Morgunblaðið - 06.02.1968, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.02.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1968 23 Furðu vel man ég í fyrsta sinn, er fundum okkar bar saman. Þú horfðir í gegnum huga minn og hjarta. Þa'ð varð ekkert gaman skólapilti, með skjálfta í krinn og skömmustulegum í framan. Ég hafði vanrækt að vitka mig og vanmetið komu þína. Sagnir, er hafði ég heyrt um þig heilluðu forvitni mína. Áhættu bar ég á brattan stig, en bros þitt tók fljótt að skína. Og uppliti mínu þú breyttir brátt í bjartara viðhorf og gleði. Kennari stóð þar, sem hafði ekki hátt, en hagrræddi flestu er skeði. Þú tókst okkar bekk í sanna sátt og sveipaðir yl að geði. * * * Hljóðlátir vinir hugsa nú til baka, horfa til þess, er skólinn gaf og vildi, mannkostaval, er bletti skóf af skildi, skínandi myndir lýsa bæ’ði og vaka. * * * Oft flugu gneistar í gamni og þyt, — það gaman var lífsspeki blandið —. Þú kunnir að nota list þína og lit með leiftrandi mannvits brandi, en alltaf gekkstu með okkur á vit ástar, sem tilbað landið. Tilfinning sönn og túlkun hrein með töfrandi látbragðs hætti fræddi og þroskaði og gerði okkur grein í glöggskyggnum, rökvísum þætti. Þú bauðst okkur jafnan brauð fyrir stein í bætandi návist og mætti. * * * Skólinn er enn í sköpun slíkra manna, skóhljóðin raula hljótt um gang og traðir. Æskan, sem leitar þar í þéttar raðir, þreytir sinn leik: að nema menntun sanna. * * * í sjóði þú áttir þau andans glit, sem allt vildu fegurst gefa. Þú undir þér bezt vi'ð óhemju strit og áttir skapandi sefa. Hin þrekmikla sál og þjóðkunna vit þeytti burt hiki og efa. * * * * Þögn, sem er mælsk, og þylur ljóð í hljóði, þrotlaust mun ríkja vítt um skólans sali. Þar er sem heyrist jafnan til vor tali töfrandi orð þitt, mannvinurinn góði. » * * Brátt kemur vorið, bráðnar klaki og snjór. Burstirnar skólans stefna í æðri heima. Bænir og vonir kveða kveðju mál. Leiðsögumaður, í hjarta og huga stór, horfir til baka af tindum blárra geima. Drottinn þig blessi, dáðum prýdda sál. * * * Kveðja skal þig, kjarnamaður, kostamikið þreyttir flug, viðkvæmur og vitur, glaður, .■ 5 víðsýnn bæði og stór í hug. Bo’ðorð þitt var: bætið landann, bregðist ei, það dagar senn, hefjið merkið, hyllið andann, haldið saman, Norrðanmenn. Jakob V. Hafstein. - ÞÖRARINN Framíha.ld af bls. 19 Þórarinn lítinn dreng, gáfulegan með spurn í augum og drengilegt yfirbragð. Hann var fluglœs 6 ára ganrall eða fyrr og las allt, sem hann komist höndum undir. . Og þegar hann settist í barna- skóla sveitarinnar 9 ár.a gaimall var hann svo vel undirbúinn, að hann virtist ekki þurfa á tilsögn að halda og svo bar hann af jafn- öldum sínum uim kunnáttu og hæfileika, að þar komst enginn samanburður að. Hugur hans var opinn og vak- andi, skilningurinn glöggur, næmið óbrigðult og minnið trútt. Jafnframt var hann áhugasam ur um dagleg s>törf á heimilinu og vann öll störf sem honum voru falih af stakri trúmennsku og diugnaði. Það var eins og hann legði sig aHan fram að hverju sem hann gekk. Það skipti engu, hvort um var að ræða líkamlega vinnu, bók- lega mennt eða ærslaifullan leik í glöðum hóp. Þórarinn var aldrei hálfur. Og engum hef ég kynnst, hvorki fyrr né síðar, sem átti í jafn ríkum mæli með- fædda hógværð, umburðarlyndi, réttsýni og hæfileika til að virða sjónarmið annara og sýna að'gát í nærveru sálar. — Mér finnst jafnvel nú eftir á að þrátt fyrir barnslega lund Þórarins og sak- leysi í einu og öllu hafi hann orðið fullorðinn á æskuskeiði. Fullorðinn að hyggindum og sið- ferðisþroska, dómgreind og rétt- sýni, sem aldrei brást. A lokinni fermingu var svo ákveðið að búa sig undir að ná gagnfræðaprófi. En farareyrir var af skornum skammiti og ákváðum við frænd- urnir að verða samferða og lesa heima 1- og 2. bekk gagnfræða^ skólans á Akureyri. Og ekki sett- um við það fyrir okkur, þótt við þyrftum að fara fótgangandi til Akureyrar vorið 19>2'2 og aftur 1923 til að þreyta próf upp í 2. og 3. bekk skólans. Er þó sú vegalengd um 140 km. og yfir tvær erfiðar heiðar að fara. Næsta vor var svo d'vadizt í gagnfræðaskólanum og lokið gagnfræðaprófi vorið 1924. — Á ölilum þessum prófutm vakti frá- bær frammistaða Þórarirns sér- staka athygli og varð hann ým- ist efstur af öllum sem próf þreyttu eða með þeim allra efstu. Skildust nú leiðir okkar. Ég settist að hjá foraldrum mínum og vann að búi þeirra, en Þór- arinn las undir stúdentspróf og hélt síðan til Parísar til frekara náms. Heim kom hann svo aftur haustið 1932 eftir að hafa lokið prófi í franskri tungu og bók- menntum við Sorbonne háskól- ann í París. Það mun ég ekki ræða hér. Þess munu vafalaust, aðrir mér færari minnast á verðugan h'átt, svo og kennslu hans og síðar skólastjórn við arftaka gamla gagnfræðaskólans á Akureyri, Menntaskóla Norðurdands. En mér var einkuim í muin að mega minnast æskuára Þórarins og sem ég sit hér við borðið og skrifa þessi fátæklegu orð finn ég ekki betur en Þórarinn vinur minn sitji gegnt mér við borðið, eins og stundum í gamla daga, þegar við glímdum við erfiðar stærðfræðiþrautir, sem hann að sjálfsögðu var alltaf fyrri tid að leysa. Og ég finn glöggt, að hann brosir til mín á sinn góðlfga h'átt eins og hann viilji gefa mér til kynna, að ég skuli ekki gera of mikið úr kostum sínum og sleppa öllu skrumd. Við þeirri ósk tel ég mig hafa orðið. Þórarinn B'jörnsson var alltaf sannur Keldhverfingur og góður sonur sveitarinnar. Allir Keldlhverfingar minnast hans með söknuði, þökk og virð- ingu. Ég ted líf mitt auðugra að hafa átt hann að vini. Keld'h'verfingar telja sér það héiður og ávinning, að hann skuli hafa fæðzt og a.lizt upp í görnlu sveitinni þeirra. Vertu sæll frændi og vinur. Guð huggi og bdessi eftirlifandi eiginkonu þína og börn og aðra ástvini. Björn Þórarinsson frá Kílakoti. ÞÓRARINN Björnsson skóla- meistari hefur vafalítið verfð tengdur sterkari böndum við Menntaskólann á Akureyri en nokkur annar maður. Sem nem- andi Gagnfrræðaskólans gamla átti hann á vissan hátt þátt í stofnun Menntaskólans, hann sótti menntun út í lönd í þágu hans og helgaði honum alla krafta sína sem kennari, sem þátttakandi í skólalífinu og loks sem skólameistari. Ósérhlífni í starfi, sívakandi áhugi fyrir við- gangi skólans, óvenjulega fjöl- hæfar gáfur, að ógleymdri ein- lægni hans og einstakri ljúf- ménnsku — alls þessa minnist ég frá samstarfsárum okkar á Akureyri. Þórarinn tók gagnfræðapróf á Akureyri 1924 og átti námið ekki að verða lengra sökum fé- leysis, auk þess sem skólinn var ekki lengri. En Sigurður Guð- mundsson skólameistari stefndi að mentaskóla og hann sá í þess um pilti efnilegan liðsmann. Hann bau’ð honum í heimili sitt ef hann vildi ganga í sveit þeirra nemenda, sem nú skyldi freista að kenna til stúdents- prófs á Akureyri. Þremur árum síðar kom þessi hópur suður til að þreyta stúd- entspróf, og þannig urðum við samstúdentar. Norðanmenn töld- ust utanskólasveinar og urðu að skila meira efni til prófs en við hinir, en þeim gekk þó furðu- vel og var Þórarinn í farar- broddi. Eftir prófið hlaut hann 4-ára styrk til náms í frönsku, latínu og uppeldisfræði í París. Af öðrum norðanmönnum í hópnum minnist ég m.a. Brynj- ólfs Sveinssonar menntaskóla- kennara, Jóhanns Skaptasonar sýslumanns og Bárðar ísleifs- sonar arkitekts. Me’ð vasklegri og drengilegri sókn þessa flokks vann Gagn- fræðaskólinn á Akureyri bug á tregðu ráðamanna til að stofna nýjan menntaskóla; Þórarinn og þeir félagar eyddu tortryggni um það, að framkvæmanleg væri kennsla til stúdentsprófs á Akureyri: skólanum var strax breytt í menntaskóla. Ég kynntist Þórarni strax nokkuð í stúdentsprófinu, að góðu einu, og ég veit að aðrir sunnanmenn í árgangnum munu minnast hans með mikilli hlýju. Seinna atvikaðist það svo að ég réðist að Menntaskólanum á Akureyri um leið og stærð- fræðideild var stofnuð og varð samkennari Þórarins um ára- tugs skeið og reyndist mér hann einn hinna ágætustu manna, sem ég hefi kynnzt. Þórarinn lifði og hrærðist í skólanum og þeim málum sem hann snertu. Bæði í hóp kenn- ara og nemenda var hann ið- andi af starfsgleði og hinn bezti félagi. Jafnframt var hann fast- ur fyrir í öllum grundvallar- málum, hafði vel rökstuddar skoðanir og varði þær af festu, ef í odda skarst. En að einu leyti var Þórarinn þá óþarflega hlédrægur, e'ða var það fremur tímaskortur? Hann fór seint út á hinn almenna rit- völl þar sem að honum gat kveðið. Þó kom þar, að útgef- endur urðu þess áskynja, að þarna var maður, sem t.d. gat gert snilldarþýðingar á frönsk- um bókmenntum. Hafa þýðing- ar hans á Jóhanni Kristófer verið rómaðar af dómbærustu mönnum fyrir mikla smekkvísj og kunnáttu í meðferð móður- málsins. Þegar Þórarinn varð skóla- meistari, efáðist ég ekki um að það sæti mundi hann skipa vel. Enda fór það ekki milli mála, að þar átti þjóðin einn af sín- um sönnustu menntamönnum. Ræður hans við meiri háttar tækifærri, sem ég hefi heyrt eða séð, eru með ágætum og er von- andi að þeim verði safnað sam- an til útgáfu. Þórarinn var gæddur næm- leik og tilfinningahita og Norð- urland átti mikil ítök í honum. Það var ekki að hans smekk að hafa um það stór orð, en ein- hvernveginn fannst mér að hann mundi hvergi vilja starfa og lifa nema þar, í Mennta- skólanum á Akureyri, enda varð sú raunin á. Á þann hátt var honum eiginlegt að tjá hug sinn til heimahéraðs. Þórarinn átti hina mætustu konu, Margréti Eiríksdóttur píanóleikara, og varð þeim tveggja barna auðið. Votta ég þeim og ættfólki hans í Keldu- hverfi og venzlafólki hans þar og í Reykjavík innilega samúð. Trausti Einarsson. RAUNVERULEIKINN er víðs fjarri, og löngu liðnar stundir eins og dagurinn í gær. Þahnig var miér hugsað, þegar ég heyrði lát Þórarins Björnssonar, skóla- meistara á Akureyri. — I beitar'húsunum. Hann á hlaupum sunnan úr skólahúsinu, léttur og kvikur. Frost er úti, en hann kemur með hlýjuna inn í kennslustofuna. Sól í andlitinu. Að vörmu spori er latneska grammiatíkin orðin að skemmti- legri gestaþraut. Ræða Cicerós um „mores et tempora" krufin til mergjar og fléttuð ívafi um stríðið í stóra heiminum Allir í bekknum reyna að gera vel. Enginn vill styggja hann mieð gati. Því þá hverfur Ijúfa brosið og sársauki kemur í and- litið og mann kennir til eins og sjá einhvern sér nákomiinn verða fyrir slysi. Kennslan er honum í senn leik ur og alvara, ástríða og nautn og umfram allt gleðigjafi og lífs- fullnægja. Hann hrífst eins og barn og heillar okkur um leið svo að alit fær líf í návist hans. Flóknar setningar verða einfaldar, knúsuð miálfræðiatriði auðveld og speki Forn-Rómverja lausn á vandamiálum nútímanns. Þetta gerir hann fyrirhafnarlaust, án sýniliegra átaka, honum er þetta jafn eðlilegt og að ganga og snæða. Að vera í kennslustund 'hjá honum er eins og að öðlast hlut- deild í áður óþekktri lífslham- ingju ofar stund og stað. Allt fer saman: hæfileikar af guðs náð, leiftrandi gáfur og fágæt fimi í að komia öllu til skila. Yfirburði sina hylur hann meðfæddu lítil- læti og manni verður jafnvel I ósjálfrátt á að líta hann sem jafningja og við þursarnir í bekknum verðum að gáfnaljós- um meðan hann beitir töfrum sínum. Það skiptir um svið. Frönsku- tími. Við reikum með honum um búlivarða Parísar og Sigurbog- inn er á næsta leiti. Áður en varir sveimum við með honum á göngum Svartaskóla, þar sem hann nam galdurinn, því í okfkar eyrum og augum er franskan hans einis konar galdraverk sem hann fremur með öllum líkam- anum af lífi og sál. í munni 'han« og látibragði verður franskan að tungu af öðrum heimi og við umgöngust hana með þeirri iotningu, er enga á sér líka og lítum hana ofar öðrum náms- greinum. í lok kenns'lustundarinnar er- um við stödd með honium í and- dyri Svrtaskóla þar sem aðal- kennari hans kveður hann með þessum orðum: „Gleymið þér aldrei Frakklandi". Þögnin er algjör, við fáum kökk í hálsinn, hann stendur grafkyrr og það er tregi í aug- unum, sorgin speglast í andlitinu því nú er Frakkland í óvina- höndum. — Þannig var dagurinn í gær og allir hinir dagarnir, er við nut- um návistar og handleiðsru Þór- arins Björnssonr í Menntaskól- anum á Akureyri fyrir rúmum aldarfjórðungi. Hann var kenn- ari af guðs náð og þannig mun- um við ætíð minnast hans. Um leið og ég sendi eigin- konu Þórarins og börnum sam- úðarkveðjur þá drúpi ég höfði þakklátur forsjóninni fyrir þá óverðskulduðu hamingju að hafa átt göfugroennið Þórarin Björns- son að leiðsögumanni og læri- föður um árabii. B. Bjarman. KÆRI vin og bekkjarbróður. Með fátæklegum orðum leyfi ég mér að minnast þín og þakka þér. — En eins og ekki er hægt að lýsa dýrri hljómkviðu roeð orðurn ein um, þá geta þau l'íka aðeins gef- ið ófullkomna lýsingu á göfug- menninu Þórarni Björnissyni, skólameistara. í gamla daga lifðum við skóla- piltar í heimi Örsted-einkunna- gjafa og þóttumst allir miklir af ■ einkunn 8 í einhverju fagi. Við Akureyrarskólann vakti Þórar • inn Björnsson sérstaika athygli manna á þeim árum, því hann fékk einkunn 8 í flestum fög- um. Vitrir og greindiir piltar fengu að vísu slíka einkunn í fá- um fögum, tunguroálum eða stærðfræði. Þórarinn var hins- vegar afburðanámsmaðuir í öll- um tungumálum og stærðfræði. Minnisstæðastur er mér Þór- arinn skólameistari sem nemandi við framhaldsdeild Gagnfræða- skólanis á Akureyri árið 1925. Þá var deildin í lítilli stofu við hlið- ina á Sal. Þar sat Sigurður Guð- miurrdsson skólameistari við kennarapúlt, en nemendur sátu við tvö langborð. Þegar erfið andans hugðarefni bar á góma minnist ég spyrjandi andiita skólabræðranna, sem öll beind- u/st í átt til Þórarins, því hann hafði skarpari skilning og betra minni en við allir hinir. Skapgerð Þórarin's mótaðist þó ekki aðallega af frábærum náms hæfi'leikum og lærdómi, lang- mest bar á lítillæti hans og sér- stakri alúð hans í samskiptum við alla skólabræður. Mannkost- ir og einstök samvizkusemi voru augljós höfuðeinkenni Þórarins í skóla. 'Þórarinn varð lærður maður frá einni mestu menningarþjóð- inni og það reyndist giftudrjúgt að velja einmitt hann skóla- meistara Menntaskólans á Akur- eyri. Með el'jusömu starfi hefur hann svo sannað, að 'hann gat bætt uppvaxandi kynslóð og að hann gat hjálpað henni til þess að öðla-st það, sem kalla má Aðal andans eða sálarinnar. Ég er einn þeirra mörgu sem stend í þaikkarskuld við Þórar- inn skólameistara. Mörg barna minna nutu í fjöldamörg ár hand ieiðslu ihans. Þessvegna er mér eins og mörgum fleirum ’kunnugt um hve miklum tíma, starfi og fyrirhöfn hann fórnaði nerwend- um sínum. Vér vitum lí'ka hve vænt honum þótti um þá. Þórar- inn skólameistari vann sitt þjóð- kunna menningarlega æviistarf með mikilli fyrirhöf og hann var hlaðinn aukastörfum á löngum starfsdögum. All'taf fyigdu Þórarni skóla- mieistara sérstök huglæg álhrif. Hann eignaðist miklu fleiri vini, bæði garnla og unga, en aðrir menn og þeir kannast allir enn í dag við yl hugans, sem frá þess- um manni streymdi. Andlegu i áthrifin reyndust öllum varan- legri en þeir í upphafi gerðu sér Ijóst. — Þessvegna mun í fram- tíðinoi alltaf vera bjart yfir minningu og ævistarfi Þórarins Björnssonar skólamieiistara. Bragi M. Steingrímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.