Morgunblaðið - 23.03.1968, Page 24

Morgunblaðið - 23.03.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1968 in. Og þér vitið vel, að hrafn- arnir kroppa ekki augun hver úr öðrum. Starfsfólk? Vinnukon an, hún Lilla. Hana hafið þér hitt, svo að þér getið skapað yður skoðun á henni. Sjálfur held ég nú ekki, að hún sé neinn morðingi að upplagi. Hún gæti vitanlega blandað eitri í matinn en varla nema óviljandi. Vinir? Þar er ég hræddur um, að ég geti ekki hjálpað yður mikið.Við konan mín áttum ekki neina vini, í þeim skilningi. Tók- um ekki þátt í neinum samkvæm um. Rétt eftir að við vorum gift, fór ég með hana í samkvæmi hjá fólki, sem ég hafði alizt upp með. En það varð ekkert úr því. En það var annars mest sjálfri henni að kenna. Hún var sann- færð um, að þetta fólk liti niður á hana, sem kannski líka var, og svo slepptum við alveg af þeim hendinni. Hvort þetta fólk sleppti okkur eða við því, get ég ekki fullyrt neitt um. Við hættum að minnsta kosti að um- gangast það. — En systir yðar? Hvernig samband var með henni og kon- unni yðar? því að þér eigið systur, er ekki svo? — Jú, sjáum til, þarna hafið þér fest fingur á nokkru. Hún hataði Önnu af öllu hjarta. Yf- irgaf mig alveg þegar við gift- umst. Við sættumst nú annars seinna, víð systir mín. En hún lét aldrei undan hvað Önnu snerti. Hélt áfram að nauða á mér að skilja við hana. Vitan- lega minntist hún aldrei á morð, heldur bara skilnað. En — þeg- ar ég hugsa nánar um, hefur hún nú kannski haft morð í huga. Hún var þannig skapi farin. Það lægi ekki nema beint við að gruna hana, ef hún hefði ekki flutzt búferlum til Kanada fyrir átta árum, og átt þar heima síðan. Nemetz beið meðan læknirinn kveikti sér í enn einum vindlingi. Hann leit á hendur hans. Það var enginn skjálfti á þeim. — Hvað var það í fari kon- unnar yðar, sem systir yðar og vinir gátu ekki þolað? Var það umhverfi hennar eða innræti. — Hvorttveggja og bæði, gæti ég trúað. Að minnsta kosti átti það við um systur mína. Ég hitti konuna mina, þegar hún vann hjá móður minni. Var vinnukona. Og það var ekki einu sinni fyrsta vistin hennar. Hún var verulega sæt í svörtum kjól og með hvítan kraga, stífaða svuntu, en það var líka allt og sumt, sem hún lét heimilinu í té. Hún var blóðlöt á alla hús- vinnu, en þar sem hún hafði aldrei komizt hærra en í barna- skóla, var vist það eina, sem hún gat komizt í. Og sannast að segja, held ég, að hún hafi þá ekki getað hugsað sér neitt hærra en það eitt að ná sér í karlmann, sem gæti séð íyrir henni, svo að hún þyrfti ekki neitt að gera. Foreldrar hennar voru verkamannafólk. Faðir hennar var dyravörður við leð- urverksmiðjuna Veritas. Þetta var 1943. Seinna forframaðist hann í langtum merkilegri stöð- ur: verkstjóri, ráðningastjóri og svo, fyrir svo sem tveimur árum, forstjóri alls fyrirtækisins. Ég þarf vitanlega ekki að taka fram að hann er í Flokknum. Og mjög starfandi þar, einkum síðan 1948. Þegar ég hitti hann, 1943, var hann tiltölulega meinlaus déli. Hann var vanur að koma og heimsækja dóttur sína. Ég man hann vel, þegar hann sat á kolli í eldhúshorninu. Húfuna hafði hann í hendinni og í hvert sinn sem eitthvert okkar kom inn, þaut hann upp eins og stálfjöð- ur. Hann var með yfirskegg eins og Hitler, en var svo klókur að raka það af sér, áður en Rússarnir komu til Budapest. Ég hef nú aldrei kært mig mikið um hann, en líklega hefur það verið af því, hvað hann var andskoti ljótur. Og þegar ég komst að því, að hann var ann- að en bara Hitlersskegg og kjánabros, var það ofseint. Þá var hann fyrir löngu kominn fram úr horninu og hafði þegar sparkað 1 fleiri en einn eldhús- koll. 20 Hann leit á úrið sitt og tók að stika um gólfið, langstígur og taugaóstyrkur. Nemetz hallaði sér aftur í stólnum og beið þess rólegur, að hann héldi áfram. Eitthvað í bókahillunni vakti eft irtekt læknisins. Hann stanzaði og dró út eina bókina. — Journ- al of the Americans Institute of Criminal Law, las hann. —Ekki vissi ég, að þetta væri skyldu- námsgrein hérna. — Það er það heldur ekki, svaraði Nemetz. Hann leit á einar fimm bækur aðrar í sömu grein. — Eigið þér þessar sjálfur? Nemetz kinkaði kolli. — Þér talið þýzku, frönsku og ensku? spurði Halmy. — Ég tala vel þýzku, já, og frönsku _ er ég slarkfær í. En ensku. Ég get varla sagt, að ég tali hana. Ekki almennilega. Nem veitingahúsið ASKUR BÉdHU BVÐUR YÐUR HELGARMATINN í handhcegum umhúðum til að taka HEIM GRILLAÐA KJÚKLINGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB / GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAM BORGARA álfwl# r Gleðjið frúna — • fjölskjlduna — vtnina — V — njótið \ hinna Ijúffengu rétta £ beima i stofujðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað • við sendum leiguhíl með réttina heim tiljðar. ÆSKUR matreiáirfyriryðwr dUa daga vikunnar Sudurlamhbraut lf sími 38550 — Komdu með þann jairpa Olli minn, en gleymdu ekki að skella fyrir augu hans augn hlífunum. etz stóð seinlega á fætur og gekk að hillunni. — En ég skil hana. Þó betur á bókina en tal- aða. Einu sinni tók ég tíma í Berlitz skólanum. En það var ekki nema eitt ár. En því miður fékk ég ekki tækifæri til að nota það við að, tala. En ég hef lesið mikið um glæpafræði, og. . hann hikaði dálítið ... glæpa- reyfara. Allt frá Conan Doyle til Mickey Spillane. Allt, sem ég gat náð í. Læknirinn var hættur að ganga um, en settist samt ekki. Hann hallaði sér upp að veggn- um og askan datt af vindlingn- um hans niður á óhreint gólfið. Svo sagði hann og fremur við sjálfan sig en Nemetz. — Móðir mín var mikill Bretavinur, Ein frænka hennar giftist Englend- ing — það var einhver landað- alsmaður í Sussex, og manrna var tvö ár í Englandi þegar hún var krakki. Ég held, að eftir Það hafi hún aldrei kunnað almenni- lega við sig í Ungverjalandi. En vitanlega nefndi hún það aldrei. Það hefði auðvitað sært tilfinn- ingar okkar hinna — pabba, systra minna og mínar. Og hún gerði aldrei neitt sem var óviðeig andi. Hún var af Hankiss—ætt- inni. Þér þekkið það. Það voru margir ráðherrar í þeirri ætt og prófessorar og rithöfundar — skáldið Lorant Hankiss. — Fínt fólk, sagði Nemetz. — Það var skaði, að þeir skyldu ekki vera fleiri. Við hefðum vel getað notað fleiri þessháttar. — Ætli nú það? Þetta land þarfnast stjórnenda en ekki draumóramanna. Mér hefur allt- af fundizt eins og Hankissarnir hafi verið minnst fimmtíu árum á eftir tímanum. Þetta var sinn hópurinn úr hverri öldinni. Fyr- irfram dæmdur til að deyja út. Vitið þér það, að enginn lifði af hvorki stríðið, nazistana né Rússana? Rétt að einstöku ekkj ur þeirra eru enn uppihangandi. — Það er illa farið, sagði Nem- etz, og honum var alvara. — Ojæja, hún mamma var nú alveg jafnómöguleg og öll hin. Kannski ennþá ómögulegri, ef við reiknum þessa Bretadýrkun 23. MARZ. Hrúturinn. 21. marz — 19. apríl. Þú ættir að létta þér rækilega upp í kvöld, dansa af krafti en tala því minna. Þú munt sjá það gefur góða og ánægjulega í raun. Nautið. 20. apríl — 20. maí. Hvatningar frá í gær um að hlífa þér eru hér með endurtekanr í dag. Hittu nýtt fólk, sem mun gefa þér ferskar og góðar hugmyndir. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Svo kann að virðast að allir þeir sem þú umgengst reglulega hafi misst kímnigáfuna í dag og líti alltof alvarlegum augum á hlutina. Reyndu að hressa þá upp. Krabbinn. 21. júní — 22. júlí. Þú skalt fara snemma heim úr vinnu, ef þú mögulega getur og aðstoða maka þinn eða félaga við að undirbúa veizlu í kvöld. Hún mun takast prýðilega. Ljónið. 23. júlí — 22. ágúst. Þú færð ágætar fréttir í dag, sem án efa munu gleðja þig, enda áttu það skilið efir ýmil leiðindi og mæðu að undanförnu. Vertu heima í kvöld. Jómfrúin. 23. ágúst — 22. september. Þú skalt ekki snerta við innstæðum þínum í peningastofnunum, en reyna heldur að fitja upp á nýjum fjáröflunarleiðum. Skemmtu þér með vinum, en forðastu að lenda í þrætu eða öðrum leiðindum. Vogin 23. september — 22. október. Þú hefur sýnt þolinmæði síðustu daga, en oft átt í vök að verjast, þú getur nú búist við að um hægist og allt fari að snúast á betri veg. Drekinn 23. október. — 21. nóvember. Þú skalt leyfa vinum þínum að lifa í þeirri blekkingu, sem þeir hafa gert sér, ef þú telur það þeim til góðs. Vertu heima við í kvöld. Bogmaðurinn. 22. nóvember — 21!.desember. Hætt við að þú lendir 1 þrefi við hitt kynið I dag, en kipptu þér ekki upp við það, það stendur ekki djúpt. Heim- sæktu vin þinn í kvöld og sýndu honum, að þér þykir vænt um hann. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Heiðarleik, hreinskilni og kimnigáfa hafa fleygt þér yfir mörg sker og þú skalt ástunda þessa eiginleika þlna 1 hvað ríkari mæli i dag. Vatnsberinn. 20. janúar — 18. febrúar. Gefðu þér góðan tíma til innkaupa í dag. Kann að vera þú rekist á hlut sem þú hefur lengi leitað að. Vertu heima í kvöld og hlustaðu á uppbyggjandi tonlist. Fiskarnir. 19. febrúar — 20. marz. Borgaðu reikninga þina áður en þú hefur eytt öllum peningum þínum I hálfgerða eða algera vitleysu. Samvizka þin verður ólíkt betri eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.