Morgunblaðið - 20.02.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.02.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1968 3 Tónlistar- og: bókmenntaverðl aun Norðurlandaráðs voru afhent í Osló á laugardag'skvöld. Verð launin hlutu finnska tónskáldið Joonas Kokkonen og sænski rithöfundurinn Per Olof Sund man, og nema þau hvor um sig 50 þúsund dönskum krónum. Hér sést Svenn Stray, for- seti Norðurlandaráðs afhenda verðlaunin. Sundman er lengst til vinstri, og Kokkonen í miðju. — Norðurlandaráð Framhald af bls. 1 verða áheyrandi hinna mörgu yfirlýsinga um þann hag, sem hin ríkin fjögur hafa hnft af samstarfinu innan vébanda EFTA. Af ýmsum ástæðum hefur fsland ennþá ekki tekið þátt í þessu samstarfi, en að minni hyggju er það ljóst, að við höf- um ekki lengur efni á að standa þar utangátta. Vegna einhæfs at vinnulífs okkar höfum við á síð- ustu mánuðum orðið að horfast í augu við verulega erfiðleika. Tálmanir þær, eða öllu heldur beinar útilokanir í nokkrum til- vikum frá vorum gömlu og hefð- bundnu mörkuðum, en þær eru afleiðing þess að við höfum hvorki haft samflot við EFTA né EEC, hafa enn aukið á þessa erfiðleika, svo að ekki er öllu lengur stætt á því að láta hjá líða að bæta þar úr. Ríkisstjórn fslands er því þeirr ar skoðunar, að tímabært sé að sækja þess, að gengið verði til samninga um aðild^ fslands að EFTA, og heima á fslandi hafa allir flokkar, einnig stjórnar- andstaðan lýst sig samþykka gagngerðri könnun málsins og ríkisstjórnin að minnsta kosti er þeirrar skoðunar, að íslandi beri síðar meir að leita eftir við- skiptasamningi við Efnahags- bandalag Evrópu. En við teljum ekki að við munum leita fullrar aðildar að EEC. EFTA-löndin í heild eru stærsti viðskiptaaðili fslands með um 40% af vöruveltunni. Frá Norð- urlöndum koma um 25% af inn- flutningnum, en til þeirra fer verulegum hluta minna, eða að- eins um 20% af innflutningnum. Hlutfallið fyrir fsland er í raun- inni ennþá óhagstæðara en þess- ar tölur benda til, vegna mik- illar rýrnunar á útflutningi okk ar yfirleitt á síðastliðnu ári og mjög neikvæðs verzlunarjöfnun ar eins og sakir standa. Innflutningurinn frá Norður- löndum tekur til margra vöru- tegunda og mun verða þeim enn hagstæðari við lækkun og af- nám hinna háu íslenzku toll- stiga með væntanlegri aðild fs- lands að EFTA. Útflutningur fs- lands til landanna fjögurra grein ist að mestu leyti á eftirfarandi vörutegundir: Saltfisk, síldar- lýsi, síldar- og fiskimjöl, gærur, dilkakjöt og hrogn. Allar eru afurðir þessar tollfrjálsar eða flokkast til mjög lágra tollstiga í hinum Norðurlöndunum og af- nám tolla mun því ekki skipta máli fyrir útflutning íslands til þessara norrænu landa. Útflutningur fslands yfirleitt er að langmestu leyti fiskafurð- ir. Þetta hefur í för með sér að aðeins hluti útflutningsins get ur komist undir ákvæðin um fríverzlun, sem EFTA-sáttmál- inn kveður á um. Með vísan til 27. greinar sáttmálans um gagn- kvæmi fyrir þau aðildarríki sem byggja efnahag sinn að mjög miklu leyti á útflutningi fisks og annarra sjávarafurða, væntir ísland þess að EFTA-löndin verði fús til tilslakana að því er varðar þann hluta af út- flutningi og efnahag fslands er sáttmálinn tekur ekki til. Óhætt er að segja, að þegar er lýst velvild af hálfu hinna til þess að leysa þann vanda, sem fram kemur að þessu leyti, og veitti ég sérstaka eftirtekt þeim vingjarnlegu orðum, sem danski utanríkisráðherrann, Hart ling, viðhafði um aðstæður fs- lands í gær. Við kunnum honum þakkir fyirr þau. Okkur er að sjálfsögðu ljóst, að verzlunin við fsland er ekki mikilvæg fyrir önnur norræn lönd, en við teljum að hafa verði í huga að í heild er hún hag- kvæmari fyrir þau en okkur, enda þótt við að sjálfsögðu met um mikils þann hag, sem hún vinnur íslandi. Herra forseti! Það er ljóst að á síðari árum hafa orðið veiga- miklar framfarir á sviði nor rænnar samvinnu, ekki sízt fyr- ir hvatningu frá Norðurlanda- ráði. Þetta er okkur öllum gleði efni. Það eru því þeim mun meiri vonbrigði, að eftir langvinnar umræður og viðleitni hefur ekki tekizt að leysa vandamálin á sviði loftflutninganna, að því leyti sem ríkisstjórn íslands hef ur leitazt við að ná viðurkenn- ingu á tilteknum sjónarmiðum um rekstur íslenzka félagsins Loftleiða. Menn hafa nálgast lausn og við metum þann sam- starfsvilja, sem okkur hefur þeg ar verið sýndur. En alla leið að lausninni höfum við ekki kom- izt. Eg skal ekki rekja smærri þætti, en mun drepa á nokkur aðalatriði. Loftleiðir eiga ekki þotuflug- 'vélar heldur skrúfuflugvélar. Ferðin frá New York liggur um ísland. Hraðinn er miklum mun minni. Vélarnar hafa minni þæg indi að bjóða og ferðinni má á engan hátt jafna við ferð með viðstöðulausu þotuflugi frá New York til Skandinavíu. Spurning hvers éinstaks farþega verður blátt áfram: Hversu mik inn afslátt á verði fæ ég, ef ég tek á mig öll þessi óþægindi? Loftleiðamenn telja, að verðmun ur ætti að vera 20-25% til þess að ná jafnvirði, en hafa lýst sig fúsa til að fallast á 10—12% sem algert lágmark og þ á einnig að takmarka tölu farþega eftir samkomulagi gg ennfremur að takmarka tölu vikulegra lend- inga. Menn eru í rauninni af íslands hálfu fusir til að afsala sér því, sem Loftleiðir telja sann gjarnt til þess að komast hjá nú verandi kerfi, þar sem Loftleið- ir geta að vísu notað hinar stóru flugvélar sínar á leiðinni New York — ísland, en verða að selflytja farþega sem ætla til Skandinavíu yfir í smærri flug- vélar. Þessi aðferð er í, senn óhagsýn og óhentug. Ekki má heldur loka augunum fyrir því að Loftleiðakerfið hefur aðal- lega aðdráttarafl fyrir fólk, sem hefur ekki efni á að greiða þotu- verðið og mundi því annað hvort ferðast með skipi eða sitja heima Eins og ég hef þegar tekið fram, þá höfum við í undangeng num viðræðum nálgazt hvor ann- an. Mér er það ljóst að Norður landaráð er ekki vettvangur, sem bær er um að taka endan- lega ákvörðun í þessu máli. Ég tel það skyldu mína að skýra hið íslenzka sjónarmið hér, sök- um mikilvægi málsins fyrir okkur. Einmitt vegna einhæfs at vinnulífs okkar og neikvæðs jöfnuðar norrænnar verzlunar að því er okkur varðar, er það mjög mikilvægt að unnt verði að ganga til móts við óskir ís- lendinga í þessum efnum. Segja má, að nú sé það aðeins spurningin um tíðni, þ.e.a.s. hvort þessar vélar eigi að fá lend- ingarleyfi að vetrarlagi, hvort heldur tvisvar eða þrisvar sinn um vikulega með mjög mikilli takmörkun farþegafjölda, sem ekki hefur enn tekizt að má sam komuiagi um. Munurinn er ekki meiri í þessu máli, eins og sak ir standa, ef mér er rétt hermt, og þá má varpa fram þessari spurningu: Er þetta svo mikil- vægt ágreiningsmál, að það megi vera þrándur í götu samskipta við þrjár nánustu frændþjóðir vorar og vini? Vissulega virð- ist ljóst, að hér sé ekki um stór mál að ræða, en það er samt sem áður mikilvægara fyrir þann smáa en fyrir hina þrjá stóru. Þess vil ég biðja yður, vinir mínir að minnast. Um leið og ég vona að áfram verði unnið að þessu máli, og að lokum takist, innan ekki allt of langs tíma, að komast að bæði efnislegri og sann- gjarnri lausn, sem taki tillit til hinna æðri verðmæta, sem hér eru í húfi, vil ég ljúka orðum mínum með heillaóskum til þessa fundar og þeirra mörgu stjórn- málaskörunga, sem hér eru sam- Framíhald á bls. 27 STAKSTEIHAR Andstæðar kröíur VeTkalýðh’félögin hafa Siett fram þá skynsamlegu og eðli- i legu kröfu, iað einskis verði ó- ! freistað til að tryggja atvinnuör- yggi. Þar sem að undanförnu í hefur bryddað nokkuð á at- vinnuleysi og atvinnuástandið er nú ótryggt, elr eðliiegt að þetta sé meginkrafa verkalýðsins, því að óstöðug atvinna er versta kjaraskerðingin, svo að ekki sé talað um atvinnuleysi. En gall- inn er sá, að samhliða þessari meginkröfu er sett fram önnur krafa, sem er í fullri andstöðu við hina fyrri; það er slem sagt krafizt verulegra kauphækkana nú þegar, og er það nefnt „full visitöluuppbót“. Skilyrði þess, að unnt verði að örva atvinnu og tryggja öllum eins mikla vinnu og þeir hafa getu og vilja til að inna af hendi, er að at- vinnuvegunum verði ekki í- þyngt nú, heldur fái þeir notið bættrar samkeppnisaðstöðu vegna gengisfellingarinnar til að örva nú þegar umsvif sín, framleiða meira og auka þann- ig þjóðartekjurnar- Andstæðir hagsmunir Að vísu er það rétt, að slumir einstaklingar og jafnvel sumar stéttir þjóðfélagsins gætu hagn- azt á því, að verulegar kaup- hækkanir yrðu nú í formi svo- kallaðrar fullrar visitöluuppbót ar, að minnsta kosti um stund- arsakir. Þetta eru þær stéttir og þeir einstaklingar, sem hafa örugga atvinnu, hvernig sem at- vinnulífið gengur, þ.e.a.s. fast- launamenn og opinberir starfs- menn og yfirleitt þeir, sem eru í betri stöðum í þjóðfélaginu. Þessir menn mundu taka kaup- ihækkanirnar á þurru, þó að at- vinnulífið dragist saman- En hvaðan kæmi þeim þessi tekju auki? Að sjálfsögðu frá þjóð- arheildinni og þjóðarbúi sem minna mundi framleiða en ella. Þannig mundu kjör fjölda manna vera skert verulega og sú skerðing kæmi fyrst og fremst fram í lítilli atvinnu og atvinnuleysi. Hún mundi lenda á þeim, sem sízt skyldi, fram- leiðslufyrirtækjunum og hinum lægstlaunuðu stéttum. Hvorra hagsmunir eiga að ráða? Það er augljóst mál, seim hvert mannsbarn skilur, að þarna takast á andstæðiir hags- munir, annars vegar hagsmun- ir hálaunamanna og þeirra, sem öruggar stöður hafa, og hins vegar hagsmunir þeirra, sem ekki búa við sama atvinnuör- yggi og eiga jafnvel á hættu at- vinnuleysi, eða að minnsta kosti að vinna þeirra verði tak mörkuð við stuttan vinnudag. Varla ætti að þurfa að spyrja að því, hvorra liagsmuni verka- lýðssamtökin eiga að meta meir. Þó hefur sú sorglega saga margsinnis gerst, þegar lagt hef- ur verið út í verkfallabrölt, að niðurstaðan hefur orðið sú, að hagsmunir hinna lægstlaunuðu hafa orðið að víkja, en þeir, sem hærri tekjur höfðu, fengu allan ávinninginn. Nú eru all- mörg ár liðin síðan verkalýðs- forustan sá hvert verkfallsstefn- an leiddi og tók upp aðrar bar- dagaaðferðir, sem snéru þróun- inni við, bættu haga hinna lægst launuðu og jöfnuðu tekjurnar í þjóðfélaginu. En nú virðast þau öfl, sem vilja verkföll, verkfall- anna vegna, aftur láta á séir kræla og vissulega væri hörmu- legt, ef þau fengju því fram- gengt, að tekjuskiptingin yrði á ný óhagkvæm verkalýðnum og kippt yrði fótunum undan at- vinnuöryggi manna um lengri 1 eða skemmri tíma. Per Borten forsætisráðherra N oregs og Bjarni Benediktsson f orsætisráðherra óska Per Otof Sundman til hamingju með bó kmenntaverðlaun Norðurlandará ðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.