Morgunblaðið - 06.02.1968, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
— Þakka þér fyrir Gus, mér
veitti víst ekkext af því.
Þetta er allt og sumt, sem ég
man um sjálfa mig þennan morg-
un. Ungfrú Mattie kom mér í
rúmiið, og þar lá ég skjálfandi,
þangað til Gus kom með konjaks
flösku. Ungfrú Mattie stóð yfir
mér, meðan ég drakk ofurlítið af
því, og brátt tók ég að jafna mig.
Ég held meira að segja, að ég
hafi sloppið sem snöggvast yfir í
draumalandið. Eitthvað varð ég
sleppa.
ÍÞað liðu vikur áður en ég frétti
það, sem gerðist þennan morg-
un. Bill Sterling sagði, að Bessie
hefði verið dáin fyrir mörgum
klukkutím'um. Hann hreyfði ekki
líkið, en það sem hann gat séð,
var það, að höfuðkúpan var brot-
in. Líklegast hefði hún dáið strax
eða orðið meðvitundarlaus. Ekk-
ert benti til þess, að hún hefði
verið skotin.
Ég held, að Jim hafi þá tekið
skammbyssuna upp, með því að
stinga blýanti inn í hlaupið og
vafið hana í hreinan vasklút. Síð
an breiddu þeir aftur yfir líkið
og biðu síðan eftir líkskoðaran-
um. Reynolds hafði komið út
með heitt kaffi. Sumir þeirra
drukku það, en Tony ekki. Þegar
svo ungur vara-líkskoðari kom á
vettvang fann hann nokkra
menn standandi yfir líkinu, en
hinum hafði Jim skipað að fara
að ieita að vopninu.
Líkskoðarinn var fljótur að ljúka
verki sínu. Hann sneri líkinu
við, en Tony leit undan. f sterkri
morgunbirtunni var kinnalitur-
inn á Bessie óhugnanlegur við
fölvan á andlitinu, en svipurinn
var rólegur. — Hún hefur líklega
aldrei vitað, hvað sló hana, sagði
líkskoðarinn, er hann stóð upp
og dustaði buxnaskálmarnar sín-
1 - - - - -
ar. — En ég verð að skoða þetta
betur áður en ég get nokkuð sagt.
Svo komu mennirnir frá morð-
deildinni með áhöld sín og tæ’ki.
Það leið löng stund meðan þeir
voru að taka myndir frá öllum
hliðum og athuguðu allt þarna í
kring. Svo leyfðu þeir, að líkið
væri borið inn í húsið,
Þegar hér var komið, var O’
Brian kominn á vettvang. Nú
var hann ekki eins kjaftfor og áð
ur, en hann gat ekkert upplýst,
sem að gagni gæti komið. Hann
hafði farið klukkan sjö, eins og
hann var vanur, og út um bak-
dyrnar. Þar eð 'hánn hafði engan
bíl, fór hann stytztu leið til
þorpsins, framhjá sveitaklúbhn-
um, og því ekki séð likið, þar eð
trjárunna bar í milli.
En hvað snerti kvöldið áður,
þá hélt hann því eindregið fram,
að hann hefði athugað vestur-
dyrnar, eftir að allir voru gengn-
ir til náða, og að keðjan hefði
verið á 'hurðinni. Hann hafði eng
an hávaða heyrt, og að því er
hann bezt vissi, hefði allt verið
með kyrrum kjörum.
— Nema þá það, að hr. Wain-
wright og frúin rifust við kvöld-
verðinn, sagði hann. — Stúlkurn
ar voru eitthvað að tala um það.
— Hverskonar rifrildi? sagði
Hopper.
— Það veit ég ekki, svaraði O’
Brian og leit feimnislega á Tony.
— Það ultu bara stólar, og svo-
leiðis.
Líkskoðarinn hafði farið á eft-
ir líkinu upp á loft. Þegar hann
kom aftur, sagði hann, að þetta
liti út fyrir að vera morð, en
gæti hann fengið einhvern morg-
unverð? Hann hefði farið á fæt-
ur með sólinni. Þá var það eitr-
unartilfelli. — Einn þessara ofna
með togleðursröri. Hreinasta
morðtól, vitanlega.
Það var komið með mát á
bakka handa honum inn í bóka-
stofuna. Hopper var þar og svo
Jim, Tony og Bill Sterling. Með-
an líkskoðarinn át fl'esk og egg,
var Hopper að yfirheyra Tony.
— Vitanlega rifumst við. Pat
A’bbott var viðstödd. Hún getur
sagt yður nánar frá því.
— Út af hverju rifuzt þið?
Tony hikaði. — Hún er nú dá-
in, sagði hann, — og mig langar
ekkert til að gera hana að um-
ræðuefni. Hún hafði beitt fanta—
brögðum og ég var eitthvað að
nefna það við hana. En ég myrti
hana ekki.
Hopper sagði ekkert. Hann fór
inn í vinnufólksstofuna og yfir-
heyrði fólkið, sem þar var. Eins
og ég bef þegar sagt, vildi Reyn
olds ekkert ákveðið segja, en hin
ir karlmennirnir, Thomas og
Steven, voru auðveldari viður-
eignar. Stól hafði verið velt um
koll, og hr. Wainwright hafði
skellt hurðinni þegar hann fór
út. Nei, þeim hafði ekki komið
vel saman. Þau voru sitt í hvoru
herbergi og töluðu helzt ekki
■■■■■■■■■■■■■■■■■
77
neitt saman þegar þau hittust.
Stevens hafði meira segja heyrt
síðustu orðin, sem Tony sagði áð-
ur en hann fór út og skellti á eft-
ir sér. — Það er búið að vera, og
það ert þú líka. Reyndu að skilja
það. Þú ert búin að vera.
Nú þóttist Hopper vera vel á
sporinu. Hann sat þarna í þægi-
legu starfsfólksstofunni og hélt
áfram að spyrja. Han.n ’kallaði á
blessaðan heimskingjann hana
frú Partridge, svo og Hildu og
Noru. Og hann kallaði líka á
Ethel, sem tók til hjá Bessiet, og
brosti vingjarnlega til hennar. —
Segið mér nú. Ethel: Átti frú
Wainwright nokkra byssu sjálf?
— Já, ég held nú það. Hún
svaf með hana undir koddan-
um.
6. FEBRÚAR
Hrúturinn 21. marz — 20. apríl.
1 dag eru líkur til a'ð þú komist að lang-
þráðu leyndarmáli. Ýmsir ósiðir, sem þú
hefur tamið þér, hindra þroska þinn.
Reyndu að losna við einhverja þeirra.
Nautið 21. aprríl — 21. maí.
Farðu og hittu vini í dag, eða bjóddu
þeim til þín. Þú færð gleðilegar fréttir
langt að. Nærð samkomulagi um gamalt
deilumál við ættingja þína.
Tvíburarnir 22. maí — 21. júni.
Taktu á þig rögg og bættu fyrir van-
ræktar bréfaskriftir. Reyndu að hitta mann-
eskju að máli, sem þú hefur ekki skeytt
um lengi.
Krabbinn 22. júní — 23. júlí.
Góður dagur til rómantískra samveru-
stunda. Fadðu í boð eða einhvern mann-
fagnað.
Ljónið 24. júlí — 23. ágúst.
Ef þú ert atvinnurekandi skaltu nú halda
blaðamannafund í dag og þú skalt auglýsa
meira. Það margborgar sig.
Jómfrúin 24. ágúst — 23. sept.
öll samskipti við fólk hagstæð. Mundu
að aðrir eru ekki eins nákvæmir og áreið-
anlegir og þú og hagaðu þér samkvæmt því.
Vogin 24. sept. — 23. okt.
Fjölskyldu- og athafnalíf í blóma. Komdu
til dyranna eins og þú ert klæddur, þú
finnur að fólk metur það.
Sporðdrekinn 24. okt. — 22. nóv.
Viðskiptin ganga vel í dag. Leitaðu fyrir
þér um nýjan meðeiganda. Skrifáðu undir
samninga.
Bogmaðurinn 23. nóv. — 21. des.
Þú færð hrós hjá góðum vini fyrir verk
þín. Taktu því af hógværð og slakaðu
ekki á. Leikhúsferð heppileg í kvöld.
Steingeitin 22. des. — 20. jan.
Haltu áfram leit þinni að rómantík.
Finndu gamla vini að máli og inntu þá
frétta. Þú færð góðar hugmyndir.
Vatnsberinn 21. jan. — 19. febr.
Gakktu að starfinu, glaður í bragði. Þeg-
ar heim kemur, skaltu einbeita þér að því
að sýna fjölskyldunni ástú'ð. Færðu þeim
smágjafir.
Fiskamir 20. febr. — 20. marz.
Góður dagur til að verzla. Fáðu vini
eða nágranna með þér. Þeir munu hjálpa
þér að gera góð kaup.
— Er það ekki dálítið óvenju-
legt? Gerði hitt fólkið það líka?
— Nei, nei.
— Hvens vegna haldið þér, að
hún hafi gert það, Ethel? Þér
virðist vera eftirtektarsöm
sitúlka. Hún leit nú ekki út fyrir
að vera sérlega hrædd.
— Ja, það var nú einmitt það,
sagði Et'heil og linaðist nú loks-
ins. — Hún var einmitt hrædd
við eitthvað og það í þessu húsi.
Hversvegna skyldi hún annars
alltaf hafa læst að sér?
— Nú, svo hún gerði það?
— Já. Dag og nótt, vikum sam
an.
Hopper gekk aftur inn í bóka-
stofuna. Við skulum fá þessa
sögu frá í gærkvöldi aftur, Wain
wright, sagði hann. — Hvað gerð
uð þér eftir kvöldverð?
— Ég átti dálitla vinnu eftir
ógerða. Ég var í lesstofunni til
klukkan ellefu. Klukfcan hálf
ellefu kom Reynolds með viskí
til mín.
— Hvar vair konan yðar þá?
— Reynolds sagði, að hún
væri í bókastofunni að lesa. Ég
sagði honum að læsa öllu þegar
hún færi upp að hátta. Sjálfur
sá ég hana aLls ekki.
— Hvenær fór ungfrú Abbott?
— Strax eftir kvöldverð, held
ég.
— Þér fóruð að hátta klukkan
ellefu?
— Já, því sem næst. Þér get-
ið spurt hann O'Brian. Ég hitti
hann uppi í efri garuginum.
— Þér fóruð ekki út úr her-
berginu yðar eftir að þér komuð
upp?
Hopper sat hreifingarlaus. En
þegar hann talaði aftur, var rödd
in rám. Sjáið þér nú tiil, hr. Wain
wright. Þér hötuðuð konuna yð-
ar, og vildiuð hana feiga. Mér
skilst, að þér hafið verið að leita
upplýsinga um fortíð hennar. Og
meira að segja veit ég, að það
hafið þér. Og líklega hefur yður
ekki líkað það, sem þér funduð.
— Nei, rétt er það. En þar
með er ekki sagt, að ég hafi kál-
að henni.
— Það hef ég heldur ekki sagt,
sagði Hopper, — en hitt segi ég
að þér eruð ástfanginm af ann-
arri konu, og konan yðaæ vildi
ekki gefa yður eftir skilnaðinn.
Kannski hefur hún sett upp stór-
fé fyrir það. Og kannski vi'U hún
helzt hafa allt óbreytt eins og það
er. Þetta lítur ekki vel út, Wain-
wright. Þér ógniuðuð henni og .. .
— Ég hef aldrei ógnað henni.
Ekki með líkamlegu ofbeldi.
— Gott og vel. Við sbulum
segja það í bili. Við höfum haft
þrjú dauðisföH hér og öli af
mannavöldum. Ég skal viður-
kenna, að einir tólf menn hefðu
getað viljað Morgan feigan. En
hvern langaði til að myrða móð-
ur yðar? Afsakið, að ég skuli
þurfa að fara að rifja það upp. En
lítum á erfðskrána hennar. Hver
græddi á henni? Þjónustufólkið
fékk eitthvert líti'lræðd. Elliott
fær tuttugu þúsund, sem er smá-
ræði fyrir hann. Pat Abbott fær
fimm þúsund og armband, en
hún hafði ekki hugmynd um, að
hún ætti von á neinu. Talsvert
fór til góðgerðastarfsemi, en við
getum ekki látið okkur detta í
hug, að presturinn við Markúsar
kirkjuna ’hafi framið glæp, til
þess að fá nýtt orgel í kirkjuna
sína. Nei, ég er ekki að gera að
gamni mínu.
— Gott og vel. Konan yðar
fékk einn dal, en húii hefur yð-
ur í bakhöndinni. Og þér fáið all
ar eignirnar.
— Svo að ég á þá að hafa
myrt hana móður mína? Og kon
una mína á eftir? Guð minn góð-
ur!
Hann reiddi til höggs við lög-
reglumanninn, en Jim náði nógu
snemima í han. — Rólegur, Tony,
sagði hann. — Hvaða þýðingu'
hefur þetta? Þú ert ekki að
hjálpa neinum, sízt sjálíuim þér.
Hopper lét eins og ekkert
Verkstæðishúsnæði óskast
til kaups eða leigu. Stærð um 200—600 ferm. á tfaml
hæð. Má vera fokhelt eða ófrágengið. Gott athafna-
svæðr á lóð nauðsynlegt.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 10. febr. merkt: „5475“.
4ra herb. íbúð í Ilafnarfirði
til leigu strax.
Upplýsingar í síma 51466 milli kl. 20 og 22 á kvöldm.
Atvinna óskast
Ungur maður með Samvinnuskólamenntun óskar eftir
verzlunar- eða skrifstofustarfi.
Tiliboð óskast send afgreiðslu blaðsins merkt:
„Vanur — 5354“.
r