Morgunblaðið - 20.02.1968, Page 10

Morgunblaðið - 20.02.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR TOGARAMENN í Hull hafa til að bera hið sama magn- þrungna æðruleysi og hetj- urnar í bókum Conrads og Hermanns Melvilles. Sögum- ar sem þeir segja, búa yfir magnaðri reynslu. Félagar þeirra skolast fyrir borð og Notts Country kiakaDrynjaöur á strandstað i isafjarðardjúpi. Um borð í togaranum eru tveir menn frá brezku tryggingar- félagi. „Það er í bldðinu eins og Malaría" Ettir Mary Holland þeir heyra vein þeirra langt út í ískaldri nóttinni. Þeir rífa ísinn með berum og blóð risa höndum og þeir líta á hræðileg slys sem „guðlega ráðstöfun“. Þetta eru 19. ald- ar sögur og hafa kynlegt seiðmagn. Þegar ég gekk um strætin í Hull í síðustu viku hvarflaði það að mér, að Conrad og Mel- ville hafi gert rangt í að lof- syngja baráttuna á 'hafinu. Of oft endar hin magnþrungna saga á dauðsföllum og ekki er getið um sjómannsekkjumar, sem ganga manna á meðal í leit að fjárstyrk og þeim er vísað á bug með máltæki, sem gengur í Hull: „Ekkjur og munaðarleysingj ar veiða engan fisk“. Líf þessara manna og kvenna hefur ekki breytzt þótt kynslóð- ir hafi horfið. Togaramaður einn tjáði mér: „Fiskveiðar hafa ekki breytzt mikið sáðan á dögum Kristis". Ef til vill er það ógjörn- ingur fyrir aðkomumann að skilja tilfinningar þessa fólks. Margir þessara manna hafa gefið sig á vald eirihvers konar örlagahyggju, sem sættir þá við starfsskilyrði, sem ekki hafa brytzt fremur en hafið, og sá sem í fyrsta sinn kynnist þeim finnst hann hafa færat eina öld aftur á bak í iðwbyltingumni. Veiði- túr á litlum togara stendur yfir í 20 daga. Helming þess tíma eru mennirnir á fiskveiðum, og vinna 18 tíma á sólarhring. Það þýðir 18 tíma í eilífu myrkri á þessum árstíma á þilförum, hál- um af ís. Hversvegna leggja þeir sig í þetta? Skynsamlegasta svarið virðist vera „vegna peninganna“. Þetta er happadrætti. Sjómanns- konan fær send 13 pund á viku, sem eru lágmarfcslaun manns hennar og það sem hann fær umfram byggist á veiðinni. Afli- sæll togaraskipstjóri getur haft 17.000 pund á ári, skipstjóri í meðallagi hefur frá 5.000—7.000. Háseti á góðu skipi fær að með- allagi 30 pund á vifcu. Það er tæpast neitt til að hrífast af mið- að við þann fjölda vinnustunda, sem hann hefur lagt af mörkum, en þetta fær hann allt í einu, þegar hann kemur í land. Ef hann vill, og það vilja margir, getur hann lifað eins og kóngur í þá tvo daga, sem hann er heima við, mætt til skips í leigulbíl og sóað fénu áhyggjulaust. Þegar eiginkonurnar segja frá heim- komu þeirra, tala þær um að- komnar stríðshetjur, sem láta bliðlega að börnunum og eru ör- látir við þær sjálfar og skemmta sér eftir föngum með félögun- um. Heimili þeirra eru látlaus og hlýleg. Þau eru þeirra fasti punktur í tilverunni. En þeim geðjast að lífinu á sjónum. „Þeim líkar áhættan", segir ein konan. „Öllum karl- mönnum þykir gaman að áhætt- unni. Sjáðu t.d. Sir Francis hvað hann nú heitir. Hann vildi sigla, ekki satt, nema hvað hann var ekki á togara". „Þetta er í blóð- inu“, er orðatiltæki, sem maður heyrir hundrað sinnum á dag. Lögð var spurning fyrir herða- breiðan vingjarnlegan togara- mann fyrix skömmu: „Hvað áttu við með þessu? Hvað er í blóðinu?" Hann svaraði: „Þú kannast við kv-æðið eftir Mase- field. Hann hafði rétt fyrir sér. Það er hitasótt. Ég hef reynt að hætta, en það tekur sig upp aft- ur eins og malaria". Konurnar hata það og eru hálft í hvoru hreyknar af því og að lokum sætta þær sig við það, eins og mennirnir. Hver ein asta kona, sem ég talaði við, vildi að eiginmaður sinn hætti á sjónum og sagði, að hún mundi aldrei gifta dóttur sína sjómanni. Og allar sögðu þær, að Harry Eddom, sá sem komst af af Ross Cleveland, mundi verða kominn til sjós eftir sex mánuði, hvað sem hann segði núna. Þannig öðlast konumar sér- stakt sjálfstæði. Þær venjast því að taka miklar ákvarðanir á eig- in spýtur. „Dóttir mín lá fyrir dauðanum og læknirinn vissi ekki hvort ‘hann átti að skera hana upp, en ég vildi ekki ónáða eiginmann minn úti á hafi“, sagði ein þeirra. Önnur, ung stúlka, mjög föl, mjög auðsær- anleg, sem átt hafði þrjú börn meðan eiginmaðurinn var fjar- staddur á togara, sagði: „Ég átti seíðasta barnið heima og hann átti að vera kominn áður en ég ól það, en skipið fcom of seint til hafnar. Það gekk erfiðlega að fæða og barnið var vanskap- að. Ég þoldi ekki að horfa á það, ef ég á að segja eins og er. Mamma vildi senda honum sím- skeyti, en 'hvaða tilgangi þjónar það að valda honum áhyggjum þegar hann er í burtu“. Þær finna fyrir einmanakennd, áhyggjum, afbrýðisemi vegna þess, að þær eru útilokaðar frá lífi eiginmanna sinna og geta ekki lifað venjulegu fjölskyldu- lífi. Andstaða þeirra vex, en úr því þær geta ekki gert uppreisn gagnvart mönnum sínum, („Mig lángar til að rífast, en þá man ég, að hann verður aðeins heima í tvo daga og hann getur lent í hættum“) þá gera þær uppreisn gagnvart áhættunni, ónýtum var úðarráðstöfunum, aðgerðarleysi verkalýðsfélaganna, togaraeig- endunum. Þessar konur eru í sínum fulla rétti. Öll vinnuaðstaðan, allt starfs- kerfið er löngu úrelt, en sjó- mennirnir virðast furðu áhuga- litlir um að taka eittíhivað til bragðs. Verkalýðsfélagið er mátt laust, ef til vill vegna þess, að mennirnir eru aldrei nógu lengi heima fyrir til að láta til skarar skríða, eða ef til vill vegna þess, að þeir eðlisþættir, sem gera góð an togarasjómann eru aðrir en þeir, sem gera góða verkalýðs- skipuleggjara. Kannski eru þeir hræddir við að láta skoðun sína í ljós, og sumir hafa beinlínis viðurkennt það. Og mikilvæg er sú staðreynd, að þeir hafa sætt sig við ákveðið lífsviðhorf og taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði. Þetta á við alla áhöfnina frá skipstjóra til aðstoðarkok'ks. Þeir verða að færa björgina heim. í þessum iðnaði eru eng- ir samningar gerðir Fjölmargir með skipstjóraréttindi eru reiðu búnir að hlaupa í skarðið fyrir hvern þann, sem skipi stýrir. Af þessum sökum þykir ílbúum Hull vafasamt, að skipstjórar hlýðnist banninu við veiðum á fslands- miðum. „Ef ég ætti 20 pund fyr- ir hvern þann skipstjóra, sem nú stundar veiðar við ísland, væri ég ríkur maður“, segir eiinn fisk- kaupmaðurinn. Þetta er harðgerður, lokaður heknur, sem eingöngu helgar sig fiskinum og hafinu. Þeir verða háðkir, ef einhver utanaðkom- andi ætlar að fara að leggja þeim lífsreglurnar. Herðahreiði háset- inn, sem vitnaði í fcvæði Mase- fieids „Sea Fever", sýndi mér lítið ljóð, sem hann hafði skrifað á sjónum. Skal það tilfært hér á frummálinu: For fishing ain‘t altered mueh in all these years It‘s storms and gutting ship® lost and tears You can‘t understand i't, you never oan Ail you ever thirik of is the fish in the pan. Þetta er að vísu ekki ilmandi skáldskapur. En í því er óþyrmi- lega minnt, á 'hvað sjómanns- fjölskyldur í Hull hugsa um okk- ur hin, sem komum til að syrgja með þeim, þegar allt er um sein- an. (The Sunday Times) Hin raunverulega hætta Eftir Anthony Hind, skipaverkfrœðing ÞRÍR brezkir togarar hafa farizt með 58 mönnum á fá- einum dögum. Slíkur þre- faldur harmleikur hlýtur að vekja ákveðnar og víðtækar spurningar um, hvernig ör- yggi sjómanna sé háttað um borð og um öryggi skipsins sjálfs í slæmum veðrum og loks um samkeppnina, sem stjórnendur togaranna heyja sín á milli. Öryggisráðstafanir þær, sem tiikynnt var um í síðustu viku — þ.e. eftirlitsskip úr flotanum, strangari til'kynningaskylda og þjálfaðir loftskeytamenn — eru að sjálfsögðu velfcomnar. En þær munu e'kki komast fyrir rœtur roeinsins, sem felst í stöðugleika eða öllu 'heldur óstöðugleika skip anna. Gömul mið brezkra togara eru í veðravítinu umhverfis íslan-d, í ísiandshafi, undan Góðravonar- höfða á Grænlandi og í Davis- sundi og við Labrador. Sumnar eru Stóru-mið og norðar Bar- entshafið, miðin við Bjarnareyj- ar og Svalbarða. Það er of vægilega tekið til orða, þegar talað er um að lífið sé erfitt um borð í þessum tog- urum. Það er þrúgandi. Þegar veiðarnar hefjast, vinma sjómenn irnir næstum hvfldarlaust og fá þótt ótrúlegt roegi virðast ein- ungis sex stunda frívakt á sól- arhring. Á þessum tíma árs skipt- ast skjótt veður í lofti í eilífu myrkri heimskautavetursims. Grýttar strandir, hættulegar grynningar, sem tætt geta sund- ur byrðing skipsins í einu vett- fangi eru stöðug áiminning til sjómannianna að slaka aldrei á og rekís er daglegt brauð á þess- um slóðum. En emgar þessara ógnana hræðast þeir jafn mikið og „svartlísinn“. Þegar togari beitir upp í hleðst ís á yfirhyggingu og möstur hans og það sem pusast yfir hann frýs næstum jafnóðum. Þegar 150 tonn af ís hafa hlaðizt á skipið þarf ekki sterka vindhviðu til að það ieggist á hliðina. Það get- ur gerst svo skyndilega, að menm hafa ekki einu sinni tíma til að stökkva úfbyrðis, hvað þá að þeir ‘hafi tíma til að losa um björgunarbátana. Engin fullnægjandi lausn hef- ur fundizt til að koma í veg fyr- ir myndun „svartíss". Ef veður- skilyrði leyfa, getur á'höfnin ráð- izt gegn ísnum og reymt að bræða hann roeð gufu eða höggva hann af. En ísinn mynd- ast venjulega hraðar en sjómenn irnir geta höggvið hann af. Það atriði sem hér skiptir mestu máli er, hvenær himn rétti tími er til þess kominn að ráðast gegn ísnum. Ef ekki er unnt að hafa hemil á ísmynduninni verð ur skipstjórinn að halda undan og yfirgefa hættusvæðið eins fljótt og mögulegt er. Jafnvel stórir togarar eru smáskip á mælikvarða nútímams, en skip- stjórar þeirra verða venjulega Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.