Morgunblaðið - 24.03.1968, Síða 23

Morgunblaðið - 24.03.1968, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1968 23 sem sr. Þorsteinn gerir. Síðar á árum lágu leiðir okkar saman vestur í Djúpi. Ég átti þess kost, vegna starfs míns að kynnast nokkuð, svo að segja, hverju heimili í sóknum hans við Djúp og hafði auk þess nokk ur kynni af sumum fyrrverandi sóknarbörnum hans í Stranda- sýslu. Ekki fóru dult vinsældir og virðing þeirra hjóna meðal fólksins í héraðinu. Var mikill söknuður við burtför þeirra frá Stað og síðar er þau fluttu frá Vatnsfirði. Bar hér margt til. Sr. Þorsteinn er ágætur kenni maður og syngur inessur af mark vissri smekkvísi og án allrar til- gerðar. Hann er fagurberi í list- um orðs og tóna. Þess gætir mjög í ræðum hans og prestlegri þjónustugarð. Fáum hefi ég kynnst, sem vandað hafa jafn- vel og hann ræður sínar og flutning þeirra. Guðsþjónusta hans var boðun fagnaðarerindis, umburðarlyndis og kærleika, án þess að dekrað væri við ódyggð- ir. Styrkur hans sem prests og sálusorgara er falinn í því, hve mannlegur hann er, hvað hann er einlægur í leit sinni að því, sem gott er og fagurt í veik- lundaðri manneskjunni. Hann er laus við að hreykja sér hátt yfir aðra, en sjálfgert að halda virðingu sinni fyrir hverjum sem er. Vatnsfjarðarheimilið var í tíð þeirra hjóna víðfrægt fyrir rausn og greiðasemi við gest og ganganda. Prófastshjónin voru búendur góðir og höfðu stórt bú meðan hægt var að fá fólk til starfa. Hið forna höfuðból mað um sínum hlunnindum, selveiði varpi og fuglatekju þurfti mik- inn mannafla, ef fullnýta fá skyldi. Þegar mannekla varð hlaut búskapurinn að dragast saman. Sr. Þorsteinn var fornbýll að heyjum og hafði góða forsjá á búi sínu. Á hörðu og köldu vori, þegar að þrengdi leituðu marg- ir utan úr þorpunum og ná- grenni þeirra til bóndans íVatns firði til þess að fá búi sínu borgið. Var þá vel við brugðist og sköruleg úrlausn veitt. Sam- starf okkar sr. Þorsteins var mest að skólamálum, þar sem ég var skólastjóri en hann formað ur skólanefndar og prófdómari. Þessi samskipti urðu mér í senn ómetanleg í sjálfu skólastjóra- starfinu og ógleymanleg, vegna starfshæfni hans, kunnáttusemi og drengskapar í öllum greinum. Sem prófdómari var hann sann- gjarn og frábærlega glögg- skyggn á hvað eðlilegt væri að ætlast til af ungum nemendum á þroskaaldri. Ef út af bar um raunsæi okkar kennaranna í þess um efnum áttu nemendur vísan og öruggan málssvara í þessum fyrrverandi námsgarpi. Þar kom til rétt mat hans, stutt sann- girni hans, nærgætni og mildi. Engu að síður var hann kröfu- harður um það, sem eðlilegt mátti teljast innan þeirra marka sem námsefni og námsþroski leyfðu. Á þessum tímamótum í ævi sr. Þorsteins Jóhannessonar leitar margt á hugann. Yfir þeim minn ingum er fyrst og fremst vor— og sumarblær. „Fegurð himins- ins“ er óvíða jafn töfrandi og í Djúpinu, þar sem saman lágu leiðir okkar í önn daganna og á yndisstundum „góðra vina- funda“. Þegar báðir vorum við á góðum aldri — og á hverju bóli vor manndómur í vexti, gróska á báðar hendur, vax- andi æskufólk, sem átti framtíð- ina fyrir sér einhversstaðar á vettvangi þjóðlífsins. Ég leyfi mér í nafni okkar allra sóknarbarna, nágranna, ana arra heimilisvina og eigi sízt þeirra, er þá voru á þessum slóðum að vaxa úr grasi, að flytja sr. Þorsteini, konu hans og börnum einlægar þakkir, hon um fyrir það, sem hann var okk- ur sem embættismaður þjóðkirkj unnar og sálusorgari, forsjárs- maður kennslumála og fyrir það, sem Vatnsfjarðarheimilið var um hverfi sínu og byggðarlaginu öllu, og síðast en ekki sízt hvað þið voruð okkur sem félagar og vinir. Enn heldur þetta fólk tryggð við prófastshjónin frá Vatnsfirði, Laufeyju og Þorstein og munu ávalt minnast þeirra með þökk og virðingu. Hjá þessu fólki dvelur einnig hugur þeirra hjóna, samúð þeirra og um- hyggja, sem segir til sín þegar á reynir í lífsbaráttu þess. Ef ég ætti þess kost að njóta á ný nokkurra liðinna sólskins- stunda ævinnar, tel ég líklegt að ein af þeim, sem fyrir val- inu yrði, væri sú að við hjón- in mættum þeysa á góðhestum „yfir ísi lagða slóð“ undan norð- austan næðingi og særoki heim í hlað á Vatnsfjarðarstað og ganga á ný til stofu á heimili Laufeyjar og sr. Þorsteins og njóta þar eins og svo oft áður, ekki aðeins rausnarlegra veit- inga, heldur fyrst og fremst kyrr látrar yndisstundar samfunda góðra vina, þar sem gleði, góð- vild og mannlund húsbændanna yljaði gestum þeirra svo, að þeir voru innan stundar albúnir að halda út í næðinginn, þótt þá væri í móti að sækja. Á sjötugsafmæli sr. Þorsteins sendum við honum, konu hans, börnum þeirra og öðrum ástvin- um hugheilar hamingjuóskir og einlægar þakkir. Affalsteinn Eiríksson. Geymsluhíisnæði 450 ferm. geymsluhúsnæði (stálgrindahús) við Kópavogshöfn er til leigu nú þegar. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu minni. Til- boð sendist undirrituðum fyrir 10. þessa mánaðar. 22. marz 1968. Bæjarverkfræðingur Kópavogs. Lagerhúsnæði Viljum taka á leigu um 100 ferm. húsnæði undir lager, frá 1. maí n.k Upplýsingar á skrifstofunni. Trésmiðir óskast Viljum ráða nokkra trésmiði. helzt frá Hafnarfirði. Uppl. í síma 52438 mánudag og þriðjudag. Hochtief — Véltækni Straumsvík. Undirfatnaður í úrvali ARTEMIS — KÓRAL 6 gerðir Náttkjólar 8 — Undirkjóla 8 — Millipils Fjölbreytt litaúrval. Sími 10095. PLASTMALNING Höfum tekið að okkur sölu á mjög ódýrri og góðri plastmálningu, sem þekur mjög vel. 3ja lítra kr. 180.— 6 — kr. 350.— 15 — kr. 830.— Stórlækkað verð. — Gerið verðsaman- burð. Miklatorgi. Vefoaðarvöruumhoðsmaður Eitt af stærri 'fyrirtækjum í Danmörku sem fram- leiðir prjónagarn, óskar eftir reyndum umboðs- manni, þóknunarfyrirkomulag. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að senda uppl. merktar: „519“ Gerlach & Raffel, reklamebureau, Bröndbytoften 11, 2650 Hvidovre, Danmark. Tilkyning frá Rókinni h.f. Bókasöfn og bókamenn athugið! Höfum mikið úrval af fágætum tímaritum og bók- inn þessa daga. Gerið svo vel og lítið í gluggana í dag. BÓKIN H.F., Skólavörðustíg 6. Lúxus einbýlishús á Flötunum Grunnflötur hæðar er 256 ferm. 5 svefnherb., 2 stofur, húsbóndaherbergi, eldhús, 2 baðherbergi og þvottaherbergi. í kjallara, sem er um 140 ferm. er knattborðsstofa, saunabað, geymslur og fl. Húsið er nú þegar rúmlega tilbúið undir tréverk. FASTEIGNASALAN, Hátúni 4a. Símar 21870 og 20998. Hilmar Valdimarsson, fasteignaviðskipti Jón Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. TOGSKIP Tveir togbátar óskast til leigu frá vertíðarlokum eða fyrr. Leigtuími til 1. október. Bátastærðir sem til greina koma eru 100—250 rúmlestir. Til greina koma kaup á togveiðarfærum bátanna ef til eru. Æskilegt er að vélstjórar fylgi bátunum. Einnig lsemur til greina að taka á leigu 50—70 rúmlesta bát með kraftblökk til nótaveiða um 2—3ja mán- aða tíma í sumar. Tilboð er greini nafn báts, gerð og stærð togvindu, leiguupphæð og annað er máli skiptir skulu send Mbl. fyrir n.k. mánaðarmót, merkt: „Togskip 8865“. Farið verður með tilboð sem trúnaðarmál. Frá Sjálfstæðis- kvennafélaginu Vörn Konur á Akureyri og í nágrenni. Vörn efnir til sýnikennslu í blómaskreytingum (einkum með tilliti til hátíðisdaganna og ferming- anna fram undan) í Sjálfstæðishúsinu miðvikudag- inn 27. marz kl. 14—18. Konur geta mætt hvenær sem er á þessum tíma. Leiðbeinandi Ringelberg í Rósinni Reykjavík. Kaffiveitingar á boðstólum. i Allar áhugakonur velkomnar, en félagskonur eru einkum hvattar til að mæta. NEFNDIN. Lífstykkjavörur í úrvali KANTERS — LADY — BELLAVITA. 14 gerðir 8 litir brjóstahaldara, 13 gerðir 3 litir magabelti, 6 gerðir 3 litir buxnabelti, 4 gerðir 3 litir corselett. Verzlið þar sem úrvalið er mest. Sendum í póstkröfu um allt land. Sími 10095.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.