Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1908 Hetnd sovézkra yfirvalda: 20 manns kommúnistaflokknum — fyrir stuðning við Ginzburg og félaga hans. Aðrir reknir úr stéttarfélögum og sviptir fríðindum. Brezhnev boðar harðar refsingar þeim, er láti uppi óánœgju og mótmœli | ÞÆR fregnir berast nú frá Moskvu, að tuttugu manns, sem skrifuðu und- ir mótmælaskjöl til yfir- Brezhnev. valdanna vegna dómanna i yfir Aleander Ginzburg og i félögum hans á dögunum, hafi verið reknir úr sov- ézka kommúnistaflokkn- um. — Meðal þeirra eru margir vísindamenn, bók- menntamenn og listamenn og flestir eru þeir úr flokksdeildunum í Moskvu, Leningrad og Akademgor- od, vísindamiðstöðinni í Síberíu. Síðastliðinn þriðjudag tók hæstiréttur Sovétlýðveldisins Rússlands til meðferðar áfrýj- un hinna dæmdu og vísaði málinu frá, óbreyttu, eftir all- langan fund. Ekki er vitað hva'ð þar fór fram, því hvorki voru þar viðstaddir hinir á- kærðu, ættingjar þeirra, vinir eða fréttamenn, sem vænta mætti að flyttu sannar frá- sagnir af fundinum. Ljóst er nú orðið, að sov- Ginzburg. ézka leyniþjónustan skrifaði \ hjá sér nöfn allra þeirra, er \ skrifuðu undir mótmælaskjöl í vegna réttarhaldanna og dóm- / anna í máli Ginzburgs Oig fé- ; laga. Síðan hefur hún sent « nöfn þessi til flokksdeildanna ( í heimahögum viðkomandi að í ila og stjórnir þeirra séð um 7 að afgreiða brottrekstur \ þeirra úr flokknum. Vita'ð er, ( að fólkið, sem skrifaði undir, í var kallað á sérstaka viðræðu 7 fundi, áður en gengið var frá \ brottvikningunum, og því gef k inn kostur á að sjá sig um i hönd og „iðrast" opinberlega. 7 Nokkrir gerðu það, og sögðu, I að dr. Pavel Litvinov, vinur t Ginzbergs, er stóð fyrir imd- ( irskriftasöfnununum, hefði / véláð þá til að skrifa undir. \ En flestir stóðu við það, sem 1 þeir höfðu gert. Aðrir fundir i voru haldnir til þess að ræða / framkomu óflokksbundinna \ manna vegna málsins og hef- 1 ur nokkrum þeirra verið vís- ( að úr stéttafélögum þeirra og / þeir sviptir ýmsum fríðindum. 7 | Flokksstjórnin hefur það \ sem af er þessu ári, hert ( töluvert tök sín á mennta- og l listamönnum sovézkum og er 7 svo að sjá, segja fréttamenn í \ Moskvu, sem henni hafi tekizt \ að þagga um sinn niður í öll- í um mótmælaröddum. Og talið 7 er víst, að viðkomandi aðilar 1 hafi allir verið sviptir flokks- skírteinum sinum, áður en aðalritari flokksins, Leonid Brezhnev, lýsti því yfir 29. marz sl., að þeir, sem hefðu uppi óánægjuraddir og mót- mælastarfsemi gegn stefnu og ákvörðunum yfirvaldanna, hvort heldur þeir væru flokks bundnir eða ekki, yrðu „látn- ir sæta harðri refsingu fyrir skammarlega starfsemi sína“, eins og flokksritarinn komst að orði. Strokufangi frá Missouri eftir- iýstur vegna morösins á dr. King Rétt nafn „Galts", sem grunaður er um morðið, er James Earl Ray Wasihington, 19. apríl (AP-NTB) BANDAWÍSKA ríkislögregl- an, F.B.I., skýrði frá því í dag að maðurinn sem eftirlýstur er fyrir morð á dr. Martin Luther King og gengið hefur undir nafninu Eric Starvo Galt, héti í rauninni James Earl Ray, væri 40 ára og strokufangi frá ríkisfangels- inu í Missouri. Talsmaður FBI sagði að lög- reglan hefði komizt að réttu nafni Rays með rannsóknum á fingraförnum, sem fundizt höfðu á morðstaðnum í Memphis. Voru fingraför þessi borin saman við fingraför 53 þúsund eftirlýstra glæpamanna í skjalasafni ríkis- lögreglunnar, og kom þá í ljós að „Galt“, sem notað hefur fleiri fölsk nöfn, var James Earl Ray. Ray þessi er frá Alton í Uii- nois. Hann hætti ungur námi, og frá febrúar 1946 þar til í desem- ber 1948 gegndi hann hérþjón- ustu, en var rekinn úr hernum vegna getuleysis. Meðan á her- þjónustunni stóð var hann dæmd ur til þriggja mánaða þrælkun- arvinnu fyrir drykkjuskap. Eft- ir að hann gerðist á ný óbreytt- ur borgari komst hann fljótt í kynni við lögregluna. Hann var fyrst handtekinn 1949, og þá dæmdur fyrir innbrot í Los Ang- eles. Hann var dæmdur árið 1962 í Chicago fyrir rán, og var þá vopnaður er hann drýgði glæpinn. 1955 var hann svo hand tekinn í Missouri og dæmdur fyrir að falsa póstávísanir. Vitað er að hann hefur „gist“ fangelsi í Los Angeles í Kaliforníu, Joliet og Pontiac í Illinois, og Leavenworth í Kansas. Talsmaður FBI segir að meðal þeirra nafna, sem Ray hefur not að á glæpaferli sínum, séu Jam- es Walton, W. C. Herron og Jam es O’Conna. Ray segist vera fæddur í Tlli- nois 10. marz 1928. Hann er 175 sentimetra hár og vegur 73-78 kíló. Hann er bláeygur með dökk leitt hár og ör á enninu. Hann Þeíta er mynd af „Eric Starvo Galt“ ,sem FBI hefur birt. Aug- un eru hér teiknuð inn á mynd- ina, því hún er gerð eftir ljós- mynd þar sem „Gait“ var með lokuð augu. Vér morðingjar Frumsýning í kvöld í dag eru liðin 18 ár frá því að Þjóleikhúsið tók til starfa. Þetta kvöld verður frumsýning í Þjóðleikhúsinu á hinu þekkta leikriti Guðmundar Kambans. Vér morðingjar, en þann 8. júní n. k. eru liðin 80 ár frá fæðingu Guðmundar Kambans. Leiksjóri er Benedikt Árnason, en aðalhlutverkin eru leikin af Kristbjörgu Kjeld og Gunnari Eyjólfssyni og er myndin af þeim í hlutverkum sínum. Efri-deild Alþingis ólyktnr t nm Vietmom EFRI deild Alþingis sam- þykkti í gær með fimmtán samhljóða atkvæðum þings- ályktun um ófriðinn í Víet- nam. Segir í ályktuninni, að stór hætta sé á, að styrjöld þessi geti, hvenær sem er, breiðst út og orðið upphaf nýrrar heimsstyrjaldar. Fagn- að er ákvörðun Bandaríkj- anna um takmörkun loftárása á Norður-Víetnam og sagt, að hún megi einskis láta ófreist- að að ná samkomulagi um frið. Tillagan hljóðar svo: Deildin ályktar að lýsa yf- ir þeirri skoðun sinni, að deiluefni styrjaldaraðila í Víetnam beri að leysa með friðsamlegum hætti. Stór hætta er á því, að styrjöld þessi geti hvenær sem er breiðst út og orðið upphaf nýrrar heimsstyrjald- ar, auk þess sem áframhald- andi styrjaldarrekstur eykur sífellt langvarandi hörmungar víetnömsku þjóðarinnar. Með þeirri takrnörkun loft- árása á Norður-Víetnam, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hef ur nýlega ákveðið, og þeim já kvæðu viðbrögðum, sem stjórnin í Hanoi hefur sýnt í deilunni. Má einskis láta ó- freistað til að nota þetta tæki- færi sem bezt, svo að vopna- hléi og viðræðum um friðar- samninga verði komið á. Tel- ur deildin, að þessu verði nú helzt fram komið með því: 1. að ríkisstjóm Bandaríkj- anna stöðvi allar loftárás- ir á Norður-Víetnam, en jafnframt dragi stjórn Norður-Víetnam, og Víet Cong-hreyfingin úr sóknar aðgerðum af sinni hálfu og láti þannig í ljós ótvíræð- an vilja til að ganga til samninga; 2. að auk ríkisstjórnar Banda ríkjanna og ríkisstjórnar Norður-Víetnam verði rík istjórnin í Saigon og Víet Cong-hreyfingin aðilar að samningsgerðinni; 3. að öflugu sáttastarfi í deil- unni verði haldið uppi á vettvangi Sameinuðu þjóð- Felur deildin ríkisstjórninni að framfylgja þessari ályktun á alþjóðavettvangi. hefur starfað aðallega sem bak- ari og verkamaður, en mikið verið á flækingi. Lögreglan í Bandaríkjunum hefur leitað Rays fráþví 20. júlí í fyrra, þegar hann var skráður hjá FBI sem eftirlýstur flótta- maður frá ríkisfangelsinu í Jeff- erson City í Missouri. Þaðan strauk hann 23. apríl í fyrra eft- ir að hafa setið inni í rúm sjö ár. Var hann dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir rán, og hóf afplánun dómsins 17. marz 1960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.