Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 196«. Á æfinpm „um víða veröld" í kjallara á Reykjavíkurflugvelli — Loftleiðaflugmenn œfa aðflug að Skandinavíuflugvöllum, áður en RR-400 hefur þangað áœtlun SENN líður að því að Loft- leiðir fari með RR-400 vélar sínar inn á flugáætlun til Norðurlanda. Hefst þá nýr þáttur í sögu félagsins og eru Loftleiðamenn þegar byrjaðir að búa sig undir þessa breyt ingu- Flugmenn félagsins æfa nú aðflug að flugvöllum í Osló, Gautaborg og Kaup- mannahöfn á nýju vélunum, en það sem merkilegast er að æfingin fer fram í kjallara skrifstofubyggingar félagsins á Reykjavíkurfiugvelli, en ekki á áðurnefndum stöðum. í kjallara skrifstofubygging arinnar er sjálfvirkur stjórn- klefi, sem unnt er að fljúga í, þótt ekki sé það í bókstaf- legri merkingu. Stjómklefinn er eftirlíking af stjórnkleía RR-400 flugvélar og flugmað- ur, sem situr og stjórnar þess um klefa finnur engan mun á því og að stjórna heilli flug vél með 200 farþega. Eini mun urinn er, að hann veit að hann tekst ekki á loft. Fyrir nokkrum dögum heim sóttum við Dagfinn Stefáns- son, flugstjóra, þar sem hann var að æfa aðflug í Gauta- borg og þjálfarann Hörð Sig urjónsson, sem þjálfar alla flugmenn Loftleiða og er ný- kominn að utan, þar sem hann kynnti sér flugvelli og flug- stjóm í sambandi við þá. Hörður á varla orð til þess að lýsa þeirri gestrisni, er hann maetti á flugvöllunum erlendis, en þar fékk hann allar þær upplýsingar, er hann þarfnast. Er við komum, er Dagfinn- ur að fljúga yfir flugvellinum í_ Gautaborg og búa sig undir lendingu. Hörður situr rétt fyrir aftan hann og segir hon um til í lendingunni, sem fram fer í algjörri blindni. Flýgur Dagfinnur síðan' eftir mælum og boðum Harðar, unz hann lendir heilu og höldnu á einni flugbrautinni í Gauta borg. Er hann lendir breytist hreyflahljóðið og við heyrum ísikrið í hjólbörðum flugvélar innar, er þeir snerta jörðina. Allt er eins eðlilegt og frek- ast má vera og er Dagfinnur stenduy upp úr sæti sínu, tök um við eftir því að hann er þreytulegur. — Það er svo sem ekkert undarlegt, þótt Dagfinnur andi léttar, er hann er lentur — segir Hörður og brosir. í raun inni er það sem hann hafi lent RR-400 einn síns liðs, en Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri „lendir“ í Gautaborg, einn síns liðs á RR-400. (Ljósm.: ÓI. K. M.) Þannig lítur stjórnklefi RR-400 út. slíkt kemur aldrei fyrir í raun, þar eð flugstjórar hafa alltaf aðstoðarflugmenn. Þetta er því töluvert erfiði og furðu legt er, hvel vel þeim tekst yfirleitt strákunum. Ég verð M að segja það að leikni Loft- leiðaflugmanna er aðdáanleg. Við tökum nú Dagfinn tali. Hann útskýrir fyrir okkur mikilvægi tækisins. — Það er afar mikils virði að æfa sig á þeim flugvöllum, þar sem tíðar breytingar eru í aðflugi og eins er gott að fara yfir allar aðstæður, þeg ar flogið er til staða, þar sem viðlkomandi hefur ekki kom- ið áður. Það er í rauninni eins og maður hafi komið þangað áður og lent, hafi maður lent Hörður gefur Dagfinni upp stefnu og aðrar upplýsingar sem flugstjórnarmaður á jörðu niðri. leysur, en síritar skrá, hverja hreyfingu, þannig að ekki þarf vitnanna við. Unnt er að ræða og spjalla um mistökin eftir á og þannig læra menn. Þetta hefur reynzt ungum flugmönnum mikil stoð og með hjálp tækisins öðlast þeir miklu fyrr reynslu og öryggi. — Hve rnargar slíkar æfing artíma fær hver flugmaður Loftleiða? — Hann fær 2 tíma á mán- uði og allt upp í 30 tíma á ári, segir Hörður og Dagfinn- ur skýtur inn í: Tveggja tíma gufubað hverju sinni, því að raunin er erfið, þegar Hörður byrjar að reyna mann. — Æfingar eru búnar að standa yfir á lendingum í Skandinavíu hér síðan 20 marz, segir Hörður. Við höf- um þegar æft Osló, erum með Gautaborg og tökum þrátt til við Kjaupmannaböfn. — Svo er auðvitað kostur tækisins og er hann ekki hvað minnstur, segja þeir félagar, að ekki þarf að nota flugvél- arnar sjálfar, en hver flug- tími á þeim er æði dýr, kost ar líklega einhvers staðar á milli 1000 og 1500 dollara. Flugmenn, sem fá þjálfun í svona tæki þurfa ekki eins marga æfingartíma á ári, þótt lögum samkvæmt sé ekki al- gjörlega unnt að láta þetta tæki koma í stað flugvélanna. Minni brögð verða af því að flugvélarnar séu teknar út úr áætlun, og þar af leiðandi minni líkur á að hjólbarðar eða einhver hlutur bili í æf- ingarflugi. Allar slíkar tafir geta valdið miklu fjárhags- legu tjóni fyrir félagið. Þetta tæki, þótt dýrt sé í sjálfu sér sparar því mikla fjármuni. Flugmaður þarf líklega helrn ingi færri æfingartíma í lofti, hafi hann aðgang að svona tæki. í stjórnklefanum hér. Munur inn er enginn og ekkert getur komið á óvart — lendingar- skilyrði eru gamlir kunningj ar, ef svo má segja- Hörður grípur nú inn í sam talið og segir: — Þetta er í rauninni ekki eini akkurinn í tækinu. Ég sem sit hér fyrir aftan flug- manninn og segi honum tiil í blindlendingu eins og ratsjár maður á jörðu niðri myndi gera, get jafnframt látið hvað eina bila í flugvélinni. Hreyfl arnir geta tekið að snúast of hratt, þeir geta stöðvast, eld- ur getur kviknað í hreyfli eða annars staðar og þá verður flugmaðurinn að hafa snör handtök. Hann getur gert vit Þingsályktunartillaga samþykkt: Lög um náttúruvernd, friðun Þing- valla og þjoðgarða endurskoðuð í VIKUNNI samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um náttúruvernd, friðun ÞingvalLa og þjóðgarða. Tillagan var flutt af allsherj arnefnd Sameinaðs- A1 þingis, og er svohljóðandi; „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni, að láta endursOtoða lög nr. 59 1928, um friðun Þing- valla og lög nr. 48 1956, um nátt úruvemd, friðun Þingvalla og þjóðgarða. Endurskoðunin miði að því að auka náttúruvernd og auðvelda almenningi aðgang að heppilegum stöðum til útivistar og náttúruskoðunar. Einnig verði verk- og valdsvið náttúruvemd- arráðs og Þingvallanefndar skil- greint sem gleggst“. Fyrr í vetur komu fram tvær þingsályktunartillögur frá þing- mönnum er fjölluðu um tengt efni, og leit allsherjarnefnd svo á, að æskilegt væri, að endur- skoðun á þeim lögum, er þau snerti færi fram í einu, svo að sem bezt samræming fengist og flutti því áðurnefnda tillögu. Við umræðu um tillöguna flutti Magnús Kjartansson við hana breytingartillögu þess efnis, að á meðan endurskoðun laganna um friðun Þingvalla færi fram, væri Þingvallanefnd falið að banna byggingaframkvæmdir á vegum einstaklinga í Þingvalla- landi. Síðar dró svo þingmaður- inn tillögu sína til baka, en studdi tillögu Jónasar Árnason- ar og Gísla Guðmundssonar, sem var þess efnis að ekki yrðu leyfðar nýbyggingar sumarbú- staða á Þingvallasvæðinu meðan endurskoðunin færi fram. Til- laga þessi var síðan felld við atkvæðagreiðslu í þinginu. Við umræður á Alþingi hefur komið skýrt fram, að elkki er ætlun Þingvallanefndar að leyfa byggingu fleiri sumarbústaða á Þingvallasvæðinu, en þegar hef ur verið gert. Kosið í stjórn landshafnar í Þorlákshöfn HERMANN Eyjólfsson oddviti í Gerðakoti í Ölfusi var í gær kosinn á fundi Sameinaðs þings sem varamaður í stjórn lands- hafnar í Þorlákshöfn. Er Her- mann kosinn í stað Gunnars Markússonar, er varð aðalmað- ur, er Magnús Bjarnason andað- ist í sl. marzmánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.