Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968 Til Hveravalla á pálmasunnudag A HVERAVOLLUM hefur verið föst byggð síðan 1966. Þá var komið þar á fót veð- urathuganastöð, sem starfar ailt árið, og vandað íbúðar- hús byggt á melunum ör- skammt norðan við hverina. I>á urðu Hveravellir lögheim ili í Svínahreppi í A-'Hún., en ærið afske'kkt, því bæjarleið- in er nær 80 km. Nú búa á Hveravöllum hjónin Hulda Margrét Hermóðsdóttir og Kristján Hjáknarsson og er þetta annað ár þeirra þar. Meðan Kjalvegur er fær bæði úr Húnavatnssýslu og Árnessýsiu er gestkvæmt á Hveravöllum, en jafnskjótt og hann lokast verður skyndi leg breyting á. Margir hafa þó mikinn hug á vetrarferð- um þangað og farartækjum. sem ekki þurfa vegi, fjölgar óðum. Á pálmasunnudag fóru 6 menn á snjóbíl og vélsleða frá Blönduósi fram á Hvera- velli. Snjóbíllinn var keyptur hinngað í fyrra og er eign sýslunnar og margra fleiri aðiia, m.a. á Slysavarnadeild in Blanda hlut í honum. í fyrravetur fóru menn frá Blönduósi tvær ferðir á Hveraveili. Þeir fóru á jepp- um, en það er mjög sjaldan hægt að vetrarlagi. Ferða- félagarnir lentu í myrkri og fjúki og áttu í nokkrum erfið leikum við að rata. Upp úr Hulda Hermóðsdóttir og Kristján Hjálmarsson á Hveravöll- um. — Á norðurheiðinni var mikill snjór, en lítill á mið- heiðinni. Þegar kemur fram undir Seyðisárdrög vex hann aftur og þar er talsvert fann- dýpi. — En árnar? Morgunblaðið er sjaldséður en völlum. því spratt það, að stikur með endurskinsmerkjum voru settar meðfram veginum alla leið frá Hveravöllum norður að byggð. Nú kom í Ijós, að á nokkrum stöðum þurfa stik urnar að vera hærri og mun það verða lagfært að sumri. Ásgeir Jónsson, rafveitu- stjóri á Blönduósi, var einn af þeim, sem fóru í pálma- sunnudagsferðina. — Ásgeir, hvað segirðu um snjólag á heiðinni? velkominn gestur á Ilvera — Pær eru víðast auðar, en við gátum samt komizt yfir þær á ísspöngum og snjó án þess að fara langa króka, nema Beljanda. Hann var al- auður og við urðum að fara vestur fyrir upptök hans. — Hvað segir þú um far- artækin? — Þau reyndust ágætlega og vélsleðinn er hörkugott tæki. Þeir þyrftu að vera fleiri til. — Sumir telja þessar vetr arferðir ykkar á Hveravelii bæði gagnlausar og tilgangs- lausar nema sem skemmti- ferðir. — Já, ekki vil ég neita því að okkur þyki þær skemmti- legar og kannske hefði eng- in þeirra verið farin, ef við værum sneyddir æfintýraþrá og löngun til að reyna eitt- hvað nýtt, enda þótt því geti fylgt nokkur áhætta. En það er alltaf gott, þegar gaman og alvara geta farið saman, og við höfum það líka í huga að geta orðið að liði, ef fara þyrfti nauðstöddum til hjálp ar. Við höfðum, flestir okk- ar a.m.k., enga reynslu í vetrarferðum á heiðum uppi og þó að hún sé ekki orðin mikil, teljum við okkur bet- ur stadda en áður. Við höfð- um ekki séð heiðina í vetrar klæðum fyrr en í þessum ferðum og okkur kom margt ókunnuglega fyrir sjónir, þó að við hefðum margsinn:s farið leiðinp á sumrir — En hvers vegna farið þið alltaf á Hveravelli en ekki eitthvað annað? — í fyrra kom önnur leið ekki til greina, því að okkur skorti farartæki á beltum og urðum að fara veginn. En svo er það líka fólkið á Hvera- völlum, sem laðar okkur til sín með höfðingsskap og hlýju. Við þurfum að visu ekki að fara neinar óraleiðir til að fá góðar viðtökur hjá ágætu fólki, en að koma um vetur til fólks, sem býr á miðjum öræfum íslands, það er annað og meira en gengur Framhald á bls. 22 Ferðafélagarnir, talið frá vinstri: Baldur Þorvaldsson, Þormóður Pétursson, Einar Guðlaugs- J son, Hilmar Snorrason og Haukur Sigurjónsson. — Ásgeir Jónsson tók myndirnar. Höfn við Bakkafjörð Bakkaflói er gullkista í haust birtist í Morgunblað- inu grein, sem þrátt fyrir aug- ljósan ókunnugleika, þess sem hana skrifaði, var þörf ábend- ing viðvíkjandi fipkimiðunum í Bakkaflóa á Norðausturlandi. En þau kallaði hann gullkistu sem þau eru. Mið við hann takmarkast af Langanesfonti að norðan en Selnybbu, sem er austast á Digra nesi að austan. í tilefni af þess- ari grein koma svj hér nokkrar hugleiðingar. Ég vil taka það fram, að undirritaður er þarna uppalinn, eða nánar tiltekið í Steintúni og Höfn við Bakka- fjörð, þar sem verzlunarstaður- inn og þorpið er. A uk þess stund aði hann þar landbúnað og að nokkru sjósókn nærri 40 ár. Það verður því ekki afsakað með ókunnugleika, ef hér er ekki farið með rétt mál. Fram yfir aldamótin 19 hundr uð var engin verzlun á Bakka- firði. Allir aðdrættir voru frá Þórshöfn og Vopnafirði. Þá réðst ungur dugnaðarmaður, Halldór Runólfsson (af ætt Guð mundar sýslumanns í Krossa- vík), í að hefja þarna verzlun og síðar líklega um 1907, kaup á fiski uppúr sjó. Þetta óx svo í höndum hans að telja mátti orðið stórfyrirtæki er hann lést. Fyrst þegar ég man til voru sjálfsagt 40 árabálar við róðra á sumrum við Bakkafjörð. Þetta ina og hætta að kaupa fiskinn upp úr sjó. Varð þá hver báts- höfn að salta og verka sinn fisk sjálf, svo hagkvæmt sem það nú er. Ekki hefur þó enn tekizt að drepa kjarkinn út sjómönnun- um á Bakkafirði, svo er dugn- aði þeirra fyrir að þakka. Síðan hefur markvisst verið unnið að því að ná öllum út og innflutn- ingi frá Bakkafirði og láta hann fara í gegnum Þórshöfn. Svo mun jafnvel komið, að kol og salt er flutt þaðan. Slíkt hefði nú þótt með ólíkindum, þegar engin var komin lagfæring við landtökuna, hvað þá nú eftir að hafrargerðin kom. Ef svo held- ur fram sem nú horfir verða verzlunarhættir í Skeggjastaða- hreppi brátt komuir í líkt horf og var fyrir síðustu aldamót. Nauðþurftir hreppsins verða sótt ar í aðra sýslu. Ég er samvinnu- maður, en einokunaraðstaða í óvitahöndum, er og verður sú sama hvort sem þar er um kaup- félag eða einstakling að ræða. Kaupfélag Langnesinga virð- sit ekki hafa efni á að greiða fyrir atvinnulífi á Bakkafirði, en það hafði efni á að reisa stórt mjólkursamlag á Þórshöfn, sem er milljóna fjárfesting. Hvað sú hringavitleya hefur nú þegar og á eftir að kosta landið og kaup- félagið veit ég ekki. En hitt veit ég, að annað mundi þarfara. Fé- voru mast auk heimamanna Fær eyingar, sjómenn af Suðurnesj- um og jafnvel Norðmenn. Þeir höfðu þá aðsetur á ýmsum bæj- um við Bakkafjörð og í Gunn- ólfsvík. Fiskurinn var saltaður og verkaður á hverjum bæ. Kring um 1907 mun svo Halldór hafa byrjað blautfiskkaupin og þá færðist útgerðin að mestu í Höfn Þá hófst mikill uppgangur í þorpinu og jafnfram í sveitinni, því segja má vegna þess að sveit in er ekki stór, eð sveitin og þorpið standi eða falli hvert með öðru. Atvinna í lar.di við verk- un á fiskinum var mikil og fjöldi aðkomufólks hafði þar atvinnu fram á haust. Miðin sem sótt var á, voru aðallega grunnmið inn- fjarðar og Stapamið út af Digra- nesinu. Auk þessa var um tíma mikil útgerð á Skálum, sem eru nyrzt við Bakkafloann en er nú úr sögunni vegna hafnleysis. Öll mið í Bakkaflóa frá Fonti að Selnybbu hefi ég skrásett með kennileitum á landi til viðmiðun ar. Þau eru varðveitt hjá þjóð- minjaverði (Afrit á ég.). Þegar Halldór lézt 1919, keypti svo Jakob Gunnlaugsson & Co, í Kaupmannahöfn húsin og rak fiskverzlunina með myndarbrag um skeið. Næst kemst svo Kaup félag Langnesinga á Þórshöfn yfir aðstöðuna þarna og hélt nokkuð í horfinu um tíma. Fljótt fór þó að bera á að áhuginn fyrir viðgangi Balikafjarðar var ekki mikill. (Á kreppuárunum var þó svo að Bakkafjarðar deildin skilaði alltaf skástri af- komu hjá kaupfélaginu). Jafn- framt því að leggja niður sauð- fjárslátrun á Bakkafirði ogfæra þá haustvinnu, sem henni voru samfara, til Þórshafnar, hættu þeir að taka lifrina úr fiskinum og var miklu af henni hent í sjóinn um tíma. Næsta skref kaupfélagsins til að „bæta“ hag þorpsins og sveitarinnar var svo það að leggja niður fiskverkun- lagssvæði Kaupfél. Langnesinga og Skeggjastaðahreppur, eru með beztu sauðfjársveitum lands sin. í Skeggjastaðahreppi var í minni búskapartíð rúmur hestur af heyi ætlaður handa kindinni og mikið má fénu fjölga, svo að afréttir fullnægi því ekki í næstu framtíð, og það án kostn- aðar við áburð eða landgræðslu. Um Síldarverksmiðjuæfintýrið á Bakkafirði vil ég sem fæst tala, enginn sá annað en síld og aftur síld. Þar var allt með þeim fádæmum. Bein svik á gefnum loforðum eða ádrætti um fjár- festingar og rekstrarlán, hluta- fjártöp og gjaldþrot og allt til- heyrandi. Og þó, veit ég ekki nema þetta hafi verið misráðið frá upphafi. Nú í sumar hefir síldin verið flutt norðan úr regin hafi til verksmiðjanna í landi og jafnvel suður til Reykjavíkur. Þetta er orðið lélegt hráfeni og kostnaðurinn ærinn og út- flutningsverðmætið ekki nema brot af því sem vera ætti ef unn inn væri mannamatur úr því úr- vals hráefni, sem síldin er ný. Bræðsluverksmiðj i skrokkarnir eru orðnir nokkuð margir véla- lausir og því miður virðist allt benda til þess að þeim eigi eftir að fjölga. Framtíðin hlýtur að vera móðurskip, sem fylgir flot- anum og tæknileg nýting síldar- innar nýrrar, samfara öflugri auglýsingastarfsemi íslendingar eru nýríkir og hafa hagað sér Sem slíkra er háttur (þróunar þjóð) Nú er draumurinn búinn og við verðum að tí ka afleiðing- unum eins og menn Tæknileg nýting auðlindanna í verðmæta vöru er það sem verður að koma Aflann verður að fullvinna i landi eða á hafi úti, eftir því sem hentar hverju sinni. Rekstursmöguleikar þeirra frystihúsa, sem vinna stór an fisk, hafa lengst af verið sæmilegir. En um uppeldisstöðv Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.