Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1908. 15 Meniimgarbragiir Oft er um það talað, að ís- lendingar séu að verða erlendri ómenningu a'ð bráð. Auðvitað er hér ýmislegt með öðrum hætti en helzt yrði á kosið. En margt bendir einnig til aukins þroska og menningar. Orð er á því haft, að kirkjusókn hafi verið góð um páskahelgina, og einkennilegur má sá maður vera, sem ekki sækir sálubót í að vera við guðs- þjónustu. í dymbilvikunni hélt Pólýfónkórinn þrjá hljómleika í röð, alla vel sótta, enda gátu jafnvel þeir, sem sáralitlu hljóm- listarskyni eru gæddir, haft af þeim óblandna ánægju. Á skír- dag komust færri að en vildu til að sjá hina ágætu sýningu Leik- félagsins á Heddu Gabler. Um þá sýningu má segja, að verki'ð lofi meistarann. Snilld Ibsens nýtur sín með ágætum í þessu leikriti, og sönn unun er að því að sjá hvernig leikararnir leysa sín hlutverk af höndum. Þá var einnig ánægjulegt að horfa á ýmislegt í sjónvarpinu þessa daga, ekki sízt leikritið Gestaboð eftir Eliot. Ætla hefði mátt, að sumum þætti efni þess of strembið, en víða mátti heyra, að Vertíðin í Vestmannaeyjum er í fullum gangi og bátarnir koma drekkhlaðnir að myndinni sést ísleifur VE sigla inn hafnarmynnið. (Ljósm. Mbl.: Sigurgeir landi. — Á Jónasson). REYKJAVÍKURBRÉF fólk hafði fylgzt með því af mikilli ánægju. Svo mætti lengi telja, en aðeins minnzt á eitt, sem óvíða gæti komi'ð fyrir nema í Reykjavík. Háskólaprófessör heldur hvern fyrirlesturinn eftir annan um þúsund til ellefu hundruð ára gömul örnefni. Að- sókn er svo mikil, að fyrirlestr- ana verður að halda í stærsta samkomusal bæjarins, Háskóla- bíói. Sá, er þetta ritar, hefur ekki hlustað á þessa fyrirlestra, og getur því ekkert um efni þeirra sagt, en hin mikla aðsókn er tímanna tákn um, að áhugi á fornum íslenzkum fræðum fer sízt dvínandi. Samtímis öllu þessu gerist svo það, að íslenzkir æskumenn standa sig í íþrótta- keppni við erlenda menn mun betur en a.m.k. ókunnugir höfðu búizt við, og með sanngirni er hægt a'ð ætlast til, þegar borin er saman fæð okkar og hið mikla úrval, sem keppinautarnir hafa yfir að ráða. rri 1 • 1 vær p joðir Bretar segja stundum til sjálfs gagnrýni, að í landi þeirra búi tvær þjóðir, annars vegar þeir, sem notið hafi menntunar og hins vegar þeir menntunar- snauðu eða litlu. Höfuðviðfangs- efni hinna víðsýnni forystu- manna hefur lengi verið að draga úr þessum mun eða eyða honum me’ð öllu. Erfitt mun það þó reynast til hlýtar, meðal ann- ars vegna hins ólíka framburðar á eigin tungumáli, sem Bretum er kenndur eftir því í hvaða skóla þeir njóta menntunar og fræðslu. Sem betur fer þekkjum við íslendingar ekki þetta vanda mál. Hér njóta allir samskonar skólagöngu í bernsku, á æskuár- um að vísu misjafnlega langrar, en nú orðið að mestu eftir löng- un hvers og eins en ekki efna- hag. Menning íslendinga hefur ætíð verið alþýðumenning, þar hefur auðlegð og þjóðfélagsstaða skipt sáralitlu máli, heldur hefur upplag manna að mestu skorið úr. Ástæðulaust er þó að dyljast þess, að einnig í þessum efnum hafa orðið miklar fram- farir á síðustu áratugum. Áður var geta manna til framhalds- náms mjög takmörkuð vegna efnahags, en nú geta allir eða langsamlega flestir, sem hug hafa á slíku námi, lagt á það stund. Þessu jafnrétti tækifær- anna mega íslendingar aldrei glata. -Laugardagur 20. apríl, Cerði lítið ur eigm landi ítalski rithöfundurinn Ignazio Silone hefur skrifað skemmti- legar greinar í tvö síðustu hefti brezka tímaritsins Encounter um þjóðfélagsmál og endurmat á fyrri viðhorfum. Nú i aprílheft- inu segir hann frá fundi, sem hann á sínum tíma hafi tekið þátt í og haldinn var í Feneyj- um í því skyni a'ð efla skilning á milli rithöfunda úr Vestur- og Austur-Evrópu. Einn af fundar- mönnum var hinn frægi Lund- únaprófessor J. D. Bernal, kunn- ur eðlisfræðingur og meðlimur í vísindafélaginu brezka. Silone segir að prófessor Bernal hafi tekið svo til orða: „í auðvalds þjóðfélögum er menningin hrjáð af djúpi, sem skilur á milli almennings og æðri tegundar lista, — James Joýce er t.d. einungis lesinn og skilinn af örfáum innvígðum, þar sem fjöldinn lætur sér nægja teikni- myndir. Á hinn bóginn hefi ég með eigin augum séð, hvernig tekizt hefur að brúa þetta djúp í hinu sósíalska þjóðfélagi Rúss- lands, þar sem verkamenn á samyrkjubúum, stúdentar, upp- þvottamenn, skáld og vísinda- menn lesa allir sömu bækurnar, njóta sömu kvikmyndanna og málverkanna — í stuttu máli hafa sama smekk í fagurfræði- legum efnum“. Kraftaverkið hafði ekki skeð Silone heldur frásögn sinni áfram og segir: „Þar sem fullyrðingin um slíkt kraftaverk kom frá brezkum vís- indamanni, sem ætla mætti að væri mótaður af sundurgreining og rannsókn viðfangsefna sinna, þá hefði maður undir venjuleg- um kringumstæðum alls ekki ef- ast um réttmæti fullyrðingarinn- ar. En svo vildi til, að þá sátu fjórir sovézkir rithöfundar við sama borðið og við, og ég hefði talið það alvarlega vanrækslu af minni hálfu, ef ég hefði látið undan fallast tækifærið til þess að fá þessi dásamlegu tíðindi staðfest þegar í stað. Þess vegna flýtti ég mér að skjóta inn: „Án þess að mér komi í huga að draga í efa það sem minn ágæti félagi, prófessor Bernal, segir, má ég þá biðja okkar sovézku félaga, sem hér eru að skýra okk ur frá með hverju móti þetta kraftaverk hafi gerzt?“ Eftir nokkurt hik tókst sovét- skáldið Konstantín Fedin á hend ur það vanþakkláta verk að svara spurningu minni. Hann sagði: „Við höfum líka í Rússlandi skilsmun á menningu; það er alveg laust við hina æðri tegund menningar, að við framleiðum líka í Rússlandi margar bækur og kvikmyndir, sem hafa ekkert listagildi og eru einungis ætlað- ar fjöldanum". Þögnin, sem kom á eftir þessu, var einungis rofin af vandræða- legum ræskingum. Sumir við- staddra kepptust við að stara upp í hvítt loftið. Þetta atvik kom of illa við menn til að þeir vildu tala um það. Þessi hug- mynd um nýtt samband rúss- nesku þjóðarinnar og listarinnar var einungis hugarfóstur Bernals sjálfs, ályktun, sem þessi ágæti brezki vísindamaður hafði að eigin vild dregið af þeim for- sendum, sem voru hluti af póli- tískri trúarjátningu hans“. Bro^tnar vonir Fyrr í grein sinni talar Silone um þau vonbrigði, sem margir og þá einkum Marxistar höfðu orð- ið fyrir þegar í ljós kom, að bætt aðstaða og útrýming fátæktar hefur ekki breytt mannlegu eðli né hátterni á þann veg, sem þeir ætluðu. Hinn gamli Adam lifir enn góðu lífi, hvað sem ytri að- stæðum líðum. Silone leggur á- herzlu á, að á þessari tækni- og vélaöld hafi sú sjálfvirkni brugð ist mest að gert var ráð fyrir að með því einu að afnema fátækt þá væri framleidd af sjálfu sér ný manntegund, sem væri gæd/fl þroskaðri sálar- og siðferðisgáf- um en hin fyrri. Silone heÆdur áfram: „Það er farið að líta út fyrir, að jafnvel þeir vestrænu komm- únistar, sem hafa lagt leið sína til Sovétsamveldisins í sama anda og trúaðir Múhameðstrúar- menn fóru pílagrímsferðir sínar til Mekka, og heimfærðu eigin drauma upp á hinn harkalega og miskunnarlausa veruleika í kjör- landi sínu og komu heim með þann boðskap, að þeir hefðu upp götvað nýja manntegund---það lítur út fyrir, að jafnvel þessir menn séu nú loksins farnir að gera sér grein fyrir, að draum- sýn þeirra hafi brugðizt (ítalsk- ur sálgreiningarmaður gekk svo langt, að hann réttlætti þá stað- reynd, að bæði iðkun og kenning sálgreiningar var bönnuð í Rúss- landi, með því að halda frarn a6 í „sósíalisku landi losna menn af sjálfu sér við sálarflækjur sín- ar“). Ný manntegund? Það eru ekki ítalskir kommún- istar einir, sem gert hafa sig bera að slíkum bamaskap. Við íslendingar megum minriast þess, þegar okkgr ágæti landi, Guðgeir Jónsson, mikill bind- indismaður, fór fyrir allmörgum árum austur til Rússlands og kom aftur með þann boðskap, að Sovétstjórninni hefði tekizt að leysa áfengismálin í Rússlandi í eitt skipti fyrir öll! Þá mun þeim er hlustuðu á Brynjólf Bjarnason á 50 ára afmæli Sovét byltingarinnar, ekki gleymast fagnaðarboðskapur hans um hina nýju og betri manntegund, sem nú fyrirfyndist I Sovét-Rúss- landi. Brynjólfur hefur engu gleymt og ekkert lært, enda var af ræðu hans svo a'ð heyra sem hans helzta, jafnvel eina á- hyggjuefni út af ástandinu aust- ur þar væri, ef eitthvað væri slakað til á rétttrúnaðinum. Brynjólfur lætur ekki hagga sinni bernskutrú, hinni gömlu Stalínsdýrkun, þar um fá engar staðreyndir neinu breytt. Morðið á Masaryk Þó væri fróðlegt að skyggn- ast í hugarfylgsni manns eins og Brynjólfs Bjarnasonar, sem að upplagi er heiðvirður og grand- var maður, og fylgjast með hvernig honum verður við þeg- ar fréttir berast af atburðum eins og þeim, er nú síðustu vik- urnar hafa gerzt í Tékkósló- vakíu. Hér í Reykjavíkurbréfi var nokkru fyrir 20 ára dánar- afmæli Masaryks utanríkisrá’ð- herra minnzt á dauða hans og með hve tortryggilegum hætti lát hans hefði að borið. Þá var enn ekki vitað, að stúdentar og al- menningur í Tékkóslóvakíu mundu fylkja liði til að gera minningardaginn að hvatningar- degi fyrir auknu frelsi og til fordæmingar á þeim, sem báru ábyrgð á bana Masaryks. í Tékkóslóvakíu er ekki lengur far ið dult með þá sannfæringu, að Masaryk hafi verið myrtur. Nú er það berum oriðuð borið á er- indreka Sovétstjórnarinnar, að þeir hafi átt hlut að þessu hrylli lega morði. Af hæversku er sá háttur hafður á, að sagt er, að þarna hafi sendimenn Beria ver- ið að verki. Allir vita þó að á þessum árum voru Beria og Stalín óaðskiljanlegir. Með skrif- um tékkóslóvskra blaða þessa dagana er þess vegna í raun og veru verið að kenna Sovét- stjórninni sjálfri um drápið á Masaryk. Fró'ðir menn telja og, að það sé ekki einungis til að láta. Masaryk fá æru uppreisn, sem landar hans leggja nú svo mikla áherzlu á fulla rannsókn á öllum aðdraganda dauða hans, heldur sé morðið á honum tekið sem tákn morðs á sjálfstæði þjóðarheildarinnar, morð, sem raunar hafi tekizt í bili, en hafi þó ekki gengið af þjóðinni sjálfri endanlega dauðri. Þess vegna rísi hún nú upp og heimti rétt sinn, eigið sjálfstæ'ði og æruuppreisn sinna beztu manna. Björa efast ekki 0 Sennilega fær ekkert af þessu haggað sáiarró Brynjólfs Bjarna- sonar. Hann hefur fyrir löngu forhert sjálfan sig svo, áð þar kemst engin efasemd að. Brynj- ólfur er líka orðinn gamall mað- ur og honum er margt fyrirgef- anlegt þess vegna. En hvað um hina yngri menn? Hvað um þá, sem á sínum tíma skrifuðu í Þjóðviljann greinar til árása á Morgunblaðið og önnur frjáls- huga blöð fyrir að halda því fram, að Masaryk hefði verið myrtur? Skyldi nokkur þessara manna nú hafa dug til þess að lýsa yfir því, að hann hafi illi- lega verið blekktur, biðia afsök- unar á trúgirni sinni og hverfa frá hinu blinda ofstæki til heil- brigðrar skynsemi? Því miður er ósennilegt, að margir hafi manndóm til þess að fara þannig að. Einkennandi um hugar- ástand þessara manna er lýsing- in, sem Björn Jónsson gaf á for- manni síns eigin þingflokks, Lúð- vík Jósefssyni. í þingræðu, sem Björn hélt hinn 9. apríl sl. ræddi hann um að Jóhann Hafstein hefði ekki farið rétt með tiltek- in atri’ði í flokksskipulagi Al- þýðubandalagsins, og segir, að annað hvort hafi dómsmálaráð- herrann farið með vísvitandi rangfærslur eða hann hafi fengíð alrangar upplýsingar hjá for- manni þingflokks Alþýðubanda- lagsins um lög þess flokks. — Björn heldur áfram og segir orð- rétt: „Ég tel reyndar síðari tilgát- una, að hann hafi fengið rangar upplýsingar hjá förmanni þing- flokks Alþýðubandalagsins miklu sennilegri heldur en þá, að hann hafi vísvitandi farið me'ð rangt mál, þegar hann sagði þetta“. Þannig dæmir Björn Jónsson um sannleiksást Lúðvíks Jósefssonar. spara Á Aþingi því, sem nú er að ljúka, Ihefur margt merkra mála hlotið afgreiðslu. Mestur tími þingsins hefur þó farið til að leysa fram úr hinum mikla vanda, sem áföllin vegna ár- ferðis aflabrests og verðfalls hafa skipað. I þeim efnum hefur mik- ið áunnist, en hvort enn frekari ráðstafana reynist þörf er komið undir framþróun næstu mánaða, sem enginn sér fyrir. Framsóknarmenn tala mikið um óhófseyðslu og nauðsyn á sparn aði. Ekki á sá sparnaður samt að lerida á þeim sjálfum. Ey- steinn Jónsson er hófsam- ur í háttum og mikill ráðdeildar maður um eigin hag. Ný- lega hefur hann samt bor- 'ð fram þær tillögur, að ríkið borgi formanni stjórnarandstöðú ráðherralaun, þinghald verði 8 mánuði árlega, þingmenn fái ókeypis flugferðir að vild í kjör- dæmi sín og þingflokkar fái hver nokkra ríkisalunaða sérfræð- inga eða þjóna til að vinna í flokksins þágu! Minna má ekki gagn gera. Þegar heimtufrekjan er slík hjá þeim ráðdeildarsam- asta í liði Framsóknarmanna, hvernig halda menn að éyðslan í eigin þágu verði þá hjá hinum, ef þeir fengju að nýju ráð yfir ríkissjóðnum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.