Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968 Jón Armann Héðinsson: Síldarsöltun á krossgötum Undanfarna daga hafa átt sér stað umræður um hvað hugsan- legt væri að gera á komandi síldarvertíð tiil þess að tryggja sem mesta söltun síldar. Ég held, að öllum sem fylgjast með í síld- veiðum okkar og annarra þjóða, sé ljóst, að til einhverra sér- stakra ráðstafana þarf að grípa, ef við eigum að halda áfram að salta síld á venjulegum tíma í júlí og ágúst. Því miður benda allar líkur til þess, að síldin muni liggja í meira en 3ja sólarhringa sigl- ingu frá Austfjörðum. Veiðar svo langt í burtu munu leiða af sér stórkostlegt vandamál, ekki aðeins varðandi veiðarnar sjálfar heldur einnig varðandi nýtingu hráefnisins. Þetta er svo viðamikið og stórt vanda- mál, að það verður ekki leyst af neinum einum aðila sérstak- lega. Þetta er flestum ljóst, en þó ekki öllum sem skilja mættu. Á Alþingd hafa átt sér stað umræður um síldarútvegsnefnd og breytingu á lögum nr._ 62 frá 21. apríl 1962 um S.Ú.N. þessi nýju viðhorf í síldveiðum og verkun síldar spunnust inn í umræður. Tilefni frumvarpsins um breyt ingu á S Ú N var upphaflega krafa frá síldarsaltendum um endurskoðun laga um nefndina. Sjávarútvegsmálaráðherra skip aði 2. ágúst s.l. nefnd 7 manna til þess eins og segir í gögnum til sjávarútvegsnefndar „að gera tillögur um framtíðar skipulag verkaðrar síldar til útlanda." f þessa nefnd voru valdir 2 þingmenn, þeir Jón Skaptason og Sverrir Júlíusson. Hinir voru: Erlendur Þorsteinsson, Sveinn Benediktsson, Margeir Jónsson, Jón L. Þórðarson, Jón Þ. Árnason og Tryggvi Helga- son. Árangur eða niðurstaða nefnd arinnar um þetta mikla vanda- mál og framtíðarskipulag verk- aðrar síldar til útlanda var þessi: „Samþykkt er að setja í reglu gerð ákvæði um að a.m.k. einn aðalfundur verði haldinn með saltendum árlega í maí eða júní. Samkomulag varð um að leggja til að 1. gr. laganna nr. 62 1962 orðist svo: Síldarútvegsnefnd skipuleggur og hefur eftirlit með verkun saltaðrar síldar, svo og með útflutningi hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Nefndin skal skipuð átta mönnum til 3ja ára í senn sem hér segir: (Talið upp hverjir til- nefni mennina) Séu atkvæði jöfn við atkvæða greiðslu í nefndinni, ræður at- kvæði formanns úrslitum. Nefndin skal hafa skrifstofur í Reykjavík, Siglufirði og á Austurlandi. Nefndin ræður sér starfsfólk. Ráðherra ákveður laun nefnd armanna og greiðast þau af tekj- um nefndarinnar“. Sjávarútvegsnefnd efri deild ar Álþingis flutti frumvarpið að beiðni ráðherra, en nefndar- menn tóku fram, að þeir hefðu óbundnar hendur um stuðning við það. í umræðum á Alþingi um frum varpið fyrir skömmu mælti ég m.a. eftirfarandi: „Það er mikið vandaverk, sem liggur fyrir að ná sem mestri síld í söltun fyrir þjóðarbúið, og það verður ekki leyst, nema gera sér grein fyrir því, að það þarf átak, og það þarf nýtt skipulag og það þarf nýja hugsun frá síldarútvegsnefnd í því efni að ná því markmiði, sem nauðsyn- legt er. Síldin mun örugglega liggja, því miður langt frá landi. Það eru allar líkur, sem benda til þess, og það verður að koma fram einhver hreyfing og ein- hver vilji, til þess að ná þeirri síld í land eða salta hana um borð í bátunum. Ennþá hefi ég ekki séð eða heyrt frá síldarútvegsnefnd svo mikið sem að hún rétti upplitla putta til þess að nálgast þetta mark, sem er lífsskilyrði fyrir gjaldeyristekjur okkar, að gert sé verulegt átak í áttina að tryggja það, að söltun sé stöð- ug og eins mikil og unnt er.“ Síðar segi ég: „því að það er vitað mál að nú sækja aðrar þjóðir fram í því að salta á hafinu og það er staðreynd, að verksmiðjan, sem hefur verið við ströndina eða verkunarstöðin hef ur verið við ströndina eða verk- unarstöðin hefur færzt bæði á freðfiski út á hafið og er að byrja að gera það á saltsíld líka. — Og full ástæða er til þess, að síldarútvegsnefnd efni til ráðstefnu með þeim aðilum, sem hagsmuna hafa að gæta, til þess að mæta þeim vanda sem við blasir.“ Er ég tók til máls í seinna sinn, sagði ég þetta m.a.: (tveim- ur dögum seinna, en umræðum var frestað í bili) „Ég vil hér í nokkrum orðum í framhaldi af því, sem sagt var við þessar umræður í fyrra- dag, bæta við og undirstrika það, að ég tel, ásamt mörgum fleirum, að nýtt viðhorf blasi við, varðandi það að tryggja söltun á síld hér á landi eða um borð í skipum út á hafi. Það hefur nú komið í ljós, að það eru fleiri en ég um þessa skoðun, og m.a. síldarútvegs- nefnd hefur séð ástæðu til þess að boða til fundar með nokkr- um aðilum varðandi það vanda- mál, sem liggur fyrir og verð- ur sá fundur haldinn síðdegis í dag. Þó deila menn á um það, hvað hlutverk síldarútvegs- nefndar er víðtækt og segja flest ir eða allir fulltrúar í nefnd- inni, að verk S Ú N sé ein- jEaldlega að selja síldina, hafa síðan eftirlit að nokkru leyti með söltun, og búið. Eins og seg- ir í tillögunum: Síldarútvegs- nefnd skipuleggur og hefur eft- irlit með verkun saltaðrar síld- ar, svo og með útflutningi henn- ar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum". Ég fæ ekki séð, að það sé breyta lögum um S Ú N, nema gera sér grein fyrir því eins og segir í erindisbréfi til þess- arar háttv. nefndar sem átti að undirbúa þetta frumvarp, að gera tillögur um framtíðarskipu- lag verkaðrar síldar til útlanda, og þá hlýtur hið nýja viðhorf, sem hefur skapast, varðandi verkun á saltsíld að vigta hér eitthvað inn í tillögurnar.“ — „Því miður er ekki nein á- kveðin stofnun hér á landi, sem telur sér skilt að hafa forustu í því efni að tryggja það, að vel sé fylgst með því, að hægt sé að koma síld að landi. — en þær breyttu aðstæður, sem skap ast hafa, sýna okkur það, að ekki verður lengur setið auðum höndum, og við verðum að bregð ast við á nýjan hátt og einhver aðili í þjóðfélaginu, hvort sem það er ríkisvaldið eða sameigin- leg saimtök sjávarútVegsins, verða að hafa forustu um það að reyna að gera eitthvað til þess að ná í síldina“. — Það er mín skoðun, að verði ekki gert átak til að salta um borð í júlí og jafnvel ágúst, missum við af sölumöguleikum. Ég vil benda hv. þingm. á það, að það eru ákveðin tímamót í söltun síldar. Rússar hafa komið hér með stóran flota og eru þegar byrjaðir að salta mikið á haf- inu“. Þessi orð virðast hafa ert ein- hverja í síldarútvegsnefnd sbr. athugasemd formannsins í Morg unblaðinu dags. 10. s.l. En eins og lesendur sjá, snérust umræð- ur um hvað þarf að gera gagn- vart framtíðinni og það sem fyrst, en ekki um það sem SUN hefur afrekað á liðinni tíð. Það er von mín, að sú hreyf- ing, sem hafin er til þess að finna lausn á aðsteðjandi vanda máli við söltun og flutninga á síld, leiði af sér úrræði til hags- bóta fyrir sem flesta. Hér eru svo stórir hagsmunir í veði fyrir þjóðarbúið, að þær stofnanir, sem eru til í þágu sjávarút- vegsins og þjóðarheildarinnar verða að sjá sóma sinn í því að leggjast á eitt til lausnar að- steðjandi vanda. Oft hefur ver- ið þörf á samstarfi en nú er nauðsyn og tjóar ekki að ein- blína aðeins á þröngan lagabók- staf um starfssvið viðkomandi aðila. f grein form. SÚN í Morgun- GREIN sína kallar Gunnlaugur Pétursson (Mbl. 24. janúar) FRIÐLAND EKKI FERÐA- MANNALAND" og er grein hans gagnrýni á grein minni „FERÐAMANNALAND" í Morg unblaðinu fyrri hluta janúarmán aðar, mig minnir þann 9. íslenzk tunga er mjög rík og auðug af orðum til að lýsa gagn- rýni á eitt og annað á hófleg- an hátt og finnst mér miður, að Gunnlaugur getur ekki betur lýst áhrifum þeim, er grein mín vakti — en með þessum orð- um orðrétt. „Heitur kökkur tók að bifast í brjóistinu, en kalda stroku lagði niður hryigginn.“ Og ennfremur segir hann síðar orðrétt: „Ég ákvað að hlífa mér hvergi, beit á jaxlinn, skaut fram hökunm og las hvert orð.“ Ég vona, að Gunnlaugur hafi ekki bi'tið svo fast á jaxlinn að tennur brotnuðu og hakan þurfi afréttingar við vegna framskots ins. Gunnlaugur hefði vissuleiga getað lýst þessum áhrifum af að lesa grein mína á viðfelldnari hátt, fyrir lesendum blaðsins, því 'hver hefur áhuga á heitum kökk i í brjósti hans, köldum strokum niður hrygginn, saman bitnum tönnum af greinarlestr- inum betur, en ef til vill er Gunnlaugur æstur maður í skapi með slæma meltingu og grípur til þess ráðs að lýsa áhrifunum á sem auðveldaistan hátt fyrir hann sjálfan. Ekki hefði Gunnlaugur held ur þurft að flækja „Laxerolíu“ dæminu inn í grein sdna um ferðamál, því hvorugt á sam- leið með hinu. Helzt væri að slæm melting orsakaði reiðilest- ut Gunnlaugs, að laxerolían gæti orðið honum úrlausn til betri skrifa í framtíðinnL feland sem ferðamannaland verður ekki þaggað í hel af eins röklausri grein eins og Gunn- laugur skrifaði. Hann virðist villja hafa allt landið fyrir sjálf- an sig, en öf unda alla landa okk ar, sem hafa farið til útlanda, eft ir ferðatög að mestu leyti voru gefin frjáls fyrÍT nokkrum ár- um, en áður voru í gildi all- strangar g j a ld eyr ish ö mlur, er takmörkuðu utanlandsferðir al- mennings. Vissulega hafa land- ar okkar haft mjög mikið gagn af utanferðum sínum, ekki aðal- lega til innkaupa, eins og Gunn- lagur telur, heldur að sjá með eigin augurn nýjungar í verzlun og iðnaði í löndum þeim, er settar á srvið hér heima af þess- um ferðamönnum, til hagsbóta fyrir land og þjóð. Gunnlaugur faefur sennilega mest lagt leiðir sínar í „dalina“ eða „dilmmu- borgir", svo þröngsýnn virðist faann vera. Það er vissulega ekkert sam- hengi milli utanlandsferða landa okkar og aukningu erlendra ferðamanna heimsókna til ís- ’landls. Hver heilbrigt hugsandi maður getur séð, að þótt Islend- ingar hefðu 1920 milljónir króna í tekjuir af erlendum ferðamönn- blaðinu 10. s.l. og einnig í grein Jóns Skaptasonar í Tímanum 6. s.l. er þess getið, að SÚN hafi tekið m.s. Héðin á leigu til rannsókna á flutningi síldar o.fl. Hér er nákvæmlega sagt frá. SÚN fór þess á leit við okk- ur eigendur, að aðstaða fengist í skipinu til þess að gera til- raunir með mismunandi móti ti) flutninga og söltunar á síld. Þetta var samþykkt af okkur gegn því, að það sem á vant- aði til þess að skipið kæmi með fullfermi að landi (331 tonn) yrði greitt með bræðslusíld- arverði. Svo fór að tæp 70 tonn vantaði í farm skipsins að 331 tonni og kostaði því aðstaðan um borð rúmlega kr. 80.000,oo eða því sem næst sömu tölu og endurskoðun áðurnefndra laga. Hins vegar hefur mér ver- ið sagt, að annar kostnaður hafi verið meira en helmingi hærri við þessa tilraun. um mundu íslendingar ekki endi lega finna hvatningu hjá sér til að ferðast tifl útlanda og eyða 6000 milljónum króna, eins og Gunnlaugur heldur fram í grein sinni. Miðað við núverandi fólks fjölda á íslandi mundi láta nærri að hvert mannsibarn í landinu' ætti að eyða kr. 3000.00 á ári hiverju til utanfara, ef tekin eT til greina hin óraunhæfa stað- hæfing Gunnlaugs. Svona fárán- legar tölur, gripnar úr lausu lofti, hafa ekkert gildi eða rök í sambandi við mál það, sem hér er til umræðu. Gunnlaugur bendir réttilega á að hér á landi séu níu mán- uði'r vetur, vor og haust og að- eins þrír mánuðir er talizt get- ur sumar. Hann telur því ísland fikki heppilegt ferðamannaland og segir að núVerandi gistihús ekki skili ágóða nema þessa þrjá sumarmánuði. Eins og nú er mun þetta ekki fjarri lagi, þótt undanteknlngar séu. Um hina níu mánuði segir Gunnlaugur orðrétt: „Þann tíma allan verð- um við, íslenzkur almenninguir og oddborgarar að sækja sali giistihúsanna svíkalaust og drekka baki brotonu". Þetta er pá H'sing hans á íslenzkum gisti húsarekstri og er ömurleg ef sönn væri, en tæplega hugsa ég að allir giistihúsaeigenduT lands- ins taki undir þetta með Gunn- laugi. Létt vín og sterkt áfengi í heilum flöskum eru seld í veit ingasölum gistihúsanna með til- töl-ulega lítilli álagninigu og ef Gunnlaugur skildi teljast til hópsins sem „drekkur baki brotnu" til að halda gistihúsun- um gangandi, geri ég ekki ráð fyrir að hann, eða félagar hans, biðji um svona SJÚSS OG SJÚSS í einu og getur þá litlu munað fyri'r gistihúsin hvað hagnaðinn snertir. Virðingarvert er þó hversu hagur gistihúsanna heggur nærri Gunnlaugi. í igrein minni, sem orsakaði að Gunnlaugur fann sig knúinn til að „bíta á jaxlinn" gerði ég grein fyrir hugmyndum mánum um uppbyggingu gistihúsarekstuns fyrir erlenda ferðamenn og benti á, að gistifaúsin ættu helzt að vera staðsett í sem fegurstu umhverfi þar sem nógur jarð- hiti er fyrir hendi og upphitun kostar lítið. Ég held, að ef heppi- leg staðsetning væri valin og ný tízku fyrirkomulag upptekið með heitum sundlaugum, gufu- böðum, leirböðum, tennisvöll- um, minni gólfvöllum og mörg- um öðrum heilsusamlegum leikj- um, sem hægt er að leika innan- dyra undir plasti eða gleri, hvernig sem veður er, væri hægt að kenna við hin sólríkari lönd heims. Svo má heldur ekki gleyma, að hér er hægt að stunda skautaíþróttina, undir beru lofti en alltaf, ef óskað er, innandyra með þar til gerðu fyr irkomulagi er tíðkast mjög ut- andlands. Áreiðanlega má og stað setja nokkur hótel þar sem fyrir eru góðar skíðabrekkur 1 ná- munda við jarðhita. Ég stunda sund í laugum Reykjavíkur svo til daglega og næstum daglega mæti þar útlend um ferðamönnum er dásama að geta synt í vel heitri laug þótt frost sé og snjór á jörðu. Þetta er sérstakt fyrirbrigði á landi voru og við eiigum að nota okk- ur af því til gjaldeyrisöflunar og betri efnahagslegrar afkomu þjóðarnnar. Annars ætla ég ekki að svo stödidu að bæta fleiru við fyrri grein mína, en vona aðeins, að menn með heilbrigða skynsemi og án æsinga vilji skrifa um málið, gefa ný og betri ráð en ég hef gert, en ekki óraunhæf- ar vangaveltur, sem ekki er svaravert. Gunnlaugur getur ver ið viss um, að enda þótt hann fari á stað í blöðunum að nýju, þá getur hann ekki búiist við svari frá mér, nema hann vilji ræða málið af meiri rökum en hingað til. Svo að endingu vil ég láta í Ijós þá skoðun mína, að ísland getur mæta vel verið „FRIÐ- LAND“ þótt það væri „FERÐ- MANNALAND" nema ef vera skyldi að Gunnlaugur og skoð- anabræður hans (ef hann þá hef ur marga?) taki sér stöðu ó flug völlum og hafnarbökkum lands- ins og taki á móti erlendum ferðamönnum með barsmíð og illum látum. Vonandi bítur Gunnlaugur aldrei svo fast á jaxlinn, að til slíkrar óhæfu geti komið. Ég ráðlegg Gunnlaugi til að gefa aldrei svona marga „högg- staði“ á sér, þegar hann stíg- ur út á ritvöllinn. Þegar „heiti kökkurinn“ tekur að bitfast í brjósti hans og „köldu strokurn- ar“ liggja niður hrygginn, á hann helzt að leggjaist undir felld og hugsa málið æsinga- laust, með björtum vonum á framtíðina fyrir land og þjóð, en ekki sem einamgrunarsinni liðinna tíma, sem ekki lengur finnur hljómgrunn meðal landa okkar, er af velvild og skynsemi vilja tryggja íslandi betra efna hagsöryggi, með fjölbreyttari at- vinnuvegum en nú tíðkast. Svo þakka ég Gunnlaugi fyrir að hafa haldið málinu vakandi á opinberum vettvangi ag sendi honum beztu kveðjur í sátt og samlyndi, þótt við séum á önd- verðum meiði. Bjarni Guðjónsson, Hátúni 4, Bvík. Naiiðunganippboð Annað og síðasta uppboð á hraðfrystihúsi Atlan- tors h.f, við Framnesveg 1, Keflavík fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 23. apríl 1968 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Naiiðungariippboð Annað og síðasta uppboð á tveimur birgða- skemmum, (skreiðarskemmum) við Nónvörðu í Keflavík, eign Atlantors h.f., fer fram við skemm- urnar sjálfar þriðjudaginn 23. apríl 1968 kl. 14. Bæjarfógetinn í Keflavík. Svar við blaðagrein Gunnlaugs Péturssonar: Friðland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.