Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 30
30 MO’RGUNBLAÐIÐ. LÁUCtÁRDAÖU'R 20. AT’RTL 19tm Örlagaríkasti fundur Olympíunefndarinnar Tekin afstaða til þátttöku S-Afríku og neitunar 30-40 ríkja Vill flytja danskar kartöflur til íslands UM HELGINA kemur fram- kvæmdanefnd Alþjóða Olympíu nefndarinnar saman til fundar í Lausanne í Sviss og er búizt við að sá fundur verði hinn afdrifa- ríkasti er nefndin hefur haldið. Fjallað verður um þátttöku S- Afriku í Mexíkó-leikunum og neitun 30-40 ríkja um þátttöku verði S-Afríku heimiluð aðild að leikunum. Hinn áttræði form. alþjóða OL-nefndarinnar, Avery Brund- age hefur undanfama daga ver- ið í S-Afríku og hélt þaðan til fundarins í Lausanne í gær. Á Hrafnhildur Guðmundsdóttir. TVÖ íslandsmet, tvö drengjamet og sveinamet voru sett á sund- móti KR á fimmtudagskvöldið og höggvið nærri öðrum. Keppn- in sýndi góðar framfarir hjá sundfólki. Metin settu Guðmund ur Gíslason í 200 m. fjórsundi og sveit Ármanns 4x100 m. skrið- sundi karla- Guðmundur Gíslason bætti eig ið met í fjórsundi synti á 2:20.2 en eldra metið var 2:21.9 mín. f sama sundi setti Ólafur Þ. Gunn laugsson KR sveinamet 2:56.0. f fjórsundinu settu þeir Gísli Þorsteinsson, Gunnar Kristjáns- son, Kári Geirlaugsson og Guðm. Gíslason ísl. met 4:03.7 en eldra metið 4:13.5 átti Ármannssveit frá 1965. f sama sundi setti drengja- sveit KR drengjamet 4:40.7. Kristbjöm Magnússon KR setti sveinamet í 50 m. baksundi 36.6. Höggvið nærri metum Leiknir Jónsson og Hrafn- hildur Guðmundsdóttir hjuggu nærri metunum I 100 m. bringusundi karla og 100 m. blaðamannafundi sem hann hélt á flugvellinum við brottför, kvaðst hann hafa skorað á íþróttayfirvöld S-Afríku að draga til baka þátttökutilkynn- ingu sína í Mexíkóleikunum. Honum varð ekki ágengt í því efni og hann hefur meðferðis til Sviss þátttökutilkynningu S- Afríku. Mexikanar hafa reynt allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að koma í veg fyrir þátttöku S- Afríku. Er kominn upp mikil deila um það, hvort Mexico hafi boðið S-Afríku aðild að leikun- um eða ekiki. Neita nú Mexikan- ar að svo sé, en í Jóhannesar- borg hefur verið lagt fram ljós- prentað eintak af boðsbréfi um þátttöku frá mexikönsku OL- nefndinni. Öll Afríkuríkin hafa tilkynnt að þau muni ekki taka þátt í leikunum verði S-Afríku heimil- uð þátttaka. Sovétríkin hafa til- kynnt að þau muni mjög athuga sitt mál varðandi þátttöku. Kúba mætir ekki af þessum sökum og fleiri ríki hafa haft hótanir í frammi um að taka ekki þátt í leikunum. Deila þessi er risin af kynþátta deilum og hefur m.a. vakið deil- ur í Bandaríkjunum þar sem svertingjar hafa hótað að taka ekki þátt í lei'kunum sení liðs- menn Bandaríkjanna — en af- staða þeirra er mjög mismun- andi til málsiris. skriðsundi kvenna. Munaði að eins sekúndubrotum að þeim tækist að ná takmarkinu og sýna bæði að þau hafa aldrei fyrr verið í betri þjálfun en nú. Sigurvegarar í einstökum grein um urðu: 100 m. bringusund karla: Leikn ir Jónsson Á, 1:11.2 100 m. skriðsund kvenna: Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR, 1:04.2. 50 m. bringusund sveina: Örn Ólafsson SH, 44.5. 50 m. flugsund drengja: Sig- mundur Stefánsson Self. 34.0 50 m. baksund telpna: Vilborg Júlíusdóttir Æ, 39.8 200 m. fjórsund karla: Guðm. Gíslason KR, 2:20.2 50 m. baksund sveina: Krist- björn Magnússon KR, 36.6 100 m. flugsund kvenna: Hrafn hildur Kristjánsdóttir Á, 1:14.0 4x50 m. fjórsund telpna: Sveit Ægis 2:42 6 4x100 m. skriðsund karla: Sveit Ármanns 4:03.7. alþjóða um helgina Fundur alþjóðanefndarinnar í Lausanne um helgina markar lín una í þessum iriálum og því er niðurstöðu hans beðið með eftir- væntingu. Víðovangshlaup Hnfnarfjaiðor VÍÐAVANGSHLAUP Hafnar- fjarðar hið 10. í röðinni verður háð sumardaginn fyrsta (25. apríl) við Barnaskóla Hafnar- fjarðar við Skólabraut og hefst kl. 2 e.h. Keppt verður í 5 flokkum — þrem flokkum drengja og tveim ur flokkum telpna. Hlaupnar verða sömu vega- lengdir og að undanförnu. Væntanlegir keppendur til- kynni þátttöku sína í Verzlun Valdimars Long næstkomandi mánudag og þriðjudag. Lúðrasveit Hafnarfjarðar und- ir stjórn Hans Franssonar leik- ur áður en keppnin hefst eða frá kl. 1.30 e.h. Litla bikar- keppnin í dng LITLA bikarkeppnin hefst í dag og er þetta því fyrsta knatt- spyrnumót ársins. Fjögur lið taká þátt í mótinu, lið Keflvík- inga, Akurnesinga, Hafnfirðinga, og Kópavogsbúa. Á Akranesi leika í dag IA og Hafnarfjörður, en í Keflavík eigast við Kefla- vík og Breiðablik. Leikurinn í Keflavík hefst kl. 14.15, en leik- urinn á Akranesi kl. 15.15 Leik- ið verður um hverja helgi, en mótinu lýkur 18. maí. WBA vann Liverpool 2-1 WEST Bromwich Albion sigr- aði Liverpool í þriðja leik milli þessara félaga í 6. umferð bik- arkeppninnar ensku í fyrra- kvöld. Leikurinn fór fram á velli Manchester City, Maine Road og var mjög harður. Liverpool stóð í andstæðingnum í fyrri hálf- leik. Jeff Astle skoraði fyrir West Brom. á 7. mín., en Tony Hateley jafnaði á 39. mín. Sigurmarkið skoraði útherjinn Cive Clark snemma í seinnd hálfleik. West Bromwich átti mun meira í leiknum og verð- skulduðu sigurinn. Eins og fyrr segir var leikurinn mjög harð- ur og miðherji West Bromwich Tony Kaye lék mikið af síðari hálfleik með sáraumbúðir um höfuðið. West Bromwich mætir nú Birm ingham City x undanúrslitum n.k. laugardag. Birmingham leik ur í 2. deild og hefur sýnt mikl- ar framfarir síðan Stan Cullis tók við framkvæmdastjórastöðu félagsins í fyrrasumar. Cullis þessi var framkvæmdastjóri Wolverhampton á þeirra frægð- arárum, 1950—64. f hinum undanúrslitaleiknum mætast Everton og Leeds Und- ted, en úrslitaleikurinn í bikar- keppninni verður á Wembley leikvanginum þann 18. maí n.k. FORMAÐUR félags danskra kartöfluútflytjenda, J. C. Wein- reich að nafni, var kynntur fyr- ir fréttamönnum í gær. Kvaðst Weinreich hafa komið til Is- lands að kanna möguleikana á því að flytja hingað danskar kartöflur. Sveinn Ásgeirsson, formaður Neytendasamtakanna, kynnti Weinreich fyrir frétta- mönnum og gat þess um leið, að koma hans hingað væri Neyt- endasamtökunum mikið ánægju- efni þó ekki væri hún á þess vegum, en samtökin berjast nú mjög fyrir úrbótum á sviði kartöflumála tslendinga. J. C. Weinreich. Að sögn Weinreichs flytja Dan ir út kartöflur, bæði útsæði og matarkartöflur, til 35 landa og frá 1. apríl til júniloka er inn- flutningur á kartöflum frjáls í Danmörku. Þá mátti greinilega heyra það á Weinreich, að hann var mjög hissa á því fyrirkomulagi, sem hér ríkir í kartöflumálum og þá einkum á sölufyrirkomulaginu. Kvað hann varla þekkjast meðal vestrænna þjóða, að kaupendum væri gert að skyldu að kaupa kartöflur í aðeins einum umbú'ð- um og engum öðrum, auk þess sem kaupandinn gæti á engan hátt gengið úr skugga um að hann væri ekki „að kaupa kött- inn í sekknum". 1 Danmörku, sagði Weinreich, er söluverð á kartöflum frjálst og þar eru þær seldar í plast- umbúðum, sem innihalda allt frá 1% kg upp i 25 kg. Einnig eru kartöflur seldar í pappírspokum, sem hér, en utan á þá er skráð nafn framleiðanda og stærð og gæðaflokkur innihaldsins. Þá eru kartöflur seldar burstaðar og þvegnar í Danmörku. Verð á kartöflukílóinu er nú um 5 krónur íslenzkar í Dan- mörku. Þá sagði Weinreich og, að dönskum bændum væri heimilt a'ð selja framleiðslu sína sjálfir hverjum sem hafa vildi, en kaup andinn þyrfti að koma heim til bóndans og viðskiptin að fara þar fram. Allt þetta stuðlar mjög að því, að halda verði nu niðri og um leið tryggir það gæði vörunnar, sagði Weinreich. „En þó ekki verði af því nú, að danskar kartöflur komi á ís- lenzkan markað, þá vonast ég til að svo verði síðar“, sagði J. C. Weinreich að lokum. ♦------- Sveinn Ásgeirsson gat þess, að Neytendasamtökin hefðu á sínum tíma farið fram á að innflutning- ur á kartöflum yrði gefinn frjáls. Sagði Sveinjxy að samtökin myndu ótrauð halda áfram bar- áttu sinni fyrir því, að íslenzkir neytendur fengju tækifæri til að kaupa kartöflur án þess að þurfa bæði að búa við hærra vöruver’ð og minni gæði, en mögulegt væri með öðru fyrirkomulagi. - LAGANEMAR Framhald af bls. 3 mun vera einnig komið til á íslandi. Peter Gram er norskur laga- nemi. Hann segir að námstil- högun þar í lagadeildum sé með svipuðu sniði og í Danmörku og á íslandi, þannig að námiimi er skipt í tvo hluta og próf tek- in í mörgum fögum eftir hvem hluta, sé öðru vísi háttar í Finn- landi og Svíþjóð, þar sem hvert fag er lesið fyrir sig og síðan tekið próf í því. f Noregi eru um 1500 laganenxar, og uppfyll- ir það varla þörfina fyrir lög- fræðinga, svo góðir atvinnu- möguleikar eru að loknu prófi. Ein kona situr ráðstefnuna, finnskur laganemi Unnekka Mákio. Hún sagði, að í Finn- landi væru um 1800 laganemar í Helsinki, þar sem eru bæði sænákumælandi og finnskumæl- andi prófessorar, og um 400 1 Ábo. Það væri of mikið og far- ið væri að takmarka í deildirn- ar, stúdentar þyrftu að taka sér stakt inntökupróf. Háskólinn á- kvæði svo við hve mörgum væri tekið hverju sinni. Síðast voru teknir 400, sem var fleira en ár- in á undan. í lagadeildum í Finn- landi eru smám saman tekin próf í 14 fögum, ekki þetta mikla lokapróf, en þá þyrftu nemar að skila ritgerðum um ákveðið efni í lokin. í Ábo þurfa laganemar að læra erlent tungu mál. En til að fá dómarastöður og ýmsar aðrar þurfa lögfræð- ingar að tala bæði sænsku og finnsku. Tony Sandell, formaður lög- fræðinema í Stokkhólmi, sagði að þar í borg væru 2500 laga- nemar. í Svíþjóð væri reiknað með um 8000 lögfræðingum, og að um 6000 nýir væru í námi Það væri auðvitað of margt og gæti ekki gengið. Eftir fá ár væri reiknað með að aðeins ann ar hver lögfræðingur fengi starf í sínu fagi. Væri mjög rætt um takmörkun á nemum. Margir stúdentanna vildu það, en þó yfirvöld hefðu ekki lýst skoðun sinni, væri talið að þau vildu komast hjá því. Sjálfur kvaðat Sandell ljúka prófi um næstu jól. Sænskir laganemar taka próf smám saman, í 12 greinum, og ljúka þeim venjulega á fimm árum. John Korsþ Jensen frá Dan- mörku tjáði okkur, að í hans landi væru um 3000 laganemar. Atvinnuhorfur væru ágætar, en eftir 3—4 ár þyrfti að fara að fylgjast með offramleiðslu og lögfræðisamtökin því rétt að byrja að huga að málinu. f Dan mörku kvað hann vera eigin- lega tvenns konar fyrirkomu- lag á náminu. Samkvæmt gamla kerfinu tekur fyrri hluti 1% tii 2 ár og seinni hluti 3—4 ár, og eru þá 2—3 próf í seinni hluta. Nýtt kerfi hóf svo göngu sína fyrir tveimur árum með tveggja ára fyrri hluta. Seinni hluti er ekki enn byrjaður eftir þvi kerfi. Hann verður líklega ekki mjög frábrugðinn þeim gamla nema hvað talið er að þriðja prófi verði bætt við. Ritari NSJR Peter Gram, bað okkur að lolkum um að geta þess, að norrænu stúdentarnir væru mjög hrifnir af móttökum hér. Undirbúningur væri mjög góður. Fundarmenn mundu skreppa til Þingvalla, en annars gæfu þeir sér ekki tíma frá fund arstörfum til að sjá sig meira um. Tvð Islandsmet á sundmdti KR Guðmundur Gíslason og sveit Ármanns bættu fyrri met

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.