórarinn einnig búinn, en metnaður hans var m.a. fólginn í viljanum til þess að vinna verk sín vel. Það er sýnt, að þeir eiginleikar, sem ég hefi nú talið, hlutu að gera Þórarin að frábærum náms- manni. Ég hefi mjög fáa þekkt, sem fljótari voru að skilja flók- in efni og gera sér grein fyrir kjarna hvers máls, sem hann fékkst við. Hitt er svo annað mál, að örar og heitar tilfinn- ingar gátu — að minnsta kosti í svip — stundum mátt sín meira en skörp dómgreind hans. Af eigin raun get ég ekki dæmt kennslu Þórarins Björns- sonar, en allir skilrikir nem- endur hans, sem ég hefi kynnzt, segja mér, að hann hafi verið með eindæmum góður kennari. Þátt í þessu áttu auðvitað þeir hæfileikar, sem ég hefi áður minnzt á. En hér kom fleira til. Honum var ekki aðeins gefinn skýrleiki í hugsun, heldur einn- ig skýrleiki í framsetningu, en þetta tvennt þarf engan veginn að fara saman. Fjör hans og eldlegur áhugi hlutu einnig að hrífa nemendurna. En við þetta bættist og einlægur vilji hans, að nemendur hans lærðu. Senni- lega hafa allir góðir kennarar þennan vilja, en þeir láta hann mismikið í ljós og á ólíkan hátt. Þórarinn brást þannig við, ef nemendur slógu slöku við kennslugreinir hans, að honum sárnaði. Jafnörgeðja maður og hann átti erfitt með að dylja til- finningar sínar, svo að nemend- ur fundu, að áhugaleysi þeirra eða nenningarleysi fékk á hann. Og Þórarinn var svo vinsæll af skólafólkinu, að það vildi ekki gera honum gramt í geði og tók sig á. Þórarinn fylgdist vel með námsferli nemenda sinna. Hann mundi t.d. flestar einkunnir þeirra, ekki aðeins í kennslu- greinum sínum, heldur einnig annarra kennara og gat borið þær saman í huganum frá ári til árs. Mér var þessi eiginleiki með öllu óskiljanlegur. En á- hugi Þórarins á nemendunum náði ekki aðeins til dvalar þeirra í Menntaskólanum á Akureyri, heldur einnig til náms þeirra og starfs, eftir að þeir voru horfnir þaðan. Hann gladdist með sigrum þeirra og harmaði ófarir. IV Það var ekki vandalaust verk að taka við skólameistaraem- bætti af Sigurði Guðmundssyni. Þótt þeir Þórarinn væru mikl- ir vinir, voru þeir um margt mjög ólíkir. Sigurður var frá- bærlega til stjórnar fallinn, mikilhæfur og aðsópsmikill. Og við skólastiórn sina beitti hann oft og einatt aðferðum, sem fá- um öðrum mundu henta. Þór- arinn setti sér þegar í upphafi að stjórna skólanum í anda Sig- urðar, og þetta var í sjálfu sér góður ásetningur. Hitt efa ég, að tveir menn geti nokkru sinni stjómað í sama anda, allra sízt á tímum örra breytinga og end- urmats bæði í fræðilegum og siðferðilegum efnum. Þórarinn hafði, eins og fyrirrennari hans, mikla trú á því, að skólinn gæti siðbætt nemendur, og sennilega er hverium skólastjóra þessi trú nauðsynleg. En um það eru þó skiptar skoðanir, hvort slík sið- bæting geti — á þessu aldurs- skeiði — náð lengra en til ytra borðsins, að hún geti snert kiarna persónuleikans. En þessi trú Þórarins á mætti uppeldis- ins — iafnvel þótt óraunsæ kunni að vera — eykur enn meira aðdáun mína á honum og þeirri dæmafáu alúð, sem hann lagði í það verk að reyna að styrkja siðferðilegan þroska nemenda sinna. Og vitanlega get ég ekki um það dæmt, hvort hann hefir náð þessu marki, að minnsta kosti í vissum tilvik- um. Mér virtist Þórarinn Björns- son ekki vera það, sem kallað er athafnamaður — ég á við þá manngerð, sem hefir gaman af að vasast í framkvæmdum. Hann hafði meira yndi af að skilja en framkvæma. Hann gat velt fyrir sér viðfangsefn- um og séð þau frá mörgum hliðum. En stjómandi stórrar stofnunar getur ekki leitt hjá sér framkvæmdir. Þetta var Þórarni Björnssyni ljóst og vann framkvæmdastörfin af sömu al- úð og annað, sem varðaði embætti hans, þótt þau væru eðli hans fjarlægari. Sigudður skólameistari hafði fengið stjórn arvöld til þess að ráðast í smíði mikils heimavistarhúss við Menntaskólann á Akureyri. Var fyrsta fjárveiting til þess veitt á vetrarþinginu 1945, og nokk- ur hluti þess var risinn af grunni, þegar Sigurður lét af embætti. Það kom hins vegar í hlut Þórarins að sjá til þess, að smíði hússins yrði haldið áfram, og að því vann hann ósleitilega. Vaxandi stofnun var þetta starf hans ómetanlegt. Ég hefi kennt fjölmörgum nemendum frá Menntaskólan- um á Akureyri hér við Háskól- ann. Allir þeir, sem ég hefi tal- a'ð við um hinn látna skóla- meistara, hafa minnzt hans með aðdáun og virðingu. Ég hygg, að vinsældir hans í skólastjórn hafi átt svipaðar rætur og vin- sældir hans við kennaraborðið. Skólafólkið hefir fundið, að skólameistarinn bar umhyggju fyrir því, var tryggur og traust- ur vinur þess, sem lét sér annt um sæmd þess og framtíð. Það hefir fundið leggja frá honum notalegan, mannlegan yl. Nem- endurnir hafa gert sér Ijóst, að þeir voru knýttir skólameistar- anum og skólanum, sem í raun- inni voru runnir saman í eitt, órjúfanlegum vináttuböndum. V Þórarinn Björnsson heyrði til þeirri kynsló'ð, sem ólst upp í sveit og fluttist í bæ. Það ein- kennir ýmsa menntamenn þess- arar kynslóðar, sem ég hefi þekkt, að þeir eru haldnir eins konar samvizkubiti. Þeim finnst þeir hafi svikið sveitina sína, þeir hafi tekið þátt í og stuðlað að „flóttanum úr sveitunum". Þórarinn var einn þessara manna. Hann hafði oft orð á þessu samvizkubiti sínu við mig. Ég skil þessar tilfinningar vel. Ég þykist líka vita, að ef Þór- arinn hefði lifað fyrr á öldum, hefði hann orði'ð einn af merk- isberum íslenzkrar sveitamenn- ingar. Þessi örlög hans — að fara úr fámennri, friðsælli sveit í ys stórborgarinnar og komast í snertingu við hámenn ingu heimsins — klufu að vísu aldrei persónuleika hans, en ein- hvem veginn virtust mér sveita- maðurinn og menntamaðurinn í honum aldrei í sátt hvor við annan. Maðurinn Þórarinn Bjömsson hefir oft orðið mér umhugsun- arefni. Ég hefi hér að framan reynt að lýsa störfum hans og hvernig hann rækti þau. En ég þekkti hann einnig á annan og persónlegri hátt, en mun aðeins víkja að fáu einu að þessu sinni. Hvers vegna valdi Þórarinn Björnsson sér hið erfiða hlut- verk að stýra stórum skóla? Eg játa hreinskilnislega, að ég á erfitt með að skilja það. Þórar- inn Björnsson var hámenntaður maður. Hann las mikið skáld- verk og verk, sem fjölluðu um vandamál lífs og uppeldis. Hann fylgdist einnig vel með þróun heimsmála og hafði fastmótað- ar skoðanir á þeim. Hann lag'ði í það stórvirki að þýða á ís- lenzku Jóhann Kristófer I—IV eftir Romain Rolland, mjög viðsjált verk í þýðingu. Og hann leysti þetta af hendi með þeim ágætum, að ég hika ekki við að telja þessa þýðingu til hinna beztu, sem gerðar hafa verið á íslenzku. Hér kom hvort tveggja til, að hann hafði franska tungu fullkomlega á valdi sínu og íslenzkt mál lék honum svo fagurlega á múrini, að fágætt má telja. IXann var listrænn að eðlisfari og las ljóð — sérstaklega ástarljóð og rómantískan skáldskap — betur en flestir, sem ég hefi heyrt, Hins vegar varð ég aldrei þess var, að Þórarinn eyddi nokkr- um tíma í sjálfstæðar fræðileg- ar rannsóknir. Hefði honum þó verið það í lófa lagið í leyfum sínum, meðan hann var ein- hleypur kennari. Þetta tvennt —- áhugi á vissri tegund bók- mennta annars vegar og skortur á áhuga á fræðilegum athugun- tun hins vegar — verður ekki skýrt með hli'ðsjón af gáfnafari hans. Ég fullyrði, að Þórarinn hefði eins vel getað orðið frá- bær rannsakandi. Hér er eitt- hvað annað á ferðinni, sem ekki varðar gáfur, heldur tilfinning- ar. Það, sem Þórarinn langaði um fram allt til að skilja, var maðurinn. Hann vildi skilja mannlegar hvatir og tilfinningar. Hugur hans var bundinn vanda- málum mannlegs lífs og hvern- ig mætti fegra líffð og bæta. Ég hygg, að þetta hafi ráðið úrslitum um, að hann kaus sér skólameistarastarfið. Nú er Þórarinn horfinn langt um aldur fram. Hann féll í orr- ustu lífsins. Hann eyddi orku sinni oft og einatt að óþörfu. Ég minnist þess frá samveru okkar á Akureyri, að við átt- um oft saman leið upp kirkju- tröppurnar. Ég gat aldrei fylgt honum eftir. Um leið og hann sá brattann, herti hann göng- una, hann næstum hljóp upp tröppurnar, meðan ég lötraði í hægðum mínum. í þessu tilviki sóaði hann kröftum sínum að nauðsynjalausu. En með sömu viðbrögðum gekk hann að hverju verki, og það kom vitan- lega þjóðfélaginu að gagni. Því miður fylgdi hann ekki hinu latneska boðorði: Festina lente (Flýttu þér hægt). Það var allt of fjarri eðli hans. Við andlát vinar míns, Þórar- ins skólameistara, færi ég konu hans og börnum hlýjar samúð- arkveðjur frá mér og mínum. Halldór Halldórsson. RIDDARINN á bleika hestinum hefir gerzt óvenju stórhöggur Jg þunghöggur um sinn hér um slóð ir. Opin skörð og ófull standa eftir, mannskaðar miiklir hafa orðið, og við eru-m sna-uðari, um- komulausari og vinfærri, sem á strön-dinni stöndum Og horfum á eftir góðum vinum út yfir djúp i-ð mikla. f dag hverfur hugur okkar, full-ur samúðar, ti-1 Menntaskól- an-s á Akureyri, sem orðið hefir fyrir óvenjulegum og þungum áföllum síðu-stu dag-a. Napur gust ur dauðans hefir farið þar um gön-g og sali með dapurlegum þyt og fyllti hugi k-ennara og nem- enda þar svo og allra bæjarbúa, sem til þekkja, — og ég vil segja fjölmargra m-a-nna og kvenna um land allt — sorg og söknu-ði. Ekki vor-u lið.n-a-r nema 16 klu-kkustundir frá and-láti frú Halldóru Ólafsdóttur, þe-ga-r eng- ill dauðans kvaddi dyra öðru sinni í M.A. Þórarinn Björnsson, skólameistari, lézt snem-m-a morg uns sunnudagin 28. jaúa-r. Mér er til efs, að nokkur íslen-dingur ha-fi orðið jafnmörguim ha-rm- da-uði, — að nokkur h-elfregn hafi sn-ortið viðkvæma strengi í brjóstum jafnm-argra. Menn stóðu þöglir, er þeim bars-t fregn in. Engum duldist, að hér var miki-11 og óvenjulegur m-annskaði orðinn. Einn a-f beztu sonum ís- Einhvern veginn oft mér sýndist það þú alltof góður værir til að stjórna. Þar sem eitthvað virtist vera að, varstu ætíð tilbúinn að fórna. í Kelduhverfi stráin snjónum varin stynja þungt, því núna ertu farinn. Þó ávallt komi maður manns í stað og morgunn nýr, þá dökk er nóttin liriin, ættingjar og vinir vita það þín veldur för, að sár er hjartasviðinn. Og bezt þeir fundu það á þessum vetri, að þú varst alltaf öðrum mönnum betri. Stundum verður allt sem auðn og tóm. Ekkert svar þá gefur þögnin kalda. Þó líkaböng sinn kveði dauðadóm og daprist flug, er áfram reynt að halda. En sá skal eins í orði sínu og verki, sem ætlar sér að valda þínu merki. Aðalsteinn Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.