Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR OG LESiléii
80. Ibl. 55. árg.
SUNNUDAGUR 21. APItlL 1968.
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
\ ÞESSI mynd er tekin af i
í nóta-, neta- og trollbátunum t
/ á miðunum í kringum Eini-
1 drang við Vestmannaeyjar í'
y fyrradag og sézt greinilega |
i hversu þétt bátarnir eru á
miðunum. Fremst á mynd-
I inni sézt þorskanót í sjónum.'
| Nokkur brögð hafa verið að |
því að Eyjabátar hafi fengið |
veiðarfæri aðkomubáta yfir!
veiðarfæri sín og hafa veiðar-j
I færi skemmst nokkuð og I
afli tapazt. Baráttan um fisk-1
inn er hörð. Ljósmyndari /
Mbl. í Vestmannaeyjum, Sig-'
urgeir Jónasson, tók þessa^
| mynd, en hann brá sér í róð-1
ur með Huginn II VE.
Víðtækar ráöstafanir vegna af-
mælis herforingjabyltingarinnar
London, 20. apríl. — (AP)
GRÍSKA stjórnin gerir nú
víðtækar öryggisráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir
hugsanlega ólgu og óeirðir í
landinu á morgun, en þá er
ár liðið frá því að herfor-
ingjastjórnin tók völd í land-
inu. Herdeildir hafa verið
sendar til úthverfa Aþenu
og allar lögreglustöðvar
fengið liðsstyrk frá hernum.
Areiðanlegar heimildir
herma, að Dionysos Livanos,
Batnandi sambúð Bandaríkj-
anna og Tékkóslóvakíu?
Breytingar á herstjórn landsins
Prag, 20. apríl AP—NTB.
PTANRÍKISRÁÐHERRA Tékkó
slóvakíu ásakaði Bandaríkin um
það í gær, að Bandaríkin hefðu
ekki hirt um að sýna neinn vott
um vinsemd í því skyni að bæta
sambúðina við nýju valdhafana
í Tékkóslóvakíu. „Sambúð okk-
ar við Bandaríkin er ekki góð“,
sagði Jiri Hajek utanríkisráð-
herra á fundi með fréttamönn-
um og „ábyrgðin á því hvílir
ekki á Tékkóslóvakíu". Tíu dag-
ar eru nú liðnir síðan Hajek
Tyrkland —
Rússland
Ankara, 20. apríl AP.
• STJÓRNIR Sovétríkjanna og
Tyrklands hafa undirritað
samkomulag um að taka upp
járnbrautarsamgöngur milli höf-
uðborga landanna. Verða fastar
ferðir cinu sinni í viku milli
Ankara og Moskvu gegnum
Grikkland, Búlgaríu og Rúm-
eniu.
tók við embætti utanrikisráð-
herra.
Ummæli Hajeks voru augsýni-
lega viðhöíð í því skyni, að
reyna að blása að nýju lífi í
sa.mn'ngaviðræðuir um bæft
sam.skipti Tékikóslóvakíu ag
Bandaríkjanna, en Tékkar hafa
m.a. gert kröfur um að Banda-
ríkin skili þeim um 20 millj.
dollara virði af gulli, sem í
stríðslok féll í hendur Banda-
ríkjamönnum, en nazistar höfðu
á sínum_ tíma rænt útr höndum
Tékka. Ýmsir Tékkar munu vera
þeirrar skoðunar, að það myndi
veita hinni nýju frjáislyndu
stjórn landsins tækifæri til þess
að taka óháðri stefnu, ef gullið
j'rði afhent Tékkóslóvakíu að
nýju. Áherzla sr lögð á þessa
ósk í blaði tékknesku stjórnar-
innar, Rude Pravo, á föstudag,
þar sem segir, að Tékkóslóvakía
muni ekki verða máttlaus leik-
brúða, sem dansa myndi eftir
stefnu Sovétríkjanna.
Hajek saigði, að báðir aðilar
hefðú verið nálægt því að kom-
ast að samkomiulagi átrið 1961, en
þegar til kastanna kom hefðu
Bandaríkn borið fram nýjar
kröfur. Síðan hefðu ýmsir at-
burðir gerzt á alþjóðaveftvangi,
sem ekki hefðu orðið til þess
að bæta samibúðina eins og
Kúbudeilan, Vietnam og styrj-
öidin fyriir boitni Miðjarðarhafs-
ins. Samkv. samkomulagi því,
sem möguleikar voru eitt sinn
Framh. á bls. 27
frændi fyrrum forsætisráð-
herra Panayoutis Kanello-
poulosar, hafi verið handtek-
inn. Hann er á fertugsaldri
og hefur í mörg ár verið rit-
stjóri hægriblaðsins NIKI,
en aldrei tekið virkan þátt
í stjórnmálum.
Frændi hans, Kanellopoulos,
var settur í stofufangelsi sl. mánu
dag, ásamt Georg Papandreou,
einnig fyrrverandi forsætisráð-
herra og leiðtoga miðflokkasam-
bandsins.
Þá herma áreiðanlegar heim-
ildir, að fjöldi forystumanna á
sviði stjórnmála hafi verið kall
aður á fund yfirvaldanna að
undanförnu. Hafi menn þessir ver
ið varaðir við því að koma fram
opinberlega, eða gera nokkrar
réðstafanir andstæðar stjórn-
völdum landsins.
í gær bar það við, að brezkur
þingmaður, John Fraser var hand
Framh. á blis. 27
12 fórust í
fellibyl í
Arkansas
Greanwood, Arkansais,
20. apríl AP.
3 TÓI.F manns biðu bana af
völduin feilibyls, sem gekk
yfir miðhluta bæjarins Grean-
wood í Arkansas í gær og vitað
er um sextíu manns, sem hlutu
meiri eða minni meiðsl.
Flestar byggingar í miðhluta
bæjarins voru rústir einar, eftir
að stormurinn hafði gengið
yfir og segir borgarstjórinn, Ed
Hall, að samkvæmt lauslegu
mati megi gera ráð fyrir, að
tveir þriðju hlutar bæjarins hafi
eyðilagzt. íbúar í Greanwood
eru um tvö þúsund talsins.
Björgunarsveitir hafa unnið að
því að rannsaka rústir og brak,
sem stormurinn hefur dreift um
nær 10 km svæði. Er óttazt, að
enn eigi eftir að finnast þar
látnir og særðir.
Kom niður í
■húðarhverfi
Bay Part, 20. apríl AP.
• BANDARÍSK orrustuþota af
gerðinni „F4d Phantom“ fórst
á suðurströnd Long Island í gær
og olli nokkrum skemmdum á
ibúðarhverfi, þar sem hún kom
niður. Ekkert slys varð á mönn-
um.
Flugmenhimir tveÍT, sem í vél-
inni voru, reyndu allt, sem þeir
gátu til að koma vélinni ytfir
sjó áður en hún færi niður, en
það tókst ekki og lenti hún á
íbúðahhverfi rétt við ströndina.
Sprenging varð í vélinni, er hún
kom niðuir.
Asgeir Asgeirsson
Alþingi setti 71 lög
— Þjóðin á forseta ísfands miklar
þakkir að gjalda, sagði forseti S.þ.
í GÆR var 88. löggjafarþingi ís-
lendinga slitið. Forseti Samein-
aðs Alþingis, Birgir Finnsson
gaf þá skýrslu um störf þingsins
í vetur og kom fram í henni að
haldnir voru alls 260 þingfundir.
í neðri deild 102, í efri deild 100
og í Sameinuðu þingi 58. Lögð
voru fram 130 lagafrumvörp og
af þeim voru 71 afgreidd sem
lög. Þá voru lagðar fram 48 þings
ályktunartillögur og voru 15 af
greiddar sem ályktun Alþingis,
1 sem ályktun neðri deildar og 2
sem ályktun efri deildar Bornar
voru fram 26 fyrirspurnir og
voru þær allar ræddar.
Birgir Finnsson þakkaði síðan
þingmönnum samstarfið í vetur,
svo og starfsfólki Alþingis og
Árnaði landsmönnum árs og frið
ar fyrir hönd alþingismanna. —
Þakkaði Eysteinn Jónsson for-
seta fyrir hönd þingmanna og
árnaði honum og f jölskyldu hans
allra heilla. Tóku þingmenn und
ir með því að rísa úr sætum.
Forseti Islands, herra Ásgeir
Ásgeirsson flutti síðan ræðu, í
tilefni þess að hann hefur
ákveðið að láta af forsetastörf-
um. Þakkaði hann þingmönnum
góð kynni og samstarf að fornu
og nýju. Álþjóð árnaði forseti
árs og friðar og blessunar
Guðs.
Framh. á bl<s. 27