Morgunblaðið - 06.02.1968, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.02.1968, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 Minning: Jóhann Þóröarson ÞANN 19. janúar andaðist á Landsspítalanum Jóhann Þárðar son íyrrverandi bóndi á Jaðri í Þykkvabæ eftir stutta legu þar. Hnn var sonur hjónanna Kristínar Tyrfingsdóttur og Þórðar Jónssonar er þar bjuggu. Jóhann fæddist 24. desember t Ástkær eiginmaður minn Sveinn Ársælsson, útgerðarmaður, Túng. 16, Vestmarmaeyjuin, anda'ðist að heimili sínu laugardaginn 3. febrúar. Bernódía Sigurðardóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir Sigurður Jónsson lézt 2. febrúar. Guðlaug Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Hreiðar Jónsson. t Hjartkær móðir mín og fóst- urmóðir Laufey Guðmundsdóttir Neveg 48, sem andaðist í Landspítalan- um 3. febrúar verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 8. febrúar kl. 1,30. Jóna Haraldsdóttir, Guðmunda L. Sigvaldadóttir. t Móðir mín, Margrét Jónsdóttir, Langholtsvegi 165, sem andaðist 1. þ.m. verður jörðúð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. febrúar kl. 1.30 e.h. Svanlaug Jónsdóttir. 1882 í stóran barnahóp, og var fátækt þar mikil svo fljótt varð að láta börnin til vinnu en vinnumöguleikar litlir í Þykkva bænum á þeim árum þegar vötn in voru í blóma þar, en snemma beygðist hugur hans til veiða, og ekki var hnn gamall þegar hann fór að veiða silung í ádrátt sem honum var kær iðja og var oft gaman að vera með honum því ekki vantaði (hann útsjón og dugnað. Ungur fór hann að heiman á vetrarvertíð á skútur, og margar vertíðir réri hann suður í Garði hjá aflasælum formanni, Jóni t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, ömmu og systur, Jóhönnu Jónasdóttur. Þuríður Jóna Arnadóttir, Katrín Þórisdóttir, Haukur Þórisson, Jón Jónasson og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar Svans Sigurðssonar BrúarhvammL Elínborg Þórðardóttir og systkin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát, og jarðarför eiginmanns .iiíns og föður míns Lárusar Lárussonar aðalbókara. Sérstakar þakkir til Verzlun- arbanka Islands h.f. og starfs- fólks hans fyrir aðstoð og hlýhug. F. h. vandamanna. Nanna ísleifsdóttir, Garðar Fjalar Lárusson. t Jarðarför konunnar minnar, Hólmfríðar Sigurðardóttur, Álfheimum 13, sem andaðist 1. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtud. 8. febrúar kl. 13,30. Fyrir mína hond, bama og annarra vandamanna. Leifur Grímsson. t Innilegar, hjartans þakkir til ykkar allra, kæru vinir nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð og kærleika við burt- för mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Jóns Guðnasonar. Guð blessi ykkur um alla framtíð. Jóna Þorbjamardóttir, börn, tengdabörn og bamaböm. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við and- lát og útför eiginkonu, móð- ur, tengdamóður og ömmu Þorbjargar Vilhjálmsdóttur frá Ölduhrygg. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Fjórð- ungssjúkrahúsinu, Akureyri, sem líknuðu henni og hjúkr- uðu í veikindum hennar. Björn Jónsson, Asdís Björnsdóttir, Hróðmar Margeirsson, Auður Bjömsdóttir, Magnús Stefánsson, Sigrún Friðriksdóttir, Helgi Björnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Árni Óskarsson, Viihjálmur Bjömsson, Svavar Björnsson, baraaböra og aðrir vandamenn. heitnum Áma, sem var annál- aður á þeirri tíð í Þorlákshöfn, einnig var Jóhann svo við sand- inn í Þykvabænum þegar hann var heima og var alls staðar eft irsóttur. 14/10 1906 giftist hann önnu Guðmundsdóttur frá Búð í Þykkvabæ, og það systkinabrúð kaup, þrjú og tvö systkin og ein brúðurin fjarskyld. Athöfn in fór fram í Háfskirkju en þang að áttu Þykkbæingar kirkju- sókn þá, og hefir það verið víst í fyrsta og síðasta sinn sem það hefur skeð í þeirri kirkju. Þau eignuðust fimm böra, eina stúlku sem andaðist ung, og fjóra syni mestu dugnaðar og myndarmenn sem búa allir í Reykjavík og eru bamabörnin milli tiu og tuttugu og barna- bamabörnin eitthvað á annan tug. Eftir að hafa búið á Jaðri um tuttugu ár, við þrældóm og litla eftirtekjur flutist hann til Reykjavíkur þar sem var rýmra um atvinnumöguleika þó erfitt væri að fá vinnu á þeim árum. Jóhann var ekki iðjulaus, hann fékk sér bát ásamt sonum sínum og stundaði hann hrogn- kelsaveiðar og handfæri ef svo viðraði og var hann oft kominn úr róðri áður en aðrir komu á fætur því árisull var hann og alla tíð veðurglöggur. Um tveggja ára skeið átti hann við vanheilsu að stríða, og var hann á Landakotspítala, dáðist hann mjög að umhyggju semi starfsfólksins sértaklega einnar af systrunum er vaeri hon um eins og bezta móðir, og kvaðst hann ekki geta fullþakk að það. Svo létu synir hans og tengdadætur sér mjög annt um hann meðan hann lá þar. Konu sína missti hann 31. júH 1965 og voru jarðneskar leiifar hennar fluttar austur í Þykkva- bæjarkirkjugarð að hans eigin ósk því þar vildi hann að jgrð neskar leifar þeirra yrðu greftr- aðar. Sonum hans tengdadætum og nánustu ættingjum votta ég mína innilegutu samúð. Far þú í friði friður Guðs þig blessL Sig Guðmundson, Sólveig Stefánsdóttir Þann 10. desember sl. andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík, Sól- veig Stefánsdóttir í Vogum. Hún var búin allmörg hin síðari ár að stríða við heilsuleysi, og þurfti að liggja á sjúkrahúsum af og til um lengri tíma. Mig langar að minnast hennar hér með nokkrum orðum. Er og jafnframt skylt. Ég kynntist henni vel um margra ára skeið í nánu sambýli. Marga hennar góðu eiginleika mat ég mikið. Er því vissulega vandfyllt henn ar skarð. Sólveig var fædd á Stóru- reykjum í Reykjahverfi 25. sept ember 1891. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Stefán Jóns- son, Hinrikssonar skálds frá Helluvaðb og Guðfinna Sigurðar dóttir, Magnússonar á Amar- vatni. Frá Stórureykjum fluttu foreldrar hennar, fyrst að Múla í AðaldaL síðan í Öndólfsstaði í Reykjadal. Á þessum ágætu heimilum lifði Sólveig sín þroska- og ungl- ingsár, enda þótt Öndólfsstaðir væru alltaf í vitund hennar mundi Sólveig veru sína í Múla, og vitnaði oft til skemmtilegra samverustunda þar með frænd- systkinum sínum og vinum. Hélt hún ætíð síðan miklum vinskap við þetta frændfólk sitt, þótt það flytti burt í fjarlæga lands- hluta. Eftir að foreldrar Sólveigar fluttu 1 Öndólfsstaði stækkaði systkinahópurinn skjótt. Ekki er að efa, að á þeim árum lifði fólk oft við frekar kröpp kjör miðað við okkar tíma. Hefur Sólveig sjálfsagt ekki farið var- hluta af þeim, og því snemma orðið að fara að vinna svo sem títt var með unglinga þeirra tíma. Ekki naut hún langrar skólagöngu á sínum uppvaxtar- árum. Einn vetur dvaldi hún í Reykjavík, þar sem hún fékk tilsögn í söng. Ennfrekur lagði hún stund á tungumálanám, og fékk góða undirstöðumenntun í þeirri grein. Naut hún þessarar kennslu síðar á lífsleiðinni, með lestri danskra og norskra bók- mennta. Sólveig var mjög vel greind kona og fróðleiksfús. Hún aflaði sér mikils fróðleiks með bókalestri og á ýmsan annan hátt. Árið 1912 fluttist Sólveig hingað í sveitina, og giftist Sigfúsi Hallgrímssyni í Vogum. Þar bjuggu bau síðan óslitíð á % hluta jarðarinnar, þangað til synir þeirra tóku við búsforráðum. Sigfús andaðist 14. júli 1966. Fullyrða má að hjónaband þeirra Sigfúsar og Sólveigar hafi verið mjög farsælt. Þau eignuðust stóran og myndarleg- an bamahóp. Mér telst svo til að nú séu afkomendur þeirra og tengdafólk um 60. Framan af búskaparámnum, var húsa- kostur mjög þröngur í Vogum, enda þar margt fólk í heimili. Árið 1929 byggðu þau sér ágætt íbúðarhús úr steinsteypu, sem var þeirra hpimili til dauðadags. Þótt Sólveig sýndist hafa næg verkefni við bústörf á mann- mörgu heimili, gaf hún sér samt tíma til félagslegra starfa. Lengi var hún starfandi í tveimur kvenfélögum hér í sveitinni. Var t.d. formaður — Hrings- ins um margra ára skeið. Hún söng í Kirkjukór Reykjahlíðar- kirkju fjölmörg ár. Þar var Sigfús maður hennar organisti yfir 50 ár. Verður seint full- þakkað þeirra ágæta starf í þágu söngs, kirkju, og félags- mála þessarar sveitar. Sólveig skráði margt það, er á við- burðaríkri æfi hennar hafði borið. Ég efa ekki, að þar er mikinn fróðleik að finna. Mjög var Sólveig bókhneigð og las óhemju mikið einkum hin síð- ari ár. Hún trúði á framhalds- lífið eftir dauðann, og hafði mikin áhuga á þeim málum. Las hún aflt er tiltækilegt var um það efnL Óhætt er að full- yrða, að lestur góðra bóka hefur mjög stytt henni stundirnar síð- ustu árin, þegar líkams kraft- arnir voru famir að þverra. Ég minnist þess vel, að oft talaði Sólveig og las upp á marmamót- um við ýmis tækifæri hér í sveitinni. Margt er hún mælti á þessum stundum sorgar og gleði var Drýðilega orðað og bar vitni um hlýhug hennar og til- finninganæmi. Sólveig hafði mikið yndi af að koma á hest- bak. Áttu þau hjónin gráan gæð ing er Stjami hét. Mikið dálæti hafði Sólveig á þessum hesti, og kom oft á bak honum. Fyrir fáum árum birtist í Lesbók Morgunblaðsins frásögn Sólveig ar, er hún eitt sinn fór á Stjarna niður í Breiðimýri að hitta lækni. Lýsir hún þar á einkar skýran og skemmtilegan hátt viðbrögðum og skapeinkennum Stjarna. Eins og áður segir tók Sól- veig mikinn þátt í sönglífi þess- arar sveitar. Hafði hún af því mikla ánægju, enda oft tekið lagið hér í Vogum. Ég minnist margra gleðistunda, er þær systur Sólveig og Guðfinna í Vogum, sungu einsöng og tví- söng, en Sigfús lék undir á orgelið. Þær stundir gleymast ógjarnan þótt árin líðL Báðar höfðu þær systur ágætar söng- raddir. Sólveig var farin að hafa orð á því hin síðari ár, að sér fynd- ist hún alveg vera búin að tapa söngröddinni. Mjög fannst henni dapurlegt að hún gæti ekkert sungið lengur. Mér þótti því á- kaflega vænt um, að í mann- fagnaðL sem haldin var í Vog- um í ágústmánuði sl., þegar far- ið var að syngja, settist Guð- finna hjá systur sinnL og ég heyrði ekki betur en báðar tækju lagið eins og í gamla daga. Mér sýndist líka vera gleðibros á andliti Sólveigar. Böm Sólveigar og Sigfúsar hafa látið reisa minnismerki um foreldra sína. Er það staðsett á fögrum stað á nesi er gengur út í vatnið hér í Vogum. Búið er um nokkur ár að friða þenn- an reit og prýða. Á volgum nessins synda fuglar árið um vogum og víkum beggja megin kring. Þar er þeirra friðsælasti staður, fuglaparadís. Slíkt um- hverfi leit Sólveig í Vogum hér á langri æfL Útför hennar var gerð frá sL Mikið fjölmenni var viðstatt, sumir komu um langan veg. Sóknarpresturinn, séra Örn Friðriksson, flutti langa minn- ingarræðu, og jarðsöng. Kirkju- kórinn söng. Jón Stefánsson, sonarsonur Sólveigar, nú organ- isti Langholtssafnaðar í Reykja- vík, stjómaði og lék á orgeilð. Sigrún Jónsdóttir frá Rangá söng einsöng. — Fölnuð er lflja, við lag Páls H. Jónssonar. Að lokum var öllum viðstöddum boðið til erfidrykkju, er fram fór í Hótel Reynihlíð. Ég þakka Sólveigu í Vogum fyrir langa og góða viðkynn- ingu. Þá flyt ég öllum hennar aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Björk, 14. janúar 1968, Kristján Þórhallsson. Beztu þakkir til allra þeirra, er minntust mín á einn eða annan veg, á sjö- tugsafmæli mínu. Guðmundur Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.