Morgunblaðið - 24.03.1968, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 24. MARZ 1968
11
Sólarferðir til beztu
baðstrandar Spánar
með
betri kjörum en nokkru sinni
COSTA DEL SÖL og LONDON
17 DAGA SÓLARFERÐIR FRÁ KR. 7.900.-
Eftir voli hófela og brottfarardaga
Söluskattur innifalinn í verði.
BROTTFARARDAGAR:
22. maí — 5. júni — 19. júní — 3. júlí — 17. júlí —
31. júlí — 14. ágúst — 28. ágúst — 11. september —
25. september — 9. október og 23. október.
FERÐIN
L & L bjóða sumarið 1968 ferðir til vinsælustu, veð-
ursælustu og beztu baðstrandar Spánar — Costa del
Sól — sem eru hagkvæmari og ódýrari, en áður hefur
þekkzt hér á Iandi .
Dvalizt verður Jiálfan mánuð á baðströndinnl og tvo
heila virka daga í London á heimleið. Flogið er með
íslenzkum leiguflugvélum frá Loftleiðum til Spánar
og beztu fararstjórar spönsku-mælandi — starfa á
vegum okkar þar syðra.
Við bjóðum mikið úrval af hótelum á ströndinni,
þannig að hver og einn getur fundið og valið sér
gistingu að vild. Costa del Sól er syðsta baðströnd
Spánar — hún er ekki á eyju og því eru miklir
ferðamöguleikar bæði um landið sjálft og t.d. til
Norður-Afríku. f Torremolinos, þar sem öll hótelin
eru staðsett, er fjölbreytt og líflegt skemmtanalíf og'
einnig er nýstárlegt að kynnast skemmtanalífinu í
Tangier i ferð okkar til Marokko.
STRÖNDIN
Costa del Sól. Sólarströndin eins og hún heitir á ís-
lenzku, er syðsta baðströnd Spánar, og er öll strand-
lengjan milli Malaga og Gibraltar. Ströndin hefur
hin síðustn ár verið ein eftirsóttasta baðströnd Ev-
rópu vegna einstakrar veðursældar.
VEÐURFAR
Ef borið er saman við Mallorka, þá er hlýrra á
Costa del Sól vor og haust, þannig að hægt er að
nota sjóinn og á sumrin verður ekki óþægilega heitt.
Meðalhiti í maí er um 19 gráður og í ágúst 25 gráður.
Hvergi á Spáni eru fleiri sólardagar ár hvert og má
nefna að í mánuðunum júlí og ágúst rignir aldrei.
VEÐURFAR SÍÐUSTU 30 ÁR
maí júní julí ág. sept. okt.
meðalhiti sjávar 17.4 20.7 20.9 24.2 21.2 18.3
meðalhiti á C’ 19.0 22.2 24.5 25.4 23.1 19.5
sólardagar 28 28 31 31 27 27
rigningardagar 3 2 0 0 3 4
FERÐAMÖGULEIKAR
Á Costa del Sól eru margir ferðamannastaðir, en
þeirra vinsælastur er Torremolinos, en þar eru öll
hótelin ,sem við bjóðum. Sandurinn við Torrenmolin-
os er fínn og mjúkur og allan þann tíma sem hópar
okkar dveljast þar syðra má nota sjóinn.
Stutt er til Malaga ,sem er merk borg fyrir margra
hluta sakir, og einnig má fara ferðir til hinnar nafn-
toguðu Granado og lengri ferðir til Sevilla og Cor-
doba.
Nautaat er reglulega í Malaga og Marbella, og enn
má nefna, að mjög skemmtilegt er að fara ferð um
Andlúsíu, sem teija má einn spánskasta hluta Spánar.
Varðandi ferðalög má að endingu nefna ferðalög til
Marokko. Pangað gengur ný ferja, með sundlaug og
öllum þægindum og er komið til Tangier eftir nokkra
tíma siglingu. Dvalizt er í tvo daga í þessu ævintýra-
landi.
HÓTELIN
Það skal tekið fram strax, að öll liótelin, sem notuð
eru, eru bæði með baði og W.C. Fulltrúi fyrirtækis-
ins hefur nú nýlega verið á staðnum og sérstaklega
valið þessi hótel, samkvæmt þeirri revnslu, sem við
höfum varðandi ströngustu kröfur islenzkra ferða-
manna.
1. PIZARJIO:
Ódýrasta hótelið sem er í boði og það eina sem að-
eins morgunmatur fylgir. Það er í sjálfum bænum
Torremolinos og um 200 metra frá ströndinni. Hótel-
ið er gott og hreinlegt, með öllum þægindum.
2. LAS PALOMAS:
Nýtt hótel — opnað í marz sl. Þar eru öll þægindi,
sem finna má á fyrsta flokks hótelum. Stór sundlaug
og skammt er á bezta hluta baðstrandarinnar. Nætur-
klúbbur. Öll herbergin með svölum.
3. COSTA DEL SOL:
Hótel sem nýtur mikilla vihsælda. Þar rikir skemmti-
legt andrúmsloft. Öll þægindi, sérstók baðherbergi,
lyfta, barir, góðir veitingasalir og sérstök sundlaug,
Herbergin eru með loftkælingu og stutt á ströndina.
4. JORGE V.
Hótelið stendur við ströndina og aðebis örfá skref í
sjóinn .Eitt skemmtilegasta hótelið á allri strönd-
inni, byggt í spönskum stíl. Maturinn og þjónustan
er rómuð á Jorge V, herbergin eru loftkæld ©g með
sérstöku baði og svölum.
5. TORRE DE LA ROCA:
Hótel í lúxusklassa, svokallað aparthótel. Ekki er um
að ræða eitt hótelherbergi heldur heila íbúð. Öll þæg-
indi sem nöfnum tjáir að nefna og veitingasalirnir
eru mjög glæsilegir og veitingarnar eftir því. Hótel-
inu fylgrir sundlaug.
6. NAUTILUS:
Einnig í lúxusflokki og talið fcitt bezta hótelið á Suð-
ur Spáni. Það stendur við bezta hluta baðstrandar-
innar og hefur tvrer sundlaugar. Þar er saunabað og
nuddstofa, verzlanir og hárgreiðslustofa. Margir veit-
ingasalir og barir.
FARARSTJÓRAR
Fararstjórar okkar, þeir Guðmundur Steinsson og
Svavar Lárusson hafa starfað á veguin L& L í mörg
ár. Þeir þekkja báðir Spán eftir margra ára ferðir
um landið og tala að sjálfsögðu spönsku.
Guðmundur Steinsson Svavar Lárusson
INNIFALIÐ í VERÐI:
A. í Torremolinos: Gisting í tveggja manna her-
bergjum, fullt fæði nema á Pizarro, þar er aðeins
morgunverður, islenzkur fararstjóri.
B. I London: Gisting í tveggja manna herbergjum
með morgunverði, íslenzkur fararstjóri, ferð um
London, ferð um London um kvöld.
C. Flugfargjald, ferðir milli flugvaUa og hótela, flug-
vallarskattar og söluskattur.
Afsláttur fyrir börn: Innan tveggja ára frítt, 2ja-10
ára 25% afsláttur.
Okkar verð eru raunveruleg
verð, það sem við bjóðum er
bezta baðströnd Spánar,
vinsælasta ferðamannalands
Evrópu, beztu hótelin á þeirri
strönd og leiðsögn beztu og
reyndustu fararstjóra.
Leitið nánari upplýsinga.
LOND & LEIÐIR
Aðalstræti 8,simi
24313