Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 196«. J==*BHJU£/SAN Raubarársiíg 31 Simi 22-0-22 IVIAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 3S135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM StMI 82347 Sparið fé og fyrirhöfn Staðgjald 300 kr. 3 kr. pr. km. Bílaleigan BRAUT Hringbraut 93, Keflavík. Sími 2210. Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. Lifi frídagarnir! „Atorkusamur" skrifar: Miikíð er mér farið að leið- ast þetta árlega þras um það, hve páskafríið sé voðalega langt, og frídagar yfirleitt allt of margir á landi hér. Ég þyk ist vinna hörðum höndum, eins og flest „höldakind" á fslandi' og eiga því vel efni á löngu fríi tvisvar á ári (um jól og páska). Ekkert veit ég betra en eiga von á nokkrum samfelldum dögum heima hjá konu og börnum; þetta er eiins og bezta sumarfrí, — en það kemur á þeim tíma ársins, þeg ar allir eru þreyttir ög hafa sannarlega gott af að hvíla sig. Mín reyrisla, eftir að ég varð sjálfstæður atvinnurek- andi með fólk í vinnu, er sú, að allir séu í fítonsfjöri eftir þessi frí og vinni margfald- lega betur á eftir en undan. Vildi ég einhverju breyta, er það að taka aftur upp þriðja í jólum, páskum og hvíta- sunnu, ef það mætti koma á móti, að minni kröfur yrðu gerðar til styttingu vinnutím- ans dag hvern. Svo má bæta því við, að svona samfelld fri frá skírdegi að öðrum í pásk- um gerir mörgum kleift að heimsækja átthaga sína, — nú eða jafnvel skreppa til út landa. Jólanóttin á gamlárskvöld? Mér þótti undarlegt að sjá tillögu um það í leiðara Tím- ans, að sumardaginn fyrsta ætti að flytja á næsta sunnu- dag á undan eða eftir, — ég man ekki hvort. Sjá menn svona mikið eftir einum frí- degi? Sumardagurinn fyrsti hlýtur alltaf að verða á fimmtudegi skv. fornu ís- lenzku tímatali; að flytja hann er sama í mínum aug- um og að flytja jólanóttina á gamlárskvöld til að spara kaupgreiðslur. Nei, góðir ís- lendingar, svona látum við ekki bjóða okkur. Þá er betra að leggja sumardaginn fyrsta hreinlega niður". Bréf „Atorkusams" er, lengra, en hér verður látið staðar numið. -ár Vitleysur í f jöl- miðlu nartæk jum „Gráfeldur“ skrif ar langt bréf og skammar okkur blaða menn, auk útvarps- og sjón- varpsmanna. Hér kemur smá- kafli: „Þið segið í Mbl., að fólk hafi verið gefið saman af séra Sigurði Hauk / Guðjónssyni. Því ekki „af séra Sigurð Hauk Guðjónsson"? Rikisútvarpið segir alltaf, að einhver hafi verið „lagður inn á sjúkra- •hús“, og að farið hafi verið „á skrifstofu" hins eða þessa. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Smádæmi: Útvarpð sagði 12. apríl, að selkópar ættu að fara „ á sjávardýrasafnið í Björgvin". Þurfið þið að fara í blaðamannaháskóla, til þess að hætta þessum einkennilegu uppáferðum? A skírdagskvöld var merk- ur draumur ráðinn í Rikisút- varpinu, af því að Júpiter væri „gríski herguðinn. Þetta var okku a.m.k. sagt í sjálfu Rík- isútvarpinu. Ekki er ég nú mjög menntaður, en þó hefi ég hingað til haldið, að Ares væri nafn hins gríska her- guðs og Mars hins rómverska. Júpiter var hins vegar guð allsherjar hjá Rómverjum, eins og fyrir sig Zevs eða Seifur hjá Grikkjum. — Svona veður vitleysan ó- hindruð uppi“. +r Bílaskoðun Pétur Maack Pétursson skrifar meðal annars: „Velvakandi góður! Mér varð ekki um sel. er ég las tillögu Óttars Halldórs- sonar í dálkum þínum 10. þ. m. um að leggja niður Bif- reiðaeftirlit ríkisins. Það er rétt hjá Ó.H., að skoðun sú, sem hér fer fram árlega, er langt frá því að vera fullkom in. En það réttlaatir engan veginn tillöguna. Það má vel vera rétt hjá Ó.H., að gamlar bíladruslur, sem lappað er upp á fyrir skoðun, sæki fljótt í sama farið aftur. Það er ekki skoðuninni að kenna, heldur okkar ágæta, eða öllu heldur fágæta, vegakerfi. Úr þessu má bæta, með því að gera hér viðunandi vegi. Og með því að bæta svo aðstöðu Bifreiðaeftirlitsins að hér mætti skoða bíla alit árið um kring, innanhúss og skoða bíla því oftar sem þeir eru eldri. Þetta gæti kannski skap að bilaeigendum svoiítið að- hald, sem ekki mun af veita. Hafnarfirði 10,4 ’68. Virðingarfyllst Pétur Maack Pétursson". + Ógleymanlegir páskatónleikar Bjarnveig Bjarnadóttir skrif ar: Hér í borg var óvenju blóm legt tónlistarlíf um páskana. Voru öndvegisverk flutt á þrem stöðum. Sálumessa Ver dis í Háskólabíói, stjórnandi Róbert A. Ottósson, H-moll messa Bachs í Kristskirkju, stjórnandi Ingólfur Guðhrands son, og á 2. páskadag tónleik- ar sem kirkíukór Akranes- kirkju hélt í Háteigskirkju. Flutti kórinn verk eftir Moz- aet. Bach og Pergolesi, stjórn- andi Haukur Guðlaugsson. Hverf sæti var skipað á öll- um þessum tónleikum og hrifn ing gesta mikil. enda fögur tónverk og vel flutt, sem þarna voru uppfærð. En það sem kom mér til þess að stinga niður penna er að þakka sérstaklega kirkju- kór Akranes sem sótti okkur heim. og flutti ofangreind verk af miklum glæsibrag. Þessi kirkjukór „utan af landi“ kom mér algjörlega á óvart. Hon- um virtist það leikur einn að flytja hn erfiðustu verk. Að baki slíkri þjálfun ligg- ur mikið þolinmæðisverk, sam fara miklum áhuga og sam- hug. Stjórnandi kórsins Hauk ur Guðlaugsson á miklar þakk ir skilið. Oft er sagt, að fólk- ið úti á landi fari á mis við margt sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða til þroska og ánægju fyrr þegnana. Það er því sannarlega mikils virði þegar slíkir menn sem Haukur Guðlaugsson láta landsbyggð- ina njóta krafta sinna og hæfi leika. Greinilega kom í ljós, að kórinn frá Akranesi stend ur ekki að baki beztu kórum höfuðborgarinnar. í tónleika- skrá er þess getið, að radd- þjálfun og raddkennslu hafi þeir Einar Sturluson og Magn ús Jónsson annazt, og er auð- fundið að þar eru kunnáttu- menn á ferð. Og þakka ber söngkonunni Guðrúnu Tómasdóttir og Sig- urveigu Hjaltested fyrir fág- aða og fallega túlkun í ein- söngshlutverkunum. Líka strengjakvartettinn og orgel- leikarinn Fríðu Lárusdóttur. Þessi samstillti hópur frá Akranesi veitti mér ánægju- ríka stund. , Bjamveig Bjamadóttir -fr Oft er flagð undir fögru skinni Guðrún Skaifar: „Kæri Veivakandi! Viltu gera svo vel að birta eftirfarandi bréf, öðrum til við vörur.ar? í gær lagði ég mig fyrir milli kl. 5 og 6. Maðurinn var ekki væntanlegur, fyrr en undir klukkan sjö, og telpurnar okk- ar voru hjá ömmu sinni, og ekki búizt við þeim, fyrr en um svipað leyti. Ég var sem sagt alein heirna og hefði því átt að hafa útidyrnar (fram á gamg í f jölbýFshúsi) læstar. En að því hugaði ég ekki, sak- laus fáráðlingurinn, enda ágætt fólk í húsinu. Nema hvað. ég hrekk upp við einhvern hávaða frammi í innri ganginum, sem tiliheyrir íbúðinni. Ég rauk upp og fram á gang. Þá stendur þar ungur drengur, á að gizka tíu eða ellefu ára gamalil, o>g hatfði hann velt um koll stórum gólfvasa. Ég spyr, hvað hann sé að gera hér inni, en hann svarar, mjög kurteis og elskulegur (og þérar mig meira að segja): „Afsakið ég hélt, að hann Biggi ætti heima hérna. Ég ætlaði að heimsækja hann, og ég velti vasanum alveg óvart“. Þar sem már leizt vel á drenginn, prúð- an, bláeygan og vel klæddan, sagði ég: „Þetta er allt í la>gi, fyrst vasinn brotnaði ekki, en það á enginn Biggi heima hér“. Með það fór hann, um leið og hann baðst afsökunar á ónæð- inu. Ég fór aiftur upp í sóffa, en allt í e nu datt mér í hug: Það á áreiðanlega enginn Biggi heima í allri blokkinni, — hann hefur verið að skrökva þessu. Mér flau’g ýmislegt i hug og fór aft.ur fram á gang og nú til þess að huga að töskunni minni. Hún var á sínum stað - l.O.G.T. - I. O. G. T. Barnastúkan Æskan nr. 1 heldur fund í Góðtemplara- húsinu kl. 2 eftir hádegi. Tek in ákvörðun um ferðalag. Úr slit í hverfakeppninni. Verð- laun, framhaldssagan, sögu- lok, skemmtilegar kvik- myndir sýndar. Mætið vel og stundvíslega. Gæzlumaður. á borðinu við símann, — en í hana vantaði peningana, sem í henni voru (300—400 krón- ur), og strætisvagnamiðablokk. Svona lá þá í þessu Bölvað- ur pjakkurinn var útspekúler- að þjófkvikindi. En hvernig á maður að varast slíkt? Svar: Með því að hafa útidyrnar alltaf læstar. Mér þótti ekki taka þvi að kæra þetta, og er maðurimn minn á sama máli. En okkur kom saman um að senda þér frásögn af þessu, ef það yrði til þess, að fólk gætti betur að sér. Með kærum kveðjum og þökk fyrir ánægjustund með þér, Velvakandi minn, á hverj- um morgni, Þín Guðrún“. Vingjarnleg orð Frá „Frækorni“ kemur þessi hugleiðing „Þú ert vingjarnleg, elsku- verð kona, ég veit ekki, hvernig ég kæmist af án þín“, sagði hann einn morgun, um leið og hann fór til vinnu sinnar. Hún gleymdi striti og erfiði því, sem oft fyigir innanhússtörfum, og söng á meðan hún var að laga til í húsinu eftir morgunverð, og meðan hún sópaði tröppurn- ar söng hún svo hátt, að ná- grannakona hennar heyrði það og fó.r einnig að syngja. Þetta heyrði vikadrengurinn, sem gekk fram hjá, og hann fór einnig að syngja. Þannig barst gleðin frá hjarta til hjarfca, ein- ungis af því að maðurinn hafði talað hlýleg orð til konu sinn- ar. Hlýleg orð eru eins og smá- englar. Sendu þá út. Vingjarnleg orð geta rofið skýin, sem umlykja hjartað, og sent ljósgeisla þangað inn. Vingjarnlegt handtak gefcur frelsað sál frá örvæntingu. Vinalegt bros getur stöðvað fcárin í augunum. Sendu þessa engla út. Ef vinnukonan leysir verk sitt vei af hendi, þá segðu, að það sé vel gjört. Ef barnið í skólanum gjörir vel sem það á að gjöra, þá hilkaðu ekki við að veita því viðurkenningu í orði. Það hvetur til enn meiri ástund unar. Ef nú presturinn hefir haldið góða ræðu, máttu gjarn- an segja honum það. Hann verður ekki dramblátur af því. Láttu ekki bíða þangað, till móðir þín leggst í gröfina, að þakka henni fyrir, hvað hún hefir verið þér. Segðu henni það nú, meðan hún lifir. Þegar hún er dáin, þarf hún ekki lengur uppörvandi orð frá þér. Hvers vegna er miklu eríið- ara að tala viðurkenningarorð til hinna lifandi, heldur en að tala um þá, þegar þeir eru dán- ir? Viðurkenningarorð hafa ekki lítil áhrif, þvert á móti, þau eru eins og dúfan hans Nóa: þau munu koma aftuT að kvöldi og færa með sér ný olíu- viðarblöð. — Frækom". •+c Til kvikmyndahúsa Velvakanda hafa borizt nokkur bréf um kvikmyndirn- ar „Jeg er nyfiken — gul“ og „Onibaba". Sumir bréfritara eru lítt hrifnir, en aðrir stór- hrifnir, eins og gengur. Aðal- efni flestra bréfanna er þó áskorun til kvikmynda'húsanna um að sýna þær a.m.k. einn eða tvo daga, áður en þær verða sendar úr landi. Einkum virð- ast margir hafa miisst af jap- önsku myndmni. — Þessu er hér með komdð álfiiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.