Morgunblaðið - 20.02.1968, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1968
27
— Norðurlandardð
Framlhald af bls. 3
iankomnir og vona að okkur
megi öllum auðnast að vinna
að farsælli eflingu norrænnar
samvinnu.
Ráðhexrafundur
í ræðiu sem hann flutti á fundi
á laugardag lagði Hilmar Bauns-
gaard, f o rsæ t isrá ð'h er r a Dan-
merkur, til að haldinn yrði for-
sætisráðiherrafundur Norður-
landanna í Kaupmtanna'höfn uim
miðjan apríl. Auk forsætisráð-
'herranna kæmu þangað einnig
utanríkisráð'herrar landanna og
markaðsimálaráðttierrar, og á
fundinum yrði gengið frá sam-
eiginlegri afstöðu Norðurland-
anna til ráðherrafundar Frí-
verzlunarbandalagsins, s«m hald
inn verður í London í malí. Þessi
tillaiga Baunsgaards var rædd á
fundum ráðherranna á sunnu-
dag, og var ákveðið að boða til
fundarins. Á fundi með frétta-
mönnum í Osló í dag, miánudag,
skýrði Baunsgaard frá þessari
ákvörðun, en gaf ekki nánari
skýringar á dagskrá ráðlherra-
fundarins. Hinsvegar sagði ráð-
herrann að unnið yrði að sam-
eiginlegri afstöðu, sem væri til
hagsibót'a fyrir öll Norðurlöndin.
Hnefaleikar.
Síðdegis í dag komu hnefaleik-
leikar nokkuð til umræðu í fyrir
spurnatíma Norðurlandaráðs, og
komiu þar fram háværar kröfur
um að hin Norðurlöndin fylg<iu
fordæmi fslands og bönnuðu
hnefaleika með öllu. Meðad sipyrj
enda var sænski þingtmaðiurinn
Ingrid Gærde Wildemar. Benti
hún á að nefnd norrænna sér-
fræðinga hefði haft mál þetta til
athugunar í fimm ár án nokkurr-
ar endanlegrar niðurstöðu. Hef-
ur nefnd þessi sent frá sér álit í
16 greinum þar sem aðallega er
getið varúðarráðstafana til að
takmarka skaðsemi hnefaleik-
anna. „Hnefaleikar eru lífs-
hættulegir", sagði frúin, „og það
getur varla verdð álit nefndar-
innar, að hnefaleikararnir eigi
að berjast til síðustu heila-
frumiu", Taldi frú Wildemar að
atvinnu-hnefaleikar væru ekkert
annað en lögheimiliuð áflog, sem
bæri að banna.
Knud Thestrup, dómsmála-
ráðherra Danmerkur, taldi erfitt
að banna atvinnuhnéfaleika, því
þá yrði einnig að banna hnefa-
leikaíþróttina. Hinsvegar sagði
ráðherrann að leitað yrði sam*
vinnu allra Norðurlandanna um
að koma tillögum sérfræðinga-
nefndarinnar í framkvæmd.
Dómsmiálaráðherra Svíþ j óð ar,
Herman Kling, tók eindregna af-
stöðu gegn aí'vinnuhnef’aleikum,
sem hann sagði vera nokkurs-
konar „opiner misþyrming".
Kvaðst hann persónulega mæla
með því að öll Norðunlöndin
fylgdu fordæmi íslands og bönn-
uðu hnefaleika.
Næst kom til umræðu toll-
frjáls flutningur á tóbaks-
vörum og áfengi milli Norð-
urlandanna, og voru fjár-
málaráðherrar landanna sam-
mála um að ekki væri unnt að
breyta reglum þar að lútandi á
þessu stigi. Einn þingmanna á
fundinum taldi að nema bæri úr
gildi allar reglur um tollfrjálsan
flutning milli Norðurlanda, eng-
in ástæða væri til að heimila
tollvörufiutning milli landa, sem
ættu svo að segja sameiginleg
landamœri.
Menningarmálanefnd Norður-
landaráðs ákvað á fundum sín-
urn að leggja til að framlag til
Menningarsjóðs ráðsins yrði
hækkað um 250 þúsiund danskar
krónur, þannig að árlegt fram-
lag til sjóðsins nemi 3,250.0i00
dönskum krónum (ísl. krónur
24.862.500,—). Segir nefndin að
ástæðan fyrir hækkiun framlags-
ins sé gengisfelling dönsku krón-
unnar í nóvember s.l., sem hafi
rýrt verðgildi sjóðisins.
Menningarmálanfendin leggur
einnig til að tónlistarverðlaun-
um Norðurlandaráðs verði út-
hLutað annað hivert ár í stað
þriðja hvers árs eins og nú er. Þá
var á fundum nefndarinnar rætt
uim sameiginlega þátttöku Norð-
urlandanna í heimsisýningiunni í
Osaka í Japan, sem haldin verð-
ur árið 1970. Ekki náðist sam-
kotmulag um þetta atriði vegna
atlhugasemda Finna, og verður
málið tekið til frekari umræðu
á fundi Menningarmálanefndar-
innar á mörgun. Einnig á nefnd-
in eftir að ræða frekar hugmynd
ir um sameiginlegar sjónvarps-
dagskrár á Norðiurlöndunum og
um norræna eldfjallarannsókna-
stöð á Islandi.
Samgöngumálanefnd Norður-
landaráðs sat á fundi í dag, og
að honum loknum ákvað nefndin
að heimila forsetum ráðsins að
boða til aukafundar á þessu ári
til að ræða brúun Eyrasunds og
gerð flugvallar á Eyrasundssvæð
inu. Eru stjórnir Svíþjóðar og
Danmerkur samirhála um að flýta
afgreiðslu þessara mála eins og
unnt er, og fyrirhugað er að full-
trúar landanna tveggja hafi lok-
ið undirbúningsviðræðúm sán á
milli fyrir 1. maí n.k. þannig að
'þing og ríkisstjórnir Norður-
landanna geti tekið afstöðu til
máttanna.
Efnahagsmálanefnd Norðiur-
landaráðs kom einnig saman til
fundar í dag til að ræða mark-
aðsmálin í heild, en þau hafa
verið mikið á dagskrá á þingi
Norðurlandaráðs. Fyrir var tek-
in tillaga dönsku nefndarinnar
varðandi frekari samvinmu um
efnahagsmál á grundvelli skuld-
bindinga Norðurlandanna við
Fríverzlunarbandalag Evirópu.
Var skipuð sérstök nefnd innan
Efnahagsmálanefndarinnar til að
fjalla uim þessi mál, og er 9ví-
inn Bertil Ohlin formaður þeirr-
ar nefndar.
Laganefnd Norðurlandaráðs
saimþykkti á fundi sínum í dag
að óska eftir því að ráðið skori
á ríkisstjórnir aðildarrí'kjanna að
vinna að algjöru banni við því
að olíu eða oliíu/blöndu verði
hleypt í sjó. Segir nefndin að
nauðsynlegt sé að hafa strangt
eftirlit með því að þetta bann
verði haldið, og leggur til að
settur verði á stofn alþjóða-dóm-
stóll í því skyni.
— Stjórnarírumvarp
Framhald af bls. 12.
Varðandi skógrækt ríkisins
eru 'heldur ekkf til lagaákvæði
um embættisbústaði en það hef
■ur leitt af eðli málsins, að þurft
'hefur að byggja yfir s'kógarverði
á skógjörðum ríkisins.
Um embættisibústaði kennara
og skólastjóra gildi hinsvegar á-
'kveðin fyrirmæli í lögum um
greiðslu kostnaðar við skóla,
sem reknir eru sameiginlega af
ríki og sveitarfélögum.
Um embættisbústaði héraðs-
dómara gilda sérstök lög frá
1947 og ennfremur gilda sérlög
um embættismannabústaði
presta. Um embættisbústaði
lækna, er svo fyrir mælt, að rík
issjóður greiði sveitairfélögum
% hluta kostnaðar við að reisa
almenn sjúkrahús og sömu að-
ilum % hluta kostnaðar við að
reisa héraðslæknabústaði.
500 íbúðir í eigu ríkis og sveit-
arfélaga
Ráðher.ra ræddi síðan um húsa
leigu embættismanna og sagði
að allmikið ósamræmi væri á
milli leigugreiðslna hjá hinum
einstöku starfshópum, þótt á-
herzla hefði verið lögð á að sam
ræma þær greiðslur. Ráðherra
sagði að ríkissjóður mundi eiga
í sameign við sveitarfélögin um
500 íbúðir. 14 íbúðir væru á veg-
um rafmagnsveitna ríkisins, 8
íbúðir fyrir héraðslækna, 8 íbúð
ir vegna búnaðarskólanma, 15
íbúðir vegna tilraunastöðva
landbúnaðarins, 7 íbúðir skóg-
ræktarinnar, 13 íbúðir í sam-
bandi við húsmæðraskóla í sveit
um, 106 prestssetur, 23 dómara-
bústaðir 40 læknisbústaðir, 13
vitavarðarbústaðdr, 50 íbúðir á
vegum pósts og síma og urn 200
íbúðri vegna barnaskóla, gagn-
fræðaskóla og ýmissa framhalds-
skóla.
Ríkið leggi ekkj til embættisbú-
staði
Sú meginregla sem frumvarp
þetta byggist á, er að hér eftir
leggi ríkið starfsmönnum sínum
ekki til ibúðarhúsnæði nema
þeir gegni störfum í þeim lands-
hlutum, þar sem sérstakir stað-
Ihættir gera slíkt nauðsynlegt.
,Og ennfremur. ef um er að ræða
sénstaka starfsaðstöðu þannig,
að starfsmaður þarf nauðsynlega
að búa á sínum vinnustað, enda
þótt í þéttbýli sé.
Þessj ákvæði frumvarpsins
þýða raunverulega það, að í þétt
þýlli stöðum hérlendis t.d.
(Reykjavík og Akureyri er ekki
gert ráð fyrir því að embættis-
menn fái húsnæði til afnota.
■Eins og áður hefur fram komið,
ier orðið um mjög mikið ósam-
ræmi að ræða. Stór hópur em
bættismanna, sem gegna þýð-
ingarmiklum embættum, hafa
ekki bústaðí til umráða, og eiga
-ekki rétt á þeim, þrátt fyrir að
aðrir embættismenn fái bústaði.
Það er hins vegar sýnt, að þar
sem svo hagar til. að embættis-
taaður getur ekki búizt við að
fá fullt verð fyrir það hús, sem
hanm byggir sér í.þágu síns starfs
á viðkomandi stað, ef hann flyt-
ur á brott, mundi verða mun
verr settur heldur en embættis-
maður í þéttbýlinu, hvað þetta
varðar. Þess vegna þykir eðli-
legt og óumflýjanlegt að gera
hér mun á, og að það verður
að sjálfsögðu að metast eftir því.
sem þróun þjóðfélagsins verður
■og hvenær og hvar ástæða sé
-til þess að byggia embættisbú-
staði.
Almenn regla um útreiknun
ihúsaleigu
Það er ætlast til þess að hlut-
aðeigandi ráðuneyti ákveði það
í samráði við fjármálaráðherra,
hvar ríkið skuli leggja starfs-
mönnum sínum til íbúaðrhúsnæði
og er gert ráð fyrir því, að sett
verði um það reglugerð, og
komi þar einnig fram þau al-
mennu sjónarmið, sem gilda
skulu í þessu efni.
Þá eru settar ákveðnar reglur
um það, að hér eftir verði
óheimilt að byggja embættisbú-
staði nema sérstaklega sé veitt
til þess í fjárlögum og fyrir
liggi samþykki hlutaðeigandi
ráðherra. Einnig eru settar al-
mennar reglur um það hvernig
reikna skulí húsaleigu eftir em
bættishúsnæði. og þá gert ráð
fyrir því, að í fyrsta lag-i sé það
m,eginregla. að samræmi ríki
varðandi húsaleigugreiðslur em-
bættismanna. hvers eðlis sem
embættiss.törf beirrq eru, en enn
fremur að tekið sé tillit til að-
stöðunnar á hverjum stað.
íbúaffrhúsnæði selt
Frumvarpið gerir ráð fyrir
því, að strax og íbúðarhúsnæði
losnar, verðj það selt. Er það
gert til að tryggja að ekki verði
haldið áfram að nota þetta hús-
næði og settir inn í það aðrir em
bættismenn. Þá eru einnig á-
kvæði um sölu íbúðanna, þess
efnis að leitað sé tilb. í þær, og
leitaist við að selja þær á sam hag
stæðustu verði verði. Hins vegar
þykir saningjarnt að fráfarandi
emibættismaður fái að eiga for-
vi-11 kaupa það- þegar hann á að
víkja úr því og sölu ber að
framkvæma.
Nokkrar undantekningar
Undanþeginn þessum lögum er
embættisbústaður forseta fs-
lands sendilherrabústaðir erlend
is og biskupsbústaðir í Reykja-
vík. Um nokkurra ára skeið hef-
ur Alþingi veitt sérstaklega fé
til biskupsbústaðar, og má segja
að ekki sé ósanngjarnt að um
hann gildi nokkur sérákvæði.
Það þykir og sjálfsagt að setja
um það ákveðnar reglur. hvað
húsnæði sem byggt er fyrir em-
bættismenn skuli vera stórt og
’hvennig það skuli búið. Um það
‘hefur verið mikið ósamræmi og
tvímælalaust í mörgum tilfellum
orðið mistök í því efni.
Að lokum sagði svo ráðherra:
Það þykir ekki fært að selja
nú þegar embættisbústaði þá,
®em eru til afnota í þéttbýlinu,
eða ekki fyrr en núverandi em-
'bættismenn hætta störfum, eða
'fara úr þeim. Og jafnframt þyk-
ir ekki heldur auðið að breyta
'húsaleigureglunum, sem festar
eru í lögum varðandi þá em-
'bættismenn sem nú eru í starfi.
Lögin miða því við það, að hug
itakið gildi eftir því sem nýir
embættismenn koma til starfa
Núverandi embættismenn haldi
«'ínum hlunnindum. Að vísu er
'gert ráð fyrir því í frumvarp-
inu að fleiri emættisbústaðir
verði alls ekki byggðir í þétt-
'býlinu, og þá heldur ekki fyrir
þá sem nú eru í störfum.
'Umræffur
Páll Þonsteinsson sagði, að
segja mætti að með frumvarpinu
væri stefnt að því að koma á
sparnaði í ríkisrekstrinum, og
væri það í-sjálfu sér allra góðra
gjalda vert. Benda mætti á að
um langt skeið hefði eitt helzta
vandamál landsbyggðarinnar
verið að fá embættismenin til
þjónustu, svo sem lækna, preista
■og dýralækna. Gilti það ekki að
eíns í sveitum og þorpum held-
ur um alla landsbyggðina, og
mætti nefna til sem dæmi, að í
Neskaupsstað vantaði nú bæði
’bæjarfógeta og prest. Löggjafar-
valdið mætti ekki draga úr þvi
að stuðla að því, að menn færu
út á land, en ætti þvert á móti
að hvetja til þess. Með frum-
varpi þessu yrði aðstoð ríkisins
við embættismenn óvissari en
'áður, þar sem til hefðu verið
'lagafyrirmæli um hvernig bygg
ingu bústaðanna skyldi háttað.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra sagði, að frumvarpið
tryggði betur réttindi embættis-
manma úti á landi. Eins og mál-
um væri fyrir komið í dag væri
jafnt í hendi ráðherra hvaða bú-
staði skyldi byggja. Það væri á-
hugamál hvers ráðuneytis að
'tryggja viðhlýtandi þjónustu-
starfsemi, og frumvarp þetta
mundi þess vegna ekk; breyta
miklu um aðstoð ríkisvaldsins
við embæ11ismenn út um landið.
Að lokinni ræðu ráðherra var
frumvarpinu vísað til 2. umræðu
og nefndar.
- BÚNAÐARÞING
Framhald af bls. 28
hana varða. Ennfremur ræddi
hann harðæri og erfiðleika af
völdum kals.
Þá bað formaður menn ekki
örvænta þótt móti blési, en
sagði bændum nauðsyn á raun-
sæju bjartsýni sem og öllum
mönnum. Að síðustu drap Þor-
steinn Sigurðsson á nokkur sögu
atriði varðandi búnaðarþing og
sagði sfðan þetta fimmtugasta
búnaðarþing sett.
Kl. 14.00 var fundi fram hald
ið og þá kosnir forsetar þings-
ins, ritarar og fulltrúar í fasta-
nefndir. Þá var og málum vís-
að til nefnda.
- RÍKISSJÖÐUR
Framhald af bls. 28
kr- lán vegna byggingar dráttar-
brauta og skipasmíðastöðva.
Þessj ábyrgðanheimild er nú full
notuð, en þó vamtar verulega á
það, að lokið sé byggingu þeirra
dráttarbrauta og skipasmíða-
stöðva, sem í smíðum eru í sam
'ræmi við áætlun um framkvæmd
ir á þessu sviði. Bendir athug-
•un, er gerð hefur verið á kostn-
aði við að ljúka þessum fram-
kvæmdum, til þess, að þörf muni
á 35 millj. kr. viðbótarábyrgðum
og þyki því rétt að miða heim-
ildina við nokkru hærri fjár-
hæð.
Niðursuðu verksm.
Framhald af bls. 28
unni. sem býr til dósir utan um
framleiðslu fyrirtækisins en
vegna skemmda á þessari vél í
flutningum erlendis frá er beðið
eftir dósum frá Noregi og að
beim fengnum mun framleiðslan
hefíast.
Áætlað er að með fullum af-
köstum framleiði þessi verk-
smiðia allt að það 24 þúsund
100 gramma dósir á dag af nið-
ursoðinni þorsklifur, en á lifr-
ina vedður lögð höfuðáherzla í
byriun. Síðan er hugmyndin að
sjóða niður ýmislegt fleira, svo
sem krækling, hrogn og lax.
Við bessa verksmiðju munu
vinna allt að 16 stúlkur og 6
karlar, þegar allt er komið í
fullan gang. Öll framleiðslan er
fyrirfram seld á erlendan marK
að á mun hærra verði en þvi
sem við höfum þekkt til þessa.
Norskt fyrirtæki í Stafanger
sem heitir Stangeland, hefur
milligöngu um sölu á hinum er-
lenda markaði. Fjármagni til
þessarar verksmiðiu hefur ver-
ið aflað með hlutafjárframlagi
eigenda og svo lánum frá inn-
lendum aðilum.
Grundfirðingar hyggja gott til
þessa fyrirtækis, og vona að
g:fta fylgi því frá upphafi. Verk
smiðian er staðsett í húsakynn-
um fiskvinnslustöðvar Soffanías
ar Cecílssonar, og stjórnarfor-
maður hennar er Guðmundur
Runólfsson útgerðarmaður í
Grundarfirði. — Emil.
- DAGSBRÚN
Framhald af bls. 2
að vísitöluuppbætur á kaupið
vegna verðhækkana var for-
senda þeirra kjarasamninga, er
nú gilda, og að verkamenn geta
ekki tekið á sig þá kjaraskerð-
ingu, sem leiðir af afnámi vísi-
tölunnar, kjaraskerðingu, sem
kæmi til vfðbótar stór-skertum
tekjum vegna minnkandi a't-
vinnu.
Fundurinn samþykkir -’fað
veita trúnaðarmannaráði félags-
ins heimild til að boða vinnu-
stöðvun í samráði við önnur
verkalýðsfélög, reynist slíkt
nauðsynlegt til að ná fram þess-
ari meginkröfu í kjaramálum
verkafólks. Þá samþykkir fund-
urinn, að þar til kjörin nefnd
A.S.Í. annist viðræður við sam-
tök atvinnurekenda um verð-
tryggingu kaupsins."
★
„Fundur í Verkamannafélag-
inu Dagsbrún, haldinn 18. febrú-
ar 1968, lýsir fyllsta stúðningi
við samþykktir 30. þings A.S.Í.
um atvinnumál.
Fundurinn telur það atvinnu-
leysi, sem nú er hér í borginni
og víða um land, svo alvarlegt
að gera verði tafarlaust ráðstaf-
anir til að útrýma því.
Verkalýðshreyfingin og iands-
menn allir verða að snúast til
sóknar gegn því böli, sem at-
vinnuleysið er fyrir einstaklinga
og þjóðfélagið í heild, og þeirri
sóun á verðmætum, sem felst í
ónotuðu vinnuafli. Fundurinn
skorar því á stjórnarvöld ríkis-
og borgar að gera skyndirá'ðstaf-
anir til útrýmingar atvinnuleys-
inu, jafnframt því að mörkuð
verði sú stefna í efnahags- og
atvinnumálum, er tryggi fulla
atvinnu fyrir alla og atvinnu-
öryggi.
★
„Fundur í Verkamannafélag-
inu Dagsbrún, haldinn 18. febrú-
ar 1968, skorar á Alþingi að sam
þykkja framkomið frumvarp um
breytingar á íögum um atvinnu
leysistrygingar, er meðal annars
gerir ráð fyrir, að atvinnuleysis
bætur verði hækkaðar frá því,
sem nú er. Vegna þess atvinnu-
leysis, sem nú er víða um land-
ið, telur fundurinn þær breyt-
ingar á lögunum, sem frumvarp
ið gerir ráð fyrir, mjög brýnar,
og að flýta beri afgrei'ðslu þess,
svo sem frekast er kostur.“
-JOHNSON
Framhald af bls. 1
hann var myrtur hinn 23.
nóvember 1963 ákveffiff aff
Lyndon B. Johnson þáver-
andi varaforseti yrffi ekki
varaforsetaefni viff kosning-
arnar áriff eftir. Seglr höf-
undur í bók sinni „Kennedy
og Johnson" aff hún hafi
spurt Kennedy aff því hinn
19. nóvember hvern hann
hefffi í hyggju sem varafor-
setaefni í kosningabaráttunni
1964. Svaraffi Kennedy þá:
„Á þessu stigi álít ég aff þaff
verffi Terry Sandford, ríkis-
stjóri i Norffur Carolina. En
þaff verffur ekki Johnson"-
Robert Kennedy, bróffir
Kennedys heitins forseta, bar
í dag á móti þessari fullyrff-
ingu fru Lincoln. Segir hann
aff þaff hafi veriff ætlun
Kennedys forseta aff berjast
áfram meff Johnson sér viff
hliff.