Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRIL 1968 þurfa að skýra fyrir henni til- tekin atriði ef hann ætti að geta gert sér v onir um samsarfs- vilja hennar. — Byltingin er al- veg eins og stríð. Það eru ekki einstaklingarnir, sem verða að gjalda fyrir syndir hennar, held ur öll þjóðin. Þú ert nú ekki nógu gömul til að muna eftir Hitler, en þú kannt að hafa heyrt hann nefndan. Stúlkan kinkaði kolli og Nemetz hélt áfram: — Herir hans og flugvél- ar ullu tjóni í næstum öllum löndum álfunnar, og að lokum urðu hans eigin borgir að rúst- um og múrsteinshrúgum og mill" jónir landa hans drepnar. — Þannig fer líka fyrir þess- um Rússadjöflum, sagði dreng- urinn hátíðlega. — Vertu ekki að bölva, Joey, sagði Mimi. — Mamma gat ekki þolað það. Nemetz hugsaði með sér, að betra væri að komast að efninu. — Viltu segja mér, hvað þú sást á laugardagskvöldið? Við höfum marga grunaða og ef þú hjálpar okkur til að finna þann rétta, spararðu okkur mikið ó- mak. Mimi settist og spennti greip- ar í kjöltu sinni. — Hverjir eru þeir? Ég á við, þeir grunuðu? spurði hún ásakandi. — Annar er skóari en hinn læknir, sem er miklu yngri. Og svo eru ýmsir fleiri. 38 Stúlkan dró djúpt andann. — Ég sá ekki neinn drepa hana, sagði hún. — Hún var dauð, þeg ar henni var hvolft úr. — Hvolft úr? Hvað áttu við með því? — Jú, það var kona með hjól- börur. Eins og múrarar nota. Konan í grænu treyjunni lá á hjólbörunum og önnur kona ók henni að horninu og hvolfdi henni úr, svo ók hún hjólbör- unum burt. — Kona? Ertu viss um, að það hafi verið kona? — Já. — Sá hún þig? — Það held ég ekki. Ég stóð inni í dyrunum á nr. 10. Það er húsið við hliðina ’ á brauð- búðinni. Rétt áður en konan kom, komu tveir rússneskir vöru bílar akandi, og þessvegna faldi ég mig þarna í dyrunum. Ég stóð þar lengi kyrr. Ég ... ég var svo hrædd. Ég gat ekki skil ið, að mamma væri dauð. Ég var svo ... ringluð .. . ég man ekki neitt af því almennilega. — En þú manst vel konuna með hjólbörurnar? — Já. Seinna sofnaði ég og mig dreymdi svo undarlega. En hún var enginn draumur. Alveg raunveruleg. Og það voru rúss- nesku bílarnir líka. — Heldurðu, að þú mundir þekkja hana, ef þú sæir hana aftur? _ — Ég býst við því, sagði Mimi. — Var hún lítil og digur? spurði Nemetz og hafði þar frú Bartha í huga. Mimi hristi höfuðið. — Nei, hún var há og grönn ekki dig- ur ... og heldur ekki grönn. Rétt svona mitt á milli. Og hún var í engum frakka og heldur ekki í treyju. Jú, hún var með svuntu. Utan yfir kjólnum. Þessi lýsing gat ekki útt við frú Bartha og Lillu, en hefði getað átt við berklaveiku stúlk una og Alexu Mehely. — Heldurðu, að þú vildir koma með mér? sagði Nemetz. Ég hef bíl, sem bíður hérna við hornið. Ég ætla að aka þér þangað sem skóarinn á heima, svo ætlum við að líta á nokkrar konur og vita, hvort við finnum þá réttu. Mimi hikaði. — Ég verð fyrst að gefa Joey að borða. Mamma vildi alltaf láta mig gefa honum matinn stundvlslega. — Hún sagði líka, að þú mætt ir aldrei fara neitt með ókunn- ugum karlmönnum, hvein í drengnum. — Láttu nú ekki eins og bjáni, svaraði hún húsbóndalega, — hann er ekki neinn venju- legur maður. Hann er glæpa- lögga. — Okay, sagði drengurin^ En Aðalfundiir Sjómannafélags Ilafnarfjarðar, verður haldinn sunnudaginn 21. apríl kl. 2 síðdegis í kaffisal Fisk- iðjuvers Bæjarútgerðarinnar. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. vei ASKXIR BÝÐUE YÐUR HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að táka HEIM GRILLAÐA KJÚKIJNGA ROAST BEEF , GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ 'GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAMBORGARA Mntlitm, 0 tí Gleðjiðfrúna — jjölskylduna — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heima í stofujðar. imm- Ef þér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leiguhíl með réttina heim tilyðar. A S KU R matreiðir fyriryður olla daga vilmnnar Suðurla nd.sb raut 14 sími 38550 svo sneri hann sér að Nemetz. — Má ég ekki líka koma með í bílnum? Á þessari stundu skildist Nemetz það, að hann var veginn af þessum ungu dómurum og fundinn nægilega þungvægur. Fyrst var farið heim til Bartha. Kaldy og drengurinn biðu í bílnum, meðan Nemetz leiddi Mimi að dyrunum og barði síðan uppá. Enn var það konan, sem opnaði. Bartha kom fram bak við fataskápinn. Frænkan sat sem fyrr í legu- JNauðuiiwniupfíboð Eftir kröfu Ólaf,s Þorgrímissonar hrl., og Gjaldheimt- unnar í Reykjavík, fer fram nauðsungaruppboð að Súðarvogi 26. hér í borg, miðvikudag.nn 24. apríl n.k. kl. 3 síðdegis og verður þar se*it: Borvél, járnsög rennibekkur, talið eign Norma s.f. Súðarvogi 26. Greiðsla fari fram við hamarshögg. ______________Borgarfógetaembættig í Reykjavik, Nauðungariippboð Eftir kröfu Harðar Einarssonar hdl., fer fram nauð- ungaruppboð að Laugavegi 42, hér í borg, miðviku- daginn 24. apríl n.k. kl. 2 e.h. og verður þar selt Peningaskápur, rafmagnsritvél og skjalaskápur, talið eign Sokkabúðarinnar h.f. Laugavegi 42 og Guðna Þórs Nicolaissonar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. ______________Borgarfógetaembættig í Reykjavik. • v::7: :■ >:•: • •:•;•: X;::::: :-: 'A 20. APRÍL Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Hagsýni einkennir daginn á flesta lund. Taktu ákvörðun um hvað hentast er fyrir heimili þitt og fjölskyldu. Skemmtu þér i kvöld. Nautið 20. apríl — 20. maí. Sennilegt er að sér verði gert boð í dag, sem kynni smám saman að gefa nokkuð í aðra hönd. Sýndu þó fyllstu gætni í málinu. Færðu ástvinum þínum blóm eða smágjafir. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Fólk er samvinnuþýðara gagnvart þér en um langa hríð og skaltu notfæra þér það eftir megni. Þú skalt vinna verk þín af kostgæfni og skemmta þér svo í kvöld. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Það borgar sig að reyna að greiða sem mest af lausaskuldum í dag og koma frá einhverjum verkefnum, sem lengi hafa setið á hakanum. Ljónið 23. júií — 22. ágúst. Þú ert allóþolinmóður og hefur ekki nógu mikla biðlund I ákveðnu máli. Reyndu að sýna stillingu og úr flestu mun greiðast Jómfrúin 23. ágúst — 22. setpember. Viðburðasnauður dagur að fiestu leyti og þér er eindregið ráðlagt að vera heima við í kvöld. Nú væri einnig ráð að hætta að reykja. Vogin 23. september — 22. október. Þér vinnst vel í dag og vinir þínir munu sýna að þeir kunna að meta störf þín. Þú skalt ekki vinna frameftir heldur taka líf- inu með ró seinni hluta dagsins. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Þetta virðist vera einkar góður dagur til að útkljá hvers konar misklíð og ágreining innan fjölskyldunnar og skaltu leggja þitt af mörkum til að svo megi verða. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þú færð nasaþef að máli, sem gæti fært þér bæði ánægju og hagnað. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. í kvöld ættirðu að fara í leikhús. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Vertu ekki of eyðslusamur í fjármálum, þó að þú sért gjaf- mildur og rausnarlegur að eðlisfari. Ekki veitir af að þú farir vel með peninga þína. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Þú hittir ýmsa góða vini í dag, sem þú hefur ekki séð lengi og muntu hafa gleði af endurfundunum. Þú skalt njóta samvista við þá og dylja einmanakennd þína. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Þú skalt einbeita þér að vinnunni og leggja þig í líma um að uppfylla þær kröfur, sem vinnuveitendur þínir gera til þín. Það mun borga sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.