Morgunblaðið - 23.03.1968, Side 8

Morgunblaðið - 23.03.1968, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 196« rz BÓKMENNTIR Misg; jörðir feðranna Skáldsaga eftir Gísla Jónsson fyrrverandi alþinglsmann. ALLIR íslendingar, sem komnir eru til vits og ára hafa lengi vitað, að Gísli Jónsson væri dugandi kaupsýslumaður og hefði í mörg ár verið umsvifa- mikill á sviði íslenzkra stjórn- mála. En hitt vissu menn ekki til skamms tíma, að hann hefði hug á að skrifa bækur í elli sinni. Sú hefur þó orðið raunin. Ár- ið 1966 kom út efitr hann ævi- saga foreldra hans, og er hún merkisrit. Lýsing Gísla á foreldr um sínum og lífsbaráttu þeirra er merkileg, og ennfremur kem- ur fram í bókinni glögg lýsing á Gísla sjálfum. Þá er bókin einnig allglöggur spegill þess tíma, sem hún tekur til. Svo var það á síðastliðnu hausti, að bókaútgáfan Setberg gaf út eftir Gísla skáldsögu, sem heitir Misgjörir feðranna. Það er allstór bók, fimmtán og hálf örk. Hún er og vönduð að öll- um frágangi frá hendi útgefenda Með forsögu og viðbæti gerist saga þessi á meira en heilli öld, en aðalsagan á aðeins einu ári, og þó að ýmsum lesendum muni finnast fyrstu tveir kaflarnir all forvitnilegir, eru þeir í rauninni óþarfir með tilliti til hinnar draimatí'sku sögulheildar, og frá- sögnin af líknaraðgerðum séra Helga í sögulok er ekki aðeins óþörf með tilliti til skáldlegs söguforms, heldur spillir hún á- hrifum sögunnar, enda ekki laus við væmni. Áhrifamest hefði orð ið að skilja við Botnsheiðar- Guddu sem afturgöngu, er bryt- ist annað veifið undan breðanum í hinu djúpa gili og birtist veg- farendum á heiðinni. Auðsætt er af lýsingu Gísla á föður sínum í bókinni, sem út kom haustið 1966, að Jón Hall- grímsson hefur verið maðurmjög tilfinninganæmur og ennfremur allhugkvæmur. Þá vitnar og lýs- inginn á móðurinni um miklar til finningar og óvenju sterka skap feöranna gerð. Er engan veginn undarlegt þó að út af slíkum hjónum komi skáld. Alkunnugt er, að hið mik- ihæfa og mjög listræna skáld, Guðmundur Kamban, var sonur þeirra, og mér virtist augljóst af fyrri bók Gísla, að hann væri ekki einungis gæddur frásagnar gáfu heldur og allríkri hæfni til mannlýsinga. Og þó að skáld- saga hans jafnist ekki á við þá bók, vitnar hún bæði um rit- höfundarhæfileika og skáldgafu Stíllinn á sögunni er ójafn og óvíða svipmikill, en hann er oft fjörlegur og svo sem yljaður sannri frásagnargleði. Ýmsar at- Akureyri, 21. marz. Niðursuðuverksimiðja K. Jóns- somair & Co. tók til starfa í gær eftír lað vinna hafði legið þar niðri síðan bruninn varð í velrk- smiðjuhúsiniu seint í janúarmán- uði. Þó 'er viðgerðum ekki að fullu lokið enn og mun ekki Ijúka fyrr en um páska. Einkum er eftir máln/ingarvrnna. Nú er verið að leggja niður burða- og átakalýsingar eru skrifaðar af fjöri og glögg skyggni, og höfundurinn lýsir stundum íslenzkri náttúru af ein lægri hrifni og ríkri athyglis- gáfu. Personulýsingarnar eru misjafnlega skýrar og á ýmsum þeirra brotalöm, en þær sýns ljóslega, að höfundurinn hefur gert sér far um að lýsa allólík- um manngerðum og jafnt göllum þeirra og kostum. Einna lökust er lýsingin á dusilmenninu Jó- hannesi Hrafnkelssyni, sem verð ur um of auvirðilegur, en bezt tekzt höfundinum upp, þegar hann lýsir harðlyndu fólki og skapríku, og á ég þar einkum við sjálfa Botnsheiðar- Guddu og Hrafnkel bónda á Kambi, en milli þeirra eru átökin hörðust. Samtöl eru vandgerð, en þar tekst höfundinum stundum furðu vel — og ekki sízt, þegar í hart fer. Þó að sumt í þessari sögu sé máiað ærið dökkum litum, er ekki í henni neinn saur eða sori, og ég býst við að ýmsum muni þykja hún skemmtilegur tóm- stundalestur.Víst er og um það, að gallar sögunnar eru minni og kostirnir meiri en ætla mætti, þegar þess er gætt að höfundur hennar er hartnær áttræður og ekki er almennt vitað, að hann hafi skrifað annað fram að half áttræðu en söguna af för sinni og nokkurra anarra á Frekjunni milli landa — að undanskildum blaðagreinum, nokkrum útvarps erindum og tillögum og frum- vörpum, sem hann bar fram á alþingi. Guðmundur Gíslason iHagalín. ikryd'd'síld og verður .því verki ha'ldið áfram fram í makniánuð. Fraim að næstu halgi verður ekiki unnið imeð fulluim aflkiöst- uim, en frá og með miánudegin- uim munu vinna í verkisimiðjunni uim 70 manns, þar af uim 50 kon. ur. &mláis'íidarniðursuð'an, sem stunduð var fyrir brunann verð- ur ekki tekinn upp afftur fyrr erí í júnílbyrjun, þar sam smlásilldin er of ihoruð um þesis'ar mundir til að vera notbæf. Ef ekki h'e'fði brunnið hefði þessi niðuTsuða staðið til febrúarlolka og veitt um 100 konum atlvinnu. Niðursuða ýmiis'sa annarra vörut&gunda mun liggja niðri um óákVeðinn tima, vegna dós'a- ieysiis. Er þar aðalle'ga um að ræða tfiiskíböllur, fiskbúðing, græmmeti og fileiri vörur, s'em notið halfa mi'killa vinsælda hjá neytendum. Fyrirtækið Ihafði lagt í gijfunlegan Ikostnað við hús næði og vélakaup til að geta framleitt þær, en hefux nú misst af sölu fyrir milljónir króna að- allega innanlands, vegna vönt- unar á hentugum dósum, ef'tir þvi sem Kris'tján Jóns’son, verk- smiðjustjóri hefur upplýst. Þá Framhald á bls. 17. r \ Jke IrOO joro í Rangárvallasýslu er til sölu og ábúðar frá næstu fardögum að telja. Áhöfn getur fylgt með í kaupum. Skipti á húseign í kaupstað koma til greina. Upplýsingar gefur Ragnar Ólafsson hæstaréttar- lögmaður, Reykjavík. Skrifstofustúlka óskast Opinber stofnun í Miðborginni óskar eftir að ráða skrifstofustúlku til ritarastarfa, helzt vana. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 31. þ.m., merkt: „Miðborg — 8905“. K. Jónsson tekið til starfa á ný BARNASKÍÐI ADALSTRÆTI NÓATUNI Sigurbjöhn Þorkelsson Himneskt er aö lifa — 2. bindi sjálfsævisögu Sigurbjörns Þorkelssonar NÚ VAR Leiifur að senda frá sér annað bindið af sjálfsævi- sögu Sigurbjörns í Vísi. Mun það fagnaðarefni þeim mörgu, sem gæddu sér á hans fyrstu bók í fyrra, svo ágætar viðtök- ur sem hún fékk bæði meðal al- mennings og í blaðadómum. Jafn vel þó að sitefið „Himneiskit er að lifa“ hefði aldrei fyrirfundizt í neinni sólbjartri vísu Hannes- ar Hafsteins, hefði Sigurbjörn Þorkelsson verið vís til að kalla æviminningar sínar þessu nafni, svo þrungnar eru báðar þessar bækur hans af glaðabirtu frá vor dögum hins unga íslands á nær tveimur fyrstu tugum þessarar aldar. Það er fáum gefið að geta skyndilega á efri árum gerzt víð lesinn og vinsæll rithöfundur. En þannig hefur farið um Sigur- björn í Vísi, eftir mjög langan starfsdag og annasaman í mesta lagi á allt öðrum sviðum. Þessi bók er 448 bls, eða um það bil 20 bls. lengri en sú fyrri, sem fjöldi manna, eldri og yngri, úr öllum stéttum, las með áfergju, einn stuttan kafla eftir annan, sem gefa útsýn til allra átta, svipmyndir aí samtíð hölf- undar og samtíð þeirra, sem slit- ið hafa barnsskónum fyrir nokk ru, — menningarsögulegar mynd ir og minjar, sem munu hafa sannferðugt framtíðargildi, því að rithöfundurinn er ekki sagna skáld, heldur stálminnugur mað- ur staðreynda, sem engum vill gera rangt til, en hefur margt gott og margt hnyttið frá sam- ferðamönnum sínum að segja. Og þeir eru fjölda margir, því að víða kom hann við. Hann hlaut að verða meðal þeirra, sem ýttu íþróttahreyfingunni af stað, sjálf ur magnaður afli og áræði og frábærri snerpu og Yar að verða þekktur íþróttamaður (síðar fim asti klifurköttur í eldlínu slökkviliðsins á vaxtarárum þess), og þá ekki síður í félags- legum átökum íþróttamanna. Einn af áihugaimestu saimlstar'fs- mönnum séra Friðr. Friðriksson- ar. Höf. bregður upp ótal skörpum augnabliksmyndum af samstarfsmönnum sínum og and- stæðingum, enda lendir kastljós ið aldrei á honum einum á neinu Einkasoinori óskar eftir að skipta eða fcaupa íslenzk frímerki fyrir 1950. Þeir, sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir að skrifa á ensku tiil W.B. Cummings, 952 Houserville Road. State College, Renna. U.S. America 16801. sviði þessara minninga, heldur fær lesandinn jafnframt kynni af mörgum mönnum öðrum og oft í einum samfelldum hóp. í þessu nýja hefti telst mér vera 26 kaflafyrirsagnir, en öll- um köflum skipt í greinar með undirfyrirsögnum, svo að i þess- ari bók munu þær vera alls 235 að tölu, hver annarri áhugaverð ari, og fjölbreytnin í bezta lagi. Stundum er talað um að blása lífi í frásögn. Um frásögn Sigur- björns má öllu heldur segja, að hún er lífið sjálft með öllum þess viðbrögðum og starfi, jafnt hans sjálfs sem margra annarra. Þó að atvikin séu brosleg og smellin, eru sum alvarleg og örlagarík. Hið óviðjafnanlega og einstæða lífsfjör höfundar hraðstreymir um alla bókina, og yfir henni er heiðríkja heilsteyptrar lífs- skoðunar, sem skín einna bjart- ast í kaflanum um raunir og sorg. Sigurbjörn hefur starfað margt um dagana, og alltaf af frábærum áhuga, upprunninn í sveit, fluttist allslaus til höfuð- staðarins eins og fleiri, vann sig áfram með ýmis konar störfum, sérstaklega á verzlunarsviðinu, umz bann gerðist kaupmaðUr sjálfur og verzlaði lengi, sem kunnugt er, kenndur enniþá við verzlun sína, VÍSI. Þegar menn lesa bók eða bæk- ur Sigurlbjörns, hlýtur at- hygli að beinast að því meðal annars, hversu hann minnist margra með þakklæti, þeirra sem hann telur hafa rétt sér hönd fyrr á árum. Sigurbjörn er lif- andi sönnun þess, að mönnum, sem temja sér þakklæti til Guðs og manna, líður vel og hafa hlýtt hjarta, þó að árin færist yfir. Allar þær svipríku myndir, sem S.Þ. bregður upp gegn um bókina frá upphafi til enda, hafa varðveizt og lifað fyrir hugskots sjónum hans svo ferskar og fjör legar, af því að hann nýtur enn- þá þeirrar fágætu náðar að eiga viðhorf og gleði æskumannsins og baráttumannsins gagnvart um hverfinu og lífinu í heild. Fáum auðnast að verða veitandi vinur eins mörgu fólki í hlýrri við- kynningu eins og Sigurbirni á hans löngu ævileið. Ég er sann- færður um, að allir hafa auðg- ast af þeirri kynningu, og því meir sem sú kynning varð nán- ari. Þeir gleðjast af því að heyra fjörið í málróm hans á blaðsíðum þessarar bókar, og þekkja hjartað, sem undir slær. Og þeir gleðjast af því, að bók- in aflar honum nýrra vina. Hafi þá einnig Leiftur óskipta þökk fyrir bókina, myndarlegan frá- gang á henni, og fyrir þá ráð- stöfun, að gera einnig komandi kynslóð fært að kynnast höf- undinum. Helgi Tryggvason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.