Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1968.
17
Há verðlaun á búfjársýningu
HAFIN er af fullum krafti
undirbúningur Landbúnaöar
sýningarinnar, sem fram fer
hér dagana 9.—18. ágúst í
sumar.
Stjórnendur sýningarinnar
hafa nú skýrt frá því, að einn
veigamesti þáttur hennar verði
búfjársýning. Verður þar mikii
samkeppni og há verðlaun
veitt. Hafa þeir látið frá sér
fara leiðbeiningar um tilhögun
búfjársýningarinnar og hvernig
verðlaunum verður skipt. Sýn-
ing fer fram á hrossum, naut-
gripum og sauðfé. Tilhögun verð
ur sem hér segir:
HEIMILT er að sýna kynbóta-
hross og gæð'nga af öllu land-
inu. Stóðhestar verða sýndir í
þremiur aldurstflokkum, þ. e.
4—'5 vetra, 6—8 vetra og 9 vetira
og eldri.
í öllum flokkum þeirra verða
verðHunin: 1. verðlauin 20.000 kr.,
2. verðlaun 10.000 kr., 3. verð-
laun 6000 kr., 4. verðíaun 5.000
k;r., 5. verðlaun 4.000 kr., 6. verð-
laun 3.000 kr.
Aukaverðlaun fær bezti stóð-
hesturinn, kr. 30.000, þannig að
sá hestur fær sarrutalis 50.000 kr.
Gert er ráð fyrir að taka á
mióti 18 stóðhestuim til sýningar.
Kynbótahryssur verða sýndar í
þremur aldunsflökkum, 4ra og
5 veta, 6—8 vetra og 9 vetra
og eldri.
í öllum flokkum verða verð-
laiunin: 1. verðlaun 10.000 kr.,
2. verðlaun 7.500 kr., 3. verðlaun
5.000 kr., 4. verðlaun 4.000 kr,
5. verðlun 3.000 kr., 6. verðlaun
2.000 kr.
Aukaverðlun fær bezta hryss-
an, 10.000 kr.
Sýndir verða tólf gæðingair í
tveimur flokkum: klárhestar og
vekringar.
í báðum flokkum verða verð-
launin: 1. veðiaun 8.000 kr., 2.
veðlaun 6.000 kr., 3. veðlaun
5.000 kr., 4. verðlaun 4.000 kr.,
5. verðlun 3.000 kr., 6. verðlaun
2.000 kr.
Aukaveðlaun fyrir bezta hest-
inn verða kr. 7.000.
Eigendur hrossanna annast og
kosta flutning þeirra til og frá
sýningunni og greiði þútttöku-
gjald fyrir stóðhest kr. 3.000,
en fyrir hryssur og gæðinga kr.
2.000.
Beiðni um þátttöku í sýning-
unni sendist Búnaðarfélagi ís-
landis fyrir 15. maí n.k.
Af svæðinu frá varnargirð-
ingu í Hvalfirði að Markar-
fljóti, er ráðgert að velja í sam-
ráði við stjóirnir nautgripaækt-
arfðlaganna nautgripi til sýn-
ingar. Sýnd verða fjögutr úrvals
kynbótanaut og væntanlega tvö
þeirra með þremur dætirum
hvort. Betri hópurinn fær 35.000
kr. verðHaiun. Af yngri nautun-
um fær betra nautið 5.000 kr.,
verðlaun,
Sýndar verða 12 úrvals kýr í
tveimur flokkum, eldri og yngri
kýr. Þar verða sömu veirðiun í
báðum flokkum: 1. verðlaun
10.000 kr., 2. verðlaun 8.000 kr.,
3. verðlaun 7.000 kr, 4. verðlaun
6.000 kr., 5. og 6. verðlaun 5.000
kr.
Ein aukaverðlaun verða veitt
fyrir beztu kúna, kr. 15.000.
Sú nýbreytni verður tekin upp
nú, að unglingar sýna káltfa, sem
þeir hafa allið upp og gert taum-
vana. Þessir kálfair verða tóltf
og sá unglingurinn, sem sýnir
fallegasta og bezt hirta káifinn,
fær kr. 10.000, en allir ungling-
arnir fá peningaiverðlaun.
Til viðbótar því, sem nefnt
hefur verið, verða þarna sýndir
þrír holdagripir, átta nýfæddir
kálfar og þrír alikálfar. Flutn-
ing gripanna að og frá sýningu
annast nautgnparæktarsambönd-
in eða féiög. Eigendui- gripanna
þurfa aö tryggja þá.
Leyft hefur verið að taka
sauðfé til sýningar af svæðinu
á milii Hvítár og Þjórsár, þ. e.
úr Hreppum, Skeiðum og Flóa.
Gert er ráð fyrir að sýna fimm-
tíu kindur veturgamlar og eldri.
Allt sýningarféð fær verðlaun
og á lægsta uppnæðin að vera
það há, að eigandi kindarinnar
verði ekki fyrilr fjárhagstjóni af
því að sýna kindina.
Þá verða sýndar firnm geitur
með kiðlingum. Ennfremur allar
tegundir alifugla svo og svín.
Eymundur Magnús-
son, skipstjóri 75 ára
Aðalskrifstofan
verður d Siglufirði
— Ftumvarpið afgreitt sem lög
Á FUNDI neðri deildar á föstu-
dagskvöld héldu áfram deilur
um staðsetning aðalskrifstofa
Síldarútvegsnefndar. Fimm þing
menn fluttu við þriðju umræðu
breytingartillögu við þá grein
frv. sem mælti fyrir um að aðal
skrifstofa nefndarinnar skyldi
vera á Siglufirði. Lögðu þeir til,
að í staðinn fyrir aðalskrifstofu
Fundur N-deildar
stóð til kl. 3 e.m.
FUNDI Neðri deildar Alþingis I allra heilla og tóku þingmenn
lauk um kl. 3 á föstudagsnótt undir með því að rísa úr sæt-
og í gærmorgun lauk fundum | um.
Efri deildar. Er Neðri deild
stæði skrifstofa, þ.e- ekki væri
tekin afstaða til staðsetningar að
alskrifstofu nefndarinnar.
Birgir Finnson mælti fyrir
breytingartillögunni og lagði
hann rika áherzlu á, að hún yrði
samþykkt. í sama streng tóku
Jón Skaftason, Sverrir Júlíusson
og Hannibal Valdimarsson. Kom
fram í ræðum þeirra, að síldar-
saltendur, a.m.k. fyrir austan
land, hefðu í hyggju að stofna
sölufélag á saltsíld, yrði lögfest,
að aðalskrifstofurnar ættu að
vera á Siglufirði.
Björn Pálsson mælti gegn til-
lögunni.
Við atkvæðagreiðslu var til-
laga Birgis Finnsonar o. fl. felld
með 19 atkv. gegn 13.
Var frv. síðan samþykkt og
afgreitt sem lög frá Alþingi, með
20 atkv. gegn 9.
EYMUNDUR Magnússon, skip-
stjóri, er 75 á þessum sunnudegi.
Vil ég því minnast þessa mæta
manns og góða drengs með ör-
fáum orðum. Fjörutíu og fjög-
ur ár eru liðin frá því að leiðir
okkar lágu saman af einskærri
tilviljun og ekki árekstralaust.
Frá þeim tíma, er hann kær vin
ur minn.
Eymundur er Strandamaður,
fæddur á Hafnarhólmi í Stein-
grímsfirði, sonur Magnúsar
bónda Kristjánssonar og konu
hans Guðrúnar Mikaelsdóttur.
Þar er lítið og mjótt land milli
fjalls og fjöru, og því fór Ey-
mundur á sjó um leið og hann
gat staðið einn. og uppréttur.
Þeir, sem fæðast á þessum út-
skaga heims er í blóð borið að
flytjast á fjölum milli bæja og
fjarða. Leið Eymundar lá bein
og greið úr heimahögum en
ekki ágjafalaus.
Eymundur var í siglingum á
ýmsum skipum á unglingsárum
eins og aðrir fardrengir, en fór
í Stýrimannaskólann og útskrif-
aðist þaðan með farmannaprófi
1917. Þá hélt hann aftur úr höfn,
en 1921 réðst hann til Eimskipa
félags íslands, og því félagi vann
hann æ síðan.
Sú kynslóð sjómanna, sem Ey-
mundur er sprottinn af, man
tímana tvenna og þrenna. Áð-
ur fyrr var ekki verið að
mylja undir hásetana. Þeir urðu
að hafast við í þröngum vistar-
verum, láta sér. nægja skarðan
kost og vinna hörðum höndum
myrkra á milli óg meira en það.
En úr slíkum jarðvegi uxu
hraustir og harðfengir menn.
Þessum mönnum eigum við það
að þakka að þjóðin svalt ekki
heilu hungri í fyrri og síðari
heimsstyrjöldinni.
Ég geri það áreiðanlega ekki
í neins manns þökk að segja
frá því, að Eymundur varð fyr-
ir því í báðum heimsstyrjöldun-
um, að skipum sem hann var á,
var sökkt af kafbátum. Þá var
hættulegra að sigla yfir Islands-
ála en að vera í fremstu víg-
línu. Þetta fengu margir ökkar
beztu manna að reyna. Sumir
guldu með lífinu en aðrir kom-
ust naumlega í höfn, og skal
ekki fjölyrða um það.
Eymundur Magnússon hefur
verið farsæll, maður og það hef
ur hann orðið af sjálfum sér.
Hann er sá dagfarsprúðasti og
orðvarasti maður sem ég hef
kynnst. Ég hef aldrei séð hann
skipta skapi, né heldur að hon-
um brygði við voveiflega
hlúti. Ávallt var hann sami
trausti maðurinn, sem öðrum
þótti gott að halda í hönd á.
Æðrulaus og hugrakkur hefur
hann gegnt skyldum sínum við
þjóðfélagið og goldið því meira
en það honum.
Hátíðarárið 1938, gekk Ey-
mundur að eiga Þóru, dóttur
séra Árna Þórarinssonar frá
Stóra Hrauni, og hefur hún búið
honum og börnum þeirra ágætt
heimili. Þar er meðal annars
mikið safn góðra bóka, sem Ey-
mundur hefur viðað að sér á
langri ævi, en mestur er þó yl-
urinn og hjatrahlýjan á heimili
þeirra hjóna.
Eymundur vinur minn Magn-
ússon hefur aldrei verið marg-
máll og því skal hans dæmi
fylgt að segja ekki meira, én
óska honum og ástvinum hans
allra heilla á þessum heiðurs-
degi.
Hákon Bjarnason.
hafði lokið afgreiðslu mála,
þakkaði Sigurður Bjarnason,
forseti Neðri deildar, þingmönn-
um gott og ánægjulegt samstarf
vi ðþingstörf og umburðarlyndi
síðustu daga þingsins í þeim
önnum, er þá voru. Árnaði hann
þingmönnum allra heilla og
gleðilegs sumars.
Lúðvík Jósefsson þakkaði
fyrir hönd þingmanna og flutti
forseta og fjölskyldu hans árn-
aðaróskir. Tóku þingmenn undir
með því að rísa úr sætum.
Jónas G. Rafnar, forseti Efri
deildar, flutti og þingmönnum
árnaðaróskir, er afgreiðsla mála
var lokið í deildinni. Hann þakk
aði gott samstarf við þingmenn
og árnaði þeim gleðilegs sum-
ars.
Páll Þorsteinsson þakkaði fyr
ir hönd þingmanna. Árnaði
hann forseta o gfjölskyldu hans
Fermingarbörn
í TILKYNNINGU um fermingar
börn séra Jóns Auðuns í Mbl. í
gær, en fermingin fer fram kl.
2 í dag misritaðist heimilisfang
eins piltsins, Guðmundar Ólafs
Haukssonar, en hann býr á Mið-
braut 24, Seltjarnarne.si.
f GÆR misrituðust föðurnöfn
tveggja fermingarbarna í Hafnar
firði. Rétt eru nöfnin þannig: —
Dóróthea Elísa Jónasdóttir, Hóla
braut 8 og Sigurlaug Helga Em-
ilsdóttir, Suðurgötu 48.
WKARNABÆR
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS TYSGOTU I SIMI 18970.
VOR- OG SUMARTÍZKAN
ER KOMIN OG KEMUR NÆSTU VIKU.
KAPIJR FYRIR
SUMARDAGINN 1.
DRAGTIR
★ MINI-PEYSUR
í MIKLU ÚRVALI.
★ PEYSUR m/BELTI
★ ALPAHÚFUR í LITUM
★ PÍFUBLÚSSUR
★ RULLUKRAGA-
SKYRTUR
★ „CAPONE“-SKYRTUR
★ PÍFUSKYRTUR
VÆNTANLEGAR
A MORGUN.
★ STAKAR BUXUR
í MIKLU ÚRVALI.
★ STAKIR JAKKAR
★ FÖT
★ PEYSUR
★ PEYSUR + KLÚTAR
POSTSENDUM
UM LAND ALLT.