Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1968.
bekknum, en nú var hún með
vikublað á hnjánum.
Nemetz bað Bartha að kveikja
ljós og skipaði svo konunni að
standa undir ljósaperunni og
snúa andlitinu að Mimi. Mimi
stóð lengi með djúpar hrukkur
á unglegu enninu og klemmdi
saman varirnar. Svo sneri hún
sér að Nemetz og hristi höfuð-
ið með alvörusvip, hægt og hægt
en einbeittlega.
Nemetz þakkaði Barthahjón-
unum f} rir liðlegheit þeirra og
fór síðan, ásamt stúlkunni.
— Ertu nú viss um, að það
hafi verið hvorug þessi kona?
spurði hann Mimi í bílnum.
— Já, sagði Mimi. Hún var
miklu hærri og líktist þeim alls
ekki neitt. Það var ekki fatn-
aðurinn — því að hún var ekk-
ert fín til fara — og var með
stóra svuntu — en hún var
samt miklu dömulegri.
— Hvað heldurðu, að hún hafi
verið gömul?
— Hún var hundgömul, sagði
Mimi. — Að minnsta kosti eins
gömul og hún amma.
— Og hvað er hún gömul?
vildi Nemetz vita.
— Minnst hundrað ára, sagði
drengurinn.
Mimi leit ávítandi á hann. —
Láttu ekki eins og vitleysingur.
Hún er ekki nema fimmtíu og
fimm ára.
Miðvikudagur 31. október.
Klukkan hálfníu um morgun-
inn hringdi Nemetz dyrabjöll-
unni hjá Halmy. Hann þurfti að
hringja þrisvar. Þá heyrði hann
loksins einhvern fikta við ör-
yggiskeðjuna, og svo var hurð-
inni rykkt upp. Alexa Mahely
stóð á þröskuldinum í ljósblá-
um ullarnáttfötum og með band
um hárið í hnakkanum. Hún var
bæði gröm og syfjuð á svipinn.
— Nú, eruð þér kominn aft-
ur? spurði hún.
— Já, það er ég, sagði Nem-
etz og kinkaði kolli. — Gæti
ég fengið að tala ofurlítið við
lækninn? Og áður en hún gæti
svarað, bætti hann við: — Ég
hringdi í sjúkrahúsið, en þar var
mér sagt, að hann hefði verið
heima í nótt.
— Já, það hefur hann. Hún
næstum hrækti út úr sér orð-
unum, því að nú var hún orð-
in betur vakandi og ennþá reið-
ari. — Það er í fyrsta sinn á
heilli viku. Hann sefur enn og
ég vil lofa honum að sofa-
— Þá bíð ég bara þangað til
hann vaknar.
— Eins og þér viljið, sagði
hún og var rétt að því komin
að skella hurðinni beint í nef-
ið á honum, en tók sig á, á síð-
ustu stundu. — Jæja skítt með
það, komið þér bara inn. Það
er svo hræðilegur dragsúgur
hérna úti. Þér getið eins vel
beðið hérna frammi í ganginum.
— Þakka yður fyrir, sagði
hanri kurteislega og gekk inn.
— Gerið svo vel að fá yður
sæti, sagði hún og dró fram
stól.
En hann settist bara ekki, því
að það hefði gefið henni átyllu
til að fara. — Hvar er hún
LilLa? spurði hann.
39
Hún glápti á hann. —
Hver ...? En þá áttaði hún sig
allt í einu. — Þér eigið við
stúlkuna? Hún er farin. Á sunnu
daginn var. Rétt eftir að þér
komuð hingað. Hún varð víst
hrædd við yður, bætti hún við,
með einhverju, sem líktist brosi.
— Læknirinn hefur heimilis-
fangið hennar. Hún verðursjálf
sagt afskaplega fegin að hitta
yður aftur. Þegar Nemetz lét,
sem hann heyrði ekki háðið,
sneri hún út í aðra sálma. —
Hvaða erindi eigið þér við lækn-
inn? Kannski get ég afgreitt það,
svo að þér sleppið við að bíða.
— Ég get vel beðið.
Hún yppti öxlum og gekk
eftir dimma ganginum, áleiðis til
eldhússins og svefnherbergj
anna. Næsta hálftímann heyrðist
engin hreyfing í íbúðinni.
— Nú er hann vaknaður,
sagði hún, er hún loksins kom
aftur. — En hann má ekki fara
PIERPONT-ÚR
PSBH Allar nýjustu gerðir
af Pierpont úrum,
| fyrir döniur og herra.
íí* -v Pierpont úr er vönduð
fermingargjöf.
WÉSf Úrsmiður
■ Hermann Jónsson Lækjargötu 2.
TTUR VIKUNNARC
Steiktur fiskur með osti
Roðfletlió fiskjlökin. stráið salti á f>au og skerið i föfn
stykki. Smyrjið sinnepi á aðra hlið stykkjanna og lega.ið
tvö og tvö saman með þykkri östsneið á milli. Vehið
upp úr eggi og brauðmylsnu og steikið á pönnu við
vcegan hita, þar til osturinn er bráðnaður og fiskurinn
gegnsteiktur. Berið soðnar kartöflúr og hrátt grtrn-
metissalat með fiskréttinum.
4 kg vsuflök
yth -
J t\k. sinnep
4 ó þykkar ostsneiðar
■ (íouila. Tilsitter.) .
egg
brauðmvlsna
— Ég þyrfti að fá ein föt með tvennum buxum.
strax á fætur. Hann þarfnast
hvíldar. Þér getið farið inn og
talað við hann meðan ég hef
til morgunmatinn.
Halmy læknir sat í stóra hjóna
rúminu, í náttfötum og hárið
enn úfið eftir nóttina. Það gat
ekki verið vafi á því, að hinn
helmingur rúmsins hafði verið í
notkun, eins og koddarnir voru
aflagaðir. Önnur hurðin á fata-
skápnum var opin, og Nemetz
tók eftir því, að þarna voru aðr-
ir og færri kjólar en síðastlið-
inn sunnudagsmorgun. Og öll
hin margvíslegu snyrtiáhöld,
sem tilheyrt höfðu Önnu Halmy
voru farin af snyrtiborðinu og
kommóðunni.
Föt læknisins lágu skipulega
á stól en á öðrum stól lá nælon-
undirkjóll og sokkar. Loftið
þarna inni var hreint og ferskt,
en í því lá eins og ofurlítill
ananasilmur, líklega frá ein-
hverskonar ilmvatni.
— Er þetta ekki nokkuð
snemmt að koma í heimsókn,
fulltrúi? sagði Halmy svo sem í
kveðju skyni.
— Jú. það finnst mér líka
sjálfum, svaraði Nemetz. — Og
hversvegna köllum við það þá
ekki bara embættiserindi? Mig
langaði að leggja fyrir yður
nokkrar spurningar, en ef yður
er sama, ætla ég að bíða þang-
að til ungrú Mehely kemur inn
aftur. Hún gæti kannski lagt
okkur lið.
Halmy læknir lyfti annarri
augnabrúninni, en svaraði þessu
engu. Hann opnaði útvarpið. Þar
voru tilkynningar frá ríkis-
stjórninni- Síðustu rússnesku
vélahersveitirnar rnundu væntan
lega yfirgefa Budapest árdegis,
sagði þulurinn, og skoraði um
leið á þjóðina að lofa þessari
brottför að fara friðsamlega
fram.
— Við skulum vona, að hann
viti, hvað hann er að blaðra,
sagði Nemetz. — Þegar ég fór
að heiman, voru rússneskir skrið
drekar enn kring um þinghúsið.
— Já, en þeir hljóta að fara,
sagði Halmy. — Þeir geta ekki
annað en beygt sig fyrir almenn
ingsálitinu í heiminum. Það vita
allir, hvernig þeir eru.
— Ég er ansi hræddur um,
að Rússarnir gefi fjandann í
allt almenningsálit, sagði Nem-
etz. — Vesturlöndin leyfðu þeim
að draga óvígt járntjald um
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Þessi sunnudagur verður þér ánægjulegur af þú hefur að ein-
vit á að stilla skap þitt, þó að þér finnist þú hafður að ein-
hverju leyti fyrir rangri sök. Brostu.
Nautið 20. apríl — 20. maí.
Hvað svo sem þú fæst við í dag eða segir verður líklpga
lagt út á versta veg. Öllu því skaltu taka af þínu alkunna Um-
burðarlyndi. Farðu í kirkju.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Þú ert ekki upplagður til þátttöku í samkvæmislífinu í dag. og
verður þó lagt hart að þér. Reyndu að hressa þig upp og gleðj-
ast með kunningjum þínum.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Alls konar annarleg geðhrif gera vart við sig hjá þér í dag
og þú ert ýmist ofsaglaður eða þunglyndur. Fólk í Krabbamerk-
inu er svona gert og verður að taka því.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Þér er hætt við að vera nöldrunarsamur út af smámunum
stundum bókstaflega samsmyglislegur og þar sem þú þolir öðr-'
um það ekki, skaltu sjálfur reyna að hafa hemil á geðvonsk-
unni.
Jómfrúin 23. ágúst — 22. september.
Ferðalög óhagstæð í dag. Hafðu samskipti við fólk sem skilur
þig og rnetur og reynir ekki að gera lítið úr hæfileikum þínum.
Þú hefur nýverið tekið ákvörðun og skyldir standa við hana.
Vogin 23. september — 22. oktober.
Nú rétti tíminn til að gera hreint á heimilinu einnig í
óeiginlegum skilningi. Þú hefur sennlega vanrækt að sýna börn
um í fjölskyldunniu mhyggju og ættir að ráða bót á því.
Drekinn 23. september — 21. nvóember.
Þú verður að kingja ýmsu því, sem þér finnst fullgróft og ókurt-
eisi.
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember.
Þú verður þess var áþreifanlega I dag, að flestir hugsa mest
um sjálfs síns hag og er hætt við að þér sárni kaldlyndi vina
þinna.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar.
Svo framarlega sem þú hefur ekki skipulagt daginn út í æsar
er hætt við að ýmislegt geti komið þér á óvart. Þú hefur verið
nokkuð þunglyndur og einmana upp á síðkastið Reyndu að kom-
ast yfir það.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar.
Þú skalt sækja kirkju í dag og taka þátt 1 sálmasöng og bæn
kirkjuferð. Þú skalt umfram allt gæta þín mjög vel í umferðinni.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Þú skalt sækja kirkju í dag og taka þátt í sálmasöng og bæ
og munt finna að þér líður betur eftir. Kvöldið skaltu nota til
kyrrlátra hugleiðinga.