Morgunblaðið - 20.02.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1968
5
Hverjir bera ábyrgö á
göllum í nýbyggingum?
ÞRIðJUDAGINN 13. febrúar
sl. var kveðinn upp dómur í
Hæstarétti, þar sem m.a. var
kveðið á um ábyrgð arkitekta
vegna galla, sem fram komu á
nýbyggðu húsi, var höfðað
skaðabótamál á hendur viðkom-
andi arkitektum og þeir krafð-
ir skaðabóta ásamt öðrum aðilum
byggingarinnar.
Málavextir eru sem hér grein
ir:
Á árinu 1957 lét byggingar-
samvinnufélag Reykjavíkur reisa
vegna félagsmanna sinna fjöl-
býlishusið Kleppsvegur 8 -10 -
12 - 14 - 16 í Reykjavík í hús-
inu eru 12 fjögurra herbergja
íbúðir og 8 tveggja herbergja
íbúðir eða alls 32 íbúðir.
Eftir að íbúðirnar voru full-
gerðar, tilteknir félagsmenn hlot
ið þær og farið að búa í þeim,
komu í ljós byggingargallar,
sem fóru vaxandi með ári hverju
íbúðarhafar undu þessu illa og
eftir nokkrar viðræður milli
stjórnar húsfélagsins og stjórn-
:ar Byggingarsamvinnufélags
Reykjavíkur varð sameiginlegt
álit þessara aðila að beina yrði
bótakröfum á hendur þeim, sem
byggðu húsið og báru faglega
ábyrgð á verkinu.
Flestallar íbúðirnar voru gall
aðar á þá leið, að gólfskemmdir
voru í þeim svo og leki. Varð
að ráði að ein í búðanna skyldi
sérstaklega tekin sem sýnishorn
til skoðunar og mats dóm-
kvaddra manna. Síðan skyldi
reynt að ná samkomulagi við
byggendur hússins um bóta-
greiðslur vegna vansmíði og efn
isgalla og ef ekki næðist sam-
komulag skyldi farið í prófmál
fyrir dómstólum vegna þessarar
einu íbúðar og skyldi síðan
leggja þann dóm til grundvall-
ar frekari bótakröfum.
Matsmenn voru síðan dóm-
kvaddir og skiluðu þeir mats-
gjörð 1. nóvember 1963 og var
sú matsgjörð lögð til grundvall
ar í þessu máli. Fjallaði mats-
gjörðin um aðalbyggingargalla í
búðarinnar, sem var skemmdir
á einangrunarlagi á gólfum og
kostnað, er af því leiddi Nið-
urstaða matsmannanna að því er
kostnaðinn við úrbætur snerti,
var sú, að kostnaðurinn yrði kr.
38.400,00 og var það stefnufjár-
hæðin. Stefnandi í málinu var
Byggingarsamvinnufélag Reykja
víkur, en hinir stefndu voru
Byggir h.f., Verklegar fram-
kvæmdir h.f., arkitektarnir
Gunnlaugur Halldórsson ogGuð
mundur Kr. Kristinsson og Jón
Eiríksson, múrarameistari og
voru þeir krafðir til greiðslu
ofangreindrar fjárhæðar ásamt
vöxtum og málskostnaði.
f matsgjörð matsmanna segir
svo um skemmdirnar í gólfum:
„Hitalögn er í gólfi, „geislahit-
un“, og til einangrunar hefur
verið sett vikursteypa ofan á
steinplötu, ca. 4 cm. þykk og
sléttuð. Hefur hún molnað og
myndað polla og dældir í gólf-
ið. Sjáum við ekki annað ráð en
taka dúkinn upp og fjarlægja
vikurinn og setja í staðinn ein-
angrunarlag, t.d. kork, vírnet og
múrhúðun og má sennilega n ota
gólfdúkinn að miklu leyti aftur.“
Afstaða hinna stefndu inn-
byrðis var sú, að Verklegar
framkvæmdir h.f. höfðu á hendi
teikningar á hitalögn og járna-
lögn byggingarinnar. Byggir h.f.
annaðist að einhverju leyti um
framkvæmd byggingarvinnunn-
ar, þó að fyrirtækið teldi sig
ekki hafa verið verktaka. Arki-
tektarnir gerðu aðalteikningar
og sérteikningar, en áttu ekki
að sjá um daglegt eftirlit. Jón
Eiríksson var múrarameistari
hússins.
Byggingarsamvinnufélag reykja
víkur reisti kröfur sínar á því,
að gólf íbúðarinnar væru göll-
uð, en á þeim göllum bæru allir
hinir stefndu fébótaábyrgð. Eigi
væri unnt að benda á neina á-
kveðna ástæðu fyrir göllunum,
heldur væri þar um að ræða
samverkandi ástæður. Kæmi þar
helzt til, að einangrunarlagið
hefði verið of veikt, framkvæmd
verksins hefði ekki verið svo
sem vera bar og meðferðin á
gólfunum eftir ílögnina, hefði
ekki verið með þeim hætti sem
skyldi. Af þessum ástæð-
um stefni stefnandi öllum hin-
um stefndu aðilum in solidum (þ.
e. til sameiginlegrar ábyrgðar).
Allir hinir stefndu aðilar kröfð
ust sýknu. Verklegar fram-
kvæmdir h.f. reistu sýknukröfu
Dönsku MANILLA
húsgögnin komin
PERSÍA
LAUGAVEGI 31.
SlMI 11822.
sína á því, að þeir hefðu ein-
göngu haft á hendi teikningar
á hitalögn og járnlögn bygg-
ingarinnar, en gallarnir gætu á
engan hátt átt rætur að rekja
til þeirra starfa.
Stefndi, Byggir h.f. byggði
sína sýknukröfu á því, að hann
hefði ekki verið verktaki við
bygginguna eða séð um bygging
una að öðru leyti. Hefði fyrir-
tækið einungis fengið ákveðna
þóknun fyrir verk sitt, þ.e. ráðn
ingu vinnuflokka og útvegun
efnis, en ekki tekið greiðslur
sem verktaki.
Múrarameistarinn, Jón Eirsks
son, byggði sýknukröfu sína á
því, að gallarnir á gólfum íbúð-
arinnar yrðu ekki raktir til mis-
taka af hálfu hans eða starfs-
manna hans. Arkitektinn, Gunn
laugur Halldórsson, hefði gefið
fyrirmæli um alla tilhögun verks
ins.
Gunnlaugur Halldórsson og
Guðmundur Kr. Kristinsson
töldu, að margnefndir gall-
ar yrðu á engan hátt rakt-
ir til arkitektastarfa þeirra við
bygginguna eða vanrækslu þeirra
í því sambandi. Upphaflega hefðu
þeir í teikningum sínum gert ráð
fyrir því, að frauðsteypa yrði
notuð sem einangrun á gólfin
og 2 cm slitlag þar á ofan.
Forráðamaður Byggis h.f. hefði
talið sig hafa slæma reynslu af
frauðsteypu og þá hefði verið
ákveðið að nota vikurblöndu eft
ir að reynsla með prufu hefði
sýnt, að slík einangrun væri
nægilega sterk, ef í gólfin yrði
lagt samskonar efni og á réttum
styrkleikahlutföllum og prufurn
ar voru gerðar úr. Þeir hefðu
ekki á hendi daglegt eftirlit með
framkvæmd byggingarinnar,
enda ekki ráðnir til að hafa
slíkt eftirlit.
Niðurstaða málsins í héraði
varð sú, að Verklegar fram-
kvæmdir h.f. og Byggir h. f.
voru sýknaðir, en Jón Eiríks-
son, múrarameistari og arkitekt
arnir tveir, sem fyrr eru nefnd
ir, voru allir dæmdir til að greiða
in solidum kr. 33.800.00 auk
vaxta og kr. 10.000.00 í máls-
kostnað.
f Hæstarétti var staðfestur
sýknudómurinn yfir Verklegum
framkvæmdum h.f. Um hina að-
ilana segir svo í forsendum að
dómi Hæstaréttar: „Eins og áð-
ur er greint, var vikureinangr-
unin mjög gölluð. Aðaláfrýjend-
urnir, Gunnlaugur og Guðmund
ur, sögðu fyrir um efni og blönd
un nefndrar einangrunar og á-
kváðu þykkt slitlagsins ofan á
vikrinum. Þessi einangrunarað-
ferð við geislahitalögn var þeim
lítt kunn, eins og tilraunir þeirra
bera með sér. Þrátt fyrir það
fylgdust þeir frá upphafi eigi
sem skyldi með framkvæmdum
verksins og hvernig einangrun-
in reyndist, þá er á hólminn
kom. Aðaláfrýjandinn, Jón Ei-
ríksson, múrarameistari, hafði
verkið á hendi. Honum varljóst
að einangrunin fullnægði eigi
þeim gæðaskilyrðum, sem gera
bar til hennar. Ingvar Þórðar-
son, trésmíðameistari, fór með
verkstjórn á heildarframkvæmd
um byggingarinnar fyrir hönd
stefnda Byggis h.f. og annaðist
kaup á vikursalla þeim, sem not-
aður var í einangrunina, en lét
hvorki kanna gæði vikursins,
svo sem arkitektarnir kváðust
hafa gert ráð fyrir, né hafði
nægilegt eftirlit með framkvæmd
verksins. Af hendi allra aðal-
áfrýjenda og stefnda Byggish.f.
hefur samkvæmt framsögðu ver
ið sýnd vangæzla við undirbún-
ing og framkvæmd vikureinangr
unarinnar og eftirlit með henni
og verða þeir því að bera ó-
skipt fjárábyrgð á tjóni (Bygg-
DIVERTIMENTO Mozartis fyrir
óbó, tvö horn og strengjasveit í
D-d'úr verður fyrst á efnisskrá
Sinfóníuhljómsveiitar íslands á
11. tónleikum hennar n.k.
fimmtudagskvöld. Verkið samdi
Mozart í júlí 1776, tvítugur að
aldri, en það er taliið vera 251.
tónsimíð meistarans.
Þá verður 103. sinfónia Haydns
leikin, næst seinasta sinfónían,
sem hann samdi. Hún er ein af
tólf svokölluðum Lundúnasinfón-
íum, en þær voru krýningin á
sinfónískum skáldskaip hans.
Sinfónía þessi hefur gælunafn,
eins og önnur vinsælustu verk
Haydns. Bún er þekkt annað
hvort undir enska beitinu „The
Drum Roll“ eða hinu þýzka
„Paukenwirbel“. „Bumlbuþyrl"
væri hliðstætt íslenzkt heiti.
Þriðja verkið á tónleikunuim
verður annar píanókonsert Rach-
í KVÖLD hefst Boðsmót Tafl-
félags Reykjaivíkuæ 1968. Gestur
mótsins verður Rúbek Rúbeksen
frá Færeyjum, en Rú'beksen kom
s.l. sunnudag hingað til lands
á vegum Taflfélags Reykjavikur.
Tilhögun mótsins verður þann-
ig háttað, að tefldar verða sjö
umferðir eftir Monrad-kerfi og
fær hver þátttakandi 1% tiíma
til umráða á 36 leiki og skal síð-
an Ijúka skákinni á hálfri
klukkustund.
Sérstakir gestir mótsins verða
ennfremur þeir Sigurgeir Gísla-
son, Þórir Ólafsson og Guð-
mundur Þórarinsson. Öðrum
meistaraflokksmönnum er frjáls
þátttaka.
Á s.l. ári fór einn félagsmaður
Taflfélags Reykjavíkur, Jóhann
Sigurjónsson, til Færeyja í boði
Taflfélagsins í Þorshöfn og tók
þar þátt í alþjóðlegu skákmóti.
ingarsamvinnufélags Reykjavík-
ur)“.
Samkvæmt þessu voru arki-
tektarnir, Gunnlaugur Halldórs
son og Guðmundur Kr. Krist-
insson, múrarameistarinn Jón
Eiríksson og Byggir h.f. dæmdir
til að greiða Byggingarsamvinnu
félagi Reykjavíkur kr. 33.800.00
með vöxtum og kr. 30.000.00 1
málskostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti.
maninoffs. Konsertinn á sína
sérkennilegu sögu, því að erfið-
lega gekk að ljúka við ha-nn,
vegna þess, að höfundurinn hafði
misst allt sjálfsálit, en svo hefur
konsertinn orðið meðal vinsæl-
ustu píanókonrseta sögunnar.
Einleikari verður Ferry Geto-
hardt.
Gebhardt var einu sinni undra
barn og lék á tónleikum einn eða
með hljómsveitum um alla álf-
una. Síðar gerðist hann nemandi
og samstarfsmaður Edwins
Fisdhers, og léku þeir mikið
saman á tvö píanó á tónleikum
og tónlistarhá'tíðum. Síðan 1950
hefur Gebhardt verið prófessor
og yfirmaður píanódeildar tón-
listarháskólans í Hamborg, jafn-
framt tíðu tónleikahaldi.
Stjórnandi tónleikanna verður
Bohdan Wodicko.
Margeir Sigurjónsson, stórkaiup-
maður, hefur haft alla milli-
göngu um þessi samiskipti Taifl-
félags Þór^hafnar og Taflfélags
Reykjavíkur.
Boðsmótið he'fst kl. 20. Teflt
verður í Skákheimili Taflfélags
Reykjavíkur að Grensásvegi 46.
Lond'on 16- febr. AP
EKKERT svar hefur enn borizt
frá yfirvöldum í Kína um að
þau ætli að láta lausan frétta-
ritara Reuters, Anthony Grey,
sem handtekinn var þar á sL
ári.
Frá þessu var skýrt í neðri
málstofu brezka þingsins í gær
og ítrekað, að aldrei hefðu feng
izt uipp gefnar neinar áistæður
fyrir handtöku Greys, né held-
ur hvernig á því stæði að fyrór
spurnum varðandi hann væri
ekki svarað.
RENAULT 4L
Renault 4 L 4ra dyra er til sölu.
Bíllinn er nýuppgerður.
Upplýsingar veitir Ólafur Kristófersson
Kalmanstungu. Sími um Síðumúla.
Feny Gebhard leikur píanókon-
sert með Sinfóníuhljómsveitinni
Boðsmót Tnflfél. hefst í kvöld
ASS&iA I8LENZK—AMERÍSIÍA FÉLAGIÐ
Skemmtifundur
verður haldinn í Sigtúni 22. febrúar kl. 8.30 stundvíslega.
Til skemmtunar verður:
1. Ávarp — Hannes Kjartansson, sendiherra.
2. Gítarleikur.
3. „The Cauliflowers“.
4. Midnight surprise item.
Ýmsir leikir. — Dansað til kl. 1 e. m.
STJÓRNIRNAB.